Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Side 16
16 DV. LAUGARDAGUR 27. AGUST1983. RISI’XIN K VMIMk Grænlcnskl ævintýri, birt i tilefni af svningu á fornmunum og list grænlcMisku þjádarinnar i líorræna hásinu Undanfarnar vikur hefur staðið yfir í Norræna húsinu græniensk fornminjasýning við góða aðsókn. Ennfremur sýning á málverkum grænlensku listakonunnar Kistat Lund sem hlotið hefur góða dóma. Oft sækir listakonan efni mynda sinna í ævintýri og þjóðsögur Grænlands. Helgarblað DV birtir hér í tilefni af sýningunum græn- lenskt ævintýri sem ekki hefur áður birst í íslenskri þýðingu. -SER. Þorpiö Nörssit í grennd viö Dan- höföa stendur á f jalli. Svo er talið aö forðum daga hafi þaö veriö á strönd- inni. Eskimóasaga greinir frá því hvemig þessu er fariö. Einu sinni bjó fiskimaður ásamt komu sinni i Nörssit. Kamíník, sonur þeirra, var svo vanþroskaöur aö sem ungur maöur var hann bami líkast- ur. Og eftir því var hann huglaus. Smákrakkar striddu honum og kváöu viöraust: KúturKamíník, kvölin engu lík agnarlítil leif, lyftu upp brókum, kveif. Honum gramdist þetta, og þá ekki síður fööur hans. Og þar sem Eskimói veröur aö leggja hart að sér til aö afla fæöu, og Kamíník haföi ekki einu sinni, er hér var komiö, far- ið á rostungs- og hvalveiðar, sagöi faöir hans dag nokkum við hann: „Þú ert bráöum kominn á fulloröins- aldur og samt ertu enn vesæll eins og hvítvoðungur. Þaö verður aldrei maöurúrþér.” Og nú rann Kamíník í skap. Hann lét móður sína sauma sér tylft af belgvettlingum úr selskinni, bar vist- ir út í kajak og reri einsamall til hafs. Undir kvöldiö sá hann hafís- jaka, eöa ef til vill íseyju, risa upp úr sjónum. Þegar hann kom nær, var þetta risastór máfur, sem flögraöi gargandi fram og aftur. Kamíník varö dauðskelkaður og reri burt sem mest hann mátti. Svona firnastóran máf haföi hann aldrei fyrr augum lit- iö. Dagfari og náttfari rak nú bát hans langt noröur í höf uns hann kom aö stórri eyju. Hér get ég hvílt mig, hugsaði pilturinn og herti róðurina En allt í einu fór eyjan að hreyfast. Fjallið á henni miöri tók aö riöa og honum birtist úfiö, úlfgrátt höfuð með eldleg augu á stærö viö góðar- ker, og eyjan var kajak, semrisi sat í og dorgaði. Þaö var risinn Akítínek. Þegar hann sá dverginn, skellihló hann og blés út um nefið. Blásturinn var stormi líkastur og skall á kajak Kaminiks. Báturinn hentist til og frá. Kamíník æpti, þá lyfti hönd risans honum og bátnum á loft og lagði þá í stóra kajakinn. Aö því búnu hélt þessi ófrýnilegi útlendingur meö hann í burt. Kamíník kúröi í kilinum á kajak sínum. Þeir lentu hjá stór- hýsi. Inni var risavaxin kona. Akltínek setti bátinn meö Kamínik i á stofuborðið. „Þú ættir aö hafa gaman af þessu, gamla mín,” muldraði hann. „En hvaö hann er indæll, nettur og skemmtilegur,” hrópaöi konan og klappaöi saman lófunum. Hún átti engin böm, og því ákvaö hún aö halda í Kaminík. Hún gaf honum aö eta. Og örmagna af þreytu sofnaöi Kamíník í bátnum sínum. Þar eð risahjónin voru vingjamleg við hann, vandist hann þeim brátt. Það eitt aö allt á þessum stað var svo hrikalegt aö víöemi, vakti ótta hjá honum til aö byrja meö. Flæmar í Risalandi vom á stærð viö hunda annars staðar, æöurin á stærö viö uxa, ormarnir á lengd viö eldspúandi dreka. Risakonan stakk bestu bitun- um upp í Kamíník. Hún ól hann á þykku hvallýsi, safamiklum hreins- læmm og næringarríku rostungs- kjöti. Akítínek haföi uppeldissoninn meö sér á fisk- og selveiðum. Veöur og vindar stæltu hann svo aö hann varö stór og sterkur. Hann óx allt hvaö af tók og aö ári liðnu var hann oröinn næstum því eins stór og sterk- ur og fósturforeldrar hans. Akítínek og kona hans vom mjög hreykin af honum. Meira að segja gekk Kamíník vopnlaus á hólm viö hættu- lega hvítabimi og lagði þá aö velli. Svo sterkur var hann orðinn. Dag einn sagöi Akíntínek viö hann: „Langar þig nú ekki að fara til Nörssit og heimsækja foreldra þína?” „Jú, þaö langar mig,” svaraöi Kamíník. „Þorpsfólkiö fær þá aö sjá hvaö orðiö hefur úr dvergnum. ” Tár komu fram í augun á konunnL Kvíöafull spuröi hún: „Ætlaröu aö koma aftur, drengur minn? ” Því lofaði Kamíník af heilum huga. Fósturmóöir hans stakk nokkrum lestum af lífsnauðsynjum í kajakinn hans, því að Kamíník át meö góöri lyst heilan hrein á dag. Hann dró upp segl. Byrinn bar hann beint til Græn- lands. Við Danhöföa vom þorpsbúar við kjötþurrkun. Þegar stóri bátur- inn kom, og Kamíník reis upp í bátn- um og hrópaði: „Hejohe,” urðu þeir ofsahræddir og ætluöu aö taka til fót- anna. „Veriö kyrrir, bleyöurnar ykkar! ” hrópaöi Kamíník vingjamlega. „Þekkið þiö mig ekki? Eg er dverg- urinn, Kamíník.” Og meö þrumandi bassarödd söng hann: KúturKamíník, kvölin engu lik, agnarlítii leif, lyftu upp brókum, kveif. Hann rak upp hrossahiátur, svo aö tárin veltust niður rauöar kinnamar. Og þau vom álíka stór og stærstu jólatréskúlur á okkar dögum. Þá uröu Eskimóamir furöu lostnir. Kamíník dró upp marga góöa hluti úr bátnum sínum og bar þá heim aö torfkofa foreldra sinna. Hann rétti þá inn um dyrnar og dró þá sem hræddir vom út eins og þegar maður dregur höfrunga á hálsinum. Þeir sprikluðu líka. En þegar gömlu hjónin sáu stóra soninn uröu þau himinlifandi. Gamli maöurinn klór- aöi sér í skeggið: „Na—va—na— va,” muldraði hann, og móöirin strauk tárin úr augunum. Daginn eftir tók Kamíník fööur sinn meö sér á selveiöar. Hann not- aöi hvorki sveðju né skutul heldur þreif hann hina rugluðu seli meö berri hendi upp úr sjónum. Þá vann hann á hval, og nú höföu foreldrar hans nóg aö bíta og brenna: Kjöt og feiti og húöir fyrir allan veturinn. Svona vel hafði þeim aldrei famast Áöur en Kamíník hvarf í burtu, tók hann kofa foreldra sinna og setti hann niður á fjalliö. Allt Nörssitþorþ flutti risinn meö nokkmm handtök- um. „Hvaö ertu eiginlega aö gera?” æptu þorpsbúar dauðskelkaöir. Kamíník sagöi: „Gangiö upp á f jalliö. Því um leiö og ég ýti kajakn- um úr vör mun sjórinn flæöa yfir ströndina. Langar ykkur aö drukkna?” Þaö vildu þeir aö sjálfsögöu ekki, heldur hlupu upp á fjalliö og veifuðu þaöan til Kamíníks. Þegar hann lagöist á áramar ýfðu árarblööin sjó- inn. Æöandi féll hann yfir sker og klappir og heföi svelgt þorpiö, ef þaö heföi ekki verið komiö upp á fjall. Litlu Eskimóarnir veifuðu, uns bátur Kamíníks hvarf viö sjóndeildar- hring. En Kamíník hló svo hátt aö bergmálið barst um aUt Grænland. Aö því búnu dró hann upp segl og hélt heim til risans Akítíneks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.