Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR 27. ÁGUST1983.
19
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Harmsagan um Titanic
á hvíta tjaldinu
Ad miimsta kosti íinim myndir haf a verið gerðar um atburðinn þegar Titanic
fðrst árið 1912 á jðmfriiarfer ð siimi yfir Atlantshafið
Stríðstímamynd
Arið 1943 kom svo fram á sjónar-
sviöið önnur Titanic-myndin og bar
hún sama heiti og skipið. Leikstjóran-
um, Herbert Selpin, tókst ekki að ljúka
viö mynd sína því hann var myrtur
áður en hann lauk við sköpunarverk
sitt.
Þessi mynd var tekin í Þýskalandi
þegar stríðið stóð sem hæst. Hugmynd-
in var reyndar komin frá sjálfum áróð-
ursmálaráðherranum Göbbels. Sá
hann sér leik á borði að rægja og niður-
lægja Breta með því að láta koma fram
í myndinni að Titanic, stærsta skip
heims, hefði sokkiö vegna græðgi og
vankunnáttu þeirra. Fenginn var eitil-
harður nasisti, að nafni Walter Zerlett-
Olfenius, til að skrifa handritið en hins
vegar kom mörgum tilnefning Selpins
sem leikstjóra mjög á óvart. Selpin var
þekktur fyrir andúð sína á nasisma en
hann var þó valinn sem leikstjóri
vegna stórgóðra sjóslysamynda sem
hann hafði gert.
Handritshöfundurinn lét söguhetj-
una vera þýskan yfirmann á skipinu
sem reyndi ítrekað að fá eiganda
skipafélagsins, White Star Line, sem
átti skipið, til að draga úr hraðanum
meðan siglt var um ótryggt hafsvæði.
Hér er onnur þýsku myndanna sem f jolluðu um Titanic slysið. Þessi var bonnuð af sjálfum Gobbels i Þýskalandi.
A NIGHT TO REMEMBER var gerð
í Bretlandi áriö 1958 og byggði á bók
Walter Lords. Myndin vartekin í heim-
ildarmyndastíl og lagði leikstjórinn,
Roy Baker, sig í líma viö að endur-
skapa atburðarásina á sem nákvæm-
astan hátt. Eric Ambler skrifaði hand-
ritið og í aöalhlutverkum voru meðal
annars Kenneth More, Honor Black-
man og David MaCallum.
A NIGHT TO REMEMBER er lík-
lega eina myndin, sem gerð hefur verið
um Titanicslysið, sem hefur verið ein-
róma lofuð af gagnrýnendum jafnt
sem áhorfendum. Að vísu hlaut TIT-
ANIC-mynd Jean Negulesco óskars-
verölaun árið 1953 fyrir besta handrit-
iö, en hinar myndimar rykféllu
fljótlega og gleymdust í filmugeymslu
kvikmy ndaveranna.
Dýrt ævintýri
Fimmta og nýjasta myndin sem gerð
var um Titanic fjallaði ekki um slysiö
sjálft heldur tilraun til að endurheimta
flakið úr greipum hafsins. Myndin var
gerð 1981 og til að færa efniö í nútíma-
búning þá greip handritshöfundurinn,
Adam Kennedy, til þess ráðs að koma
fyrir í fjárhirslum skipsins upplýsing-
um um leynilegan orkugjafa sem hafði
hemaöarlegt gildi og var verið að
flytja til Bandarikjanna. Ætlunin var
að bjarga þessum leynilega farmi en
Rússar komust að því hvað um var aö
vera þannig að efni myndarinnar snýst
töluvert um það hvor stórþjóðin verði
fyrri til að kcmast yfir hernaðarleynd-
armálið sem taliö var að varðveitt
væri í skipinu.
Tæknilega er myndin vel gerö enda
eyddi framleiðandinn ótöldum fjár-
munum til að útbúa m.a. stórt líkan af
Titanic. Áhorfendur vom ekki eins
sammála um ágæti myndarinnar og
framleiöandinn og því hefur lítið farið
fyrir RAISE THE TITANIC sem Jerry
Jameson leikstýrði með m.a. Jason
Robards og Richard Jordan í aðalhlut-
verkum.
Sagan um ófarir Titanic hefur og
mun verða vinsælt efni fyrir stórslysa-
myndaframleiðendur. Því mun ekki
líða á löngu, ef aö líkum lætur, áöur en
ein enn Titanic-mynd birtist á hvíta
tjaldinu.
-BH.
Nýlega mátti lesa á síöum dagblað-
anna frétt þess efnis að bandarískur
auðkýfingur hefði gefist upp eftir
langa leit og mikil útgjöld við að reyna
að bjarga farþegaskipinu Titanic sem
sökk fyrir um það bil 71 ári. Sýndi þessi
frétt einkar vel hve þessi sorgarsaga
er enn í dag grópuð í huga fólks.
Það var árið 1912 í aprílmánuði að
farþegaskipið Titanic, á jómfrúarferö
sinni yfir Atlantshafið, rakst á ísjaka
og sökk. Rúmlega 1500 farþegar létust.
Titanic var fagur farkostur, enda þá
stærsta skip heims, og átti ekki að geta
sokkið. Þaö var því mikið áfall fyrir þá
sem trúðu á tækniframfarir og vísindi
þegar skipið fórst. En kvikmyndaiðn-
aðurinn komst fljótlega að raun um að
þarna hefði hann gott efni í kvikmynd.
Myndin yrði í senn dramatísk og spenn-
andi og ekki ætti að vanta áhorfendur
sem vildu fá að vita meira um bak-
grunn og aödraganda slyssins.
5 sem kveður að
Segja má að þaö séu til fimm myndir
um síðustu ferö Titanic sem eitthvaö
kveður að. Sú fyrsta var gerð árið 1929
af E.A. Dupont og nefndist ATLAN-
TIC. Dupont var Þjóðverji og hóf hann
leikstjóraferil sinn árið 1918 eftir að
hafa starfað um skeið sem kvikmynda-
gagnrýnandi. Fyrstu myndir hans
voru meðalmennskan uppmáluð en ár-
iö 1925 gerði Dupont myndina VAUDE-
VILLE sem geröi nafn hans þekkt víöa
um veröld.
E.A. Dupont gerði myndina um Tit-
anic í Bretlandi og var þar um að ræða
eina fyrstu kvikmyndina þarlendis í
fullri lengd sem tekin var upp meö
tóni. Margir þekktir leikarar léku í
ATLANTIC, eins og John Stuart, John
Longden og Madeleine Carroll. Myndin
hlaut hins vegar mjög slæmar móttök-
ur hjá gagnrýnendum þótt almenning-
ur tæki henni betur. I dómi eftir Paul
Rotha frá þessum tíma má lesa eftir-
farandi: „Fyrsta talmynd Dupont er
gott dæmi um sóun og illa meöferð á
góðu efni. . . . ATLANTIC hefði getað
oröiö stórmynd. I þess staö er hún ein
sú lélegasta sem gerð hefur verið. I
fyrsta lagi voru samtölin í myndinni
innantóm, í ööru lagi virkaði leikur
stirðbusalegur, likt og leikendur væru
staddir á leikhússviði, og í þriðja lagi
var tæknileg útfærsla á árekstrinum
mjög ósannfærandi.”
Eigandinn, sem auðvitað var breskur,
ætlaði aö láta Titanic setja nýtt hraða-
met yfir Atlantshafiö, og sveifst því
einskis. Vonaðist hann til að með þvj
hækkuöu hlutabréf félagsins og þai
með hagnaður hans.
Frumsýningu frestað
En babb kom í bátinn þegar frum-
sýna átti myndina. Göbbels ákvað að
ekki mætti sýna hana í Þýskalandi þar
sem múgæsingin og skelfingin sem
greip farþega skipsins, eftir að það
hafði rekist á ísjakann, líktist of mikið
þeim ótta og ringulreiö sem skapaöist
við loftárásir bandamanna í Þýska-
landi. Göbbels var heldur ekki of hrif-
inn af leikstjóm Selpins og fannst hann
hafa of mikla samúð meö sumum
bresku farþeganna sem komu fram í
myndinni.
Ef til vill hefur einnig spilað inn í
þetta bann sú staðreynd aö lýsing Selp-
ins á eiganda skipafélagsins sem spillt-
um og sjálfselskum yfirmanni sem bar
síðan ábyrgð á lífi hundruða manna,
líktist einum of mikið lýsingu á sjálf-
um Hitler. Líkt og Titanic var Þriðja
ríkiö á fullri ferð að feigöarósi sam-
kvæmt fyrirmælum Hitlers.
Til að endurheimta eitthvað af því
fjármagni sem lagt hafði verið í mynd-
ina var hún frumsýnd 1943 í París þar
sem henni var mjög vel tekið. Titanic
fékkst ekki sýnd í Þýskalandi fyrr en
eftir striðið, eða árið 1950, en sýningum
var fljótlega hætt eftir að Bretar báru
fram mótmæli. Aftur á móti var mynd-
in sýnd um skeið í Austur-Berlín þar
sem yfirvöld létu sig litlu skipta
áróöurinn gegn Bretum sem kom fram
í myndinni.
Sorgleg endalok
Selpin kvikmyndaöi mynd sína að
mestu leyti um borö í pólsku skipi sem
var í höfninni í Gdynia. Einnig notaði
hann efni sem var kvikmyndað af lík-
lega systurskipi Titanic, sem bar heit-
ið Olympic. I fyrstu var Selpin við-
staddur þegar var veriö aö kvikmynda
nokkur inniatriði í Berlín meðan hann
sendi handritahöfund sinn til að fylgj-
ast með kvikmynduninni í Gdynia.
Selpin fannst myndatakan í Gdynina
taka of langan tíma og ákvað því að
fara þangað sjálfur. Þar lenti hann í
rimmu viö Zerlett-Olfenius sem kærði
hann fyrir róg um nasismann og var
því Selpin handtekinn skömmu síðar,
og sakaður um þjóðarsvik. Talið er að
Göbbels hafi látið myröa Selpin í
fangaklefa sínum og látið líta út fyrir
aðumsjálfsmorö hefðiveriöaöræöa.
Þriðja Titanic-myndin bar sama
heiti og mynd Herbert Selpin, eöa TIT-
ANIC. Hún var gerð í Bandaríkjunum
af Jean Negulesco 1953 og var aö
mörgu leyti byggð líkt upp og mynd
Selpins. Báöir lögðu mikla áherslu á aö
vera sem nákvæmastir hvað varðar
sviðsetningu á skipinu og svo viö að
lýsa þeim atburðum sem orsökuðu
þetta slys. Eins r.era þeir báðir ráð
fyrir að áhorfendur viti um endalok
skipsins og að hápunktur myndarinnar
sé þegar það rekst á ísjakann og sekk-
ur.
Evrópa gegn
Bandaríkjunum
Gagnstætt þýsku útgáfunni af TIT-
ANIC, sem lagði áherslu á deilur Þjóð-
verja og Breta, þá lagði Negulesco
eðlilega áherslu á mismunandi mat
Bandaríkjamanna og Evrópubúa á
ástandinu í Evrópu. Til áhersluauka
gerði hann sum lokaatriðin ótrúlega
væmin en þau virtust þó leggjast vel í
áhorfendur. Einnig hafði Negulesco
bæði gott tæknilið og leikara á bak við
sig. Hann tók öll atriðin sem áttu aö
gerast á sjó í kvikmyndaveri og tókst
mun betur upp á köflum en Selpin.
TITANIC var síöasta mynd Negul-
esco sem eitthvaö kvað aö. Hann geröi
14 myndir til viöbótar áður en hann lést
og voru þær allar fyrir neðan meöal-
lag. Virðist því sem þeim félögum hafi
reynst dýrkeypt að gera kvikmynd um
Titanic.
Atriði úr mynd Bandaríkjamannsins Jean Negulescos sem vann óskarsverðlaun 1953 fyrir besta handritið.