Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Side 21
DV. LAUGARDAGUR 27. AGUST1983.
21
Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál
hans aö hann hvarf inn í silfurlitaöan
Chevrolet bíl og brunaði í burtu.
Þegar lögreglan ræddi við vitni
höföu margir skrifað hjá sér bílnúm-
erið. Það var númeriö á bil Coe.
Lýsingin á kynsvíninu passaði einnig
við lýsinguna á Coe.
Tveimur dögum síðar, 10. mars 1981,
var Coe handtekinn á skrífstofu sinni
og ákærður fyrir nauögun. Strax var
haft samband við 24 konur sem hafði
verið nauðgað í borginni og þær beðnar
að koma og segja til um hvort Coe væri
maðurinn sem hefði ráðist á þær.
Allar stúlkurnar sex sem getið hefur
verið í þessari frásögn bentu á Coe og
sögðu hann hinn seka.
Þegar blaðamenn spurðu vara-
lögreglustjórann, John Madden, hvort
Coe væri nauðgarínn frá South Hill
svaraði hann: ,,Svo virðist vera.
Lýsingin passar alveg við hann og það
eitt er okkur næg ástæða til frekari
rannsóknar.”
„Ég er sak/aus "
Viö yfirheyrslur hjá dómaranum,
John J. Riple, sagðist Coe vera saklaus
af öllumsex ákærunum. ,,Ég hlakka til
að sanna sakleysi mitt,” sagöi Coe. Ég
get sannaö svo ekki verður um villst aö
ég er alveg saklaus af þessum ásök-
unum. Ég meira að segja reyndi að
hjálpa lögreglunni með því að leita að
kynsvíninu. Fór oft út að skokka ef ske
kynni að ég sæi eitthvað grunsam-
legt.”
Móðir Coe, Ruth Coe, reyndi að bera
í bætifláka fýrir son sinn með því að
segja við dómarann. ,,Þaðer alveg úti-
lokað að sonur minn sé kynafbrota-
maöur. Hann sem elskar kveneðliö.”
I maí tókst lögfræðingum Coe að fá
réttarhöldunum frestað fram í júlí.
Þeim var einnig leyft að lesa skýnslur
lögreglunnar. Þar vonuöust lög-
fræðingarnir eftir að finna eitthvert
efni í vörn sína.
Blaðaviðtal
Um miöjan júlí var byrjað að velja
fólk til aö sitja i kviðdómnum. Af þeim
66 sem tU álita komu reyndust 43 vera
óhæfir vegna ýmissa ástæðna. Veiga-
mesta ástæðan var eflaust sú að málið
hafði vakið mUda reiöi í Spokane og al-
menningur var ekki lengur dómbær á
réttograngt.
Dagblaöið Seattle Times birti hinn 5.
júii viðtal sem blaðamaður hafði átt
við Coe. Þar sagði hann m.a. „1 byrjun
janúar las ég í blööum að oft heföi
verið ráðist á stúlkurnar í eöa við
strætisvagnaleiðir. Eg byrjaöi því að
aka leiðirnar í South HUl ef vera kynni
að ég kæmi auga á grunsamlega karl-
menn.”
Hann bætti því við að móöir hans
hefði stundum veriö með honum í
þessum bUtúrum.
„Hann skokkaði stundum eftir göt-
unum, eða þá að hann keyrði eftir þeim
í bíl,” sagði Ruth Coe. „Við vorum
aöeins að hjálpa lögreglunni við að
upplýsa máUð.”
Þegar Coe var spurður hvers vegna
hann héldi að stúlkurnar sex hefðu
allar þekkt hann aftur svaraði hann.
,,Af þeim 24 sem lögreglan bað að
koma og reyna að þekkja mig aftur
voru það einungis átta sem treystu sér
til aö benda á mig og segja: „Þetta er
maðurinn.” Hinar 16 gátu þaö ekki.”
Móðir hans var viss um að handtaka
hans væri mistök.
,,Ég held að þeir séu að hafa son
minn fyrir blóraböggul,” sagði hún.
„Þeir vilja gera hann að nafni i fjöl-
miðlum.”
Coe sagöi einnig í viötalinu að blööin
hefðu farið langt yfir velsæmismörk í
frásögnum sínum af máli hans. „I
einni af fyrstu fréttunum,” sagði hann,
„var frá því skýrt að ég hefði einu
sinni skrífað sóðalega bók. Hún hét
kynlíf í Hvíta húsinu og var skrifuð í
anda National Lampoon. Hún fjallaöi
um Watergate hneyksliö,” sagði hann.
„Það sem blööin eru að reyna að inn-
prenta fólki er að ef þú blótir þá sértu
kynafbrotamaöur. Mér er skítsama
hvað þið hafiö lesið í blöðum eða séö i
sjónvarpinu. Ég er ekki South Hill
nauðgarinn.”
Vettfíngarnir
Lögreglan var hins vegar sannfærð
um aö hann væri maðurínn sem þeir
leituðu að. Við húsleit hjá honum fund-
ust vettlingar sem lögreglan taldi að
hann hefði verið með á höndunum er
hann réöst á eina stúlknanna. Vettling-
ana hirtu þeir og sendu til rannsóknar.
Aður en þeir gerðu það ræddu þeir þó
við vinkonu Coe. Hún sagði að morgun
einn hefði hann fengið þá fáranlegu
grillu að þvo vettlingana. Hún sagði
leynilögreglumönnunum líka að Coe
borðaði alltaf sérstakan mat og þegar
hann fengi hann ekki yrði hann tryllt-
ur. Stundum hefði hann ekki rakað sig
eöa þvegið sér í marga daga því „ég vil
ekki að neinn þekki mig. ”
Síðast en ekki síst sagði hún lögregl-
unni að hana hefði snemma grunað að
Coe væri hinn eftirlýsti. I desember
heföu grunsemdir hennar vaknaö fyrir
alvöru. Stundum hefði hann farið út að
skokka og komið heim rifinn og tættur,
jafnvel klóraður. Skýringar hefði hann
þær einar gefið að hann hefði hlaupiö
inn í runna og á tré.
Réttarhöldin hefjast
Hinn 20. júlí 1981 hófust loks réttar-
höldin í máli Coe. Meðal fyrstu vitn-
anna voru konumar sex sem hann
hafði naugöaö.
„Ertu viss um að þú viljir bera vitni,
þegar svona nokkuð hefur gerst,”
spurði verjandi Coe, Roger Gigler,
hina 27 ára gömlu Margott Biran. „Þú
getur hengt þig upp á það,” svaraði
Margott. „Ég vil muna andlit hans þar
tilégdey.”
Hún var síðan látin bera vitni og
sagðist á eftir vera 99,9% viss um að
þetta væri maðurinn sem hefði ráðist á
hana.
Gigler benti henni þá á að hún hefði
sagt lögreglunni að árásarmaöurínn
hefði verið með sítt brúnt hár.
„Hann er með brúnt hár,” sagði hún,
„þótt hann hafi látiö klippa á sér háriö
breytir það í engu framburði mínum.”
Þegar Pamela Croydon kom fyrir
réttinn mótmælti verjandi Coe því að
hún skyldi látin bera vitni á þeirri for-
sendu að hún hefði verið dáleidd.
Saksóknarinn, Donald C. Brockett,
sagöi að mótmæli verjandans kæmu
óeðlilega seint. Þar væri því augljóst
aö þau væru til j>ess eins ætluð að tef ja
framgang málsins. Shields dómarí var
saksóknaranum sammála og mótmæl-
unumvarvísaðfrá.
Teikningin
Pamela bar síðan vitni. „Hann tróð
hendinni upp í mig og ég gat ekki
öskraö. Hann var með þykka, brúna
hanska og sagðist mundu stinga mig
með hnífi ef ég léti ekki að vilja hans,”
sagöi stúlkan.
„Þetta er maöurinn," sagði Pamela,
er saksóknarinn spurði hana hvort Coe
væri maðurinn sem hefði nauðgað
henni.
Lögreglan hafði látið gera teikningu
af afbrotamanninum eftir lýsingu
Pamelu og verjandanum lék forvitni á
að vita hvers vegna hún væri svo ólík
Coe í útliti sem raun bar vitni.
„Mig hryllti svo við manninum aö ég
vildi að teikningin væri eins ógeðsleg
og frekast væri kostur,” svaraöi
Pamela.
Konumar báru síðan vitni hver á
fætur annarri og bar öllum saman um
að Coe væri kynafbrotamaöurinn.
Síðan kom röðin að Ruth Coe, móður
sakbomingsins. Hún sagðist oft hafa
verið með syni sínum á „eftirlitsferð-
unum”. „En þegar komið var fram í
miöjan febrúar vomm við orðin þreytt
á þessu.” Þetta var akkúrat um sama
leyti og lögreglan hóf aö fylgjast meö
Coe.
Hún fullyrti einnig að Coe hefði verið
með sér í ÖU skiptin sem ráðist var á
stúlkurnar. I eitt skiptið sagði hún að
þau hefðu verið í Seattle og í annaö
skipti að horfa á mynd með Errol
Flynn. 1 hin skiptin fjögur vora þau
annaöhvort að boröa kvöldverð eða
morgunmat.
Ég myndi ekki Ijúga
fyrir son minn
Fullyrðing Ruth Coe um að þau
hefðu verið í Seattle féU um sjálfa sig
er í ljós kom að símareikningur sem
átti að sanna að þau hefðu verið þar
umræddan dag sýndi aðeins að þau
hefðu hringt frá Seattle daginn eftir.
Þegar Ruth Coe var í vitnastúkunni
spurði varasaksóknarinn, Pat Thomp-
son: „Hefurðu einhvem tíma logið
fyrir son þinn, sagt að hann væri ein-
hvers staöar þegar hann var þar
ekki?”
„Ertu að spyrja mig hvort ég myndi
einhvem tíma gera það,” spurði Ruth
Coe á móti.
„Já, eöa nei,” hélt varasaksóknar-
inn áfram.
„Ég held varla,” svaraöi þá móðir
sakborningsins.
Coe sjálfur hafði aUar fjarvistar-
sannanir á hreinu. Og hann hélt fast
við þær skýringar sínar að hann heföi
skrámað sig á runnum og trjám er
hann var úti aðskokka, en ekki hlotið
skrámurnar í átökum við stúlkurnar.
Hann neitaði einnig að hafa nokkurn
tíma verið með hanska. „Svo langt
sem ég sjálfur veit þá hef ég aldrei átt
hanska eða vettlinga.”
Hinn 30. júli var Coe loks fundinn
sekur um f jórar nauðganir. I tvö skipti
þótti ekki fuUsannaö að hann hefði
verið að verki. Hann var dæmdur í Ufs-
tíðarfangelsi og 75 ár í viðbót.
Konurnar í Spokane önduðu léttar,
aUar nema móöir hans. Hún hótaði aö
drepa dómarann og saksóknarann og
vUdi ólm leigja einhvem tU að taka það
verkaðsér.
Hún var síðan leidd fyrir rétt og
fundin sek. Það leið yfir Ruth Coe í
réttarsalnum er hún heyrði samtal af
segulbandi sem hún hafði átt við
lögreglumann. Sá lögreglumaður hafði
verið gerður út af örkinni til að kanna
hvort Ruth væri alvara með því að
vUja dómarann og saksóknarann
feiga. Ruth sagði meöal annars við
lögreglumanninn; „Þaö væri
mannúðarverk að drepa þá.” Bauð
hún lögreglumanninum 4.000 doUara ef
hann vUdi taka verkið að sér.
Að lokum játaði Ruth á sig sökina og
var fundin sek um hugsanlegt morð.
Ruth var dæmd í árs fangelsi og 10 ára
skdorðsbundið fangelsi.
Móðir Fredericks, Ruth Coe, var dæmd í fangelsi fyrir að hafa reynt að fá leigu-
morðingja til að drepa dómarann og saksóknarann sem komu syni hennar bak við
lás og siá.
BIFREIÐASTILLINGAR j
NICOLAI
HAMARSHÖFÐA 8,
SÍMI 85018. S
Bíllinn í lagi — beltin spennt
bömin í aftursæti.
GÓÐA FERÐ!
Snjó-
bræðslurör
Höfum fyrirliggjandi snjóbræöslurör og
alla tengihluti.
Komiö í veg fyrir vetrarhálkuna og nýtiö
frárennslisvatniö sem slysavörn!
m B(f00ÍogAVoruv0r«luo
> Trjgjvo Hflooessooflr
■ SIDUMÚLA 37 - SlMAR 83290-83360
BYGGINGAUÖRUR
TTK4A
er ekki sérrit
heldur fjölbreytt
og víðlesið heimilisblað
býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra timarita. —
Nú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn-
inga um birtingu heil- eða hálfsíðu i lit eða svarthvitu, — i
hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir
birtingu auglýsinga í VIKUNNI.
nær til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing i
Vikunni nœr því til fjöldans en ekki aðeins
takmarkaðra starfs- eða áhugahópa.
hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og
jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði
hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN
svona fjölbreytt og jress vegna er lesendahópurinn
svona stór og fjölbreyttur.
i h selst jafnt og jrétt, bœði í jréltbýli og dreifbýli. Þess
1 * vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í
UMl VIKUNNI skilar sér.
\ ^ er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið-
L Á komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og
víðlesin sem raun ber vitni.
veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu
verði og hver auglvsing nær til allra lesenda
VIKUNNAR.
i W hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar.
k-J Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eig
við hana eina og þœr fásl hjá
A UGL YSINGA DEILD VIKUNNAR í síma
85320 (beinn sími) eða 27022
UKt\