Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Síða 4
í 4 KflS>r K flUn^niltniTA,T Víl DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983. Sjúkraflutningamenn huga aö lítlu stúlkunni sem slasaöist á Miklubrautinni á móts við Rauðagerði í fyrradag. MIKLABRAUT ER HÆTTULEG GATA! — ekkí síst á móts við Rauðagerði Miklabrautin á móts viö Rauöagerði er hættulegur staöur í umferöinni. Fyrir rúmu ári varö þar dauðaslys er sautján ára stúlka varö fyrir bifreið þar um miðja nótt. Og í vor slasaðist þar ung stúlka mikið er hún hljóp skyndilega út á götuna. Og enn slasaðist þar ung telpa, 11 ára, um hálfsjöleytiö í fyrradag. Al- menningsvagn var staddur viö biðskýli SVR sem er á þessum stað. Skyndilega hljóp stúlkan fyrir vagninn og í veg fyrir bíl sem ekið var vestur eftir Miklubrautinni. Slysið í gær er nánast alveg eins og þegar stúlkan slasaðist þar í vor, lífshættulega. Ökumenn sem gangandi vegfarendur ættu því aö gæta sín á þessum stað sem annars staðar við Miklubrautina. Þrjú dauðaslys hafa orðiö við götuna síöustu ellefu mánuðina. Þá varð hjólreiöamaður fyrir bíl við gatnamót Laufásvegar og Hring- brautar um áttaleytið í gærmorgun. Hann kastaöist harkalega í götuna, en mun þó ekki hafa meiöst alvarlega. -JGH. Öxfirðingar ætla ekki að greiða afnotagjöldin: HAFA STAÐIÐ í SKILUM í 15 ÁR — en lítið séð sjónvarp „Eg hefði gaman af að sjá svipinn sjónvarp frá því að sendingar hófust og útvarpsstöövar sem trufla tæki á fjármálastjóra Rikisútvarpsins ef fyrir allmörgum árum. þeirra í Oxarfiröinum og er algengt hann sæti í Þjóöleikhúsinu og tjaldiö ,,Við erum aöeins aö fara fram á aö norskar veöurfréttir birtist á yrði aldrei dregiö frá,” sagði almenn mannréttindi og þó svo fjár- skjánum þegar minnst varir, jafnvel Kristján Armannsson á Kópaskeri, málastjórinn segi aö afnotagjöld í miöjum bíómyndum. Einnig snjóar oddviti Presthólahrepps, í samtali okkar Oxfirðinga séu ekki nema brot nær stanslaust á skerminum og þær viö DV. Sagðist hann hafa orðið af því sem það kostar að kippa mál- stundir teljast á fingrum annarrar hissa á aö lesa yfirlýsingar fjár- unum í lag vil ég benda honum á að handarsemmyndgæöierusæmileg. málastjóra Ríkisútvarpsins í DV viö höfum staöið í skilum meö af- Þaö mun kosta um 3 milljónir ekki alls fyrir löngu þar sem sagði aö', notagjöldin í 15 ár og lítið sem ekkert1 króna að koma upp mastri í Þistil- ekki væri víst aö nokkuö yrði gert í séð,” sagöi Kristján oddviti enn- firði og þar meö sjónvarpsmálum sjónvarpsmálum þeirra Oxfirðinga, fremur. Oxfiröinga í lag. en þeir hafa lítiö getað horft á Þaðmunuveranorskarsjónvarps- -EHt. Gætum misst sérþjálfaða virkjunarmenn úr landi — segir verktakasambandið um niðurskurð framkvæmda Þjófaflokkurinn svokallaði: MÖRGINNBROT Á SAMVISKUNNI? Þjófarnir þrír sem handteknir Samkvæmt upplýsingum hjá voru.vel tækjum búnir, á baklóð Rannsóknarlögregluríkisinsígærer Vörumarkaðarins við Armúlann að- taliö að mennimir þrír hafi mun faranótt fimmtudags eru enn í yíir- fleiri innbrot á samviskunni en taliö heyrslumhjálögreglunni. varifyrstu. -JGH. Margir aka próflausir I rassíu lögreglunnar i Reykjavík vegna óskoðaðra bíla hefur mikiö boriö á að menn aki próflausir, þar sem ökuskírteini þeirra eru út- runnin. Aö sögn lögreglunnar í Reykja vík í gær er þetta óvenju mikið og virðist sem menn kanni ekki hve gildistími skirteinanna er langur. Hafi liöið meira en ár frá því öku- skírteini er útrunnið þarf viðkom- andi aögangast undir bílpróf aftur. Viil lögreglan eindregiö hvetja menn til aö athuga gildistíma öku- skírteina sinna svo að þeir losni við óþarfa vandræöi. -JGH. „Mikill samdráttur í framkvæmdum núna getur haft mjög slæmar af- leiöingar. Þrátt fyrir þá kosti verk- takafyrirtækja fram yfir opinberar stofnanir að vera mun sveigjanlegri eftir aðstæðum í þjóðfélaginu á hverjum tíma, þola þessi fyrirtæki ekki aö leggjast í dvala í einhvem tíma. Viö höfum á að skipa hópi sér- þjálfaðra virkjunarmanna sem búa yfir þekkingu og verksviti á þessu sviöi og höfum ekki efni á að missa þá úr landi ef þeir fá ekki störf viö sitt hæfi hérlendis,” sagði Ottar R. Petersen, framkvæmdastjóri Verktakasam- bands Islands, í viðtali við DV í gær er fréttir um samdrátt i framkvæmdum á ýmsum sviðum, voru bornar undir hann. „Það er ekki ljóst hvar, hvemig og hversu mikið veröur skorið niður en fyrri reynsla er því miður sú að litið er á verktakaiönaðinn sem einhvern kúf, sem sjálfsagt sé að ráöast á fyrst, ef eitthvað þarf aðdraga saman. Við munum nú sem endranær reyna að mæta þessum aöstæöum en þykir réttlætismál aö dregið sé jafnhliöa úr starfsemi vinnuflokka stofnana eins og Vita- og hafnamálastofnunar og Vega- .geröar svo að verktakafyrirtækin þurfi ekki einhliða aö bera samdráttinn,” sagði Ottar. Aö lokum ítrekaði hann að þessi niðurekuröur hafi svo nýverið veriö boðaöur að ekki væri enn ljóst hvaöa áhrif hann heföi endanlega á verktaka- iönaðinn. -GS. Rætt um áfengi og fíkniefni að Hótel Loftleiðum: Drykkjusýki hjá miðaldra konum Alþjóöleg ráðstefna í áfengis- og fíkniefnamálum verður haldin aö Hótel Loftleiöum alla næstu viku. Ráðstefnan verður sett á mánudag og lýkur á föstudag. Það er Áfengisvarna- ráð sem skipulagt hefur ráðstefnuna í umboði heilbrigöis- og trygginga - málaráðuneytisins og í samvinnu við menntamálaráðuneytiö og Alþjóða- ráðið um áfengis- og fíkniefnamál (ICAA) íSviss. — meðal umræðuefna Auk Islendinga mun f jöldi erlendra sérfræöinga halda fyrirlestra á ráð- stefnunni og fjalla um áfengisbölið frá hinum ólíkustu sjónarhornum. Meðal fyrirlestra má nefna „Drykkjusýki hjá miðaldra konum”, „Tengsl hugsunar og drykkju” og „Islenskur drykkju- skapur eins og hann kemur útlendingi fyrirsjónir”. Þá verða sýndar fjölmargar nýjar kvikmyndir um áfengisvandamálið og má þar nefna: „Fjalliö”, „Viðkvæmt er barnshjartað”, „Ef þú aöeins elskaöir mig” og „Á ég aö gæta bróöur míns?” Hér er ekki um lokaöa ráöstefnu sérfræðinga að ræða, ráðstefnan er öllum opin og getur almenningur gengið inn og út aö vild. -EIR. r Arkitektar gagnrýna skipulagið við Skúlagötu: Óviðunandi vinnubrögð frá faglegu sjónarmiði Arkitektafélag Islands hefur var- að sterklega viö því óðagoti sem nú viröist ríkja við meöferð endur- skoðunar á skipulagi við Skúlagötu. Á almennum félagsfundi Arkitektafélagsins sem haldinn var 20. september var samþykkt ályktun þar sem segir að þau vinnubrögö sem viðhöfö hafi verið í sambandi viö ákvaröanatöku fram til þessa hafi verið óviðunandi frá faglegu sjónar- miði. I ályktuninni segir ennfremur: „Fundurinn telur aö áður en á- kvaröanir verði teknar sé óhjá- kvæmilegt aö kannaðir verði vand- lega allir þættir málsins. Bent er á sjónarmið þau sem koma fram í gild- — segir í ályktun fundar Arkitektafélags íslands Arkitektafélag tslands telur að fljótfsrnisúkvarðanir um nýtingarhlutfall á nýju skipulagi við Skúlagötu beri að forðast og leggur einnig áherslu á að borgarbúum verði gefinn kostur á að fylgjast með framvindu skipulagsins. Myndin er af fyrirhuguðu byggingarsvæði við Skúlagötu. DV-mynd EÓ. andi aöalskipulagi um aölögun byggðar aö landslagi og nálægri byggð sem standa enn í fullu gildi. Þá er ekki síður mikilvægt aö húsa- gerðir fullnægi þeim gæðakröfum sem gera verður nú til íbúöarhús- næðis. Umhverfi verði þannig úr garði gert að það henti sem flestum þjóðfélagshópum og veröi lyftistöng fyrir aðliggjandi svæöi frá félags- legu og umhverfislegu sjónarmiöi. Þá telur fundurinn aö fljótræöis- ákvarðanir um nýtingarhlutfall beri að foröast. Fundurinn telur að sýna þurfi fram á að unnt sé að ganga svo frá holræsamálum og vörnum gegn óhóflegum hávaða frá umferð að samræmist heilbrigðiskröfum. ” I ályktuninni er einnig lögö rik á- hersla á aö vinna aö skipulagi fari þannig fram aö borgarbúar eigi þess kost að fylgjast meö framvindu mála á hverjum tíma og sérstakt samband verði haft við íbúa neðan Hverfis- götu. Það var skoðun fundarins að áður en frekar væri aðhafst í málinu væri rétt að kanna hvort æskilegt væri aö boða til opinnar samkeppni á vegum Arkitektafélagsins um deiliskipulag á svæöinu. Fól fundurinn stjórn félagsins að kanna möguleika á sliku og bjóöa fram aðstoð félagsins í því sambandi. -ÓEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.