Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Side 13
DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983. 13 O Breskur bervörður við Almannagjá. taka það skýrt fram við mig að hún hefði einungis dansað þennan eina dans við dátann, og síðan ekki sög- una meir, og farið aö því búnu heim til sinna föðurhúsa. Hún spurði mig með grátstafinn í kverkunum hvort ég gæti ekki gleymt þessari mynd og helst rifið hana. Eg sagðist skyldi gera þaö og þá létti henni þessi líka ósköp og gaf hún mér einn rembings- kossákinnina. Svona var þakklæti heimsins á þessumtímum. Eg man líka eftir þvi,” heldur Gunnar áfram, ,,að eitt sinn barst mér hótunarbréf um það að ég mætti búast við öllu illu ef ég yrði með ná- kvæmar útlistanir á einum ákveðnum atburöi sem gerðist í sam- bandi við matvælakaup hermann- anna hérlendis. Mér þótti gaman að þessum meiningum bréfritara og gaf hótuninni að sjálfsögðu engan gaum. Hélt bara mínu striki við samning- una og varð ekkert meint af því.. .” Gunnar segist hafa kynnst ótölu- legum fjölda fólks á þessum árum sem hann vann að Virkinu. „Þegar ég lít til baka þá eru þessi kynni mín af fólkinu einna eftirminnilegust. Eg kynntist viðhorfum allra stétta í landinu, svo og lífsskoðunum mjög margra hermanna, hvaða gráðu sem þeir svo sem gegndu. Þessi kynni hjálpuðu mér mikil ósköp að ná fram tíðarandanum í ritið.” Tæplega þrjú þúsund blaðsíður Nýja útgáfan að Virkinu í norðri er aukin að efni og myndum sem fyrr segir og mun hún verða alls fimm bindi í stað þriggja sem hún var í upprunalegu útgáfunni. Alls er hin nýja útgáfa tólf hundruð síður að les- máli með nálega fimmtán hundruð VATNSVIRKINN/if Armúli 21, ® Skrifstofa 85966. Verslun 86455. Braggahverfi á Skólavörðuholti. Þetta er ein af fimmtán hundruð ljósmyndum sem prýða munu endurútgáfu Virkisins í norðri. Virkið í nor ðri enduriitgef ið í haust en það hef ur verið ðf danlegt í marga áratugi A fyrstu dögum hernámsins. Myndin er tekin af breskum hermönnum á Hringbraut í Reykjavík. myndasíðum sem gerir ritið að tv'ö þúsund og sjö hundruð biaðsíöna verki, svo þaö verður væntanlega einhverjum blöðum um það að fletta. Mikið af myndum bókarinnar hefur verið fengið úr söfnum Svav- ars Hjaltesteds og Þorsteins Jósefs- sonar, auk þess sem í henni verða ljósmyndir frá hernum og einstakl- ingum víða um land, margt mynda sem ekki hafa birst áður á prenti. Endurútgáfa Virkisins skiptist að efni í eftirfarandi hátt: I fyrsta bind- inu verður ritgerð sem Jón úr Vör hefur samið um höfund og verk hans. Þar á eftir segir frá árunum fyrir styrjöldina, frá njósnum Þjóðverja og ásókn þeirra að fá flugvelli á Is- landi og hvernig Island dróst inn í styrjöldina. Síðan segir frá Monroe- kenningu Bandaríkjamanna, samn- ingum Roosevelts Bandaríkjaforseta og Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra og samþykktum alþingis. Þá segir einnig í fyrsta bindinu frá landgöngu breska herliðsins. I öðru bindi Virkisins greinir frá komu Bandaríkjahers, stofnun lýð- veldisins, frá dvalarstöðum hersins alls staöar á landinu og öllum bygg- ingum þeirra, Bretavinnu, ástands- málinu og fleiru. Ýmsar hernámssögur og kveðskapur f ær að f Ijóta með I þriðja bindinu eru siglingum Is- lendinga á styrjaldarárunum gerð skil, ýmist i einstökum förum eða í skipalestum. Þar greinir frá mestu og stórkostlegustu sjóorustu sögunn- ar er breski og þýski flotinn hittust vestur af Snæfellsnesi, undir forystu Hoods hins breska, sem kom úr Hvalfirði, og Bismarcks hins þýska. Samtíð og saga nefnist fjórða bindi Virkisins í norðri og er frá árunum 1951 til 1954 þegar gerðir voru hinir umdeildu samningar milli Islands og Nató. Loks er fimmta bindiö, en þar er að finna æviskrár allra þeirra Is- lendinga sem féllu á styrjaldarárun- um. Þess má geta að öðru bindi hinnar nýju útgáfu Virkisins mun fylgja skrá yfir skrif Islendinga í blöö og tímarit um styrjaldarárin í saman- tekt Þórhalls Þorgilssonar. Auk þess ýmsar hernámssögur og kveð- skapur. Það er Helgi Hauksson sem sér um endurútgáfu Virkisins og hefur hann ferðast um allt land og átt tal við fólk um minningar þess frá hemámsár- unum og safnað ýmsum myndum í verkið sem ekki hafa áður birst opin- berlega og sérlegur fengur er að. -SER. FULLBÚINN STURTUKLEFI MEÐ BLÖNDUNAR- TÆKJUM OG BOTNI. AÐEINS ÞARFAÐ TENGJAVATN OG FRÁRENNSLI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.