Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983. Kasparov fer á kostum I staö þess aö tefla viö Kortsnoj í Pasadena eins og fyrirhugað var tók Kasparov þátt í stórmeistaramótinu í Niksic í Júgóslavíu svona rétt til þess að halda sér í þjálfun. Þarna voru þó engin aukvisar aö tafli: Tal, Spassky, Petrosjan, Andersson, Ljubojevic, Timman, Miles, Seirawan, Sax, Ivanovic og Nikolic. Allt stórmeistarar í fremstu röö en þó veittu þeir Kasparov litla keppni. Hann sigraöi meö yfirburöum og hafði tryggt sér sigurinn nokkrum umferöum fyrir lok mótsins. Bent Larsen hinn danski náöi óvænt 2. sæti, en hann hefur veriö í nokkurri lægö aö undanförnu. Þar á eftir komu síðan Portisch, Spassky, Tal og Andersson. Skákir Kasparovs frá mótinu bera þess glöggt vitni aö hann bar höfuö og herðar yfir aöra keppendur. Hann byrjaði með miklum krafti meö fjórum vinningum úr fjórum fyrstu skákunum og ekki mátti sjá aö fremstu skákmenn heims sátu aö tafli gegn honum. Fyrrum heims- meistara, Tigran Petrosjan, lagði hann að velli meö mátsókn í enda- tafli þar sem hvor um sig haföi hrók, biskup, riddara og þrjú peö. Og Lju- bomin Ljubojevic, sem er í þriðja sæti á elostigalistanum (á eftir Karpov og Kasparov), fékk einkar háöuglega útreið, sem minnti einna helst á leik kattarins aömúsinni. Einni skák tapaði Kasparov á mótinu, gegn Boris Spassky í 8. umferð. Þaö var einkennileg skák. Spassky hafði svart, tefldi kóngsind- verska vörn og fórnaöi manni í 11. leik fyrir tvö peð. Kasparov hafði þá undirtökin en lenti í tímahraki, fórn- aöi þá manni sem ekki stóöst og féll á tíma í 33. leik meö tapaða stööu. En Kortsnoj á svo sannarlega ekki von á góðu ef af einvígi þeirra verður. Þaö fékk hann að reyna eftir að mótinu í Niksic lauk. Kostsnoj var þá einnig staddur í Júgóslaviu, þar sem hann ráöfæröí sig viö stórmeist- arann Velimirovic, sem mun verða aöstoðarmaöur hans ef af einvíginu verður. Hann tók þátt í hraöskák- móti einn daginn og þar var Kasp- arov einnig meðal þátttakenda og geröi sér lítiö fyrir og „rúllaði” áskorandanum upp i báöum skákum. þeirra. Kasparov var efstur á hrað- skákmótinu en Kortsnoj varö aö láta sér vel líka annaö sætiö. Engu aö síður sagöi hann viö blaðamenn í Belgrad aö hann myndi ekki halda áfram keppninni um heimsmeistara- titilinn án þess aö tef la viö Kasparov. Skákunnendur mega því eiga von á góöu. En vindum okkur aftur yfir til Niksic og lítum á handbragö skák- snillingsins frá Baku. Hvítt: Kasparov. Svart: Portisch. Drottningarindversk vörn. I.d4—Rf6 2.c4 e6 3.Rf3—b6 4.Rc3- Bb7 5.a3—dS 6.cxd5—Rxd5 7.e3— Rxc3 8.bxc3—Be7 9.Bb5H—c6 10.Bd3—c5 11.0-0—Rc6 12.Bb2—Hc8 13.De2—0-014.Hadl—Dc7 Ungverski stórmeistarinn • Portisch er þekktur fyrir nákvæma heimavinnu sína og hér er enn ein nýjung hans á ferðinni. Aö þessu sinni lætur andstæðingur hans sér hvergi bregöa og tekst aö sýna fram á vankanta leiksins með nokkrum öflugum sendingum. Venjulega er; leikið 14...cxd4, en e.t.v. óttaðist Portisch 15.exd4!? sem Erowne lék gegn Kibli á skákmóti í Indónesíu i fyrra. 15.c4!—cxd416.exd4—Ra517.d5! Kannski tók Portisch þennan leik ekki meö í reikninginn er hann leit á stöðuna i rannsóknarstofunni. Ef nú 17... Rxc4 18.De4—g6 19.bxc4—dxc4 20.De5-f6 21.dxe6+-Hf7 22.Hcl og vinnur. 17... exd5 18.cxd5—bxd5 19.Bxh7+—Kxh7 20.Hxd5-Kg8, allt virðist í stakasta lagi hjá svörtum, Karparov burstaði Kortsnoj í tvígang Skák Jón L Ámason en nú kemur óvæntur glaöningur. 21.Bxg7!—Kxg7 22.Re5—Hfd8 Hvítur hótaöi 23.Dg4+ ásamt 24.Hd7. Svartur á ótrúlega erfitt uppdráttar gegn sókn hvits, einkum þar sem riddarinn á a5 tekur engan þátt í vöminni kóngsmegin. 23.Dg4+Kf8 24.DÍ5—f6?!. Hvítur vinnur þvingaö eftir 24...Bd6 með 25.DÍ6 (hótar 26.Rg6+) Bxe5 26.Hxe5 og mátar eöa vinnur drottninguna. Betri vöm var þá fólgin í 24...bxa3 25.Rd7-Hxd7 26. Hxd7—Dc4, þótt hvítur hafi enn frumkvæðið í sinum höndum eftir 27. Hfdl o.s.frv. 25.Rd7+-Hxd7 (nauðsynlegt, þar sem svartur verður mát eftir 25... Kf7 26.Dh7-l— Ke6 27.Hel+—Kxd5 28.De4+-Kd6 29. De6) 26. Hxd7 — Dc5 27. Dh7 — Hc7 28. Dh8+ — Kf7 29. Hd3 — Rc4, reynir aö koma riddaranum í leikinn, en þaö bjargar ekki svörtu stöðunni. 30. Hfdl — Re5 31. Dh7+ — Ke6 32. Dg8+ — Kf5 33. g4+ — Kf4 34. Hd4 + — Kf3 35. Db3+ og svartur gafst upp, þar sem 35. Dc3 36. Dd5+ og tjaldiö fellur. Hvítt: Ljubojevic Svart: Kasparov Sikileyjarvöm. I.e4—c5 2.Rf3—e6 3.d3—d5 4.g3—d5 5. Rbd2—g6! Kasparov þekkir réttu aðferðina viö byrjunarafbrigði hvíts. Eg lærði þetta af biturri reynslu (meö hvítu) á skákmótinu í Bela Crkav í sumar gegn júgóslavneska stórmeistaranum Marjanovic. 6. Bg2—Bg7 7.0-0—Rc6 8.Hel—b6 9. c3 — h6, mikilvægur leikur, sem hindrar e4 — e5, þar sem svartur get- ur hrakiö mikilvægan varnarmann peösins (riddarann, á f3) á brott meö framrás g- peösins. Eg missti ein- mitt e-peöiö mitt í áöurnefndri skák við Marjanovic. 10. h4—a5 11. a4— Ha7!? l2.Rb3? Þessi er slæmur. Betra er 12. exd5 en svartur hefur nóö að jafna taflið auöveldlega hvort sem hann tekur aftur meö peöi eöa riddara. 12.—d4! 13.cxd4—cxd4 14.Bd2-e5 15.Rcl—Be6 16.He2—0-0 17.Bel— f5! Hvítu mennirnir eru í kös og staö- setning þeirra þjónar engum ákveön- um tilgangi. Ljóst er aö svartur hefur nú mjög vænlega stööu. 18.Rd2—f4 19.f3—fxg3 20.Bxg3-g5! 21.Hxg5—Rg6! Tíminn skiptir öllu máli í skák. Meö þessari peösfóm tekst Kasparov að virkja alla sína menn. 22.gxh6—Bxh6 23.Rfl—Hg7 24.Hf2—Be3 25.b3—Rf4 I þessari stööu sá þriðji stigahæsti skákmaöur heims þann kost vænstan aö gefast upp. Eftir 26.Rxe3—fxe3 27. He2—Rf4 28.Bxf4—exf4 er hvítur nánast leiklaus eins og lesendur geta skemmt sér við aö athuga. Meistara- lega teflt af Kasparovs háifu, en Ljubojevic var óþekkjanlegur. EM í Wiesbaden: Gestgjafarnir tókn landann í kennslustund Gestgjafarnir á síðasta Evrópumóti i Wiesbaden náðu sínum besta árangri til þess/ en liðið hafnaöi í sjötta sæti eftir að hafa veriö lengi í toppbarátt- unni. Islenska liðið mætti Þjóðverjunum í fimmtu umferö þegar stuöið var hvaö mest á þeim. Enda var ekki aö sökum aö spyrja, Island fékk rauöa tölu og áreiöanlega í fyrsta sinn gegn þessari þjóö. Islendingar voru samt fyrstir til þess aö skora stig og þaö í fyrsta spil- inu. Noröur gefur/aUir utan hættu. Nokduk * AD82 ^5 0 98765 „ * KG3 , VlSTlll Al/SIIJK A K975 ♦ 62 107 AK98632 0 AK43 0 - * A62 * 10954 Scmm * G104 DG4 DG102 * D87 I opna salnum sátu n-s Sævar og Jón, en a-v Prinz Waldeck og Schwenkreis. Sagnirnar voru ekki margbrotnar, Prinz-inn opnaöi á fjórum hjörtum og fékkaö spilaþau. Jón spilaði ekki óeölilega út tígul- drottningu sem gefur spilið strax. En Prinz-inn var ekki kominn í gang. Hann drap á kónginn og kastaði laufi. Síöan tók hann tvo hæstu í hjarta og spilaöi spaða á kónginn. Sævar drap á ásinn og spilaði meiri tígli. Það hjálp- aði Prinz-inum ekkert að kasta spaða núna því spilið var tapaö — tveir á lauf, einn á tromp og spaöaás. Einn niöur og 50 til Islands. I lokaða salnum sátu n-s Splettstöss- er og Haiisler, en a-v Guðmundur og Þórarinn. Guðmundur opnaöi líka á fjórum hjörtum en Splettstösser doblaöi í fjóröu hönd. Hausler sá ekki ástæöu til þess aö breyta því og hann spilaöi líka út tíguldrottningu. Eftir dobliö kemur hins vegar stíft til greina hjá honum aöspila út spaöagosa. Guömundur var hins vegar fljótur aö losa sig viö báöa spaöana og eftir- ieikurinn var auöveldur. Þaö voru 590, til Islands sem græddi 10 impa á spil- inu. Og Island átti einnig annað gott spil í hálfleiknum. Norður gefur/allir á hættu Nordur * 1098 v D74 Vl.STUK 0 10853 * 962 Au>tur 4> AK72 * D4 V AK G9832 ^G9 AKD75 SUOUK AG652 V 965 O AD72 * G10 0 K64 * 843 Með sömu menn í sömu sætum klifr- uðu Þjóðverjamir alla leiö í sex lauf: Norður Austur Suður Vestur pass pass pass 1L pass 1T pass 3L pass 3H pass 3S pass 3G pass 4H pass 6L Sævar spilaöi út tígulþristi og augna- bliki síðar skrifuöu n-s 100 í sinn dálk. Þaö var ágætt útspil (allavega sparaöi það tíma) en raunar skipti engu máli hverju hann spilaði út ef það var ekki hjartadrottning. I lokaöa salnum fór Þórarinn ekki upp úr þremur gröndum og þegar suður spilaöi út tígli var auðvelt aö fá llslagiog 13impa. Bridgefélag Reykjavíkur Síðastliðinn miðvikudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað var í tveimur riðlum og mættu 24 pör til leiks. Urslit uröu þessi: XjQ Bridge Stefán Guðjohnsen A-rÍöill Jónas P. Erlingss.-Hrólfur Hjaltas. 201 Guðl. Jóhannsson-örn Arnþórsson 192 Asmundur Pálss.-Kari Sigurhjartars. 183 Magnás Aspelund-Steingrímur Jónass. 174 Meðalskor varl56. B-riftUl Guftm. Sveinsson-Þorgeir Eyjólfsson 141 Kristján Blöndal-Georg Sverrisson 129 Asgeir Asbjörnss.-Guftbr. Sigurbergss. 128 Meðalskor var 108. Næsta miðvikudag, 28. sept., hefst fjögurra kvölda hausttvímenningur og eru þeir sem hyggja á þátttöku en hafa ekki skráö sig beönir aö tilkynna þátt- töku tU formanns, s. 72876, eöa annars stjórnarmanns í síöasta lagi á sunnudagskvöld. Spilaö verður í Domus Medica og hefst spilamennska kl. 19.30. Bridgedeild Rangæinga- félagsins hefur starfsemi sína meö einskvölds einmenningskeppni 28. þ.m. í Domus Medica kl. 19.30. Síðan hefst tvimenningskeppni. Rangæingar og aðrir sem áhuga hafa á að spUa bridge meö Rangæingum eru velkomnir. Nánari upplýsingar í símum 30481 og 34441. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriöjudag var spilaöur eins kvölds tvímenningur í tveimur 12 para riðlum og varð röð efstu para þessi: A-riðUl Guðmundur Auftunsson-Anton Gunnarssonl36 Sævar Guftjónsson-Stefán Garðarsson 134 Jósep Slgurðsson-Þorvaldur Valdimarss. 132 Birgir Sigurftsson-Sigurftur Olafsson 131 B-riftUl Þórarinn Amason-Gunnl. Guftjónsson 136 Bergur Ingimundars.-Slgfús Skúlason 126 Guftni Slgurbjömss.-Jömndur Þórðars. 114 Heigi Skúlason-Rafn Þorstelnsson 114 Meðalskor i báöum riölum 110. Næsta þriðjudag hefst 3ja kvölda hausttvímenningur kl. 19.30 stund- víslega og eru spilarar beðnir um að mæta tímanlega. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson og spilaö er í Gerðubergi. TBK Fyrsta spilakvöld TBK var fimmtudaginn 15. september sl. Spilaður var tvimenningur í einum riöli. Efstu pör urðu sem hér segir: Jón Jónmundss.-Sveinbj. Eyjólfss. 189 Kristján Ingólfss.-Jón Bjömsson 181 Slgtr. Slgurðss.-Magnús Torfason 181 Lárus Konráðss.-Már Kjartanss. 178 Næst verður spilaö fimmtudaginn 29.9. kl 19.30 í Domus Medica Þá veröur spilaöur eins kvölds tvímenningur (upphitun). Aðaltví- menningur TBK hefst fimmtudaginn 6. október nk. Bridgefélag Hafnarfjarðar Starfsemin hófst mánudaginn 19. sepL meö eins kvölds tvímenningi. Tólf pör mættu til leiks en helstu úrslit uröuþessi: Asgeir Asbjörasson-Guftbr. Sigurbergss. Aðalsteinn Jörgensen-Olafur Gíslason Jón Gíslason-Krlstján Hauksson. Einar Sigurftsson-Guftmundur Einarsson. Mánudaginn 26. sept. veröur svo aftur spilaður eins kvölds tvímenningur, en síöan hefst Aöal- tvímenningurinn. Bridgedeild Skagfirðinga Vetrarstarf deildarinnar hefst næst- komandi þriöjudag 27. sept. meö tví- menningskeppni. Spilaö er í Drangey, Síöumúla 35, og hefst spilamennska klukkan 19.30 stundvíslega. Nú f jölmennum við. Heimsmeistarakeppni hefst í dag i Stokkhólmi I dag hefst heimsmeistarakeppni í bridge í Stokkhólmi í Svíþjóö og er í, fyrsta sinn spilað eftir nýjum reglum. Tíu þjóðir spila um titilinn, þar á meðal tvær sveitir frá Bandaríkjunum og þrjár frá Evrópu. Onnur banda- ríska sveitin fer beint í undanúrslit þ.e. Asarnir, en i henni eru Hamman og Wolff ásamt Becker og Rubin, Weichs- el og Sontag, sem heimsóttu Bridgefé- lag Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Hinar sveitirnar eru Evrópumeistarar Frakka, italska sveitin, sem varð í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu með Belladonna og Garozzo innan- borös, sveit Rozenkranz frá Bandarík j- unum, Brasilia, Indónesia, Pakistan, Nýja-Sjáland, Jamaica, og að lokum gestgjafamir, Svíar. Nýnæmi er m.a. aö komið er í veg fyrir það aö tvær sveitir frá sömu heimsálfu spili til úrslita um heims- meistaratitilinn. Mótinu lýkur 8. október, en nánar verður skýrt frá því í næsta þætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.