Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983. Petta er hún ELLIKERLING Þótt furöulegt megi viröast þá er hún Francisca Mota hundraö þrjátíu og eins árs gömul. Og enn furöulegra er aö á allri sinni ævi hefur hún aldrei leitað læknis ellegar notaö lyf. Að sjálfsögðu er hér um aö ræöa elsta kvenmann í heimi, en ekki er langt um liðiö síðan þessi firnahái aldur hennar var staðfestur. „Þá sjaldan ég finn fyrir einhverj- um slappleika drekk ég grasate og biö til guös. Hann er eini læknirinn sem fær einhverju áorkaö,” segir þessi aldurhnigna kona sem búsett er í Brasilíu og hefur starfað við akuryrkju allt sitt líf. „Og hann hefur haldiö mér alheil- brigöri allt þar til nú aö fætur mínir eru aö gefa sig. Kannski eru þeir bara að biðjast vægðar, vilja fá hvíld blessaöir, ég hef ekki notaö þá svo lítið á minu langa æviskeiði.” Francisca Mota er fædd tuttug- asta og áttunda febrúar áriö 1852 og voru foreldrar hennar báöir þrælar á ökrum þessa víöfeðma lands sem Brasilía er. Allt sitt líf hefur Franc- isca starfað baki brotnu undir sjóð- heitri miðjaröarsólinni á hrísökrum í sínu heimahéraði. „Hún vann með okkur á ökrunum allt þar til hún varð hundraö og tuttugu ára gömul,” segir Bebeto Freitast frænka Franciscu. „Það eitt er í s jálf u sér stórfurðulegt. Annars hefur aldurínn aldrei skipt Franciscu nokkru máli. Allan sinn aldur hefur hún ekki þekkt annað en vinnu, hún hefur alltaf verið harð- dugleg, hamhleypa til verka, og kunnað best við sig úti á ökrunum. Vinnan er í blóðinu í henni,” bætir Bebeto Freitas við. „Þegar máttleysiö í fótum fór að angra hana var hún ekki á því að gef- ast upp. Hún bað mig einfaldlega að útbúa handa sér handastól sem væri þannig úr garði geröur aö hægt væri að bera hana út á akrana þar sem hún gæti setið við frá morgni til kvöldsvið fyrri iðju. Hún neitaöi að setjast í helgan stein, var frábitin þvi,” segir Bebeto ennfremur. Þegar fætur Franciscu fóru að gefa sig höfðu margir vina hennar þaö á orði að hún ætti að leita læknis sem hugsanlega gæti hjálpað henni aö ná þrótti í þá aftur. En Francisca hristi höfuöið: „Nei, kemur ekki til mála. Mér er ekkert gefið um þessa svo- kölluöu lækna og spítala,” sagði hún ákveðin í bragði. Og bætti við: „Eg man að einhvemtíma fyrr á þessari öld fór ég að heimsækja gamlan vin minn á einn spítalann hérna í grenndinni. Æ, hvað mér fannst allt ömurlegt þarna á þessum stað. Hann minnti mig einna helst á kirkjugarð. Eg held nefnilega að fólk fari ekki á sjúkrahús fyrr en það er orðið sátt við aðdeyja. Og það er ég ekki.” Francisca ólst upp i afar mikilli fátækt og var hún eitt ellefu barna foreldra sinna sem sluppu úr ánauð þrælamennskunnar um það leyti sem hún, frumburður þeirra, fæddist þeim. Sjálf giftist Francisca aðeins fimmtán ára gömul og eignaðist hún tólf böm með manni sínum. „Einn sona minna var myrtur er hann var sextán ára aö aldri en blessunarlega tókst öllum hinum börnunum mínum aö ná háum aldri. Þau em samt öll dáin fyrir nokkrum áratugum,” seg- irFrancisca. Þessi aldurhnigna kona býr nú ásamt tveimur frænkum sínum í fá- tæku sveitaþorpi er nefnist Morrin- hos. Þar hefur hún reyndar búið allt frá tíu ára aldri, eða í rúmlega hundrað og tuttugu ár. Hún hefur ekki notað árin sín til að ferðast, aldrei komið út fyrir sitt heima- hérað, enda unir hún sér best á ökrunum í kringum heimili sitt sem fyrr greinir. „I sjálfu sér hef ég nú ekki mikið gert á þessari löngu ævi minni annað en að vinna, borða og sofa. Og beðið til guðs. Þetta hefur verið mér alveg nóg.” Það var nokkrum erfiðleikum bundið að leita upplýsinga um nákvæman aldur Franciscu. Sjálf var hún ekki alveg viss hvert fæð- ingarár hennar var, hvað þá af- mælisdagur. En með samtölum við gamalt fólk í heimahéraði hennar, leit í kirkjubókum og rykföllnum skræðum sveitarstjórnarinnar í heimahéraði hennar var hinn hái aldur loks staöfestur. „Það var að mörgu leyti furðulegt að vinna við þessa upplýsingaleit,” segir Jose Antonio da Costa félags- ráðgjafi en honum var falið það vandaverk að finna það út hver hinn raunverulegi aldur Franciscu væri. „Eg ferðaðist mikið á slóðum þar sem gamla konan ólst upp og hafði tal af fólki sem var komið langt á níræðis- eða jafnvel tíræðisaldur og það rifjaðist upp fyrir því að það mundi eftir Franciscu á miðjum aldri þegar það var á sínu æsku- skeiði. Einhvernveginn fannst manni þetta ekki geta staðist, eða hvað? Þetta er jú svo ofboðslega hár aldur sem konan hefur náð að maður þorir varla að trúa því,” segir þessi brasilíski félagsráðgjafi. Francisca Mota, aldur hennar hefur verið staðfestur hundrað þrjátiu og eitt ár. Samt hefur hún aldrei leitað læknis eða notað lyf á sínu langa lífsskeiði. 11 $) a n ti p rb a bcrs lu m n Snorrabraut 44. Simi14290 Væröarvoöir mörg munstur Mörg munstur í starðum 150 x 200,180 x 220,220 x 240 Verð 858 - 1730 kr. 150x200 Vsrð 922, kr 180x220 verð 1188 kr. 220 x 240 Verð 1628 kr. Póstsendum. Pósthólf 5249. TOGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ BILDSHOFDA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 Saab 900 GLE árg. '83, 4 dyra, silfur- grár, sjálfsk., vökvastýri, ek. aðeins 14 þús. km. Saab 900 GLS árg. '81, 4 dyra, rauður, ek. aðeins 17.000 km, beinsk., fall agurbíH. Saab 900 GL árg. '80, 5 dyra, brúnn, 4 gíra, ek. 50.000 km, mjög fallegur og á góðu verði og kjörum. Saab 99 GL ðrg. '80, 4 dyra, blár, beinsk., ek. 47.000 km, góður bíll. SELJUM I DAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.