Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Qupperneq 14
DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ______ROKKSPILDAN ,,í gegnum ljótleika manns- ins reynum við að skína” Rætt við Kuklarana Björk, Kinar, Einar, Trygg, Gulla og Bigga Með nöktum á Borginni Hljómsveitin Með nöktum heldur mundssyni úr Þey og Birgi Mögen- hljómieika á Hótel Borg fimmtudag- sen og Halldóri Lárussyni úr Spila- inn 29. september. Hljómsveitin er fíflum. Hljómsveitin hyggur á plötu- skipuö ýmsum merkum hljómlistar- útgáfu fljótlega, en þetta eru fyrstu mönnum, t.d. þeim Magnúsi Guö- opinberuhljómleikarhennar. Pax Vobis slær í gegn á Borginni Töluverdir hæf ileikar afhjiipaðir A þeim árum sem ég hef verið á þvælingi meöal rokkfólks hef ég oft heyrt fréttir af strákunum úr Exod- us, hljómsveit sem Björk Guö- mundsdóttir söng eitt sinn meö. Þetta hafa verið fréttir um aö þeir væru aö æfa, þeir væru aö kaupa sér hljóðfæri, en aldrei heyrðist neitt. Fyrr en nú. Þeir Asgeir söngvari, Skúli bassa- leikari og Þorleifur gitarleikarí, allir úr Exodus, hafa nú tekiö höndum saman við Sigurð Hannesson úr Org- hestunum og fleiri hljómsveitum og stofnaö Pax Vobis. Fimmtudaginn 15. september hélt hljómsveitin tón- leika á Hótel Borg fyrir um 50 áhorf- endur. Menn biöu í eftirvæntingu. Hljómsveitin kom upp á svið og hóf leik sinn og eftir örfá lög var ljóst aö hér er á ferð alveg nýr póll í íslenskri rokktónlist, sem er þó fjölbreytt fyrir. Hljóðfæraleikur og samhæfing er meö afbrigöum góö, Sigurður ákaflega íslenskur, fjölbreyttur og þéttur trommari og hinir þrír leggja hljómborð, bassa og söng yfir á skemmtiiegan hátt. Ahrifin virðast aöallega komin frá hljómsveitinni Japan, en þau áhrif eru notuð til ný- sköpunar, ekki stælingar. Lögin eru áhugavekjandi, fjölbreytt og lifandi, útsetningar sömuleiðis, og alitaf er eitthvað í tónlistinni sem vekur mann og heldur athyglinni. Þetta er vönduö tónlist, tónlist sem þarf aö hlusta á en ekki drekka með. Meö slíkan bakgrunn ætti Asgeiri söngvara ekki að verða skotaskuld úr aö byggja upp sterka ímynd, en til þess þarf hann helst að syngja texta á íslensku. Eins og er fellur hann of mikið inn i hljómsveitina, hún verður lítið annað en músikin. Góðir textar og góö músik styðja hvert annað og magna upp í æðra veldi. Hjómsveitin stendur eins og hún er fyllilega fyrir sínu, en gæti orðið enn meira ef meira er gert til að ná til áheyrenda með textum. Hljómsveitin Kukl lét bíða eftir sér. I tuttugu mínútur sat ég á tröpp- um hússins. Svo komu þau, einn á hjóli og hin í stórum Mercedes Benz. Kukl er mjög jákvæð hljómsveit. Það má ráða af ýmsu. Til dæmis því hvernig músík hún spilar. Allir ættu að fá sér nýju Kukl-plötuna. Það var líka gaman aö þeim á hljómleikun- um í Laugardalshöllinni á friðartón- leikunum. Fólkið er lika jákvætt. Þetta fólk er búið að leika mikið af músík á síöustu þremur árum. Hér eru nöfn nokkurra hljómsveita sem það hefur verið í eöa komiö nálægt: Purrkur Pillnikk, Þeyr, Tappi Tíkar- rass, Van Houtens Kókó, Killing Joke,Spilafífl,iss! Meðnöktum... Ifiðta/fð I Kuklinu eru þau Björk Guð- mundsdóttir, Einar Om Benedikts- son, Sigtryggur Baldursson, Guð- laugur Ottarsson, Birgir Mogensen og Einar Melax. Við komum okkur fyrir inni í stofu í húsinu og fengum okkur te og Svala og fórum svo að tala. Eruö þiðmeö létta músík? — Ha? Léttamúsík? Já, þið hafið talað um léttleika, músikmeðlífií. — Það er munur á gleðimúsík meö innihaldi og án. Okkar músík hefur öll orðiö til af sjálfu sér. Þetta er eng- in iönaöarmúsík. Birgir: — Fyrir mig er þetta „heavy”. Fulltaf lífi. Guðlaugur: — Tónfræðilega og taktfræðilega er þetta mjög flókið, með því allra flóknasta sem ég hef verið með í, en samt mikil dans- músík. — Hlutirnir eru látnir ske. Mest af þessu efni hefur orðið til af sjálf u sér. Einar vill komast að: — I grúpp- unni eru 6 mjög jöfn element sem flækjast saman. Þið eruð úr mörgum áttum og hafið gert mikiö.. . Einar: — Það er ekki ofsagt að í þessari hljómsveit séu komnir saman sex pólar sem hafa verið í gangií þrjúárínýrri íslenskri tónlist og taka höndum saman og setja saman þriggja ára reynslu, reynsl- una af blómaskeiði nýrrar íslenskrar tónlistar. Eruö þið súpergrúppa ? — Við erum alls ekki súper- grúppa. Ef svo væri þá værum við að spila í kvöld í Safari og Islandstúrinn kæmi seinna, í vetur eöa eitthvað. — Það er tilviljun að við héldum áfram eftir Afanga (Kukl á uppruna sinn í hljómsveit sem var sett saman fyrir síðasta þátt Afanga). Birgir — Við erum ekki Stuðmenn nr. 2. Pó/ftík Nú virðist pólitík vera aö koma upp á yfirborðiö í rokktónlistinni. Hvaö viljið þið segja um það? Einar: — Eg held að við höfum gefið út plötu sem er sú pólitískasta sem ég hef komið nálægt. Plakatiö er miklu pólitískara en nokkurn gæti grunað, plakatiö utan um plötuna. — Annars erum við upphafin yfir pólitík, segir Björk. — Hún er lág- kúruleg. Okkar málstaöur, mál- staður friðarins og lífsins, er alls ekki nýr. Það er voða sjálfsagt að safnast saman i kringum þetta. Þetta er að brjótast út fyrst núna og fólk tekur þátt i þessu með okkur, þetta er búið að krauma undir lengL Það er enginn munur á okkur og fólkinu. Þaö sýndi sig á friöarhátíð- inni í Laugardalshöll. Fólkið kemur jafnmikiö á móts viö vinnu okkar og við reynum að koma til móts við það. Einar: — Tónlistarmenn hafa orðið fyrir barsmiö. Þeir eru alltaf í stöðugri hættu fyrír að sýna meira líf en aðrir í kringum þá. En núna er takturinn sá sami. Fólkið kemur til að berja frá sér. Framtíðin hjá Kukli? — Það er mjög jákvætt að koma sem minnst nálægt skemmtistöðum. Þar heyrir fólk ekki neitt. Þegar við komum næst fram verður það ein- hversstaðar þar sem allir vita af, segir Sigtryggur. — I gegnum ljótleika mannsins reynum við að skína, sagði einhver. Fyrsta iagiö á konsertinum í Höllinni var alveg nýtt. Þaö var um flug og fugla og suður-kóreskar farþega- þotur..'. Hvernig á að haga samstarfinu? Er ekki Einar á leið til Bretlands? Hvernig er að hafa annan söngvar- anníöðru landi? — Allt í lagi. Það verður liklega þannig að hér verður tekið upp efiii í vetur og farið meö út og Einar syngur inná. Kukl spilar ekki nema 6 saman, en hópurinn mun starfa saman í ýmsum myndum í vetur. Guðlaugur Guðlaugur hefur veriö hljóður fram að þessu. Nú kemur hann loks með innlegg: — Þetta hefur allt smollið ótrú- lega. Einhvern veginn hefur okkur sex tekist að vekja upp „element” sem virka eins og draugagangur. Flest bönd reyna af öllum mætti aö hafa „magí” í kringum sig, en hér kemur þetta óafvitandi. Músíkin og allt í kringum bandið er eölilegt og ósjálfrátt. Maöur er verk- færi og fyllist lotningu viö að taka þátt í slíku sköpunarverki. Það reyndust vera lokaorðin í þessu viðtali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.