Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 40
íviwfci*’ AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 Æ ' 1 hverri SAAÁAUGLÝSINGAR—AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 [ vilwl p//l 1 RITSTJÓRN ÖOO 1 P SÍÐUMÚLA 12—14 Frjálst,óháö dagblað — * LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983. Harkaleg framganga boðunardeildar lögreglunnar: Tveir menn frá boöunardeild lög- reglunnar sóttu sl. þriöjudag ungan mann, Guömund Einarsson, inn á Borgarspítala og sendu hann niður í Hegningarhús til afplánunar. Dvaldi Guömundur þar í sjö klukkustundir, eða þar til fangelsislæknir skoöaöi hann og úrskuröaöi aö honum skyldi sleppt úr haldi. Guömundur var aö búast til brott- ferðar af spítalanum er þetta var. Þar haföi hann dvalið síöan á laugardags- nótt fyrir réttri viku er hann lenti í umferðarslysi á Laugaveginum. Hlaut hann þá heilahristing og ökkla- brot ásamt fleiri meiðslum. A mánudag gekkst Guömundur undir uppskurð vegna meiöslanna. A þriðjudag var honum sagt aö hann mætti fara heim og var móöir hans kominn á spítalann til aösækja hann. Þá bar þar að tvo lögreglumenn sem kváöust vera aö sækja hann vegna Tekinn af spítala og settur i tukthús gamallar sektar upp á 8.000 krónur sem hann ætti vangoldna. Yröi hann samkvæmt úrskuröi að sitja hana af sér í Hegningarhúsinu. Guðmundur var sendur niður eftir í slopp og nærbuxum einum fata þar sem fötin hans höföu eyðilagst í um- ferðarslysinu. Þar var hann frá kl. þrjú um daginn til tíu um kvöldiö og leið miklar kvalir vegna aögeröarinnar og meiðslanna aö því er honum segist frá. Þaö var ekki fyrr en fangeisislæknir haföi skoðað hann og úrskurðað aö honum skyldi sleppt sem hann fékk aö fara heim til sín. -JSS. Sjá nánar á bls. 3. Ellert f frí fra alþmgi Eilert B. Schram hef ur sent frá sér eftirfarandi frétt til fjölmiðla: — I dag, föstudaginn 23. sept., hef ég sent forseta sameinaös þings svohljóðandi bréf: „Hér með tUkynnist yður aö ég mun af persónulegum ástæöum taka 'mér frí frá þingstörf um frá og meö 1. október nk. Oska ég þess að varamaður taki sæti mitt á alþingi þar til annað verður ákveðiö. Eg óska þess jafn- framt aö vera tekinn af launaskrá alþingis frá og meö sama tíma.” Efnislega samhljóöa bréf hefur verið afhent formanni þingflokks sjálfstæðismanna. ■ , JFrá og með sama tima mun ég að nýju hefja störf sem ritstjóri DV,” segirílokfréttarEllerts. -óm. Guðmundur Einarsson var fsrður beint af spítalanum í fangageymslu degi eftir uppskurð. Hann hafði ekki önnur föt að vera í en nærföt og slopp, fötin hans höfðu eyðilagst í bílslysi. -DV-mynd: GVA. Steypubíll klessti þrjá Síödegis í gær varð þaö óhapp á mótum Reykjanesbrautar og Stakka- hrauns að steypubifreiö ók aftan á fólksbíl meöþeimafleiöingumaöfólks- bíllinn gjöreyöilagöist og farþegi í aftursæti hans var fluttur á slysadeild. Tveir aðrir bílar skemmdust í á- rekstri þessum, steypubíllinn keyrði á fullri ferö aftan á Mözdu sem kastaöist aftan á Ford sem síöan lenti aftan á annarri Mözdu. Oljóst er hvað olli. -EIR. Önturíeg lífsreynsla að verða olíulaus á hafí — segir Stefán Guðb jartsson eftir svaðilför á sportbáti Feðgarnlr Styrmir og Stefán um borð í bátnum í Hornafjarðarhöfn í gær- morgun. DV-mynd: Ragnar Imsland. „Það var mikil og ömurleg lífs- reynsla aö verða olíulaus úti á hafi í slæmum sjó og leiðinlegu veöri,” sagöi Stefán Guðbjartsson, 38 ára, í samtali við fréttaritara DV á Höfn í Homafirði. Fiskiskipiö Gissur hvíti kom í fyrrinótt meö 36 feta skemmtibát Stefáns sem hafði orðið olíulaus um 20 mílur suöur af Homafiröi. Herculesflugvél frá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli fann bátinn á reki eins og fram kom í DV í gær. Feðgarnir, Stefán og Styrmir sonur hans, 10 ára, lögöu af staö frá Færeyjum á miövikudagsmorgun. Undan Mykinesi fékk báturinn slæmt brot á sig. Við þaö eyðilagðist átta- vitinn fyrir sjálfstýringuna. Sjálf- stýringin varö óvirk. Uröu feðgarnir að standa við stýrið þaö sem eftir var leiðarinnar. Astæðuna fyrir olíuleysinu kvaö Stefán vera þá að einhver mistök heföu orðið viö áfyllingu olíu- geymanna í Færeyjum. Enginn olíumælir er í bátnum. Stefán Guðbjartsson, sem rekur hænsnabú í Sætúni á Kjalamesi, keypti bátinn í Rochester í Englandi. Þaöan lagöi hann af staö siglandi áleiöis tU Islands fyrir rúmum mánuöi ásamt eiginkonu sinni, HUdi Olafsdóttur, og tveimur sonum, Styrmi og Stefáni Erni, 11 ára. Sökum slæms veöurs sóttist þeim feröin iUa. Seinkunin varð tU þess aö HUdur og eldri sonurinn fóru af í Glasgow og flugu til Islands. Hann þurfti i skólann en hún að sinna bú- rekstrinum. Hinir tveir héldu tU Orkneyja og þaöan til Færeyja. Styrmir var hinn hressasti og lét vel af sjóferðinni þegar fréttaritari DV hitti þá feöga í Hornafjarðarhöfn í gærmorgun. „Eg varö svolítiö sjóveikur viö Færeyjar. Þar var svo inikUl sjór,” sagöi snáðinn. -KMU/Júlía, Höfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.