Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983. 23 Var ég þá hvergi? I kaupstaönum sem ég ólst upp í var aö því er mig minnir allt þaö til staöar sem á þurfti að halda í amstri daganna og þar aö auki síldarverk- smiðja og slökkvilið sem gat hvorugt án annars veriö því aö þaö var alltaf öðru hvoru aö kvikna í síldar- bræðslunni og þegar brunalúöurinn fór í gang hlupu menn eins og fætur toguöu niöur á bakka því að það er svo gaman aö horfa á eldsvoða, sum- um finnst þaö meira aö segja skemmtilegra en að horfa á fót- brotna konu eöa fólk með skurö á enni sem hefur lent í bílslysi. Sem betur fer voru eldsvoðamir í sildarbræöslunni ævinlega smá- vægilegir og þjónaöi hún því tilgangi sínum bærilega meö viöeigandi lykt á milli þess sem kviknaði í henni. Fólki fannst lyktin góð og þó sér- Háaloftiö Benedikt Axelsson staklega þegar hún var orðin að soöinni ýsu hversdags eöa kótelettum á sunnudögum og oröið mengxm var jafnfjarlægt í hugum fólks og tunglið sem ömmur á þessum tíma sögöu aö mætti ekki taka hann Ola til sín upp í himnarann. Eg held aö öllum hafi veriö tiltölulega vel viö þessa bræðslu nema kannski stráknum sem datt í eina þróna og heföi örugglega drukknaö í grútnum áöur en hann kafnaöi úr peningalyktinni ef hann hefði ekki verið dreginn upp á hárinu áöur. En nú eru síldarbræðslur aö mestu horfnar af sjónarsviöinu og álbræðslur komnar í staöinn sem framleiöa hrífutinda og járnbræðslur sem framleiöa aöal- lega taprekstur sem er svo eftir- sóttur í Japan að hingað er sendur maður, sem heitir hvorki meira né minna en Kiriishi, til aö festa kaup á 18% framleiöslunnar. Því miöur viröist þessi Kiriishi eitthvaö afbrigöiiegur í hugsun því aö hann setur þaö aö skilyröi fyrir kaupunum aö stjómvöld virði orku- sölusamninginn, ekki aðeins nú held- ur einnig í framtíðinni. Þar aö auki hefur hann ekki áhuga á neinu ööru en lágu orkuverði á Islandi öfugt viö alla aöra útlendinga sem koma til landsins og virðast eingöngu hafa áhuga á bjórnum sem við eigum ekki og kvenfólkinu okkar sem viö megum ekki missa. Samkvæmt fréttum er áðumefnd járnbræðsla jafnóstöðvandi og menn sem eru byrjaðir aö taka enda- sprettinn í 800 m hlaupi þar sem þaö kostar fjórum sinnum meira að stööva hana en halda áfram rekstrin- um. Ef ég ætti þessa dæmalausu bræðslu myndi ég því grípa tækifæriö úr því aö þaö gefst og gefa Kiriishi hinum japanska helminginn af henni til aö byrja meö eins og kóngar geröu ævinlega í ævintýrun- um og hinn helminginn þegar mér væri oröið nægilega illa við hann til aö þaö réttlætti verknaðinn. En auövitaö eigum við atkvæðin ekkert í þessu húsi, við eigum bara Kröfluvirkjun og tvö hundruö og fimmtíu togara ef sá á Skeiöarár- sandiertalinnmeö. Alls staðar og hvergi Þegar búiö er aö leita aö einhverj- um hlut alls staöar eins og þaö er kallað og hann finnst ekki freistast margir til að álykta sem svo aö hann séhvergi. Undanfarna daga hefur félags- málaráöherra veriö aö leita að peningum sem eru ævinlega hvergi þegar á þeim þarf aö halda til aö aö- stoða húsbyggjendur til aö koma villu yfir höfuðiö á sér, eöa hækka kaup fiskvinnslufólks en koma hins vegar strax í leitirnar þegar byggja þarf seðlabankagrunn eöa flugstöö. Þetta finnst okkur háttvirtum kjós- endum alltaf dálítið undarlegt en þaö stafar af því að við skiljum ekki kerfið sem er oröiö svo flókiö aö þeg- ar farið er að útskýra þaö fyrir okkur skiljum viö ekki útskýringarnar heldur. Þaö er dálitiö erfitt aö þurfa aö buröast með þennan skort á skyn- semi alia daga en þó er bót í máli aö sumir ráöherranna hafa samúö meö okkur og skilja vandamál okkar og myndu sjálfsagt leysa þau bæði fljótt og vel ef viö vænnn skuttogarar eða lærissneiöar. Því miður erum viö hvorugt og veröum því sjálf aö finna einhver ráð til að borga lánin okkar sem hækka í takt viö seölabankabygginguna með laununum okkar sem lækka í öfugu hlutfalli viö hluttekningu ráöa- manna. Ekki við bjargandi Enég ætlaði að tala um eitthvað fallegt og gott eins og gamla kjötiö á lága verðinu sem verður kannski oröiö að nýju kjöti á háa verðinu þann 11. október og vaxtalækkun og þéttingu byggðar í Grafarholti sem olli merkilegum umræðum í borgar- stjóm ekki alls fyrir löngu. Eg man nú aö vísu ekki um hvaö umræöumar snerust en í þeim tóku þátt fram- sóknarmenn, alþýöubandalagsmenn og sjálfstæöismenn og þess vegna hljóta þær aö hafa verið bæði langar og skynsamlegar því aö þessir flokkar eru búnir að láta malbika Miklubrautina aö hluta og setja upp slysagildrur fyrir bíla mjög víöa í Breiöholtinu. Ef maður ekur yfir þessar upphækkuöu gangbrautir á löglegum hraða á gömlum bil missir maöur undan honum púströriö en guð má vita hvaö maður missir ef maöur ekur yfir þær á ólöglegum hraöa sem ég vil hér meö ráöleggja mönnum aö gera ekki og aiira síst ef þeir eru meö konuna sina i framsæt- inu þvi að þá hoppar hún ósjálfrátt upp úr þvi og skemmir toppinn á bílnum og ef hún vankaöist ekki tals- vert viö höggiö myndi hún örugglega reyna að meiða bílstjórann. Þaö er engin hindrun á leiðinni upp í Grafarvog en samt komast vist ekki allir þangaö sem vilja. Kveöja, Ben. Ax. Olympia compact Rafeindaritvél í takt við tímann Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað. Prenthjólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappirsfœrslu og dálkasetningu er stjórnað án pess að fœra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturþétting og ýmsar leturgerðir. KJARAIM ÁRMULl 22 - REYKJAViK - SÍMI 83022 E Byggung Kópavogi BSF Byggung Kópavogi auglýsir nýjan byggingarflokk í raö- húsum við Helgubraut í Kópavogi. Skilmálar liggja frammi á skrifstofu félagsins að Hamraborg 1,3. hæð. Opið kl. 10—12 og 13.30—15.30. Umsóknarfrestur er til 28. sept. STJÖRNIN. ►♦< ►♦< ►♦< ►♦< ► ♦< ► ♦< ►♦< ► ♦< ►♦< ►♦< ► ♦♦< ►♦• ►♦• ►♦♦< ►♦ ►♦• ►♦< ►♦• ►♦ ►♦ ►♦ ►♦ ►♦• ►♦• ►♦ ►♦ ►♦ ►♦ ►♦■ ►♦ ►♦ ►♦ ►♦ ►♦ ►♦ ►♦ ►♦ ► ♦♦< ►♦♦< ►♦ ►♦. ►♦♦♦♦♦♦ ►♦♦♦♦♦♦ ►♦♦♦♦♦♦ EFTIRTALDIR BILAR ERU STAÐNUM í DAG Colt 1200, 3 dyra, árg. '81, rauður. Galant 1600 GL station árg. '82, silfurlitaður. Colt 1200 GL, 5 dyra, árg. '80, rauður. Volkswagen Golf, 3dyra, sjálfsk., árg. '82, gulllitaður. Volkswagen sendibifreið árg. '75, blár. Minibus, 9 manna, árg. '82, dökkrauður. Range Roverárg. 75, gulbrúnn. Volkswagen Jetta árg. '82, 4 dyra, slifurlit- aður. Ford Cortina, 4 dyra, árg. 76, blár. Mitsubishi sendibifreið 4x4 árg. '83, , rauð. Subaru station 4x4 árg. '81, rauður. HEKLA HF Laugavegi 170-172 Slmi 11276 Slappaðu af með Úrval í hendi. Urval VíRO komið út. l v‘ ,,,»•.«» ■ ....", .....***»• % I ““l« "5 ■ - \ ÞcíM,k> i BÖ^' eftirM^urrl1 ÁSKRIFTARSÍMI 27022. Kjörinn fferdafélagi fer velí hendi, úrvals efni aföllu tagi. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.