Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Side 7
DV. MIÐVHÍUDAGUR 28. SEPTEMBER1983.. Neytendur Neytendur / mörgum stórverslunum hér ar algengum osttegundum pakkað / teygju- plast og er það miður. Betra væri að setja ostinn fsórstaklega feitan ost) í loftdregnar umbúðir. Plastfilma varhugaverð utan um feita osta — notuð í sumum stórverslunum hér — Plastefni í margvíslegum mynd- um hafa á síðustu áratugum orðið svo ríkur þáttur í daglega lífinu, að án þeirra værum viö „handalaus” við heimilisstörf. Með þessum orðum hefst grein í Húsfreyjunni 3. tbl. 1983 sem er nýkomið út. Greinin er um plastmeng- un matar og rituð af dr. öldu Möller, dósent. I greininni segir meðal annars: Piastefni eru sérstakt svið innan efnafræðinnar, enda eru þau mjög margvísleg og með mismunandi vinnslu og viðbót annarra efna má gefa sama hráefni mjög mismunandi eiginleika. Greinir dr. Alda frá helstu matvælaplastefnum og grípum við niður í kaflann um plastfilmuna eða teygjuplastið. Þessi plasttegund nefn- ist „polyvinylklóríð” (PVC) og ertært og hart, notað í margs konar ílát og diska. Eiginleikum efnisins má breyta mjög með viöbót mýkingarefna („plasticizers”), sem gera það teygj- anlegt og vinsælt til notkunar utan um mat, því að plastþynnan leggst þétt og misfellulaust að. Veldur krabbameini hjá mús- um I PVC plastfilmum er algengasta mýkingarefnið nefnt DEHA (di-2-etyl- hexyladipat). Þetta ákveðna mýking- arefni hefur orðið tilefni rannsókna á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, því að það berst mjög auðveldlega úr plastinu y fir í f itu matvæla. Sérfrasðinganefnd WHO (al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar) taldi haustiö 1981 takmaikaðar sann- anir vera fyrir því að DEHA ylli krabbameini hjá músum, en taldi ekki hægt að meta áhrif efnisins á menn út frá niðurstöðum rannsókna. Eigi að síöur, segir í grein dr. öldu, hafa sænsk heilbrigðisyfirvöld farið fram á, að teygjuplast verði ekki notað um osta, hvert sem mýkingarefnið er, og sett strangar reglur um hámarks- mengun mýkingarefna í osti. Neytendur fundu óbragð að osti Tilefni sænsku rannsóknanna var, aö ýmsir neytendur urðu varir við óbragð af osti, sempakkað varí teygjuplast. Rannsóknir sýndu, að mýkingarefn- iö barst hratt yfir i ostinn, hraðar í hita og hraðast í feitasta ostinn, svo að yfir- borðsmengunin varð margfalt meiri en yfirvöld vilja leyfa, en náði lítið inn í ostinn. Svipaðar niðurstöður fengust fyrir kjötfars og hakk. Síðar í greininni segir. Því miður er öllum algengum osti pakkað í teygju- . plast í sumum stórverslunum hér, en betra væri að selja ostinn í þar til gerðum loftdregnum umbúðum, sem notaðar eru í Osta- og smjörsölunni og ekki hafa að geyma mýkingarefni. Kæfu í litlum stykkjum ætti heldur ekki að pakka í teygjuplast. Hér hefur aðeins veriö drepið á það helsta í grein dr. öldu Möller í tímaritinu Húsfreyj- unni um plastmengun matar. Neyt- endur hér á landi ættu ,að vera vel á veröi og fara með gát við kaup á ostum í teyg juplasti. Allur er varinn góöur. -ÞG. Sýni voru tekin af nauta- og kindahakki i tólf versiun- um á Stór- Reykjavíkursvæð- inu. Aiit bendir tii að niðurstöður sóu „vægast sagt slæmar". Gerlafjöldi of mikill , ,Okkur sýnist á öllu að niðurstöður könnunarinnar sem við gerðum séu vægast sagt slæmar,” sagði Jóhann- es Gunnarsson formaður Neytenda- félags Reykjavíkur og nágrennis. Hér svarar hann spurningu um könn- ,un sem fram fór nýlega á vegum félagsins á nauta- og kindahakki i tólf verslunum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Sýni voru tekin af hvorri hakk- tegund i hverri verslun og látið í rannsókn. „Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir en í gerlarannsókn má þó fullyrða að of mikill gerlaf jöldi kom fram í sýnunum,” sagði Jóhannes. Niðurstöður könnunarinnar munu birtast i Neytendablaöinu i næsta mánuði, sem verður veglegt afmælisrit. Eitt þeirra mála sem ofarlega er á baugi hjá stjórn NRON er rýmkun opnunartíma verslana á höfuð- borgarsvæðinu. I undirbúningi er könnun á vilja neytenda í þessu máli. -ÞG f 7 \ UMBOÐSMENN VANTAR STRAX Á: BREIÐDALSVÍK ÓLAFSVÍK OG HELLISSAND. VINSAMLEGAST HAFID SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 27022. Toyota Corolla ke-30 órg. 78, Toyota Cressida station sjótfsk. Toyota Carina árg. 78 4-dyra, ekinn 57.000, grmnn. Verð órg. 78, ekinn 78.000, grænn. ekinn 72.000, brúnn. Verð 135.000. 100.000. Verð 150.000. Toyota Cressida station órg. '80, ekinn 32.000, gull-sans. Verð 230.000. Toyota Cressida 4-dyra 5gira, órg. 78, ekinn 62.000, grænn. Verð 155.000. Toyota Cressida órg. 78 4-dyra, 5 gira, ekinn 43.000, grænn. Verð 160.000. Toyota Carina Gl sjótfskiptur órg. 80, ekinn 34.000, rauður. Verð 220.000. Toyota Crown dísil órg. 80, sjótf- skiptur, ekinn 180.000, brúnn. Verð 260.000. Toyota Cressida station sjálfsk. órg. 81, ekinn 21.000, vinrauður. Verð 325.000. Skipti möguleg ó ódýrari. Toyota Land Cruiser, station dísil órg. 81, ekinn 33.000, rauður. Verð 660.000. IBreið dekk og felgur, spil.) Toyota Hi-ACE bensín órg. '82, ekinn 45.000, gulur. Verð315.000. Einnig Toyota HI-ACE bensin árg. 81, hvítur, ekinn 80.000. Verö 265.000. Toyota Tercel órg. 82, 3-dyra, 5 gíra, ekinn 31.000, grór. Verð 240.000. Einnig Toyota Tercel órg. '81, 3- dyra, 5 gira, ekinn 27.000, vinrauður. Verð 200.000. Toyota HI-LUX 4x4 órg. 80, lengri gerð. Ekinn 48.000, gulur. Verð 260.000. tBreið dekk og felgur, stóiar.) § TOYOTA SALURINN Nýbýlavegi 8, sími 44144.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.