Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Page 13
DV. MIDVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983. 13 „Vatnsorkan gengur aldrei til þurrðar, á meðan rignir., Vatnsorkan og lífskjörín I Dagblaðinu og Vísi hinn 19.9.’83 eru tvær greinar um álsamninga. önnur heitir: „Aö leita að gullskipi í Sviss” og er eftir Sigriði Dúnu Kristmundsdóttur alþingismann en hin heitir: „Punktar um lSAL-samninginn” og er eftir Guðmund Einarsson alþingismann. Sigríður Dúna segir, að viö eigum ekki að eiga viðskipti við erlenda auð- hringa. En hvemig lítur dæmið annars út? Útlent fyrirtæki þarf ekki að vera mjög stórt til þess aö það geti kallast auö- hringur á okkar mælikvarða. Eigum við þá að búa að okkar og semja við okkur sjálfa og kaupa allt af okkur sjálfum eða semja við smáfyrirtæki erlendis, sem lítils eða einskis eru megnug á alþjóðlegum mörkuðum ? Einangrunarstefna af því tagi sem Jfe „Við tslendingar erum mörgum tugum ™ ára á eftir öðrum þjóðum, t.d. Norðmönn- um, í því að nýta okkur þá auðlind sem við eig- um í fallvötnum okkar.” hefðum tekiö fyrr við okkur, en ekki látið öfund í garð stórhuga manna ráða gerðum okkar í orkumálum og vonandi berum við gæfu til að stoppa ekki nú. Einu sinni var það ungur strákur, sem spurði mömmu sína: , JVIamma hver er þessi Hallgrímur prestakall?” Það er eðlilegt að börn spyrji svona, en að nota spumingu um hver tali ál- máliö, sem einhverja röksemd, er út í hött. Samningsaöstaöa okkar fyrir bráöa- birgðasamkomulagið við Alusuisse var góð, en ekki versnaöi hún eftir það. Samkomulagiö sjálft er óvefengjanleg viðurkenning á því. Hækkunin sem fékkst varð að vera uppsegjanleg til að geta náð hærra verði seinna. Þessi hækkun kemur öllum landsmönnum til góða með því að minnka tap Landsvirkjunar, sem ekki þarf þá að taka lán fyrir þvi. Samningamenn okkar þurfa að vera vel á verði gagnvart viðsemjendum okkar og hófleg gagnrýni er aðeins til Kjallarinn "þarna kemur fram hlýtur að vera stór- hættuleg og ber aðeins vott um minni- máttarkennd. En því á ekki að leita að gullskipi, þar sem það kann aö finnast? Við Islendingar erum mörgum tugum ára á eftir öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum, í því að nýta þá auðlind sem við eigum í fallvötnum okkar. Við værum örugglega betur staddir, ef við Gísli Júlíusson bóta. Það ýtir undir menn að gera enn betur. Sigríður Dúna segir, að álsamningamir eigi að vera viti til varnaðar. Þó er staðrejmdin sú, að þrátt fyrir margra ára tilraunir hefur engum tekist að sanna aö álsamning- amir hafi verið slæmir, þó að breyttar aöstæður hafi orðið þess valdandi að endurskoðun hafi orðið nauðsynleg. Guðmundur talar um að setja öll eggin í eina körfu. Við skulum vona það, að sjávarútvegurinn verði enn um ókomin ár stór hluti af okkar atvinnu- vegum og að hann með skynsamlegri nýtingu komi til með að aukast. Með því að virkja og selja raforku til stóriðju var einmitt verið að forðast að vera með öll egg í einni körfu og að létta á ásókn í útgerð þannig, að fiski- stofnar gætu byggst upp aftur. Það hefur þó ekki tekist enn sem komið er, en stendur vonandi til bóta. Vatnsorkan er ólík öðrum auðlindum að hún gengur aldrei til þurrðar, á meöan rignir. Það er ekki hægt að auka hana með því að minnka ásókn eins og með fiskistofna og hún gengur ekki til þurrðar eins og olía og kol. Þar af leiðandi hlýtur það að vera hreint tap að nýta hana ekki eins og frekast er kostur. Það má einnig benda á, að ending raforkuvera er miklu meiri en verksmiöjanna og aö nýta má rafmagnið frá þeim til annarra nota, þegar samningar renna út eða verk- smiðjurúreldast. Virkjunarkostnaður hér á landi er sambærilegur við stærstu virkjanir erlendis svo sem í Suöur-Ameríku, þó að okkar virkjanir séu mun minni en þar. Virkjunaraðstæður ráða hér miklu um. Guðmundur segir í grein sinni, að atvinnutækifærum fjölgi sáralítið við stækkun álvers ISAL vegna aukinnar tæknivæðingar. Aukin tæknivæðing í núverandi verk- smiðju veröur til að fækka starfsmönn- um, en við stækkun halda þeir allir sinni vinnu og 3—400 gætu bæst við. Mikil atvinna verður viö byggingu viðbótar álversins og fólk við virkjana- framkvæmdir heldur vinnu sinni. Smáiðnaður sem óhjákvæmilega verður að byggjast upp hér á landi einnig veitir æ færri mönnum vinnu miðað við framleiðslumagn og stofn- kostnaö vegna síaukinnar s jálfvirkni. Skýrasta dæmið er vélmennið „Robot” sem sýndur var Iðnsýningunni síöustu. Vegna fámennis landsmanna verðum við að stefna að því að sem flestir landsmenn fái tækifæri til þess að fá hærri laun með aukinni tækni- væðingu. Virkjanaframkvæmdir og stóriðju uppbygging hefur aukið stórkostlega möguleika okkar til rannsókna á eðli og náttúru landsins sem ekki hefur fengist f é til áður. Ég er sammála Sigríði Dúnu, að við eigum aö hlúa að gróörinum i okkar eigin garði, en við gerum það ekki með þvi að einangra okkur frá viðskiptum viðaðrarþjóðir. Gisli Júliusson verkfræðingur. TVÆR SPARNAÐARTILLOGUR TIL FJÁRMÁLARÁÐHERRA (en þeir láta sér ekki aðeins nægja að reka sendiráð hjá Sameinuðu þjóðun- um, heldur fá stjómmálaflokkarnir einnig að senda menn á þessi þing fyrir almannafé). Sendiherra Islands í Washington ætti að geta skroppið til New York, þegar mikið liggur við (þetta er stutt flugferð og ódýr), og ræðismaður okkar í New York sinnt öðru því, sem til fellur. En i löndum, þar sem rikisstjórnir hafa þegið þróunarhjálp, svo sem Tanzaníu og ýmsum öðrum blámanna- lýðveldum, hefur allt festst í fari ríkis- afskipta, skipulagningar og skrif- finnsku. Ég hef gert flókið mál einfalt, en rækilegri rök eru færð fyrir þessari skoðun í þremur ágætum bókum: Equality, The Third World and Economlc Delusion eftir Bauer lávarð,, Development Without Aid eftir Melvyn Krauss prófessor og, Bönder, Mat, Socialism eftir dr. Sven Rydenfelt. Við þurfum þó ekki að vera neinir sér- stakir fræðimenn til að skilja þaö, að við útrýmum ekki betli með þvi að gefa betiurunum (öðru nær: við tryggjum, að betlinu er haldið áfram), heldur með því að búa mönnum skilyrði til að bæta kjör sín. Og þessi skilyrði felast einkum í alþjóðlegu viðskiptafrelsi og í arðsömum fjárfestingum fjölþjóöa- fyrirtækja — með allri þeirra þekkingu og fjármagni — i Þriðja heiminum. Sameinuðu þjóðirnar Frjálslyndir menn bundu miklar vonir við Sameinuðu þjóðimar, þegar þær vom stofnaðar í stríðslok. Þessar vonir hafa brugðist. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynst gagnslausar, þessi stofnun er orðin risastór pappirs- verksmiðja, um hana á það við, sem skáldiðkvað: Orð, orð innantóm fylla storð föiskum róm. Sömu athugasemd má gera viö þessa stofnun og svonefnda þróunar- hjálp. Þetta er ekki bandalag þjóða, heldur rikja. Fulltrúar langflestra ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóöanna eru ekki fulitrúar þjóöa sinna í neinum venjulegum skilningi, heldur einhverra alræðis- og einræðisherra, sem við eigum ekkert vantaiað við. Fulltrúar vestrænna þjóða verða aö láta sér það lynda að sitja á þingum undir sífelldum skömmum þessara manna. Verra er það þó, að ýmsar hugmyndir, sem villimannaríkin hafa viðrað, eru mjög hættulegar atvinnu- frelsi og einkaframtaki, svo sem hugmyndir um eignarrétt rikja (en ekki einkafyrirtækja) á hafsbotninum, nýskipan fjölmiðlunar og nýja alþjóö- lega efnahagsskipan. íslendingar eiga alls ekki að sóa fé i að sækja þessi þing Ótímabærar athugasemdir Hannes H. Gissurarson Hagsmunir faldir í orðum Ég vona, að Albert Guömundsson taki þessum sparnaöartillögum vel. En ég veit, hverjir taka þeim illa — allir þeir, sem lifa á að gera góðverk á kostnað annarra, starfsmenn þróunar- stofnana, sendiráðsmenn og kerfis- karlar. Að sjálfsögðu segja þeir, sem hafa atvinnu af að sóa almannafé, að því sé vel varið. Að sjálfsögðu segja þeir, sem hafa djúgar tekjur af að sækja alþjöðaþing, að þau séu ómiss- andi. Þetta fólk reynir síðan að fela hagsmuni sina i orðum eins og „þróun” og „friði”. Sjálft trúir það sennilega þessu öilu. En eigum við hin aðtrúa því? Hannes H. Gissurarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.