Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Page 14
'fttit cfTr«Tf,jrfnfTcr»TT?* A/TTVwnjrrrnfcflr Nauðungaruppboð annað og síðasta á Þverholti 11, þingl. eign DagbTaðsins hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri f östudaginn 30. sept. 1983 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 22., 28. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Laugavegi 80, þingl. eign Radíóstofu Vilb. og Þorsteins sf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 30. sept. 1983 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hvassaleiti 24, þingl. eign Stefáns Björnsson- ar, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri f östudaginn 30. sept. 1983 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á Sævarlandi 2, þingl. eign Jóns Viihjálmssonar, fer 'fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 30. sept. 1983 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð eftir kröfu Skiptaréttar Reykjavíkur fer fram opinbert uppboð á hús- eigninni Eskihlíð D við Reykjanesbraut, þingl. eign Magnúsar Kristjánssonar, föstudaginn 30. september 1983 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Grettisgötu 52, þingl. eign Páls Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri f östudaginn 30. sept. 1983 kl. 13.45. Borgarf ógetaembættið í Reykjavík. x Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hverfisgötu 108, þhigl. eign Helgu Elísdótt- ur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri f östudaginn 30. sept. 1983 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Herstöðva- andstæðingar Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga verður hald- in dagana 29. og 30. október nk. í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Nánar auglýst síðar. SAMTÖK HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA. DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983. Ferðamál HÁLENDIÐ, NÁTTÚRU- VERND OG RALL Margir erlendra gesta okkar heillast af hálendi landsins og er margt, sem stuðlar að því. Fyrst má nefna víðáttur þess og auðnir, og er það kannski ein- mitt sá þáttur, sem mestu áhrifin hef- ur á útlendinga, sem flestir koma frá suðlægari löndum, þar sem gróður set- ur meiri svip á landiö. Víðsvegar í þessum auðnum eru gróðurreitir, sem eðlilega verða áningarstaðir ferða- manna um landiö. Margir útlending- anna koma frá þéttbýlum löndum, og því finnst þeim notalegt aö komast um stundarsakir úr margmenninu. Loks má nefna, aö Island er mjög svo frá- brugðið flestum öðrum löndum, og þaö er trúlega það, sem leggja ber mesta áherslu á í auglýsingum um landið. En hvers vegna þurfum viö yfir höfuð að vera að auglýsa landið og fá hingað erlenda ferðamenn? I fyrstu greinum mínum kom ég aö þessu atriöi og mun gera þaö aftur síðar, en hér nægir aö endurtaka og undirstrika þá staöreynd, aö við verðum að lifa af öll- um landsins gæðum, einnlg af túrisma, ekki veitir nú af. Einmitt þess vegna verðum við að varðveita og ganga vel um landið, en það má samt breyta og bæta ýmislegt, svo að landiö verði aðgengilegra fyrir alla ferðamenn, innlenda sem erlenda. Það má leggja nýja vegi og slóðir um hálendiö og koma upp betri tjald- stæðum og skálum; jafnvel einnig hót- elum, þar sem það á við. Maðurinn er ótvirætt hluti af náttúrunni og ekki sá veigaminnsti, enda er hann mesti vargurinn í dýraríkinu. Hann verður því að vera með í myndinni en gæta þess samt að eyðileggja ekki fyrir sér og öðrum lífverum. EinarÞ. Guðjohnsen 11 1 i ... . . Náttúruvernd Ferðamálamenn vita það bezt allra, að til þess að ferðamannastraumur haldi áfram og aukist verður að fara vel með hlutina. Með það í huga, sem sagt er í upphafi þessarar greinar, má fullyrða að þeir eru jákvæðir náttúru- verndarmenn. Þeir neikvæðu í röðum náttúruverndarmanna, sem stundum eru allháværir, vilja sumir hverjir enga ferðamenn og engar breytingar til batnaðar, aðeins óbreytt ástand. Sem betur fer eru þessir menn í mikl- um minnihluta, þótt háværir séu og jafnvel komnir í áhrifastööur. Þessir menn tala gjama um viðkvæma nátt- úru, sem þoli ekki neitt eða ekki svona mikið álag ferðamanna. Aðallega er það gróðurinn á hálendinu, sem hér er átt við. Mér vitanlega hafa ekki fariö fram neinar vísindalegar rannsóknir á áhrifum ferðamanna á gróður ýmissa hálendisvinja. Sjálfur hefi ég ferðast í áratugi um hálendi Islands og byggðir og hef fylgst með ýmsum breytingum, sem orðið hafa á landinu. Stundum eru það náttúruöflin sjálf, sem breyta ýmsu og skemma það, sem okkur er kært. Ekki verður ferðamanninum kennt um þær skemmdir. Ferðamaðurinn, hinn já- kvæði náttúruvemdarmaður, breytir hins vegar ýmsu til batnaðar og kemur í veg fyrir sp jöll á f ögrum stöðum. Sumariö 1947 ferðaðist ég um Odáöa- hraun til öskju og kom fyrst í Herðu- breiöarlindir, að sunnan. Þá lágu þrjár kvíslar úr Jökulsá yfir í Lindaá og var gróðurinn í Lindunum í mikilli hættu af völdum sjálfrar náttúrunnar. Þarna var hópur Farfugla á ferð í fygld með þeim ágæta frumkvöðli fjallaferða, Páli Arasyni. Páll átti hugmyndina að því að reyna að bjarga Lindunum úr greipum Jökulsár. I stuttu máli sagt, þessi 40 manna hópur eyddi heilum degi í að aka og bera grjót í syðstu kvíslina, sjálfsagt ein 20—30 tonn. Seinna var þessi garður okkar styrktur og lagaður með ýtu, en handaverk okk- ar vom góð og Lindunum var bjargað. Siðan þá hefur umferð stóraukizt í Herðubreiðarlindum og gróður sömu- leiðis. Vegurinn liggur þarna hvergi á gróðri, svo að þess vegna hefðu rall- menn mátt fara þar um. Landmannalaugar hafa oft verið nefndar sem viðkvæm hálendisvin, sem þoli ekki þá umferð, sem þar er. 1 Laugum er samt sömu sögu að segja sem í Herðubreiðarlindum, að gróður. Bjóðast betri leiðir? Talið er að allt að 9/10 Islendinga búi í sinu eigin húsnæði og er þetta lang- hæsta hlutfall sem þekkist í hinum þró- aðri löndum. Þeir eru margir sem telja þessa staðreynd bera órækan vott um dugnað okkar og ríkidæmi. Það fýrr- nefnda et rétt, en siöara atriðið er ég hins vegar f arinn að efast um. Getur þaö hugsast, aö hin mikla einkaeign á húsnæði sé í raun vottur um fátækt okkar Islendinga? „Sjálfseignarstefnan" Við höfum nefnilega verið svo fátæk þjóð, að við höfum ekki haft efni á að byggja upp húsnæðislánakerfi sem gerir fólki kleift að dreifa húsnæöis- kostnaði sínum jafnt á endingartima húsnæðisins, þ.e. raunar á gervallt æviskeið þess sem not hefur af hús- næðinu. Af þessum sökum hafa menn sjálfviljugir orðið að leggja á sig gúl- agþrældóm um nokkurra ára skeið svo að þeir geti borgaö á 4—5 árum fyrir eign, sem eðlilegt væri að greiddist upp á nokkrum áratugum. Áöur fyrr stytt- ist og léttist þessi byrði nokkuð vegna verðbólgunnar, en því er ekki lengur til aðdreifa. Það er lánsfjárskorturinn, en ekki „Islendingseðlið”, sem knúið hefur fólk út í einkabyggingarnar og út á fasteignamarkaöinn. Lögmáliö hefur verið það, að hver og einn bjargar sínu skinni, og fjandinn hirðir þann síöasta, eins og í Svartaskóla forðum. Undirrót lánsfjárskortsins er hins vegar fyrst og fremst sú óðaverðbólga sem ríkt hefur hér síðan í síðasta stríði; hún JónRúnarSveinsson annað og meira en samheiti á þegjandi samkomulagi andfélagslegra afla í öllum stjórnmálaflokkum um það að þjóðfélagið eigi ekki að lána mönnum tU húsnæðisöflunar meira en sem nemur verði á þokkalegum, notuðum biL Nú hafa hins vegar þau stórmerki orðið, að fjöldinn hefur upp risið og kraflst róttækra úrbóta. Þessu tengist það að einkum yngra fólk er upp til hópa farið að sjá, að „sjálfseignar- stefnan” er, eftir að verðtrygging var tekin upp, réttilegar nefnd „sjálfspín- ingarstefna”. Eða hverju er það líkt þegar fólk á sínum bestu árum veröur að búa inni á foreldrum svo árum skiptir, kannski með 2—3 böm, neyðist til þess að lifa meinlæta- og snikjulífi, vanrækja bömin sín og fara á mis við • „Alls óverðskuldaö var hlaðið undir mann í húsnæðismálum í þeim mæli að undir lokin átti maður orðið ævilangan búseturétt í raðhúsi... allt fyrir aðeins sem svarar um 25.000 islenskum krónum.” hefur að jafnaði verið rúm 20% allar götur síðan árið 1940. „Sjálfseignarstefnan”, sem ýmsir tala um með stirðnaðan helgisvip í framan hefur aldrei verið nein fast- mótuð stefna, hún er raunar ekkert eðlileg mannleg samskipti vegna óhóf- legs vinnuálags? Halldór Blöndal, hús- næðisnefndarmaður telur þetta eflaust bara „þroskandi” fyrir öll ung hjón. Eg tel þetta vera bæði óskynsamlegt og óhentugt fyrir þjóöfélagiö, en þó ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.