Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Síða 31
 c*Mor rp onníirrTwnFaF/ DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983. Sandkorn Sandkorn 31 Sandkorn Þegar kanínan var handtekin ! framhaldi af átökum lög- rcglunnar í Reykjavik við hundinn á Framnesveginum hefur það rifjast upp fyrir mönnum að þetta er ekki í fyrsta sinn sem lÖgregluþjón- ar hafa lent i átökum við gæludýr eða „ferfætta heimil- isvini” eins og þeir eru stund- um kallaðlr. Það var fyrir tíu árum eða svo að lögregluþjónar i Hafnarfirði handtóku kanínu sem gerst hafðl brotleg við ákvæðl lögreglusamþykktar sem þar gilti. Ekki fór málið fyrir dóm enda sök skepnunn- arljós. Lögregluþjónarnir tóku þvi dýrið með sér út á öskuhauga og þegar þangað var komið skiptu þeir með sér verkum þannig að annar þeirra hélt skepnunni meðan hinn miðaði rifflinum og skaut. Kúlan rispaði kaninuua litillega en hljóp síðan í fót lögregiu- Ekki vitum við hvort þessi kanina ar skyld þoirri hafn- fírsku, an vist er að sú hafn- fírska siapp. þjónsins sem hélt á henni. Hann missti kaninuna sem hafði sig á brott tafarlaust. Síöan var lögregluþjóninum komið undir læknishendur. Það er augljóslega hættuspil að framfylgja lögum um dýrahaldíþéttbýli. Ungversku ieikmennirnir, tannpina en ekkert sódavatn. Draga Víkingar tennur? Nú eru komnir tii landslns leikmenn ungverska knatt- spyrnuliðsins Raba til þess að leika sinn seinnl leik gegn Víkingum í Evrópukeppni meistaraliða. Fyrri leikurinn fór, eins og aiþjóð mun kunn- ugt, 2—1 fyrir Ungverja og þótti það góð frammistaða hjá Víkingum. Sérlega þóttu Víkingarnir leika góðán vam- arleik og líktu ungverskir blaðamenn vöra Víkinga við kínverska múrinn. Þjóðlegir íslendingar kjósa þó frekar að sækja sina samliklngu við Vikingsvöraina til þjóðlegri stefja og líkja henni við vel- hlaðlnn túngarð með gamla laginu. En ekki voru Ungverjarnir fyrr komnir til landsins en elnum þeirra var ekið í hend- ingskasti til tannlæknis og úr honum dregin tönn sem hafði kvalið hann ákaflega alla ferðlna. Þetta þótti hjátrúar- fullum Vikingsunnendum góðs viti og vonast tU þess að Víkingar dragi tennuraar úr Ungverjunum í kvöld. Ekkert Gvendar- brunnavatn Það vakti athygU þcirra sem stjana við ungverska knattspyrnuliðið Raba að þeir taka ekki í mál að drekka kranavatnið góða úr Gvend- arbrannum en heimta sóda- vatn á flöskum og ekkert annað. Þetta kemur eflaust Reykvikingum á óvart sem flestir telja drykkjarvatn hér það besta i heimi. Þelrri skýr- ingu var varpað fram að guð- lausir efnishyggjumenn og kommúnistar hefðu enga trú á þvi að þeim gæti orðið gott af vatni sem einhver kaþólsk- ur biskup blessaði í fyradinni. Mublur SÁÁ i fyrri viku blrtist hér í sandkoraum frásögn af blaöamannafundi sem sagt var að húsgagnaframleiðend- ur hefðu haldið tll að mót- I mæla þeirri ákvörðun SÁÁ að kaupa erlend húsgögn i end- urhæflngastöð samtakanna sem nú er að verða fullbyggð. Var þess getið í frásögninni að á fundinum hefði verið borin fram dönsk rúUuterta með kaffinu. Ekki reyndist þessi frásögn með öUu rétt. Það voru nefni- lega ekki samtök húsgagna- framleiðenda sem héldu um- ræddan fund heldur var fund- urinn haldinn á vegum SÁÁ og öðlast þar danska rúUu- tertan aðra merkingu. Svo alvarlega taka hús- gagnaframleiðendur hér stuðning við íslenskan iðnað að einn þeirra kaupir sérlega inn islenskt kex sem starfs- fólk hans getur síðan keypt á kostnaðarverði á kaffistof- unni svo fólkið leiðist ekki út í þá vitleysu að kaupa erlenda framleiðslu þcgar fuUboðleg islensk varaer tU. Við biðjumst velvirðingar á þessu ranghermi. Umsjón: Ólafur B. Guðnason. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Rölt um götur New York Heiti: Laumuspil (The All Laughed). Leikstjóri og handritshöfundur: Peter Bog- danovich. Kvikmyndun: Robby Muller. Aðalleikendur: Audrey Hepburn, Ben Gazzara, John Ritter, Colleen Camp, Dorothy Stratten og Patti Hansen. Fyrir rúmum tíu árum þótti Peter Bogdanovich einhver efnilegasti leikstjóri í Hollywood, hafði hann þá látiö frá sér fara þrjár myndir er allar þóttu lofa góðu um ferU hans. Voru það myndirnar The Last Pict- ure Show, sterk mynd um líf í smábæ á fimmta áratugnum og varð sú mynd til þess að aftur var farið að kvikmynda í svarthvítu og gaman- myndirnar What’s Up Doc og Paper Moon voru gerðar. En eftir að þessar myndir litu dagsins ljós komu hver mistökin á fætur öörum og hefur hann átt erfitt uppdráttar síðan með myndir sínar. Hann lét sig hverfa frá Hollywood 1979 og gerði mynd í Singapore, Saint Jack, sem aö vísu hlaut góða dóma, en litla aðsókn: En Peter Bogdan- ovick hefur ætíð farið stnar eigin leiðir og eftir að hafa verið í Singa- pore hélt hann til New York og gerði síðustu mynd sína hingað til, gamanmyndina Laumuspil (They AllLaughed). Myndin segir frá þremur einka- leynilögreglumönnum sem aðallega hafa atvinnu af því að elta eigin- konur um alla New York og njósna um hvort þær lumi á elskhugum. En eins og í sönnum farsa verða tveir þeirra ástfangnir af verkefni sínu og snýst myndin að mestu leyti um ást- arsamböndin á gamansaman hátt, misskilning og árekstra hinna ýmsu sögupersóna á götum New York borgar undir ljúfum tónum Frank Sinatra og fleiri kunnuglegra New Yorklaga. Það verður að segjast að þrátt fyrir nokkra góöa spretti veldur Laumuspil nokkrum vonbrigðum. Eg bjóst svo sannarlega við meiru eftir að Bogdanovich hafði lýst yfir aö hann hefði lært af mistökunum á seinni hluta áttunda áratugarins. Kannski ligg ja mistökin í því að hann hefur ætlað persónum sínum of mikiö í of litlu máli og mynd, og verður hver karakterinn af öðrum vand- ræðalegri þegar líða tekur á mynd- ina um leið og brosið á vörum áhorf- andans minnkar. Það eru bæði þekktir og óþekktir leikarar sem koma viö sögu í Laumu- spili. Audrey Hepbum er mætt til leiks og er það alltaf saga til næsta bæjar þegar þessi ljúfa leikkona tekur sig til og bregður á leik, en þau skipti hafa vcrið fá á undanfömum árum. Gallinn við hlutverk hennar er aðallega sá að hún fær ekkert tæki- færi til að leika, heldur röltir aðal- lega um götur stórborgarinnar. Ben Gazzara, sá ágæti leikari, er hálf- vandræðalegur í hlutverki leynilög- reglunnar sem f ellur fyrir Hepburn. Aðrir leikarar passa miklu betur inn í ramma myndarinnar og hafði ég sérstaklega gaman af Blaine Novak en hann var sá eini þremenn- inganna er ekki lét heillast af kven- fólkinu og var oft á tíðum bráðfynd- inn þótt ekki segði hann mikiö. En sú sem vakti hvað mesta athygli mína var Dorothy Stratten. Þessi fagra, tvítuga leikkona var myrt einum mánuði eftir að taka myndarinnar hófst og vakti það að sjálfsögðu mikla athygli á sínum tíma og hefur síðan verið tilefni til að gerð hefur verið ein sjónvarpsmynd um ævi hennar og sjálfur Bob Fosse er þessa dagana aö leggja síðustu hönd á kvikmynd byggða á ævi hennar. Hún virðist í þessari mynd hafa haft alla burði til að verða stór- stjarna á hvíta tjaldinu, fögur og eðlileg. Laumuspil er rómantísk gamanmynd sem hefði átt að verða betri í höndum Bogdanovick, en þrátt fyrir galla er mörg afþreyingin verri. Það eru dágóðir kaflar inni á milli þó heildin hefði mátt vera betri. -Hilmar Karlsson. Fögur og óánægð eiginkona og mlsbeppnaður leynilögreglumaður. Dorothy Stratten og John Ritter. Bíóhöllin—Laumuspil: BORGARSTARFSMENN Almennur félagsfundur um samningsréttarmál verður hald- inn að Hótel Sögu fimmtudaginn 29. september nk. kl. 20. Félagsmenn fjölmennið. Stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. BLAÐBURÐAR FÚLK VANTAR STRAX í REYKJAHVERFI MOSFELLSSVEIT. UPPLÝSINGAR í SÍMA 66481. 1 X 2 - 1X 2-Tx 2 5. leikvika — leikir 24. sept. 1983 Vinningsröð: 11 x —2 x 2—112—122 1. vinningur: 12 réttir — kr. 346.700.- 695(1/12,1/11) (Akureyri) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 2.606.- 330 2231 35810 43581 50280 89156 43660(2/11) 690 2946 37451 43929 51297+ 90999 47881(2/11) 692 4885 38449 45197 85003 91630+ 49705(2/11) 694 12795 38614 45469+ 85017 91879+ 49750 866 14001 39145 46298 85191 92997+ 49826 1044 14681 41629 47778 85217 160894 50811 1988 16504 42318+ 48238 88994 180449 89117(2/11) Kærufrestur er til 17. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.