Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Qupperneq 32
32
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983.
Kristján Arnljótsson fyrrv. raf-
veitustjóri lést 20. september sl. Hann
var fæddur 30. apríl 1918 að Efra-
Lýtingsstaöakoti í Skagafiröi. Foreldr-
ar hans voru Sigurbjörg Pálsdóttir og
Arnljótur Kristjánsson. Kristján lærði
afvirkjun. Hann starfaði síðan um
hríð við Laxárvirkjun og rafveitu
Akureyrar en réöst árið 1945 til
Rafveitu Hafnarfjarðar, þar var hann
verkstjóri í 7 ár. Árið 1952 var Kristján
ráðinn rafveitustjóri á Húsavík. Því
starfi gengdi hann í 30 ár. Etirlifandi
eiginkona hans er Gerður Bjömsdóttir.
Þau eignuðust fimm böm, eru þrjú á
lífi. Utför Kristjáns veröur gerð frá
Húsavíkurkirkju í dag.
Sæmundur B. Þórðarson, Baldursgötu
7, sem lést á öldrunardeild Borgar-
spítalans 21. september sl., verður
jarðsunginn frá FríkirkjunnJ
fimmtudaginn 29. september nk. kl.
13.30.
Kristín S. Kristjánsdóttir, Sólheimum
22 Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 29.
septemberkl. 15.
Sigríður Pálsdóttir frá Kirkjubóli í
Korpudal, lést að Sólvangi 26. þ.m.
Willy Hansen yngri, trúboði, lést á
Nýja Sjálandi, 26. september sl.
Dr. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi
forsætisráðherra, sem lést 25. þ.m.
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 30. september
kl. 13.30. Athöfninni verður útvarpað.
Hans Guðnason, Rauðalæk 45, fyrrum
bóndi að Hjalla í Kjós, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu
föstudaginn 30. sept. kl. 13.30.
Hörður Scheving Ellertsson lést
mánudaginn 19. sept. sl. Jarðarförin
fer fram frá Fossvogskirkju í dag,
miðvikudaginn 28. september, kl. 15.
Sigurður Smári Hilmarsson, sem lést
af slysförum 18. september sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
miðvikudaginn, 28. september, kl.
13.30.
Tilkyrtningar
Halgrímskirkja —
starf aldraðra
Opið hús verður fimmtudaginn 29. sept kl. 1430.
Gestur verður Ragnheiður Guðmundsdóttir augn-
læknir. Kaffiveitingar.
Safnaðarsystur.
Aðalfundur félags
óháðra borgara
í Hafnarfirði
verður í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu
fimmtudaginn 6. október og hefst kl. 20.30.
Langholtssöfnuður
Starf fyrir aldraða alla miövikudaga kl. 14—
17 í Safnaðarheimilinu. Föndur — handa-
vinna — upplestur — söngur — bænastund
— léttar æfingar — kaffiveitingar.
Ahersla lögð á að ná til þeirra sem þurfa
stuðnings til að fara út á meðal fólks. Bíla-
þjónusta verður veitt og þá metið hverjir
þurfa hennar mest með.
Þjónusta fyrir aldraða og aðstandendur
með einkaviðtalstímum kl. 11—12 á miðviku-
dögum.
Upplýsingar og tímapantanir bæði í hár-
snyrtingu og fótaaðgerð í síma 35750 kl. 12—
13 á miðvikudögum. Sóknarnefndin.
Hlutafélagið KOT hf.
kvikmyndagerð, var stofiiað árið 1975 og er sam-
eign meginþorra starfandi kvikmyndagerðar-
manna. 'nigangurfélagsinseraðskapahluthöfum
aðstöðu fyrir tónsetningu og klippingu kvikmynda
sinna Á hkithafafundi, sem haUinn var 879 1963,
var samþykkt að auka hlutafé félagsins um kr. 800
þús., einnig var samþykkt eftirfarandi áskorun.
Áskorun
til menntamálaráðherra, fjármálaráðherra,
útvarpsstjóra og útvarpsráðs.
Félagsfundur í Koti hf. skorar á stjómvöld
að beita sér fyrir því að dagskrárgerð sjón-
varpsins verði boðin út til kvikmyndafyrir-
tækja. Nú er starfandi fjöldi frjálsra kvik-
myndafyrirtækja sem geta framleitt bæði
betra og ódýrara myndefni en sjónvarpið
sjálft eins og þær kvikmyndir sanna sem
komið hafa á markaðinn á síðustu árum. Ot-
boð sjónvarpsefnis yrði til að skapa enn
fleiri tækifæri á hinum frjálsa markaði fyrir
kvikmyndagerðarfólk og aðra listamenn
sem fást við myndmál.
Eyfirðingar
Árlegur kaffidagur og basar verður að Hótel
Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 2. október. Húsið
opnar kl. 14. Fjölmennið og takið með ykkur
gesti. Kvennadeild Eyfirðingafélagsins.
Vetrarstarf kvenréttindafé-
lags íslands að hefjast
Vetrarstarf Kvenréttindafélags Islands hefst
að þessu sinni með hádegisfundi fimmtudag-
inn 29. september nk. í Leifsbúð, Hótel Loft-
leiðum. Salome Þorkelsdóttir alþingismaður
kemur á fundinn og segir frá störfum
nefndar þeirrar sem menntamálaráðherra
skipaði í sumar og kanna á hvernig hægt er
að koma á betri tengslum milli heimila og
skóla og möguleika á samfelldum skóladegi.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Gunnar Thoroddsen
sem lést 25. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 30. september kl. 13.30. Athöfninni
verður útvarpað. Þeim sem hafa hugsað sér að minnast hans
með blómagjöfum er vinsamlega bent á að láta líknarfélög
fremur njóta þess.
Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
tltför og minningarathöfn um syni okkar og bræður,
Þórð Markússon og Sigfús Markússon,
Ásgaröi Eyrarbakka,
sem fórust með Bakkavík ÁR-100 þann 7. september síöastlið-
inn, fer fram frá Eyrarbakkakirkju þann 1. október kl. 14.
Ási Markús Þórðarson Aðalheiöur Sigfúsdóttir
Vigfús Markússon.
I gærkvöldi
I gærkvöldi
ÞAÐ SEM HÖFÐAR TIL FLESTRA
ÆTTIAÐVERAFYRSTÁDAGSKRÁ
Sjónvarpsútsendingar verða
margar aö miklum blaðaskrifum.
Oftast er kvartaö undan lélegum
þáttum, þá kemur fyrir að beðið er
um fleiri þætti af einstökum fram-
haldsmyndaflokkum. Nú er það án
efa ósk flestra sjónvarpsunnenda aö
róttækar breytingar verði gerðar á
sjónvarpsdagskránni sem setja
mætti í sigti þannig að þunnir þættir
renna í gegn og hinir bestu verða
eftir. Vil ég í því sambandi eindregið
taka undir orð Siguröar Sverris Páls-
sonar sem rætt var við í kvöldfrétta-
tíma útvarps í gærkveldi. Verði
komið á samvinnu sjónvarps- og
kvikmyndagerðarmanna, verður
það án efa „áhorfendum til heilla”
eins og Sigurður komst að orði.
Þá var og rætt við Pálma
Matthíasson, fréttaritara útvarps á
Akureyri, í fréttatímanum. Var það
vegna umferðaröryggisdags þar
nyrðra. Það er eftirtektarvert að
heyra barnaraddir í útvarpi og
skemmtileg tilbreytni. Þetta er gott
framtak og ættum við að hafa i huga
ábendingu sem þar kom fram að
vakna fyrr á morgnana, þá erum við
laus við að keyra í loftinu. Kemst
þótt hægtfarí.sagðiskjaldbakan.
Uppröðun dagskrár langar mig að
síðustu að taka til umfjöllunar.
Hvers vegna í ósköpunum er kvöld-
tónleikum troðið á útvarpsdagskrá á
undan þætti Rafns Jónssonar um
húsnæðismálin??? Sá þáttur höfðar
til margfalt fleiri Islendinga en
sinfóníutónleikarnir en til þess að
tryggja að einhver pínist til að hlusta
á sinfóníuvælið var það haft á undan.
Nú, sjónvarpið skarst í leikinn og
hélt fjölmiðlaháðum einstaklingum
vakandi meö manndrápum á sama
tíma og kvöldtónleikum var út-
varpað. Þannig aö viðkomandi aðili
sofnaði ekki út frá útvarpinu. Það
kemur allt of oft fyrir að góðir þættir
eru hafðir of seint á dagskránni,
einkum barnaþættir í s jónvarpi.
Margrét Sverrisdóttir.
Fundurinn er opinn félagsmönnum og þeim
sem áhuga hafa á málinu.
1 vetur verður bryddaö upp á þeirri ný-
breytni aö hafa umræöuhópa í húsnæði
KRFI á Hallveigarstöðum um atvinnuþátt-
töku kvenna öll miðvikudagskvöld. Fyrsti
hópurinn kemur saman miövikudaginn 5.
október kl. 20.30 og fjallar um Iaunakjör/-
launamun kvenna og karla. Miðvikudaginn
þar á eftir verður rætt um kosti og galla
þess fyrir konur að vera í hlutastörfum
og/eða heilsdagsstörfum á vinnumarkaðin-
um. Þá verður fjallað um styttri vinnutíma
fyrir alla; konur og stéttarfélög og um áhrif
örtölvubyltingar á störf kvenna. Vonast er
til að félagsmenn og aðrir er áhuga hafa á
líti inn og taki þátt í umræðum. Allar nánari
upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu KRFl
mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14.00—
17.00.
Aðalfundur blakdeildar HK
Aðalfundur blakdeildar HK verður haldinn
mánud. 3. okt. að Hamraborg 1 (niðri),
Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 19.30. Venju-
leg aðalfundarstörf.
Aðalfundur Hússtjórnar-
kennarafélags íslands
var haldinn í Gerðubergi í Breiðholti nýlega.
1 skýrslu formanns félagsins, Gerðar H.
Jóhannsdóttur, kom fram að eftirspurn eftir
kennslu i heimilisfræði hefur aukist á öllum
skólastigum og í fræðslustarfsemi fyrir full-
orðna. Vegna þessa er aukin þörf fyrir sér-
menntaða kennara í greininni.
Stjórn félagsins hefur gengist fyrir stofnun
deilda í fræðsluumdæmum landsins og hlut-
verk þeirra er að efla samstarf hússtjómar-
kennara og framgang námsgreinarinnar á
öllum skólastigum.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Ámi
Einarsson erindi um áhrif fíkniefna á fólk og
samfélag.
Stjóm félagsins næsta ár skipa auk for-
manns þær Sigríður Haraldsdóttir varafor-
maður, Anna Sigurðardóttir gjaldkeri og
Hólmfríður Pétursdóttir ritari, meðstjórn-
endur em Ásdis Magnúsdóttir og Hanna
Kjeld.
Frá heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu
I ljós hefur komið, að ráðstöfunarfé örorku-
og ekkjulífeyrisþega á dvalarstofnunum, og
vistmanna á dvalarstofnunum aldraðra,
hækkaði ekki hinn 1. júni sl. til samræmis
við reglugerðir nr. 284 og 286/1983, sem fyrr-
verandi heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra gaf út hinn 14. april sl.
Ráðuneytið hefur gert ráðstafanir til að
þessi skekkja verði leiðrétt og í októbermán-
uði verði bæði greidd sú hækkun sem koma
hefði átt á mánuðina júní til september og
að frá og með október verði greiðslur þessa
ráðstöfunarfjár í samræmi við fyrrgreindar
reglugerðir, með þeim hækkunum sem
koma áttu á bætur almannatrygginga hinn
1. júní og koma eiga á bætur almannatrygg-
inga hinn 1. október nk.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sölu aðgangskorta
lýkur í þessari viku
Nú er síðasta söluvika á afsláttarkortum í
Þjóðleikhúsinu og siöasti söludagurinn er á
laugardaginn kemur, þann 1. október. Sala
kortanna hefur gengið mjög vel til þessa enda
fæst 20% afsláttur af aðgöngumiðum með
þessu fyrirkomulagi. Þá eiga þeir sem kaupa
kortin ennfremur rétt á sama afslætti á
sýningum á Litla sviði Þjóðleikhússins en það
er nýjung.
Rétt er að minna á hvaða verkefni leik-
hússins eru í áskrift, en það eru SKVALDUR,
nýr breskur farsi eftir Michael Frayn, sem
reyndar er þegar búið að frumsýna og fengið
hefur mjög lofsamlega dóma, annað verk-
efnið er EFTIR KONSERTINN, eftir Odd
Bjömsson, sem frumsýnt verður 12. október.
Þriðja verkefnið er NÁVIGI, eftir Jón Laxdal,
sem verður frumsýnt í nóvember og fjórða
verkefnið er TYRKJA-GUDDA, eftir Jakob
Jónsson frá Hrauni, sem verður frumsýnt 26.
desember. Eftir áramót koma síðan SVEIK1
SEINNI HEIMSSTYRJÖLDINNI eftir
Bertolt Brecht, leikrit sem byggt er á sögunni
vinsælu um Góða dátann Svæk, eftir Jaroslav
Hasek, ballettinn ÖSKUBUSKA, við tónlist
eftir Serge Prokofév og loks söngleikurinn
GUYS & DOLLS eftir Loesser, Swerling og
Burrows, byggður á sögu eftir Damon
Runyon.
Skólameistarafélag íslands
Aöalfundur Skólameistarafélags Islands var
haldinn í Iðnskólanum í Reykjavík laugar-
daginn 24. september. Á fundinum flutti
Olafur Ásgeirsson, skólameistari Fjölbrauta-
skólans á Akranesi, erindi um yfirstjóm
framhaldsskólans, Ingvar Ásmundsson,
skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, fjallaði
um inntak náms á framhaldsskólastigi og
Heimir Pálsson fráfarandi skólameistari
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, ræddi
um gerð framhaldsskóla og staðsetningu
þeirra.
Karl Kristjánsson, aðstoðarskólameistari
Ármúlaskóla, sagði frá kynnisför skóla-
meistara til Bandaríkjanna í október 1982.
Samþykktar voru eftirfarandi ályktanir um
málefni framhaldsskólans og félagsins.
1. Stjórn félagsins var falið að vinna að því að
gerðar yrðu skipulagsbreytingar á yfirstjórn
framhaldsskólanna þannig að þeir heyri
undir sérstaka deild í menntamálaráðuneyt-
inu eða sérstaka stofnun.
2. Aðalfundurinn samþykkti einróma að skora
á alþingi og ríkisstjóm að setja nú þegar lög
um framhaldsskóla á Islandi.
Þá var kosin nefnd þriggja manna til þessi
að undirbúa ráðstefnu á vegum félagsins þar
sem fjallað verður um yfirstjóm framhalds-
skólans, inntak náms á framhaldsskólastigi
og staðsetningu f ramhaldsskólans.
Ný stjóm félagsins var kjörin á fundinum
og skipa hana Ingvar Ásmundsson, skóla-
stjóri Iðnskólans í Reykjavík, formaður,
Olafur Ásgeirsson, skólameistari Fjölbrauta-
skólans á Akranesi, ritari, Karl Kristjánsson,
aðstoðarskólameistari Armúlaskóla, gjald-
keri. I varastjórn vora kjörnir Kristinn
Kristmundsson, skólameistari Menntaskól-
ans á Laugarvatni, og Tryggvi Gxslason,
skólameistari Menntaskólans á AkureyrL
Fundarstjóri á aðalfundi var Jón Böðvarsson,
skólameistari Fjölbrautaskóla Suðumesja.
Ályktun frá stjórn Heim-
dallar
I framhaldi af umræðum um opnunartíma
verslana í Reykjavík og nágrenni ályktar
stjóm Heimdallar:
Stjórn Heimdallar telur að ákvarðanir um
opnunartíma verslana hvar sem er á land-
inu eigi aö vera í höndum verslunareigenda
og starfsfólks, og miðast fyrst og fremst við
þarfir og óskir neytenda.
Annarlegir hagsmunir Kaupmannasam-
taka, sem aðeins hafa hluta kaupmanna inn-
an sinna vébanda, eða reglugerð borgaryfir-
valda era haldlitlar mælistikur á þá þjón-
ustu, sem almenningur viU njóta i frjálsu
samfélagi.
Stjóm Heimdallar hvetur borgarstjóm
Reykjavíkur tU að taka upp stefnu ná-
grannasveitarfélaganna í þessum efnum og
leggja traust sitt á verslunarmenn og neyt-
endur hvað opnunartíma verslana varðar. I
beinu framhaldi minnir stjóm HeimdaUar á
þörfina fyrir virk og sterk neytendasamtök
og neytendaeftirUt. Núverandi verðlagseftir-
Ut og verðlagsákvæði eru löngu úrelt stjóm-
tæki Ul verðákvarðana. Núverandi ákvæði
henta versluninni iUa auk þess sem þau
hvetja tU óhagkvæmari innkaupa.
Neytendasamtök í stað verðlagseftirlits,
frjáls verðmyndun í stað verðlagsákvæða.
Stjórn Heimdallar hvetur stjómvöld til að
taka upp nýja og markvissa stefnu í neyt-
enda- og verðlags málum til hagsbóta fyrir
atvinnulífiö og neytendur alla.
Stjórn Heimdallar.
Ferðafélag íslands
Helgarferðlr 30. sept.—2. okt.:
1. Landmannalaugar — KirkjufeU 964 m —
KýUngar. Samkvæmt ferðaáætlun er
þetta síðasta feröin í Landmannalaugar á
árinu. Notið tækifærið og komið með. Gist
í upphituöu sæluhúsi Fl í Laugum.
2. Þórsmörk — haustUtaferð. Góð gistiað-
staöa i Skagfjörðsskála, og nýstandsett
setustofa fyrir gesti. Upplýsingar og far-
miðasala á skrifstofu Fl, öldugötu 3.
Ferðafélag Islands.
Útivistarferðir
Helgarferðlr 30. sept.—2.okt.
1. öræfaferð út í óvissuna. Spennandi ferð
um fagurt og ævintýralegt svæði. Gist f húsi.
2. Þérsmörk—haustlitir. Gönguferðir við
aUra hæfi í haustlitadýrðinni. Frábær gisti-
aðstaða í Utivistarskálanum í Básum.
Kvöldvaka. Uppl. og fars. á skrifst.
Lækjarg. 6a, s. 14606. Sjáumst um helgina.
Otivist.
Afmæli
70 ára afmæli á í dag, 28. september,
Halldóra P. Þorláksdóttlr frá Bakka á
Mýrum, Hólabergi 32 hér í Reykjavik.
Eiginmaður Halldóru var Valgeir
Sveinbjörnsson. Hann lést sumarið
1976. Þau hjónin bjuggu síðustu 20 árin
á Gufuskálum í Leiru. I dag verður
Halldóra stödd á Skálholtsbraut 3 i
Þorlákshöfn og tekur þar á móti
gestum eftir kl. 17.
■1
Sextugur er í dag, 28. september Elnar
H. Guðmundsson múrarameistarí.
Hann mun taka á móti gestum laugar-
daginn 1. október eftir kL 15 á heimili
sínu, Sólvallagötu 74 hér í borg.