Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Qupperneq 34
34 DV. MIÐVKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL / sumarbústaðinn, þá í golfogsvo á völlinn Komiö þiö þið sælir, félagar og vinir góðir, og við bjóðumi góðan daginn eins og allir hinir veðurfræðingarnir. Við höldum áfram að koma á óvart. Að þessu sinni tökum við ekki neitt ákveðið efni fyrir, heldur ræðum við fólk, ja, sem okkur datt bara svona í hug að ræða við. Dægradvöl þess er ansi ólík, en er það ekki bara betra? Við byrjum á því að banka upp á hjá Margréti Helgadótt- ur, eiginkonu Erlends Einars- sonar, forstjóra Sambandsins. ’Þar kemur fram að þau hjón eyða flestum f rístundum sínum saman og dvelja á sumrin um flestar helgar í sumarbústaðn- um austur í Seglbúðum. Þá förum við hringinn Nesvellinum með Sigurbirni Theódórssyni golfleikara en hann spilar aðeins með annarri hendinni. Og síðast en ekki síst er það Pálmi ölafsson, landskunnur Reykvíkingur og vallargestur með meiru. Skemmtilega lesn- ingu, félagar og vinir. -JGH. „Fékk áhuga er ég sá að það var ekki úti- lokað að hitta kúluna” — segir Sigurb jörn Theódórsson, sem lamaðist á hægri hendi í bílslysi en er samt liðtækur golfari A afmælisdeginum sínum fyrir sautján árum, þann 28. janúar 1966, ók Sigurbjörn Theódórsson eftir Suður- götunni á skellinöðrunni sinni, Hondu 50. Hann var orðinn 17 ára og átti að fara í bílpróf eftir aðeins tvær klukku- stundir. Allt virtist leika í lyndi. En skyndilega gerðist það. Hann ók aftan á vörubil. Síðan þá hefur hægri hönd hans verið lömuð, en hann hefur þó smákraft í fingrunum. Höndin var sett í spelkur og höfð í réttri hæð til að hann gæti haldið viö með henni. Þrátt fyrir þetta stundar hann nú golfíþróttina og lætur ekki deigan síga þó að hann geti aöeins notað aöra hönd- ina. Spi/ar fíka badminton ,,Ég byrjaöi á golfinu í fyrrasumar,” sagði Sigurbjörn er við fórum hringinn með honum á golfvelli Golfklúbbsins Ness einn góðviðrisdaginn fyrir stuttu. ,,Eg hef reynt að fara sem oftast í golfið, en þrekið er enn ekki nógu mikið þar sem þetta reynir talsvert á axlirn- ar. Þó hefði ég sjálfsagt ekki getað byrjað í golfinu nema vera búinn að stunda badmintonið áður.” — En hvemig atvikaöist það að þú fórst aðspila golf? „Eg fór með kunningja mínum, Eggert Isfeid, út á golfvöll og fékk að prófa kylfumar hjá honum. Fékk síöan áhuga, er ég sá að það var ekki úti- lokað hjá mér að hitta kúluna.” Sigurbjöm segist hafa f undið sérlega mikla framför hjá sér í golfinu í sum- ar. „En þetta er nú einu sinni þannig að maður spilar vel einn daginn en kannski mjög illa daginn eftir.” Félagsskapurinn skiptir mikiu máfí „Annars skiptir félagsskapurinn ekki síöur máli og hef ég reynt að taka eins oft þátt í keppni og ég hef getað til að kynnast félögunum hér í Nesklúbbn- um.” — En hvað um eiginkonuna? Hef- urðu fengið hana með þér í golfið? „Já, hún er rétt að byrja í þessu en á þó ekkert golfsett ennþá.” Sigurbjörn er rennismiður og starfar hjá Agli Vilhjálmssyni, í Kópa- voginum. „Þetta er góður vinnustaður og ég á mjög hjálplega vinnufélaga.” Gerði Pontiac upp og innróttaði íbúð Eftir að viö Sigurbjöm höfðum farið hringinn á Nesvellinum komst ég að því að það er ekki aðeins að Sigurbjöm spili golf og badminton einhentur. Hann innréttaði íbúð sína við Ægis- síöuna og í sex ár gerði hann upp bílinn sem hann ekur á, Pontiac Catalina Coupé, af árgerðinni 1955. „Eg var með hann inni í skúr og greip í þetta þegar ég hafði tíma. Kom honum svo loksins á götuna í fyrra- sumar,” sagði þessi viljasterki maður aö lokum. -JGH. Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Einar Ólason, Gunnar V. Andrésson og Eirfkur Jónsson „Dræverinn" mundaður og sú hvíta biður eftir flugtaki. Þess mi geta að Sigurbjörn var rétthendur áður en hann lenti í bflslysinu A Suðurgötunni. Hór hafa menn lent i„bönkemum”, en það er staður sem golfarar eru lltt hrifnir af.Enþáer bara að koma þeirri hvitu upp iir sandinum og inn á „grinið". DV-myndir: Gunnar V. Andrisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.