Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Page 36
36
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Liberace
bankastjórí
Bandaríski popppíanistinn Liberace
sem nú er 64 ára gamall er orðinn svo
vel efnaður að hann veit ekki hvað
hann á að gera við peningana sína.
Liberace hefur helst orðiö frægur fyrir
það að koma fram skrautlega klæddur
enda hefur hann sagt aö glys og prjál
sé hans líf og yndi. Til að gera eitthvað
við allar þessar milljónir sínar hefur
hann ákveðið aö stofna banka. Nú er
verið að byggja þann banka við hliöina
á Liberace safninu í Las Vegas. Búið
er að ákveða að ávísanir frá banka
þessum verði með mynd af kertaljós-
um og konsertflygli.
Wyman
orðin
trúuð
Leikkonan Jane Wyman sem var
fyrsta kona Ronalds Reagans, er enn-
þá á fullu í leiklistinni. Hún leikur um
þessar mundir í sjónvarpsmyndaflokki
úti í Ameríku sem heitir Falcon Crest.
Það er annars af þessari góðu konu aö
frétta og hún mun vera orðin trúuö mjög
í ellinni og til marks um það þá hefur
hún kunngert þá ósk sína að verða
grafin í nunnuklæðum þegar þar að
kemur, hvað sem það á að þýða.
Jane komst í heimsfréttimar um það
leyti sem Reagan varð forseti því hún
var spurð af hverju hún heföi skilið við
hannásínum tíma.
Jane á að hafa litið brosandi á spyrj-
andann og sagt síðan: „Eg skildi við
hann af því mér fannst hann svo hund-
leiðiniegur. ”
Karólína fer á kreik
Ekki ætlar Karólína Mónakóprins-
essa að bregðast slúöurpressunni
frekar en endranær. Þeir sem fylgj-
ast með vita að aUt er búið miUi
hennar og Robertino Rosselini, enda
er það orðin gömul lumma. Hér á
þessum siöum birtist fyrir skömmu
frásögn af því þegar einhver Jean-
Paul Scarpitta var aö myndast við að
hugga KaróUnu eftir þann skilnað og
var getum leitt áð því að hann hefði
ábyggilega eitthvað annað í huga.
Svo virðist sem stúlkan hafi séð í
gegnum Scarpitta því ekki var hann
með henni þegar hún brá sér í frí til
Sardinia.
Hún reyndist ekki í erfiðleikum
með að ná sér í fylgdarsvein á
Sardiníu. Sorpblaðaljósmyndarar
eltu hana á röndum með aðdráttar-
Unsurnar og ekki leiö á löngu þar til
þeir fengu nóg að mynda. TU hennar
sást í hraðbáti með einhverjum Þjóð-
verja, Ludwig Harst að nafni, og
virtust þau ekki hafa annaö að gera
en að sigla mUU eyjanna í hraðbátn-
um hans. Spuming dagsins er því sú
hvort þetta sé samband sem einhver
ending er í eða hvort hann fari sömu
leiðogScarpitta.
Erf&askrá
Nivens
Breski leikarinn David Niven var
ekki staddur á vonarvöl þegar hann
lést. Dánarbú hans var gert upp fyrir
skömmu og reyndust eigur hans vera
rúmlega 500 mUljónir króna. Af þeim,
eignum fékk ekkja hans 100 mUljónir í
peningum og einnig stóra og mikla
viUu sem hann átti í Suður-Frakklandi.
Hinum eignunum var skipt á mUU f jög-
urra bama sem Niven ættleiddi.
Lancaster
heilsutæpur
GamU töffarinn Burt Lancaster er
nú orðinn 69 ára gamaU og gekkst hann
undir nukla hjartaskurðaðgerð fyrir
skömmu. Mun sú aðgerð hafa gengið
mjög nærrí heilsu leikarans því læknar
hans ráðlögöu honum að hvíla sig í
hálft ár. Nú hefur það frést að hann
ætU að fara að leika i kvikmynd sem
fyrirhugað er að hefja tökur á eftir
mánuð. 1 staðinn fyrir að Uggja á spít-
alanum þangaö til lét hann útskrifa sig
með hraði, þvert ofan í ráðleggingar
lækna sinna. Eru menn nú uggandi um
aö gamU maðurinn þoli þetta álag
ekkl
Málsháttur dagsins
Bófi, bófi, haf þig í hófi.
Slúðurdálkahöfundurfnn. Útgefandi kvennabiaðsins.
Könnuður kannaöur
Lesendur Sviðsljóssins era ábyggi-
lega margs fróðari eftir lestur aUra
þeirra kannana sem birst hafa hér á
síðum að undanfömu. Kannanir
þessar em yfirleitt þannig unnar að
rannsóknaraðUar hringja í fólk og
krefja það svars eða þá spumingar-
listar eru sendir út.
Fyrir skömmu flögraði inn á borð
grein úr bresku blaði. Þar var til um-
fjöllunar könnun sem breska
kvennablaðið Womans Magazine
gekkst fyrir. Markmið þeirrar könn-
unar var að leiða í Ijós hvemig kyn-
Ufi giftra kvenna þar í landi er hátt-
að. I þeirri könnun kom fram að
þriðjungur þeirra 7000 kvenna sem
svöruðu sögðust óánægðar meö kyn-
líf sitt. Greinarhöfundur þessa
breska slúðurdálks er giftur maður
og skUjanlega gramdist honum þeg-
ar hann sá þessar niðurstöður. Því
var það að hann ákvað í gremju sinni
að hringja í útgefanda kvennablaðs-
ins og leggja sömu spurningar fyrir
hana og hún lagði fyrir lesendur
sína. Hér kemur svo greinin.
Frúin, sem var svo frökk að spyrja
7000 konur hvort þær fengju nóg,
reyndist frekar treg til svara þegar
ég lagöi hennar eigin spurningar fyr-
ir hana. Þar sem ég vissi að hin bráð-
fallega Jo Foley haföi ekki tekið þátt í
könnuninni sem hún gekkst sjálf fyr-
ir fannst mér alveg tUvaUð að leggja
hennar eigin spumingar fyrir hana
og spurði ég hana fyrst hvort hún til-
heyrði þeim hópi kvenna sem sagöist
vera ánægður með kynlíf sitt.
, Jilér dytti ekki í hug að segja ÞER
frá því,” svaraði hún. Ef hinar 7000
heföu svarað svona þá hefðum við
.aldrei séö neina könnun.
Næsta spurning sem ég lagði fyrir
hana var á þá leið hvort hún og
maður hennar stunduðu sín myrkra-
verk einu sinni eða tvisvarí viku?
„Þaö fer eftir því um hvaða vUcu er
að ræða,” svaraði hún. Af hverju
datt hinum 7000 þetta svar ekki í
hug?
Þriðja spurning. Veltir þú þér upp
úr kynlífsdraumórum?
„Þaðermittmál.”
Fjórða spurning. Hefur ástkær eig-
inmaður þinn keypt handa þér nudd-
tæki?
„Ekki svo ég viti til.”
Fimmta spurning. Þegar þú og eig-
inmaður þinn hafið samfarir kemur
það þá fyrir að þú þykist fá fullnæg-
ingu?
„Æi, góði láttu ekki svona, þú veist
að mér dytti ekki í hug að svara
svona löguðu.” „Hvaða illska er
þetta eiginlega, þú fékkst 7000 konur
til þess að svara þessu. ”
„Ef ég svaraði þér þá myndir þú
bara láta það koma dónalega út.”
Fleiravarþaðekki.