Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Page 40
hverri viku 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSIIMGAR—AFGREIE)SLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 i 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 ÚTFÖR DR. GUNNARS THORODDSEN Útför dr. Gunnars Thoroddsens, fyrrverandi forsætisráöherra, fer fram á vegum ríkisins frá Dómkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 30. septemberkl. 13.30. Útvarpað veröur frá athöfninni og verður Stjómarráöiö lokaö frá kl. 13.00—15.00 sama dag. Patreksfirðingar: Slá saman og vilja kaupa frystihúsið af Byggðasjóði Patreksfiröingar em uggandi um at- vinnumöguleika á staönum, ekki síst eftir aö Hraðfrystihús Kópaness hætti starfsemi og var síðan slegiö Byggöa- sjóði fyrir 2,5 milljónir. Hafa þeir litla trú á aö Byggöasjóöur hefji þar rekstur og því tóku nokkrir heima- menn sig til fyrir skömmu og leituöu fulltingis íbúa á staðnum til þess að stofna hlutafélag og kaupa Kópanes, ella hef ja aöra fiskvinnslu. Á milli 40 og 50 manns lýstu sig reiöu- búna aö standa að stofnun félags til fiskvinnslu og munu hlutafjárloforð nema um tveim milljónum króna. Nú á aö stofna undirbúningsfélag og munu fulltrúar þess væntanlega halda á fund Byggðasjóðs og falast eftir Kópanesi. Þótt hraðfrystihúsið hafi verið slegiö Byggðasjóöi á 2,5 milljónir á nauöuhgarappboöi vora áhvílandi skuldir á eigninni margföld sú upphæð. -GS. Boðunarkerfið á fulla feiið — þegar rafmagnið fór af ígærkvöldi Rafmagnslaust varð um tíma í Þing- holtunum í Reykjavík í gærkvöldi og olli þaö víöa vandræðum. Meöal þess sem úr lagi fór var boö- unarkerfi slökkviliðsins en þaö þolir ekki rafmagnstraflanir. Kom til dæmis tilkynning um bruna í Borgarbóka- sa&iinu og fór slökkviliöiö þangað en þar var enginn eldur. Bilunin varö vegna þess að leysti út í háspennu, eins og þeir hjá Rafmagns- veitunni sögðu í morgun. Tók um klukkustund aö finna bilunina og gera viðhana. -klp- LOKI Hvað er Steingrimur að gera SÉR? Steingrímur Hermannsson for- Ríkissjóöur mun greíöa allan alvegsömunotafhonum.RíkiÖhefði sætisráöherra hefur keypt sér nýjan rekstrarkostnað nýja jeppans. Por- hins vegar átt bilinn í því tilviki. bil. Vegna fríðinda sinna sem ráö- sætisráöherra mun nota bUinn Þess má geta að ráðherrar Alþýðu- herra greiddi hann aðeins um 500 jöfiium höndum vegna starfs sins og flokksins og Alþýöubandalagsins þúsund krónur fyrir Blazer-jeppa tileinkaerinda. afsöiuðu sér bílakaupafríðindum sem almenningur þyrfti aö greiða Steingrímur átti annan kost. Hann þegar þeir sátu í ríkisstjórn 1978 tU mUU 1.100 og 1.200 þúsund krónur gat látið ríkissjóð greiða bUinn. 1979. fyrír. Ráöherrann hefði þá getað haft -KMU. Flugmálast jóri boðar breytingará Reykjavíkurflugvelli: Kartöflurækt bönnuð ’ Þaö veröa ekki fleiri kartöflur settar niöur á Reykjavíkurflugvelli, þeir sem hafa haft kartöflugarða þar um árabil veröa að flytja sig um set. „Mannaferöir og flugumferö fara ekki saman,” ' segir flugmálastjóri, „og þekki ég engan flugvöll í víöri veröld þar sem ræktaðar eru kartöflur innan girðingar.” Kartöfluræktunarbann Péturs Einarssonar flugmálastjóra er aöeins hluti ýmissa breytinga sem boðaðar hafa veríð á flugvallarsvæðinu. 1 stað kartaflanna er hafin ræktun trjáa og einnig er unnið að því að losna við svarta reykinn sem stígur til himins þegar slökkviliöiö æflr sig. Einnig eru hugmyndir flugmálastjóra um flug- stöðvarbyggingu fyrir innanlandsflug til hliðar við Hótel Loftleiöir ræddar í ahröru meðal ráðamanna. -EIR. „ÞaO ar grundvallarrogla íslanikrer rtfómskipunar aö menn fái aO geeta róttar sins og aO mann séu ekki sviptir eignum sinum nema meO dómi," segir meOal annars í áiyktun sem stjórn Hundarœktarfó- lags íslands hóit í gærkvöldi vegna atviksins viO Framnesveg siðastiióiö föstudagskvöld. Síðan segir: „Á það við um hunda eins og önnur húsdýr. Ef viö rannsókn kemur i ijós að nauðsyn- legt er talið að lóga húsdýri á að gera það eftir þeim reglum sem settar eru i dýraverndunarlögum en þvi fer viOs fjarri að svo hafi veriO gert á föstudagskvöldið var." Þá er vitnað i orð Haiidórs Laxness: „Það hefur aldrei fundist þjóOfiokkur af svo lágu stigi að hann hafi ekki haft siðmenningu tH að umgangast hund." Á myndinni má sjá stjórn Hundarœktarfólagsins ásamt iögfræðingi fólagsins, Haraldi Blöndal. -JGH/DV-mynd: Einar Ólason. Davíð Oddsson borgarstjóri: Memhluti vill hafa hundabann ,jEg er þeirrar skoðunar að meiri- hluti borgarbúa vilji hafa hundabann í borginni. En þrátt fyrir bannið fjölgar hundum í borginni svo að nú skipta þeir hundraðum eða þúsund- um,” segir Davíð Oddsson borgar- stjóri. Davíð sagöi aö óformlegur viðræðuhópur skipaður einum full- trúa frá hverjum stjórnmálaflokki hefði verið skipaður til aö ræöa hundahald i borginni. Hópurinn myndi skila áliti sínu til borgarráðs að líkindum innan nokkurra vikna. Hefði hópnum einkum verið faliö aö ræða hvort hægt væri að framfylgja hundabanni i Reykjavík eða hvort eðlilegt væri að leyfa hundahald með ströngum skilyrðum. Borgarráð mun síðan taka afstöðu eftir að álit hópsins liggurfyrir. Er æskilegt að fram fari skoðana- könnun í borginni um hundahald eins og í ýmsum nágrannasveitarfélög- um? „Það er erfitt aö spyrja í slíkri könnun. Ég tel að meirihluti borgar- búa óski hundabanns í borginni. En hverju svara menn ef spurt er hvort þeir vilji hundabann sem ekki er hægt að framfylgja? ” sagði Davíð. ÖEF Páll Eiríksson geðlæknir: „Leyfa hundahald með skil- yrðum” „Eg tel að það sé eina vitiö að leyfa hundahald i Reykjavík með ströngum skilyrðum eins og gert hefur verið í Garöabæ. Og þaö verður að fylgja þessum skilyrðum eftir og sjá til þess að hundar ónáöi ekki nágranna sína og gangi lausir,” sagði Páll Eiríksson geðlæknir, en hann hefur mikiö fengist við ræktun hunda. „Þaö er mikil fásinna að halda að þeim hundum sem aldir hafa verið upp í borgum líði best þegar þeir ganga um lausir. Þeir finna sig nefnilega best i öiygginu með hús- bóndasínum.” Páll sagöi ennfremur að ef hunda- hald yrði leyft með skilyrðum þá teldi hann að þeim hundaeigendum, sem hirtu ekki nægilega um hunda sína, myndi fækka. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.