Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Fiskveiðasjóður í sjálfheldu: GETUR ENGINN KEYPT VAN- SKILASKIPIN? Sú staöa er komin upp varðandi þau fiskiskip, sem skulda Fiskveiöasjóði meira en andviröi sitt, aö sjóösstjórn sýnist að enginn hafi bolmagn til aö kaupa þau á viðunandi verði ef gripið yröi til þess að selja þau á nauðungar- uppboöi. Stór, nýleg loðnuskip eru t.d. ekki talin góð markaðsvara þessa stundina og sama á við um ýmsar aðr- ar bátastærðir. Hins vegar er enn eftir- spurn eftir togurum og kynnu sveitar- félög eða stórútgeröir að sýna áhuga á þeim. Hins vegar gætu erlendir aðilar kom- ið til skjalanna því sáralítið hefur verið smiðað af nýjum fiskiskipum undan- farin ár nema þá helst fyrir Islendinga og Kanadamenn. Það eru einmitt ný- leg skip, sem eiga í nestu erfiö'eikun- um. Biðlund er einkennandi fyrir starfs- hætti Fiskveiðasjóðs og er ein ástæöa þess að ekki er komið til uppboða sú aö hann var að bíða eftir hvaða áhrif ýms- ar oþinberar aðgerðir hefðu á afkomu útgerðarinnar. En nú liggur fyrir að þessar aðgerðir hafa dugaö skammt og veröa þvi mál vanskilaskipanna enn tekin fýrir á fundi sjóðsins á þriðjudag. -GS. . : Öllu starfsfólki Slippfélagsins sagt upp störfum öllu starfsfólki Slippfélagsins í Reykjavík hefur verið sagt upp störf- um. Tilkynnt var um uppsagnirnar í gærmorgun en þær munu taka gildi um næstu áramót. Hjá fyrirtækinu starfa 77 manns, en reiknað er með að meirihluti þeirra verði endurráö- inn eftir aö endurskipulagning hefur farið fram innan fyrirtækísins. Jón Sævar Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Slippfélagsins, sagöi í samtali við DV að afkoma fyrirtæk- isins hefði verið mjög slæm undan- farin tvö ár og fyrirsjáanlegt væri að hún yrði enn verri á þessu ári. Væri ástæðan fyrir því verkefnaskortur auk almennra erfiðleika í efnahags- málum þjóðarinnar sem bitnað hefðu sérstaklega á fyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi. Sagði Jón Sævar ennfremur að stefnt yrði að því að endurráða sem flesta starfs- menn aftur eftir að endurskipulagn- ingu væri lokið en eitthvaö gæti oröið um tilflutning starfsfólks milli deilda. Taldi hann aö málin myndu skýrast á fundum sem haldnir yrðu meðstarfsfólkiinnanskamms. -ÖEF. Róið moð ajófíugvólina að landi skömmu eftir að lent hafði verið 6 Miklavatni. DV-mynd: Kristján Möller. SJOFLUGVEL A MIKLAVATNI Sjóflugvél lenti á Miklavatni í Fljót- um síðastiiðinn miðvikudag. Þetta var í fyrsta sinn í meira en þrjátíu ár sem flugvél lenti á vatninu. Það var flugvélin TF-GRS sem fékk Fljótamenn til að rifja upp gamlar minningar tengdar síldinni sem hvarf. Miklavatn var, eins og margir vita, miðstöð sildarleitar úr lofti á sínum tíma. Þaðan var flogið og leitað síldar úti fýrir Noröurlandi til aö auövelda flotanum veiðarnar. Amgrímur Jóhannsson, flugstjóri hjá Arnarflugi, flaug TF-GRS. Flug- vélin komst í hendur Islendinga fyrir nokkrum árum eftir að finnsk flugkona haföi nauðlent henni úti af Reykjanesi. Flugvélin skemmdist töluvert en is- lenskir aðilar keyptu hana og geröu við hana. -KMU. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Betri kostur fyrir ríkissjóð —að ráðherra eigi bfl sjálfur Steingrímur Hermannsson hefur gefið út yfirlýsingu vegna þeirra blaöaskrifa sem orðiö hafa að undan- fömu vegna bifrdöarkai4>a hans. Segir - 1000 möguleikar KYNNIR: SKILRÚM, HANDRIÐ OG HÚSGÖGN Opið í dag 9—16 Komið með mál og þið fáið hannað meðan þið bíðið. k I Ármúla 20, símar 84630 og 84635. hann tilefniö síendurteknar árásir Þjóðviljans á sig vegna þessa. I yfir- lýsingunni segir Steingrimur að sam- kvæmt reglugerðum séu tvær leiðir færar þegar ráðherra festir kaup á bif- reið. Annars vegar kaupir ríkissjóður bifreið handa ráðherra, greiðir inn- Qutningsverð hennar og lætur bílstjóra fylgja með. Hins vegar getur ráðherra, sem sjálfur vill eiga sinn bil, greitt inn- Qutningsverðið sjálfur, sloppið við að- Qutningsgjöld og sé sá kostur ríkiss jóði íhageins og augljóstættiaðvera. ,,Eg hygg að þessar tvær leiöir hafi verið farnar nokkuð jöfnum höndum,” segir Steingrímur í yfirlýsingu sinni og bendir jafnframt á að á undanförnum 13 árum hafi minnst 40 ráðherrar fest kaup á bifreiö með sama hætti og hann hefur nú gert og sumir oftar en einu sinni. Steingrímur segir að sér hafi þótt rétt að losa sig við þá stóru og dýru bifreið er hann ók á áður og fá sér aðra minni og spameytnarL „Þetta er lítill og spameytinn jeppi og á meðan ríkissjóður rekur bifreiðina er það að sjálfsögðu hann sem hagnast á því,” segir í yfirlýsingu forsætisráðherra. -EIR. Veitingahúsin: Fengu ábót á söluskatts- afsláttinn Veitingahús í landinu hafa undanfar- in ár geta dregið frá söluskatts- skyldri veltu innkaupsverð hráefna í mat. Þann 1. apríl í vor ákvað þáver- andi fjármálaráðherra aö heimila veit- ingahúsunum 25% álag á þennan frá- drátt. Mátvæli í verslunum eru með sama hætti dregin frá söluskattsskyldri veltu þar. 25% álagið sem veitinga- húsin fengu í vor átti að þýða jöfnuð milli þessara seljenda gagnvart söluverði matvæla og matar. Þessi ábót til veitingahúsanna á söluskattsafsláttinn olli engri skyndi- lækkun á matarveröi þeirra, svo vart yrði almennt. Hólmfriður Ámadóttir, framkvæmdastjóri Sambands veit- inga- og gistihúsa, sagði að í þeirri miklu verðbólgu sem geisaði á þessum tíma mætti búast við að söluskatts- breyting af þessu tagi hefði horfið fljótt, en líklega minnkað og tafið eitt- hvaö hækkanir. Hólmfríður sagði 25% hækkun á sölu- skattsfrádrætti veitingahúsanna vegna hráefniskaupanna einna ekki vega mjög þungt í hefldarveltu þeirra og mikið vantaði enn upp á að veitinga- hús sætu við sama borð af hálfu skatt- heimtunnar og mötuneyti sem kepptu beint og óbeint við veitingahúsin. -herb. IATA ALLIR FLUGFARSEÐLAR oruivm Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstig 1 simar 28388 og 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.