Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983.
Vetrardagskrá Ríkisútvarpsins á Akureyri:
Aukin þátttaka
í „magasínum”
— „Kvöldgestir” halda áfram
„Aöalbreytingin er þátttaka okkar í
magasinum sem stjórnaö er að sunnan
og þama á milli veröur mikil og góð
samvinna. Viö erum mjög ánægö með
aö geta komið á framfæri þvi sem er aö
gerast hér norðanlands,” sagði Jónas
Jónasson, forstöðumaöur Ríkisút-
varpsins á Akureyri, í samtali um
vetrardagskrána.
Hrafnhildur Jónsdóttir veröur aöal-
röddin að norðan í morgunútvarpinu. 1
síðdegisþætti Páls Heiöars sem er
tvisvar — þrisvar í viku veröur Olafur
Torfason norðanfulltrúi og öm Ingi í
lista- og menningarþætti Sigmars B.
Haukssonar á laugardögum.
Á sunnudagskvöldum klukkan 22.35
er í deiglunni þáttur Signýjar Pálsdótt-
ur leikhússtjóra sem hún byggir á Spá-
manninum og prjónar út frá því sem
þar er, meö frásögn og viðtölum. „Við
PoDinn” fer aftur af staö á þriðjudags-
morgnum. Umsjónarmenn verða til
skiptis Gestur Einar Jónasson og Ingi-
mar Eydal. Hálfsmánaöarlega verður
líka á þriðjudögum þáttur um gamlan
fróðleik í umsjá Málmfríðar Sigurðar-
dóttur. Hann kemur í staöinn fyrir
„Áður fyrr á ámnum”, þátt Ágústu
Björnsdóttur. Á miðvikudögum klukk-
an 11.00 verður endurtekinn þáttur
Signýjar frá sunnudagskvöldi. „Frí-
vaktin” verður áfram hálfsmánaðar-
lega að norðan í umsjá Sigrúnar Sig-
uröardóttur. Einnig stendur til að
norðanútvarpið komi mánaðarlega á
fimmtudagskvöldum með þátt í léttum
dúr. Á föstudögum verður Einar
Kristjánsson með þátt sinn, „Mér era
fornu minnin kær”, hálfsmánaðarlega
fyrir hádegi.
Sérhæf efni verða tekin fyrir á föstu-
dagskvöldum. Byrjað verður með 8
þætti sem Oðinn Jónsson hefur gert.
Nefnast þeir „Norðanfari — þættir úr
sögu Akureyrar”. Þegar þeim lýkur
koma aðrir sem Hrafnhildur Jónsdótt-
ir er að vinna að með manni sínum,
Jóhanni Pálssyni. Þættir þeirra munu
fjalla um brautryðjendur í sambandi
við garðrækt. I fyrstu fjórum þáttun-
um fjalla þau um Stefán Stefánsson
skólameistara. A föstudögum verður
Jónas Jónasson áfram með þætti í lík-
ingu við .dCvöldgesti” og með sama
nafni.
Hilda Torfadóttir hringir enn „A
sveitalínunni” en form þáttarins
breytist hugsanlega. „Ungir pennar”
Dómhildar Sigurðardóttur verða á
laugardagskvöldum og unga fólkið fær
sinn skammt hálfsmánaðarlega á
sunnudagskvöldum.
Annað sem til stendur hjá Ríkisút-
varpinu á Akureyri er. fræðslu- og
fróðleiksþættir sem Jóhanna Stein-
grimsdóttir, Ámesi í Reykjadal, er að
vinna um fólk og bæi á bökkum Laxár.
Einnig ætla þau Soffía Guðmundsdótt-
ir tónlistarkennari og Rafn Sveinsson
afgreiðslumaður að efna í nokkra
plötuþætti. JBH/Akureyri.
Fjögurra stunda
mjólkurverkfall
Deilu mjólkurfræðinga og Mjólkur-
samsölunnar var vísað til félagsdóms í
gær. Fulltrúar deiluaðila undirrituðu
samkomulag þess efnis skömmu fyrir
klukkan 11 í gærmorgun.
Mjólkurfræðingar hófu vinnu á ný
fyrir hádegi. Verkfall þeirra stóð því
ekki yfir nema fjórar klukkustundir
og olli ekki teljandi erfiðleikum á
markaðssvæði Mjólkursamsölunnar.
Þar til úrskurður félagsdóms liggur
fyrir munu mjólkurfræðingar starfa
við óbreyttar aðstæður.
Ágreiningsefnið er afleysingarstarf
á rannsóknarstofu. Mjólkurfræðingar
telja að maður úr þeirra stétt eigi að
leysa af forstööumann rannsóknarstof-
unnar sem er í sumarfríi um þessar
mundir.
-KMU.
Úrvaí
TÍMARIT
FYRIR ALLA
5
Skálholtsskóli verður settur á
morgun, sunnudag. Hefst athöfnin
með guðsþjónustu kl. 14. Síðan
veröur boðiö upp á veitingar. Loks
verður skólinn formlega settur.
Þetta er 12. starfsár Skálholts-
skóla. Þar verða 20 nemendur í vetur
en allmörgum varð að vísa frá þar
sem heimavistin rúmar ekki fleiri.
I vetur verður boðið upp á kjarna-
nám í íslensku, sögu, samtímaviö-
burðum, ásamt fleira. Auk þess geta
nemendur valið um tvær brautir,
þ.e. leiötogabraut og myndmennta-
braut. Auk þess er boðið upp á ýmsar
valgreinar. Má t.d. nefna að á síð-
asta ári var nemendum boðið upp á
ýmiss konar kynningu um Finnland.
I vetur er fyrirhugað að hafa sams
konar kynningu um Færeyjar.
Þá má geta þess að sumarstarf í
Skálholtsskóla var mikið og fjöl-
breytt aö vanda. Voru haldin all-
mörg námskeið og ráðstefnur. Á því
fjölmennasta voru um 300 manns en
það sóttu organistar og kirkjukórar
víös vegar af landinu. Einnig var
hótel- og veitingarekstur í skólanum
ísumar.
Rektor Skálholtsskóla er sr. Gylfi
Jónsson.
-JSS
SKALHOLTSSKOU
SETTUR Á MORGUN
|HH
OVENJUFALLEG OG
ÍTÖLSK BORÐSTOFUSETT
PÓLERAÐ
MAHÓNÍ
HUSGAGNAVERSLUNIN
Síðumúla 4
sími 31900 - 86822.
SÝNING
laugardag kl. 10—12,
sunnudag kl. 2—5
EINU EININGAHÚSIN Á ÍSLANDI SEM HAFA VIÐURKENNINGU
RANNSÓKNASTOFNUNAR BYGGINGARIÐNAÐARINS.
Þar með talin bæði íslensk og erlend einingahús.
Bakkasíðu 1,600 Akureyri.
Sími 96-22251.
Smiðjuvegi 28, 200 Kópa-
vogi.
Sími 91-79277.
Hosby hefur 25 ára reynslu i byggingu vandaðra
einbýlishúsa. Þau eru byggð um mestalla Evrópu
og uppfylla alls staðar ströngustu kröfur. Þau hafa
ótviræða kosti, sem eru meðal annars:
Einu einingahúsin hér ó landi sem hafa viður-
kenningu Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins.
Byggingartiminn er aðeins 3—4
mónuðir fró pöntun þar til þú getur
flutt inn í fullbúiö hús.
200 mm steinullareinangrun í loftum
og gólfum,
Þrefalt gler I öllum gluggum.
• Huröir og gluggar úr mahóní.
• Allar innréttingar og búnaður fylgir með — mikl-
ir valmöguleikar.
• Teiknistofa HOSBY-húsa, Smiðjuvegi, býður
einnig almenna teikniþjónustu fyrir alla húsbyggj-
endur.
Það aru möguleikar á að skoða Hosby
hús ■ Reykjavík, Akureyri og á ísafirði.
Hafið samband við okkur og fáið allar
nánari upplýsingar eða biðjið um ókeyp-
is litmyndabækling.