Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Qupperneq 7
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983.
7
Lionsmenn í Kópavogi eru tílbúnir i slaginn. Hér s jást þeir með perur fyrir fram-
an h júkrunarheimilið í Kópavogi en til þess rennur ágóðinn að mestu.
Perur til sölu í Kópavogi
Á laugardag og sunnudag verður
Lionsklúbburinn Muninn með hina ár-
legu perusölu sína í Kópavogi.
Allur ágóði rennur til líknarmála,
meginhlutinn þó til hjúkrunarheimilis-
ins í Kópavogi. Kópavogsbúar hafa
alltaf tekið perusölu þessari vel og
verður svo vonandi einnig í þetta sinn.
Messað í nýbyggingu Ásprestakalls:
Menntaskólinn á Akureyri settur á sunnudaginn:
Miklir erfiðleikar í
húsnæðismálum MA
—áfram brautskráð 17. júní, segir skólameistari
Menntaskólinn á Akureyri verður
settur á sunnudaginn. I vetur verða
615 nemendur í dagskóla og 120 í öld-
ungadeild. Er það fleira en verið
hefur áður, í fyrra voru 705 nem-
endur. Nýnemar eru á þessu hausti
175 talsins, á öðru ári eru 190, 130 á
þriðja og 120 á fjórða ári. Nær 60%
nemendanna eru frá Akureyri. Nem-
endum fækkar nú mjög úr öðrum
landshlutum samhliða uppbyggingu
f ramhaldsskóla þar sem nú eru orðn-
ir eins konar héraðsskólar.
Kennaralið skólans er lítið breytt
frá síðasta ári. 1 orlofi eru 3 kennar-
ar og hafa aðrir verið ráðnir í þeirra
stað. Nýir fastráönir kennarar eru
Margrét Baldvinsdóttir íþróttakenn-
ari og dr. Stefán Jónsson sem kennir
eðlisfræði og stærðfræði.
Tryggvi Gíslason skólameistari
var spurður hvort húsrúm væri nægj-
anlegt.
„Nei, nei. I vetur eru miklir erfið-
leikar með húsnæði og kennt í skóla-
stofum sem ekki þættu boölegir
vinnustaðir í banka. Hér eru komnar
þrjár kennslustofur í kjallara og auk
þess er kennt á Sal og í bókasafni.
Það er því hver smuga nýtt og notuð.
Kennt er í skólanum frá því klukkan
8 á morgnana til 23 á kvöldin, nýting-
in er því góð.”
— Einhverjar nýjungar í skóla-
starfinu í vetur?
„Þetta er fyrsti veturinn sem allir
nemendur skólans starfa eftir nýrri
námsskrá þar sem um er að ræða
bundið áfangakerfi. I þessu kerfi er
reynt að láta námshópa halda sér.
Þaö eru ekki bekkir eins og áður var
en þó svipað fyrstu þrjú árin, nem-
endur eru ekki saman alveg í öllum
tímum. Þeir taka svo áfangapróf
sem eru hluti af lokaprófum.”
1 — Verður farið að útskrifa tvisvar
áári?
„Nemendur geta nú lokið námi
sínu tvisvar á ári en brautskráning
verður ekki formleg nema einu sinni
á ári, við skólaslit 17. júní.”
— Hvemig lita skólayfirvöld á
slíkt?
„Það eru allir hér ennþá sammála
um að brautskrá 17. júní. „Kerfið”
hins vegar áttar sig ekki á því að enn
er til skóli sem hefur störf sín 1. októ-
ber. Skólinn ætlar áfram að gera
það. Hér vorar oft seint en haustið er
gott, september er sumarmánuður á
Norðurlandi. Hér eru mikil haust-
störf sem nemendur taka þátt í.
Samkvæmt athugunum, sem gerðar
hafa verið, hefur um þriðjungur
nemenda upp undir helming tekna
sinna í september einum,” sagði
Tryggvi Gíslason og bætti við að
haldiö yrði í 17. júní útskrift meðan
hann f engi einhver ju að ráða.
-JBH/Akureyri.
Hafliðí kemur
í heimsókn
kirkjukaffi á eftir
A morgun, sunnudag, kl. 14 verður
guðsþjónusta í nýbyggingu Áspresta-
kalls við Vesturbrún. Kirkjukór Ás-
kirkju mun leiða söng undir stjórn
Kristjáns Sigtryggssonar organista og
sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson flytur
hugvekju.
>'onaiir í hriðia skiDti sem söfn-
uður Áskirkju kemur saman til helgi-
halds í kirkjubyggingunni, sem enn er
ekkifulllokið.
Eftir guðsþjónustuna verður Safnað-
arfélag Ásprestakalls meö kaffisölu í
Norðurbrún 1. Þá mun Hafliði Jónsson
garðyrkjustjóri lýsa fyrirhuguðu um-
hverfikirkjunnar.
Höfum fengið nýja línu í bólstruðum
rúmum með útvarpi, síma og snyrti-
borði.
Opið lauqardaq
kl. 10—16
oqsunnudaq
kl. 14—17.
Sími 77440.
STERK
OG
STÍLHREIN
Borð og stólar i öilum
staarðum og geröum.
AHs kyns litir og áterð,
allt eftir eigin vali.