Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Side 9
DV. LAUGARDAGUR X. OKTOBER1983.
Laugardags-
plstill
Vinátta við þetta
f át æklega kvikindi
, ,Þaö er upphaf þessa máls, aö við
undirrituö eldri hjón, til heimilis að
Fossvogsbletti 45 viö Sléttuveg í
Reykjavík, höfum undanfarin 2 ár
haldiö hundtík eina, mórauöa og
gamla nokkuð.”
Þannig hefst frægt bréf Steins
Steinars og Asthildar konu hans til
borgarstjórans í Reykja vík 1957.
I ljósi síðustu atburöa er hollt aö
h'ta ögn nánar á þetta bréf. Þau hjón
segja í bréfinu að vel sé þeim ljóst aö
„slflct uppátæki” og að halda hund
stríði á móti lögum og rétti bæjar-
félagsins. „En allt um þaö höfum
viö, svo sem oft vifl verða, bundið
inoldcum kunningsskap og jafnvel vin-
áttu viö þetta fátæklega kvikindi, svo
og þaö viö okkur, eftir því sem næst
verður komizt.”
Steinn Steinarr
og hundahaldið
Bréfið heldur áfram orörétt:
„Nú höfum viö síðustu daga orðið
þess greinilega vör, aö æðri máttar-
völd hyggjast láta til skarar skríöa
gegn hundtík þessari, og sjáum viö
ekki betur en að í nokkurt óefni sé
komiö. Þess vegna spyrjum viðyöur,
herra borgarstjóri, hvort þér getiö í
krafti embættis yðar og þó einkum af
yðar snotra hjartalagi veitt okkur
nokkra slflca undanþágu frá laganna
bókstaf, að viö megum herbergja
skepnu þessa, svo lengi henni endist
aldur og heflsa. Viö viljum taka þaö
skýrt fram, aö tíkin er hógvær og
heimakær, svo einstakt má kalla nú
á tímum. Hún er sérlega meinlaus af
sér, og köllum viö það helzt ljóö á
hennar ráöi, hvílík vinahót hún auð-
sýnir öllum, kunnugum sem ókunn-
ugum. En kannski veit hún betur en
viö, hvaö viö á í slíkum efnum, og
skal ekki um það sakazt.”
Komi sór upp
skoðun fíjótiega
Hundahald er ekki nýtt vandamál
í Reykjavík. Bréf skáldsins ber meö
sér aö „æöri máttarvöld” hafi haft af
því áhyggjur 1957 og sjálfsagt eru til
eldri heimildir. Allir borgarfulltrú-
arnir í Reykjavík voru spurðir að því
hér í blaöinu fyrir helgina, hver af-
staöa þeirra væri til hundahalds í
höfuðborginni. I ljós kom, aö þeir
skiptast mjög í tvo hópa í máli þessu.
Engin flokkslína viröist þar ráö-
andi nema helzt hjá Alþýðubanda-
lagi. Borgarstjóri vill ekki láta í ljósi
skoðun sína, eflaust til að hafa ekki
áhrif á nefnd sem vinnur að úttekt
þessara mála á vegum borgarinnar.
Tveir pólitíkusar svara spumingu
DV þannig að ekki verður ráöið hvort
þeir eru með eöa á mótí. Væri ekki úr
vegi fyrir þá aö fara aö koma sér upp
skoðun fljótlega. Atburðurinn á
Framnesveginum um síðustu helgi
mun draga dilk á eftir sér. Borgar-
fulltrúar þurfa aö taka af skarið
fljótlega.
Umönnun sem ungabörn
Lögreglan stóö í öllum aðalatriö-
um rétt að verki við Framnesveginn.
Ur því sem komiö var, kom vart
annaö til greina en aö aflifa hundinn
sem uslanum haföi valdiö. Hur.da-
vinir hafa bent á, að eigendur hunda
veröi aö átta sig á því, aö hundur sé
einn f jölskyldumeölimur til viðbótar.
Þeir þurfi sérstaka umönnum oft a
tíöum sem ungaböm væm. Þegar
hundar hagi sér eins og var í því til-
viki sem hér er gert aö umf jöllunar-
efni, sé það ekki sízt eigendunum að
kenna. En hvemig á aö tryggja að
hundaeigendur fari sómasamlega
með sín dýr, þjálfi þau og ali eins og
nauðsynlegt er taliö? Á Félagsmála-
stofnun að fylgjast með því? Fá
menn hundasálfræöing inn á gafl hjá
sér vikulega? Á aö banna hundaeig-
endumaödrekka?
Dálagleg og hávaðasöm
Málið varöar marga. Hundfróðir
menn hafa slegið því fram að fjögur
til fimm þúsund hundar séu í Reykja-
af nauðsynlegri kostgæfni en þorri
manna heldur að hundurinn sé leik-
fang.
Láðst hefur aö minnast á þá
ónáttúm að kenna hundum allskonar
kúnstir mannanna. Víst þurfa dýrin
að lúta aga. (Agi verður aö vera í
hemum, sagöi Svejk.) Hitt er svo út í
hött aö láta hunda standa á aftur-
löppunum, rétta fram framfót
(hönd?) ogsegja „næstúsí jú”.
Steinn Steinarr
og málfarið
Bréf Steins Steinars og Ásthildar
er um fleira merkilegt en efni sitt.
Þaö er skrifað á auðskiljanlegu máli
og má vera mörgum lærdómsríkt að
þvi leyti. Bréf til yfirvalda þurfa ekki
að vera á samansúrmöu stofnana-
máli þótt yfirvöld svari gjarnan í
þeim stíl. Efni bréfsins kemst ekki
síður til skila þótt það sé skrifað á al-
mennu máli. Leiftrandi húmor
skemmir auövitað ekki fyrir þótt
ekki sé hægt að gera þá kröfu til fólks
almennt. Þvímiður.
Annars er hér nokkur vandi á
ferö. Við erum iöulega skikkuö til aö
skrifa yfirvöldum bréf út af öllu
mögulegu. Mál em kannski ekki tek-
in fyrir nema áöur hafi verið skrifað
bréf. Sumir eiga svo erfitt meö að
manna sig upp í bréfaskriftir og eru
illa til þess lagaöir aö eölisfari, aö
þeir láta frekar dankast heldur en aö
reyna bréflega leiöréttingu. Oft er
þaö svo, aö yfirvöld mættu að ósekju
taka viö beiðnum okkar án þess að á
þeim sé mjög formlegur blær.
Sá gullni
Því er ekki aö neita að bréfaskrift-
ir em oft nauösynlegar. Þannig þarf
til dæmis að vera hægt aö sjá af bréf-
um hvaöa meðferð hliðstætt mál
hefur fengið áður. Annars væri hætta
á að jafnræðis væri ekki gætt. Bréfa-
skriftir geta sem sagt komið í veg
fyrir handahófskenndar ákvarðanir.
A móti kemur svo, aö kerfiö verður
með þessum móti þyngra í vöfum —
skilvirkni stjórnsýslunnar minni —
eins og þaö mundi heita á hátíðlega
málinu. Þarna verður gullni meðal-
vegurinn að gilda.
Á mannamáli
Hin hliðin á þessu máli er orðalag
á ýmsum skilaboöum yfirvalda til
almennings. Kansellístíllinn er
óþarfur þegar fólkið í landinu á i
hlut. Það er raunar sjálfsagt og eðli-
legt að aflar slíkar orðsendingar séu
á mannamáli. Ef svo væri er víst, að
ónæði í ráðuneytum og víðar mundi
minnka verulega. Ekki yrði þá nauð-
synlegt að fá frekari skýringar. Bréf
sem opinberir starfsmenn senda
hver öðrum er hins vegar allt í lagi
að hafa á flóknu og erfiðu máli. Þá
geta þeir innbyrðis skemmt sér við
að ráða í raunverulegt efni bréfanna.
Mun þaö gera lund þeirra léttari og
skap betra þegar við komum með
venjulegu bréfin okkar.
Steinn Steinarr og
Gunnar Thoroddsen
Gunnar Thoroddsen var jarösung-
inn í gær. Mikilhæfur stjómmála-
maður um hálfrar aldar skeið er all-
ur. Einhver síðustu opinberu afskipti
Gunnars Thoroddsen af sviptingum í
heimi stjórnmálanna voru nokkrum
dögum fyrir andlát hans. Fjallað var
um sparnaðartillögur ríkisstjómar-
innar. Gunnar lagði þá áherzlu á, í
samtali við DV, aö hið mannlega
sjónarmið yrði ávallt að fá aö njóta
sín.
Og Gunnar Thoroddsen var ein-
mitt borgarstjórinn sem fékk bréfið
frá Steini Steinarr. Einhvem pata
virðist skáldið hafa haft af hugmynd-
um Gunnars um mannleg sjónarmið.
Hann biður um undanþágu og vonast
til að herra borgarstjóri geti veitt
hana í krafti embættis síns
en”... þó einkum af yðar snotra
hjartalagi”.
-óm
vík þótt aðeins séu á skrám hunda-
vinafélaga lítið brot af þeirri tölu. Ef
gert er ráð fyrir að f jögurra til fimm
manna fjölskylda sé um hvem hund
kemur í ljós að 20 þúsund manns
hafa hér hagsmuna að gæta fyrir
hönd hunda sinna. Má sá fjöldi verða
að dálaglegri göngu og hávaða-
samri, ef hundarvæm með.
Nú er það svo, að sá sem þetta
ritar hélt um nokkurt skeið hund á
Óskar Magniis»<son
fréttastjórl
heimili sínu. Sá var af labradorgerð,
„hógvær og heimakær”. Auk hans
voru undir sama þaki „herbergjað-
ir” þrír kettir, dálítiö af silfurskott-
um auk óbreyttra, uppréttra fjöl-
skyldumeðlima. Og sannast sagna
var ekki auðvelt að koma auga á
kátínu hundsins á þessum heimavelli
mannsins og erfitt að sinna honum í
erli dagsins eins og nauðsynlegt var.
Hann tilheyrir nú fjölskyldu sem
getur sinnt honum almennilega.
Varla er unnt aö kalla undirritaðan
óvin dýranna þótt hann setji fram þá
skoðun, í ljósi þess sem að framan er
sagt, að hundar hafi lííið aö gera i
þéttbýli. Einstaka menn sinna þeim