Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Page 11
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. ii heimilinu aö hún skaut skjólshúsi yfir atvinnulausa unga leikara og þeir fengu aöstööu hjá henni til aö sýna grínleikrit um stjörnumar frægu á Broadway. Þaö varö staönum raunar til framdráttar, því aö stórleikararnir vildu sjá gríniö um sjálfa sig og komu hver af öörum í Palsson’s: Elísabet Taylor, Raquel Welch, Liv Ullmann. .. og stykkið þótti svo fyndiö aö nú er veriö að setja þaö upp í Toronto og San Francisco. Nokkru eftir aö Sigþrúður veiktist fór hún til systur sinnar í New York, í og með til aö leita sér lækninga. Upp úr því fór hún á elsta listaskóiann í New York, Arts Students League. „Eg held það hafi veriö fyrsti skól- inn, þar sem þeir hleyptu inn konum á sínum tíma... mjög frjálslegur ... ódýr. .. fólk borgaði mánaðarlega og gat verið í skólanum endalaust.. sumir voru haröfullorönir og voru bún- ir að vera þar mestan hluta ævinnar. ” VIÐTAL Inga Huld Hákonardóttir , ,Þaö getur ekki veriö! ” „Jú, og ein fyrirsætan haföi unniö þar í næstum fimmtíu ár og sat enn fyrir nakin. . . . hún þekkti alla gömlu gauranaílistinni.” Sigþrúöur gat ekki fengið námslán út á þennan skóla svo að hún skipti yfir á School of Visual Arts og lauk þaðan B. A. prófi f jórum árum síðar. I lyftu upp á elleftu hæð Mörgum finnst New York skelfileg glæpastía. „Varekkierfittaðbúaþar og vera bundin við hjólastól?” „Nei, neL Lyftumar í stórhýsunum eru góöar og mjög víöa kemst maður beint af gangstéttinni inn í húsin. .. ekki allir þessir þröskuldar og tröppur eins og í Reykjavík. Fólkið er almenni- legt.. . sérstaklega inni á Manhatt- an. . . og í vor komu tvö hundruð stræt- isvagnar með lyftum fyrir hjólastóla á göturnar . .” „En er ekki umferöin voðaleg? ” „Nei, ég fór oftast eftir sjálfum göt- unum. Þar komst ég hraöar áfram en á gangstéttunum.” Hún keypti liti og teikniefni í afslátt- arverslun á elleftu hæð í skýjakljúf við Park Avenue og kom þar oft. Þar kynntist hún manninum, sem átti eftir að veröa faðir Sunnu Guörún- ar. „Hann vann á tólftu hæö í þessu húsi. .. einn dag ... þegar við vorum sam- ferða i lyftunni spuröi hann mig hvort ég væri fædd í bogmannsmerkinu. . . sagðist svo oft hafa séö mig þjóta eins og ör eftir götunum.. . það kom í ljós aö hann átti heima í 25. stræti, en ég bjó í 24. stræti. . . ég haföi samt ekki tekið eftir honum fyrr. . .” „Og ertu fædd í bogmannsmerk- inu?” „Nei. . . nokkrum klukkustundum áður, seinast í sporðdrekanum. . held ég sé mest sporödreki. . . er meö fimm stjömur í því merki. . .” Svartur sólargeisli Það varö talsvert uppistand þegar þaö fréttist heim í litlu Reykjavík aö Sigþrúður ætti von á barni meö blökku- manni. „Kveiðstu fyrir því aö eignast barn- iö?” ,,Eg var aldrei hrædd um aö ég gæti ekki hugsaö um þaö sjálf. . . en ég var hrædd viö þaö þjóöfélagslega.. . fólk yröi hneykslað á því aö ég skyldi yfir- leitt veröa ófrísk og svo aö bamið yröi litaö...” „Var það ekki frekar eldra fólkið sem varö f elmtri slegið? ” „Nei, líka yngra. . . minnsta kosti sumir.. .” „Hvaö sögöu læknarnir? ” „Þeir voru fínir. . . vildu bara svo mikla peninga.. . þess vegna kom ég hingað heim háófrísk til aö fæða... heföi eitthvað boriö út af, til dæmis þurft keisaraskurö þá hefði þaö orðið svo svimandi dýrt í New York. .. en svo gekk allt eins og í sögu...” „Var þér nokkum tíma ráölagt aö láta stööva meögönguna ? ” „Þaö kom fyrir.. andstaöan var mikil. .. eldur og brennisteinn. . en þegar barnið var fætt þá elskuöu þaö allir.. . fólk sá aö hún var eins yndis- leg og öll önnur lítil börn. . .” Lesandanum hefur þegar hér er komiö eflaust oröiö hugsaö til leikrits- ins Svartur sólargeisli eftir Ásu Sól- veigu sem sýnt var í sjónvarpinu fyrir þó nokkram áram. Sigþrúður sá þaö ekki en hefur heyrt talað um þaö: „Var þaö i því sem konan sagöi: „Hvaö eigum viö aö gera ? Barnið kem- ur til meö að tala útlensku. ” Sunna Guörún sefur ennþá. Hún er viö bestu heilsu, borðar vel og sefur vel. „Þaö geröist dálítiö sniöugt um dag- inn. . . frændi minn eignaðist barn. . . svo var sonur hans spurður: Hvernig finnst þér litla systir? ...Hinn sagöi, meö vonbrigðahreim: Æ, hún er hvít. . .” Mínar myndir eru ekki smáfríðar „Hvemig veröur f ramtíöin? ” „Eg veit það ekki. . . en mér finnst skemmtilegt aö það sé ekki allt í föst- um skorðum fyrirfram. . . ég hef ekki enn látið senda mér dótið mitt heim frá New York. . .” Hún heldur aö svo kunni aö fara aö Sunna Guðrún alist upp á Islandi. ,,En hún þarf líka aö geta verið hjá fööur sínum og kynnst hans fólki, hans veröld.” Faöir Sunnu hefur staðið í ströngu í baráttu á sínum vígstöövum. Hann stofnaöi fyrsta alþjóðatímaritið um list blökkumanna, Black Creation, er s jálf- ur ljósmyndari. En voldugir aöilar í hópi hvítra manna vora óhressir meö þetta framtak hans og tókst aö stööva útgáfuna. Meöal annars var brotist inn hjá honum og allar filmur hirtar, lífi hans var ógnað og öðran hótunum beitt. Og meðan Sigþrúður bíöur þess aö sjá hvort örlögin ætla henni aö snúa aftur til New York þá unir hún sér best viö málverkin í bílskúmum. „Þá líður mér best. . . þá skiptir lík- aminn engu máli.. . þá er ég á réttu bylgjulengdinni. . .” Henni finnst mest gaman aö gera stór olíumálverk. „Ýmsir karlmenn sem ég þekki segja viö mig: Hvemig getur staöið á því aö þú málar svona sterkt og djarft . . . þú sem ert bæði kona og lömuð? Einn þeirra bætti viö: Yfirleitt föndra konur, eru í grafík og fíngerðari myndum.. . en mínar myndir eru ekki smáfríðar.. . og mér finnst frelsið meira í olíumálverk- inu.. . þegar mynd er komin upp á vegg undir gleri f innst mér eins og búiö sé aö loka hana inni í pakka. .. missir alltlíf einhvem veginn.. .” -ihh. aagurinn Sunnudagurinn 2. október næstkomandi er árlegur merkja- og blaðsöludagur SÍBS. Merki dagsins kostar 40 krónur og blaðið Reykjalundur 60 krónur. Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiðar. Vinningur er vöruúttekt að eigin vali fyrir 50.000 krónur. Sölubörn, komið kl. 10 árdegis. Nú fáið þið 8 krónur fyrir að selja hvert merki og 12 krónur fyrir blaðið. Foreldrar, hvetjið börn ykkartil að leggja góðu málefni lið. AFGREIÐSLUSTAÐIR MERKJAOG BLAÐA í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: SIBS, Suðurgötu 10, sími 22150 Mýrarhúsaskóli Melaskóli Austurbæjarskóli Hlíðaskóli Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Breiðagerðisskóli Vogaskóli Árbæjarskóli Fellaskóli Breiðholtsskóli Hólabrekkuskóli Ölduselsskóli Seljaskóli Laugateigur 26, s. 85023 KÓPAVOGUR: GARÐABÆR: H AFNARFJÖRÐUR: Kársnesskóli Flataskóli Breiðvangur 19 Kópavogsskóli Lækjarkinn 14 Digranesskóli Reykjavíkurvegur 34 Þúfubarð 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.