Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Qupperneq 14
14 DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. ROKKSPILDAIM________ROKKSPILDAIM ROKKSPILDAN Pax Vobis: í fararbroddi breytinga í tón- llst arheiminnm Hljómsveitirnai' Japan, Simple Minds og Joy Division hafa að undanfömu mótað nýja línu í rokk- tónlist. Hún gæti kallast þung ný- rómantík, eða alvarlega hliðin á ný- rómantíkinni. Afgangurinn af ný- rómantíkinni er mestan part msl eins og Spandau Ballet eða Kajagoogoo. Ásamt þýskum tölvu- hljómsveitum hafa þrjár fyrstnefndu hljómsveitirnar verið fremstar í nýsköpun rokktónlistar eftir 1980. Islenskir hljómlistarmenn þeir sem borið hafa nýbylgjuna uppi, hafa hingað til aöallega pælt í pönkinu, hljómsveitum eins og Sex Pistols, Clash, Crass og Siouxsie & the Banshees. Nú virðist nokkur stefnubreyting vera á leiðinni, ýmsar hljómsveitir, þ.á m. Pax Vobis, hafa tekið hina nýju hljóma upp á arma sína. Bara-flokkurinn hefur lengi pælt í þessarri tegund tónlistar og náð miklum árangri, en hann hefur verið fyrir norðan og lítt áberandi hér fyrir sunnan. Pax Vobis virðist vera dæmigerö- asta hljómsveitin fyrir þá breytingu sem smám saman hefur þróast í músíkinni og er nú að koma upp á yfirborðið. Hljómsveitir eins og Sonus Futurae, Frakkamir, Kukl, Með nöktum og Mogo Homo blanda þessum stíl inn á mismunandi hátt og flytja einnig mjög áhugaverða og áheyrilega tónlist. Sem sagt, það er mikið líf í tónlistinni, auk þess sem hljómsveitir eru nú aftur orönar eftirsóttar á skemmtistaði, og bætir það aðstööu þeirra til muna. Við birtum hér einn af textum Pax Vobis ásamt mynd af þeim. Irefill I refill my heart with flesh and blood Something’s bursting out in my imagination check me inside I’velost my pride Something I build For a day and night Just a snapshot of my fantasy Think I’m losing my will to live in nation Bring out the light It’s always night I can’t get clear Of my thinking fight To live my live it’s just a mess an slot But I go on in this blind sensation Aðspurðir að því hví þeir semdu textana á ensku svöruöu meölimir Pax Vobis því til að þeir heföu reynt að semja á íslensku, reyndar gengið ansi langt í því, en það hefði bara ekki gengið. Þeir mundu þó reyna með öllum ráðum að koma því til skila sem þeir hefðu að seg ja. Fréttir af V oiibrigðum og Ikarusi Þótt nýrómantíkin sé að koma upp á yfirborðið núna er ekkert lát á pönkinu. Það er bráðferskt. Tvær helstu pönkhljómsveitirn- ar, Ikarus og Vonbrigði, eru báðar á fullu, Ikarus að bræða með sér gerð nýrrar plötu og Vonbrigði að koma undir sig fót- unum erlendis. Vonbrigði munu á næstunni spila á norrænni rokkhátíð i Stokkhólmi, svipuðu fyrirbæri og Tappi tíkarrass spilaði á fyrir ári. Hljómsveitin hefur einnig náð samningi við hljómplötu- fyrirtækið Shout í Lundúnum um útgáfu á Kakófóníunni í Bret- landi. Eins og áður segir er Ikarus að bræða með sér gerð nýrrar plötu, en ekkert er víst um það ennþá. Tolli Morthens er á för- um tU Þýskalands, en hljóm- sveitin mun líklega starfa áfram þrátt fyrir það. Med nöktum spila á Borginni: Sefnt spila sumir en spila þó Hljómsveitin Meö nöktum er skip- uð þeim Magnúsi Guömundssyni söngvara, Birgi Mogensen bassaleik- ara, Halldóri Lárussyni trommuleik- ara, Ágústi Péturssyni gítarleikara og Helga á hljómborö. Þessi hljómsveit hélt hljómleika á Hótel Borg sl. fimmtudagskvöld. Meiripartur kvöldsins fór í biðina. Eg kom í húsiö um kl. 22 og var þá hljóðprufa enn í gangi. Eg var svo heppinn að hitta ýmsa kunningja mína og leiddist því ekkert tiltakan- lega, en þegar klukkan var orðin tólf heyrði ég á ýmsum að biðin var orðin nokkuð löng. Tuttugu mínútur yfir tólf kom hljómsveitin loks upp á svið. Meðlimir hennar voru klæddir dökkum buxum og hvítum skyrtum, buxurnar náðu frá tám og upp á axlir. Á veggnum á bak við snerist marglitur hringur. Alls ekkert óþægilegt. Hljómburöur var góður, flest heyrðist vel nema synthesizerinn hjá Helga. Einkennilegt vandamál, yfir- leitt heyrist ekkert í hljómborðum íslenskra hljómsveita. Eg veit ekki til hvers er verið að hafa þau með. Músíkin var góð, gott rokk af Þeys- ættinni, og hljómsveitin hafði meira að segja tvö mjög grípandi !ög á pró- gramminu, þau voru spiluö síöast. Áhorfendur, sem voru töluvert margir, klöppuðu hljómsveitina upp. Ekki er hægt að segja annað en að Með nöktum hafi farið vel af stað. Söngur Magnúsar gefur henni augljósan Þeysblæ, en það er bara gaman. Þetta sánd er mjög þróað, ég vil kannski segja séríslenskt, trommuleikarinn Halldór spilar kannski svolítið svipað og Sigtryggur og er það gott. Það sem mér fannst vanta var fjörið, spontanítetið og mistökin. Hljómsveitin er mjög vel æfð, svo vel að maöur hefur á tilfinn- ingunni að þetta sé einum of gott. Kannski hefur taugaóstyrkur gert það aö verkum að hljómsveitin var stíf, ég er viss um að það lagast næst. I heild var þetta mjög góður konsert. Vonbrigði, spá í útlönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.