Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Píanótónleikar í Háskólabíói laugardaginn 8. október 1983 kl. 14.00. Á efnisskrá eru: Schubert og Brahms. Martin Berkofsky & Anna Málfrídur Sigurdardóttir Ágóði rennur til Grensásdeildar. Miðar seldir í Háskólabíói og á Grensásdeild Borgarspítalans. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í október 1983. Mánudagur 3. okt. R-64701 til R-65200 Þriðjudagur 4. okt. R-65201 til R-65700 Miðvikudagur 5. okt. R-65701 til R-66200 Fimmtudagur 6. okt. R-66201 tu R-66700 Föstudagur 7. okt. R-66701 tu R-67200 Mánudagur 10. okt. R-67201 tu R-67700 Þriðjudagur 11. okt. R-67701 til R-68200 Miðvikudagur 12. okt. R-68201 tu R-68700 Fimmtudagur 13. okt. R-68701 tu R-69200 Föstudagur 14. okt. R-69201 tu R-69700 Mánudagur 17. okt. R-69701 tu R-70200 Þriðjudagur 18. okt. R-70201 tu R-70700 Miðvikudagur 19. okt. R-70701 tu R-71200 Fimmtudagur 20. okt. R-71201 tu R-71700 Föstudagur 21. okt. R-71701 tu R-72200 Mánudagur 24. okt. R-72201 tu R-72700 Þriðjudagur 25. okt. R-72201 tu R-73200 Miðvikudagur 26. okt. R-73201 tu R-73700 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til Bif- reiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16.00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bif- reiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hver ja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningamúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubif- reiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubif- reiðum til mannflutninga, allt að 8 farþega, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni tU skoðunar á aug- lýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem tU hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stUlt eftir 31. júlí 1983. LÖGREGLUST JÓRINN í REYKJAVÍK 29. september 1983. Ad deila sársankannm af fóstnreydingnm — hlutur og tllflnnmgar karlmanna Nokkrum vikum eftir að ástarsam- bandinu lauk steig Arthur Shostak um borð í lest í Fíladelfíu með fyrr- um ástkonu sinni og fylgdi henni í fóstureyðingarsjúkrahús í úthverf- unum. Bæði voru hlynnt því að að- gerðin færi fram en Shostak var ekk- ert búinn undir aðgerðina. Hann var enn reiður vegna athugasemdar starfsmanns við hjúkrunarstöð sem talaði um fóstureyðingu sem „fjar- lægingu á vefjaklump.” Þaö var engin ráðgjöf eða lesefni fjTÍr karl- menn og á sjúkraheimilinu var hon- um vamaö aðgangs að aðgerðar- og sjúkraherbergjunum. „Ég var í sjokki,” segir hann. ..Fóstureyðing er líka mál karlmanna og það er næstum enginn til að hjálpa þeirri milljón manna sem gengur í gegnum þetta árlega.” Siðan þetta var hefur Shostak eytt næstum tíu árum í að kanna áhrif fóstureyðinga á karlmenn. Niður- staða hans er sú að fóstureyðing sé mikil og óviðurkennd orsök áfalls meöal karlmanna. Líklega eina meiriháttar áfall sem menn ganga í gegnum án þess að fá hjálp. Shostak er próf essor við Drexel há- skólann í Fíladelfíu. Hann hefur rætt við eitt þúsund karlmenn sem fylgdu vinstúlkum sínum eða eiginkonum til fóstur- eyöingarheimila. Útkoman, sem færð verður í bók, sýnir að flestum mann- anna fannst þeir einangraðir, voru reiöir út í sjálfa sig og vinstúlku sina og hræddir um að konumar myndu veröa fyrir andlegu eða likamlegu tjóni. Þrír fjórðu mannanna höfðu rætt fósturey ðinguna við konuna sem átti í hlut og engan annan. Að hluta til aö vemda einkalif hennar og að hluta vegna þess að þeir vora ekki vanir að láta í ljós sterkar tilfinning- ar. Yfirleitt hefði þungunin ekki átt að koma á óvart. Næstum 60% mann- anna sögðu aö þeir og konurnar hefðu ekki notað varnir en reitt sig á frumstæðar aöferðir eins og rofnar samfarir og tíðahringinn. Einn fjórði bauðst til að borga uppeldi Þrátt fyrir að 93% mannanna segðu að þeir myndu gera allt sem þeir gætu til að f orðast fóstureyðingu í framtíöinni vom 30% sem höfðu komiöþarnaáöur. Yfirleitt földu menn streitu sína og grófu eigin efa undir lönguninni til að styðja konuna og að gera þaö rétta. Einn fjórði mannanna bauðst til að borga uppeldi bamsins ef konan ákvæði að láta ekki eyða fóstrinu og helmingur einhleypu mannanna sagöist hafa boðist til að giftast kon- unni sem í hlut átti. Um 26% töldu fóstureyðingu vera morð og 81% sagöist hafa hugsað um bamið sem gæti hafa fæðst. Mjög fáir vildu þó fá réttinn til að ráða meira en konan. Um það bil 60% sögðu að kona ætti að fá fóstureyðingu, jafnvel þó að eigin- maður hennar væri því mótfallinn og yfirgnæfandi meirihluti eða 83% vora á móti lögum er bönnuðu fóstur- eyðingar. Margir létu í ljós sársauka og hneykslan vegna þess að óskir þeirra og tilfinningar vom ekki virtar af konunum og 58% einhleypra manna og 80% hinna giftu sögðu að bæði maöurinn og konan ættu aö ráöa jafnmiklu um ákvörðunina. Shostak segir: „Mennirnir vildu taka þátt en ekki ráða ákvörðuninni.” Tilfinningarnar koma ekki út Margir mannanna brotnuðu saman og fóru að gráta á meðan á viðtölunum stóð. Amold Medvene sem er sál- fræðingur við ráðgjafarmiðstöð Marylandháskóla: ,,Fóstureyðing er ein af megindauðareynslum sem menn ganga í gegnum. Hún snertir mjög gmndvallandi minningar og tilfinningar.” Eöa eins og einn af mönnunum sagði: „Þaðer sár sem þú getur ekki séð eða snert en það er til.” Sumir fundu til sektar og vom reiðir. Sumum var bara létt. En algengustu viðbrögðin vom hjálparieysistilfinning. „Margir menn eru vanir því aö ráða við að- stæður og í þessari stöðu ráða þeir ekki við þær,” segir Andre Watson sem er heilsukennari við karladeild stofnunar sem hjálpar verðandi for- eldrum. „Þeim finnst þeir máttvana og því eru þeir ekki vanir.” Shostak telur að menn nálgist alltaf fóstureyðingarákvörðun á til- finningalausan fjarhuga hátt og leggi áherslu á skyldu, réttindi og reglur. Það sem margar konur líta á sem ólþolandi, kaldlynd viðhorf, seg- ir hann,em dæmigerð viðbrögð karl- manna til að ráða við tilfinningar og nálgast siðgæðisviðhorf sem eitt- hvert vit er í. Anne Baker sem er fóstureyðingarráðgjafi segir:„Menn- irnir geta verið rökfimir þegar þeir taka ákvörðunina og segja: Þetta er þaö besta sem gert verður. En þeir segja konunni ekki frá því hversu leiöir þeir em eða reiðir vegna þess. Tilfinningarnarkoma bara ekki út.” Flestar sjúkrastöövarnar láta mennina að mestu afskiptalausa seg- ir Shostak. Sumar stofnanirnar bera við skorti á plássi og peningum og aðrar líta á það sem ógn við sjálfs- forræði konunnar. Roger Wade er fyrrum fóstureyðingarráðgjafi og er höfundur bæklings sem heitir: Fyrir karlmenn um fóstureyðingar. Hann telur að viðhorf sjúkrastöðva mótist oft af hefðbundnum viðhorfum um manninn sem þann seka er hafi barn- aökvenmanninn. Anne Baker segir að þetta viðhorf sé stundum réttlætanlegt. „Sumir mannanna eru svo ómennskir að þú gætir ekki trúað þvL Allt of oft heyra óléttar táningsstúlkur vini sína segja: „Þettaerþittvandamál.” Harmrænt eðli Stöðvar sem taka á móti konum í fóstureyöingar hafa neitað að leyfa Shostak að dreifa spurningum sínum til fólksins vegna þess að spuming- amar muni koma konunum í upp- nám. „Karlmenn eru óhamingju- samir með þetta vegna þess að þeim finnst þeir vera að missa vald það sem þeir hafa haft á konum í ára- tugi,” segir Louise Tyrer sem er varaforseti stofnana sem sjá um fóstureyðingar. „En þaðskiptir engu máli hversu menn æpa og veina um að þeir séu skildir útundan. Suma hluti munu þeir aldrei reyna til fulln- ustu. Því miður. Þetta er líkami kon- unnar og það er hún sem er bams- hafandi. Dómsyfirvöld hafa gefiö konunni réttinn til að taka ákvörðun- ina.” Þetta harðlínuviðhorf á ef til vill rót sina að rekja til ótta við að athygli á karlmönnum á sjúkra- stöðvum verði til að ýfa öldur gegn fóstureyðingu. „Ráðgjöf dregur athyglina að harmrænu eðli fóstur- eyðinga,” segir Peter Zelles sem er stjórnandi heilsuráögjafar fyrir kon- ur. „Fóstureyðingar em ákvarðanir konu og um leið og ég fellst á rétt- mæti og nauðsyn þess geri ég mér einnig grein fyrir óréttlætinu í því,” segir hann. Shostak telur að málið sé einfalt. Það þarf tvo til að þungun verði og hvort sem mönnum líkar það vel eða illa taka báðir þátt í niöurstöðunni. John Leo Tlme.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.