Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 24
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Gulldrenguriim Cli Hvað segja þeir nm Charlie Mcholas? Hér á eftir fara umsagnir nokkurra frægra leikmanna um hvort Charlie Nicholas muni standa sig í hinni hörðu deildarkeppni ensku knatt- spyrnunnar: Steve Archibald (Tottenham) „Fyrir aðeins þremur árum fór ég þessa sömu spennandi ferð til London þegar ég fór frá Aberdeen. Að koma suður getur verið spennandi fyrir ung- an Skota, en það getur líka verið hætt- um stráð fyrir „sviðsljóssjúka” ieik- menn sem ekki geta séð við hinum björtu ijósum London og skjótfengnum frama. Þegar ég kom hingað fyrst var ég skyndilega umkringdur alls kyns „vinum”, oft auðugum, sem buðu mér hingað og þangað og gerðu mér alls kyns tiiboð. Með öll þessi mörk verður pressan á Charlie gifurleg. Ég efast um að hann skori nokkuð, eins og á síð- asta tímabili, en fyrsta deildin á eftlr að hjáipa honum að verða heims- klassaieikmaður.” Steve Archfbald. Eamonn Bannon (Dundee United) „Hann mun leika gegn betri leik- mönnum viku eftir viku, en hann hefur sannað að hann getur skorað mörk á hvaða styrkleika sem er. Mér þykir leitt að sjá hann fara en maður verður að styrkja sig fjárhagslega þegar maður er ungur.” Glenn Hoddle (Tottenham) „Með kaupum á Nicholas gæti Ar- senal vel náö þeim hersiumun sem vantar, en ég held að hann þurfi tima til að koma sér fyrir og sýna ástæðuna fyrir því að Terry Neil borgaði £750.000 fyrir hann.” Frank McGarvey (Celtic): „Það verður mikil pressa á Charlie og hann verður að sýna sitt rétta andiit fyrir nýja félagið, en það er þannig sem hann vili hafa það. Ég er von- svikinn yfir þvi að hann skull vera farinn frá Celtic, því við höfum mjög gott lið þar. En þetta var rétt hjá honum. Hann verður að huga að sjálf- um sér og f járhagslegu öryggi. Ekkert lið hefur efni á að missa mann með hans getu, en við unnum úrvalsdeiid- ina án hans síðast og getum það aftur.” David Moss. David Moss (Luton) „Arsenal átti slæmt timabil síðast, miðað við getu leikmannanna. Én nú hafa þeir keypt Carlie Nicholas, sem mun auka markaskorun þeirra. Ef þeir sieppa við meiðsli ættu þeir að vera nálægt toppnum aftur.” Craig Paterson (Rangers) „Charlie getur skapað vandræði hvar sem hann er. Hann er svo óút- reiknanlegur. Hann á það alltaf til að koma með eitthvað sérstakt og það eru ekki margir sem geta það. Enskir varnarleikmenn eru ekkert betri en skoskir, svo ég sé ekki af hverju hann ætti ekki að halda áfram að skora. Eini munurinn er sá að hann mun kljást við kunnugleg nöfn í hverri viku, sem er ekki alltaf tilfeilið í Skotlandi.” Craig Paterson. Graham Rix (Arsenal) „Það getur verið að það þurfi meira en einn stórleikmann í viðbót til aö við verðum meðal verðlaunailðanna aftur, en kaupin á Charlie eru stórt skref í rétta átt. Hann er eftirsóttasti leik- maður sem hefur komið frá Skotlandi síðan Kenny Dalglish kom þaðan.” Sá leikmaður sem hefur verið eftirsóttastur í ensku knattspyrnunni undanfarin ár er Charlie Nicholas — 21 árs Skoti sem leikur nú með Arsenal. Lundúnafélagið keypti hann á 750 þús. pund frá Celtic í sumar og vakti þá mikla athygli að Nicholas hafnaði tilboðum frá Liverpool og Manchester United. Snemma beygist krókurínn Frægð og fótbrot Charles Nicholas er fæddur í Glasgow í Skotlandi þann 30. desem- ber 1961. Þeir voru margir sem spáðu honum miklum frama í knatt- spyrnunni strax á unga aldri og ekki að ástæðulausu. Þegar hann var tiu ára spilaði hann fyrsta leik sinn fyrir skólalið St. Colombia Iona skól- ans. Hann gerði sex mörk í þeim leik. 1 þeim næsta var hann færður aftur í stööu bakvarðar. Það stoppaði hann ekki því hann gerði þrjú mörk í þeim Charlie byrjaði meö varaliðinu og skoraði nokkur mörk. Sjálfstraustið óx ásamt með getunni en hann eyddi samt sínu fyrsta keppnistímabili með varaliði Celtic. Fyrsti leikurinn með aöalliðinu kom svo í keppnis- ferðalagi um Evrópu sumarið 1980. Charlie sýndi góða frammistöðu og hélt sæti sínu í aöalliðinu. Hann geröi svo 28 mörk á næsta keppnistímabili r ' * Erhann 750 þits. pnnda virði? Er einhver knatt- spvriiu- maður það? að nú væri keppnistimabilinu lokið fyrir mig. Og þegar vikumar liðu fór ég að finna fyrir þeirri hræðilegu til- finningu sem sá skilur aðeins sem hefur íþróttir að lifibrauði og er í gifsi. Brian Scott,læknir liösins, hannaði leik. Brátt voru þjálfarar skólaliða í borginni famir aö biðja um að Charlie yrði ekki hafður með í leikjunum gegn þeim svo leikurinn jafnaðist og liö þeirra ætti mögu- leika. Næsta ár þegar Charlie var orðinn 11 ára gerði hann 72 mörk á keppnistímabilinu — sem vamar- leikmaður. Ceftic Það fór ekki hjá því aö eftir honum yrði tekið og brátt var hann farinn að leika meö Celtic Boys Club sem er þrátt fyrir nafnið algerlega óháð Celtic FC. Það var frændi hans, Thomas Nicholas, sem kom Chariie að hjá Celtic Boys Club og þaöan varð ekki aftur snúið. Árið 1979 upp- götvaði Jock Stein, þáverandi frkvstj. Celtic FC, hann og fékk hann til reynslu til félagsins. Það var svo í mars 1979 sem Charlie Nicholas skrifaði undir fyrsta samning sinn sem atvinnuknattspyrnumaður. „Ég var Celtic aðdáandi sem strákur og ég horfði á hetjuna mína Kenny Dalglish frá pöllunum. Hann var sá leikmaður sem ég vildi likjast sem mest, en samt er ég ósammála þeim samanburði sem er gerður á okkur núna. Hann er ennþá bestur í mínum augum og ég á langa leið fyrir hönd- um ef ég á að ná honum.” Fieiri sýna áhuga En Celtic var ekki eina liðið sem sýndi áhuga á Charlie Nicholas. Þeg- ar hann var 15 ára, árið 1978, var hann til reynslu hjá Ipswich og líkaði svo vel að hann var staöráðinn í að koma aftur árið eftir. Honum var einnig boðinn samningur hjá öðru ensku liði, en það var Wolverhampt- on Wanderes, en hann hafnaði því boði. .JCannski var það vegna þess að ég og Mark Trenor (nú hjá Clyde- bank) vorum eltir um götur Wolver- hampton og okkur hótað af óláta- gengi í borginni.” Patrick Thistle sýndi einnig áhuga en þá kom Celtic meö sitt tilboð og allt annað gleymd- ist. eins og áður sagði. Næsta leiktímabil (’81—’82) byrjaði ekki sem verst og Nicholas hafði skorað 16 mörk fyrir Celtic þegar hann fótbrotnaði í leik með varaliðinu gegn Morton í janúar ’82. „Ég man eftir sársaukanum og man eftir þeirri ægilegu tiifinningu meðan hann var í gifsi og smám saman fór hann að styrkjast. „Ég er ennþá að finna fyrir hagn- aðinum frá þessu timabili. Hvert ein- asta andartak var þess virði vegna þess að ég harönaði mikið og er kannski örlitið hugrakkari í víta- teignum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.