Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Page 34
34
TO sölu einbýlishús
á Raufarhöfn og Ólafsvík
Tilboö óskast í eftirfarandi húseignir:
Ásgötu 10, Raufarhöfn. Stærö hússins er 367,8 m\ Húsið verður
til sýnis í samráði við sr. Guðm. Örn Ragnarsson, Raufarhöfn.
Ennisbraut 14, Ólafsvík. Stærð hússins er 571 m*. Brunabóta-
mat er kr. 1.731 þús. Húsið verður til sýnis í samráði við sr.
Guðm. Karl Ágústsson, Olafsvík. Tilboðseyðublöð liggja
frammi í ofangreindum húseignum og á skrifstofu vorri.
Kauptilboð þurfa að hafa borist skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00
f.h. miðvikudaginn 12. október nk.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Úrval
LESEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
ÁSKRIFTARSÍMINN ER
27022
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 66., 68. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Norðurvangi 5, Hafnarfirði, þingl. eign Kareis Karelssonar,
fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., Tómasar Gunnarssonar
lögm. og Einars S. Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5.
október 1983 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarf irði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102., 108. og 112. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Lyngási 11, Garðakaupstað, þingl. eign Elliða N. Guðjóns-
sonar og Erlu Þorsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs og
innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. október 1983
kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
' /
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 102., 108. og 112. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Esjugrund 25, Kjalarneshreppi, tal. eign Sigurgeirs Bjarna-
sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 5. október 1983 kl. 16.15.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýsiu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 54., 59. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Kjarrmóum 38, Garðakaupstað, þingl. eign Byggung sf., fer
fram eftir kröfu Gísla Baldurs Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri
þriðjudaginn 4. október 1983 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 54., 59. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Bjargartanga 17, neðri hæð, Mosfellshreppi, þingl. eign
Stefáns Fjeldsted, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á
eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. október 1983 kl. 15.45.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 54., 59. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Norðurtúni 6, Bessastaðahreppi, þingl. eign Andreasar Berg-
mann, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Guðjóns
Steingrímssonar hrl., Péturs Guðmundarsonar hdl., Jónasar A. Aðal-
steinssonar hrl. og Jóns Magnússonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudag-
inn 4. október 1983 kl. 16.45.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983.
Drauma-
borgin
Feneyjar
(eda hltt þó heldur)
FeNEYJAR hafa sennilega lengi
haft yfir sér einhvem ævintýraljóma.
Ljóma sem öðru fremur tengist bygg-
ingar- og málaralist og ógleymdum
Feneyj a kristalnuin.
Kristalnurn segi ég og djúpt í huga
mér blundar bemskuminning um brot-
hljóö og síðan örvæntingarfullt óp í
miðaldra komu: „O, guö, Feneyja-
kristallinn minn”. A eftir fylgdi löng
og harmþrungin skammarræða svo að
mér skildist að hér hefði ég gerst sekur
um ófyrirgefanlegan glæp. Og enn
þann dag i dag hefur eigandi þessa
fyrrverandi kristalsvasa ekki fyrirgef-
iö mér til fulls. Siðan þá hefur alltaf bú-
ið í mér geigur við Feneyjakristal.
Um leið hef ég ætíð hugsaö með ótta-
blandinni virðingu um þennan stað þar
sem framleiddir eru svona verðmætir
skrautmunir.
Nu I SUMAR, 18 árum efUr
óhappið hjá frænku minni, var ég
skyndilega kominn aö þessum stað,
Feneyjum. Eg fylltist því tilhlýðilegri
eftirvæntingu þegar strætisvagninn
bar mig eftir brúnni löngu sem tengir
Feneyjarnar við f astalandið.
Akveðinn í aö upplifa þessar undra-
eyjar til fulls skellti ég mér stefnu-
laust, bara eitthvaö í áttina burt frá
Rómartorginu. Nú skyldi allt skrautið
skoöað. Byggingamar, listaverkin í
kirkjunum og síðast en ekki síst Fen-
eyjakristaUinn. Meira að segja hugð-
ist ég kaupa sUkan kristal handa minni
heittelskuöu. Slík gersemi hlyti að
sýna henni hvern hug ég bæri til
hennar.
Þar sem þetta á ekki að vera venju-
leg ferðamannasaga ætla ég að sleppa
öUum tölum um hvaö menn eigi aö
skoöa og eigi aö gera. Um það efni hafa
veriö skrifaðar langar bækur og hef ég
engu við þá upptalningu að bæta.
Fremur ætla ég að nefna hvaö menn
eigaekkiaðgera.
^JeM FYRR sagði stefndum við,
ég og mín heittelskaða, strax stefnu-
laust út í það hverfi sem næst Uggur
Rómartorginu. Þrátt fyrir þá fyrir-
hyggju að fjárfesta í fagurbleíku túr-
hestakorti kom það okkur að iitlu
haldi. Annaðhvort er aö hafa almenni-
legt kort eða bara sleppa því. Við
stefndum bara beint út í óvissuna, ölv-
uð af töfrum smásíkjanna, þröngra
húsasunda og umferð smábáta um sik-
in.
Eftir tveggja tíma stefnulaust ráp í
hádegissólinni um fáfamar íbúðar-
götur og hlandlyktandi húsasund fór
rómantíkin aö renna af okkur. Hún
rann meö svitataumunum niður andlit
okkar og gufaöi upp. Það má þvi segja
að þama hafi ég aftur upplifaö gamla
óttann viö Feneyjar. Hverja götuna,
hvem ranghalann og hverja síkis-
brúna á fætur annarri þrömmuðum
við. Okkur virtist að lokum hlutimir
vera farnir að renna saman i eina
órofa heild. AUt virtist vera eins og
engin kennileiti sjáanleg. Eg var því
farinn að hugsa óæskilegar neikvæðar
hugsanir í garð þessarar borgar þegar
við fyrir nánast tilviljun römbuðum á
ferðamannaslóðir og vorum hólpin, í
bili.
SJALFSOGÐU hefði mér ver-
iö nær að hugsa um eigin glópsku i
sambandi við kortið, en svoleiðis hugs-
ar maður ekki um sjálfan sig. Við
vorum semsé hólpin og fundum brátt
hið merkilega Markúsartorg, þetta
með dúfunum, höllunum, kirkjunni og
öUum ferðamönnunum. Viö settumst
niöur á útiveitingastað og þar vorum
við rænd í fyrra skiptiö þennan dag.
A.m.k. hef ég aldrei keypt verra hvít-
vín á jafndýru verði. En þetta var lög-
legt rán um hábjartan dag svo að ég
sætti mig við þaö. Ráð númer eitt:
Ekki setjast á fræga útiveitingastaði,
a.m.k. ekki á vinsælustu stöðunum,
nema fuUvissa sig um að maður eigi
fyrirveigunum.
Komin á Markúsartorgið ákváðum
við að sjálfsögðu að skoða blessaða
Markúsarkirkjuna og þá frægu altar-
istöflu sem þar er. Við inngang kirkj-
unnar stóð valdsmannslegur maður og
fylgdist með þeim er inn fóru. Eg, fá-
vís um kaþólska siði, hélt aö maöurinn
væri að passa að menn færu ekki með
myndavélar inn á heimiU drottins. Eg
greip því tU töskunnar góðu sem kem-
ur meira viö sögu seinna um kvöldið og
kom myndavélinni vel fyrir niðri í
henni. En sem við komum að inngang-
inum stöðvar þessi brúnaþungi Itali
okkur og hristir hausinn. Okkur var
ekki heimUl aðgangur., JCannski maö-
urinn sjái aö viö erum trúlaus eða í það
minnsta ekki kaþólsk,” sagði ég en
haföi auðvitað rangt fyrir mér. Hann
sagði eitthvað ósldljanlegt og benti á
berar axlir minnar heittelskuðu.
„Hans heUagleiki þoUr ekki eggjandi
naktar kvenmannsaxUr,” hefur hann
sennilega sagt. En hvað um það, inn
komumstviðekki.
SeINNA KOMST ég aö því að
þetta er siður meöal kaþólskra, a.m.k.
ítalskra, að hleypa ekki axla- eða
leggjaberu kvenfólki inn í kirkjumar.
Það ku vera gert til að vernda þá
hreinlyndu menn prestana sem af mUt-
UU staðfestu hafa afneitað því sem við
hinir lifum stundum Ufinu fyrir, kon-
unni.
Við vorum satt best að segja ekki svo
óánægö með þessa frávísun. Það er nú
einu sinni svo að mikið af þessum svo-
köUuðu „merkilegu feröamanna-
stöðum” skoðar maður aðeins af
skyldurækni við feröamannahlutverk-
ið, vini og vandamenn. Enda vorum
við spurð margsinnis eftir heimkom-
una hvort við hefðum ekki skoðað
Markúsarkirkjuna og hvernig okkur
hefði fundist hún. Eg veit orðið miklu
meira um þetta margumrædda guðs-
hús af samúðarfuUum frásögnum ann-
arra heldur en ef ég hefði farið þar inn
sjálfur. Svona getur maður grætt fróð-
leik á ótrúlegasta hátt.