Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Síða 3
DV. FÖSTUDAGUR7. OKTOBER1983.
3
ERFIÐARIGREIÐSLU-
STAÐA BORGARSJÓDS
— gatnagerðargjöld innheimtust ekki, segir borgarst jóri
,,SennUega er ekkert sveitarfélag í
landinu meö traustari fjárhagsstööu
en borgin,” sagði Davíö Oddsson borg-
arstjóri í samtali við DV um fjármál
Reykjavíkurborgar.
„Gatnageröargjöld innheimtust ekki
meö sama hætti og gert var ráö fyrir
vegna þess aö menn skiluöu lóðum
sökum fjárskorts. Þaö þýddi 155 millj-
óna króna tekjutap fyrir borgarsjóð.
Slíkt tekjutap kemur auðvitað fram i
því aö greiöslustaöan veröur erfiöari.
En fjárhagsstaðan er traust,” sagði
borgarstjóri.
„Menn verða þó aö hafa í huga aö
það er búiö aö framkvæma geysimik-
iö á Grafarvogssvæöinu sem þýöir aö
viö eigum í raun tilbúnar lóöir til næsta
árs. Þannig aögreiöslustaðan réttist af
þegar á fyrstu mánuðum næsta árs. ”
Landsbanki Islands er aðalvið-
skiptabanki borgarsjóðs. Um stööuna
gagnvart honum sagöi Da við Oddsson:
„Staðan er mjög breytileg. Við hver
mánaöamót versnar staðan um 70 til 80
milljónir króna. Það eru kaup-
greiðslur. Þannig aö þaö er mjög vill-
andi aö taka stööuna fyrsta dag eftir
útborgun kaups. Yfirleitt er staöan
gerð upp miðað við mánaðamót.
Yfirdráttarskuldin hjá Landsbank-
anum var um þaö bil 150 milljónir
króna í lok siöasta mánaðar. Geta má
þess að um áramótin síöustu var skuld-
in 153 milljónir. Og ef miöað er við
september 1978 þá var greiðslustaöan
á núverandi verölagi um 100 milljónir i
yfirdrætti.”
Borgarstjóri sagöi aö ef lóöadæminu
væri sleppt væri greiðslustaöan mjög
góö.
Eldsneyti
ofar skýjum
— Flugfélag Norðurlands með
umfangsmikla eldsneytisflutninga
á Grænlandi
Flugfélag Noröurlands hóf í fyrra-
dag umsvifamikla eldsneytisflutninga
frá Meistaravík á Grænlandi til Dan-
markshavn sem er veðurathugunar-
stöö mjög norðarlega á austurströnd
Grænlands. Tveggja klukkustunda
flug er á milli þessara staða.
„Þetta er mjög gott fyrir okkur núna
þegar minnst er aö gera hér heima.
önnur vélin heföi verið verkefnalaus,”
sagöi Friörik Adolfsson hjá Flugfélagi
Norðurlands í gær.
Tvær Twin Otter flugvélar eru not-
aðar og tveir fimm manna hópar
skipta verkefninu á milli sín, flugmenn
og flugvirkjar.
Farnar veröa 36 ferðir og er áætlaö
aö verkið taki 12 daga ef veður hamlar
ekki.
Ástæðan fyrir þessum flutningum er
sú að skip frá Konunglegu dönsku
Grænlandsversluninni komst ekki
þama noröur eftir vegna íss og var
Flugfélag Noröurlands því fengið til að
hlaupaískaröiö.
-JBH/Akureyri.
Sfld veidd til frystingar:
Magnið aukið til að
vinna upp verðmun
Þar sem verö á síld til frystingar er
um þaö bil 30 prósent lægra en til sölt-
unar hefur sjávarútvegsráðuneytiö
ákveðið aö gefa bátum kost á aö vinna
upp þennan mismun aö nokkru meö
umframmagni.
Hver hringnótabátur má veiða 460
tonn og reknetabátar ailt aö 520 tonn-
um þó aö þvi tilskildu að heildarveiði
þeirra sé ekki oröin meiri en 16,400
tonn.
Nú veröur hverj um síldarbát leyft að.
veiða 25 prósent til viöbótar þvi magni
sem hann leggur upp til frystingar hjá
vinnslustöövum. Viðbótarmagnið
veröur miðað við þann afla bátsins
sem farið hefur til frystingar þegar
hringnótabátur hefur fyllt sinn kvóta,
reknetabátur náö aflahámarki sinu
eöa reknetabátar samtals náö sínum
heildarkvóta.
-GS.
næsta árs.'
borgarstjóri: „ GreiðslustaOan róttíst af á fyrstu mánuðum
„Það hefur tekist að halda fjárfest-
ingum og framkvæmdum innan þeirr-
ar krónutölu sem var ákveöin í fjár-
hagsáætlun þrátt fyrir aö verðbólgan
varö miklu meiri en menn gerðu ráð
fyrir.
Rekstur borgarinnar verður senni-
lega á þessu ári þrjú til fjögur prósent
fram yfir áætlun, sem er líka mjög góð
niöurstaða.
Einu greiösluerfiöleikarnir sem viö
finnum fyrir núna er þessi innheimtu-
skortur varöandi gatnageröargjöldin.
Þannig aö staöan er afar eðlileg.
Það sem raunverulega hefur gerst er
aö þaö hef ur átt sér staö birgðasöfnun í
lóöum, ef svo mætti segja, lóöum sem
verða tilbúnar á næsta ári og kosta
borgina sáralitiö. Þannig aö í fram-
kvæmdir viö gatnagerð fer lægri
krónutala á næsta ári þrátt fyrir mikla
veröbólgu,” sagði Davið Oddsson
borgarstjóri.
-KMU.
::::: ■ 1
ii!!w
\'a ^
mwm»mV:y \
'■■■■TO T
Ská
og
í stofuna
OPIÐ LAUGARDAG KL. 9
E----------------- .a.
SÆNSKI KRISTALLINN
í HEILDSÖLU OG SMÁSÖLU.
Ármúla 20,:
símar 84630!
og 846351
Mosfellssveit:
AGÆT REYNSLA
AF HUNDAHALDI
1 Mosfellssveit eins og svo mörgum
nágrannasveitarfélögum í nágrenni
Reykjavíkur er hundahald í raun
bannaö en þó leyft meö ýmsum skily rö-
um. Skilyröin í MosfeUssveit eru þau
að borgaöur sé hundaskattur og
hundatrygging og aö hundurinn sé
hreinsaöur einu sinni á ári.
Þetta á við um þéttbýU í Mosfelis-
sveit en þar sem lögbýU eru í dreifbýl-
inu og ábúendur greiöa bútryggingu og
geta sýnt fram á aö þeir þurfi á hundi
aö halda, sleppa þeir viö aö borga
hundaskattinn.
Upphæð sú er hundaeigendur þurfa
aö borga árlega er 1600 krónur og er
aUt innifaUö í henni, skatturinn, trygg-
ingin og hreinsunargjaldiö. Einnig fer
hluti gjaldsins til aö borga kaup dýra-
eftirlitsmanns sem starfar á vegum
sveitarfélagsins. Hans hlutverk er aö
fylgjast meö aðbúnaöi dýra og eins aö
fjarlægja lausa hunda, en skUyrði er
að hafa hunda í bandi eins og víöast
annars staðar þar sem hundar eru í
þéttbýU. Lausu hundarnir eru fluttir í
hús í Víöidal þar sem eigendurnir geta
leyst þá út gegn gjaldi.
Aö sögn Margrétar Auöunsdóttur,
heilbrigöisfuUtrúa MosfeUshrepps,
hefur hundahald í þéttbýU þar gengið
að mestu stórslysalaust hingaö tU.
Alltaf er þó eitthvað um kvartanir und-
an hundum og er þá dýraeftirlits-
maöurinn látinn athuga máUö.
Mest er kvartað undan lausum hund-
umávorinogsumrin. -SþS.