Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Page 8
DV;FÖSTUÐAGUK7. OKTOBER1983.
SENDILL ÖSKAST
Sendill óskast nú þegar, hálfan eða allan daginn.
BJÖRGVIN SCHRAM H/F
TRYGGVAGÖTU 8.
Innréttingar
Tökum að okkur smíöi á eldhúsinnréttingum,
klæðaskápum, baðinnréttingum, sólbekkjum
o.fl. Erum með teikniþjónustu, sýnishorn á
staðnum.
TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI
ÞORVALDAR BJÖRNSSONAR,
Súöarvogi 7, sími 86940 — kvöldsími 71118.
Tilkynning
frá Fiskveiðasjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1984 og endurnýjun eldri
umsókna.
Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóöi Islands á árinu 1984 hefur
eftirfarandi verið ákveöið:
Vegna framkvæmda í fiskiðnaði.
Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema
hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áöur hafa verið
veitt lánsloforö til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæður að
mati sjóðsstjórnar.
Eftir því sem fjármagn sjóðsins þar meö talið hagræðingarfé
hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa
í för meö sér bætt gæði og aukna framleiðni.
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiða-
sjóðs liggur fyrir.
2. Vegna fiskiskipa.
Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til
skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauð-
synlegt og hagkvæmt.
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiða-
sjóðs liggur fyirir.
3. Endurnýjun umsókna.
Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endumýja.
Gera þarf nákvæma grein fyrir hvemig þær framkvæmdir
standa sem lánsloforð hefur verið veitt til.
4. Umsóknarfrestur.
Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 1983.
5. Almennt.
Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum,
ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðr-
um kosti verður umsókn ekki tekin til greina (Eyðublöðin fást
á skrifstofu Fiskveiðasjóðs Islands, Austurstræti 19, Reykja-
vík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavík-
ur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða
ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1984, nema um
sé að ræöa ófyrirséð óhöpp.
Reykjavík, 5. október 1983
FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS
Neytendur Neytendur Neytendur
Meðaltal matarkostnaOar einstaklinga varhæstá Blönduósi iágúst, 3.485krónur.
Heimilisbókhald DV:
Matarkostnaður ein-
staklinga yfir
þrjú þúsund krónur
—á Akureyri og Blönduósi
Samkvæmt niðurstöðum í heimilis-
bókhaldi DV fyrir ágústmánuð var
landsmeðaltal 2.306 krónur sem þeg-
ar hefur veriö greint frá. En kostnaður
einstaklinga vegna kaupa á mat- og
hreinlætisvörum þennan ágústmánuð
var á hinum ýmsu stöðum á lands-
byggðinni ákaflega mismunandi sem
fyrr.
I okkar bókhaldsbókum er
meðaltalið lægst í ágúst á Hvolsvelli,
1344 krónur, en hæst á Blönduósi, 3.485
krónur.
Taflan yfir meðaltal matar-
kostnaðar á nokkrum stöðum á landinu
er samkvæmt uppgjöri okkar:
Meðaltal matarkostnaðar í ágúst ’83
(á einstakling)
Akranes kr. 1.768
Akureyri kr. 3.056
Blönduós kr. 3.485
Bolungarvík kr. 1.978
Egilsstaöir kr. 2.534
Eskifjöröur kr. 2.019
Hafnarfjörður kr. 2.225
Hella kr. 2.418
Hnífsdalur kr. 1.553
Húsavík kr. 2.109
Hvammstangi kr. 2.811
Hvolsvöllur kr. 1.344
Höfn/Hornafiröi kr. 1.775
Innri-Njarðvík kr. 1.702
Keflavík kr. 1.607
Kópavogur kr. 1.968
Mosfellssveit kr. 2.752
Neskaupstaður kr. 1.685
Raufarhöfn kr. 2.577
Reykjahlíð v/Mývatn kr. 2.913
Reykjavík
Sandgerði
Selfoss
Stykkishólmur
Tálknafjörður
Vestmannaeyjar
Vogar
Vopnafjörður
Þorlákshöfn
kr. 2.478
kr. 1.593
kr. 2.089
kr. 2.699
kr. 1.875
kr. 2.180
kr. 2.280
kr. 2.816
kr. 2.436
Staöimir sem hér eru nefndir eru
alls29.
A ellefu stöðum er meöaltal matar-
kostnaður innan við tvö þúsund krónur,
á fimmtán stöðum er meöaltalið á milli
tvö og þrjú þúsund krónur og á tveim
stööum fer meðaltaliö yfir þrjú
þúsund.
Meðaltal fyrstu
átta mánuði ársins
Við höf um reiknað út meöaltal matar -
kostnaðar á nokkrum stöðum fyrstu
átta mánuði ársins (jan.-ág.) og er for-
vitnilegt að líta á þær meöaltalstölur.
Þreng jum við aöeins úrtakið og birtum
tölurfrá tíustöðum.
Meðaltal matarkostnaðar,
jan.-ágúst 1983
Akranes
Akureyri
Húsavík
Egilsstaðir
Eskifjörður
Selfoss
(áeinstakling)
kr. 1.652
kr. 1.907
kr. 1.689
kr. 1.968
kr. 1.680
kr. 1.735
Vestmeyjar
I-Njarðvík
Kópavogur
Reykjavík
kr. 1.890
kr. 1.550
kr. 1.871
kr. 1.992
Verðlagsstofnun kannaöi í síðasta
mánuði ársútgjöld meðalfjölskyldu
(um fjögurra manna) á mat-, drykkj-
ar- og hreinlætisvöru. Niðurstöður
birtum við hér á neytendasíðunni
siðastliðinn mánudag. Það voru niður-
stöður frá 45 verslunum víðs vegar á
landinu. Einnig voru birtar tölur yfir
meðalverð ársinnkaupa og kom þar
fram að lægsta meðaltal meðalfjöl-
skyldunnar var á Akranesi, 113,3
þúsund krónur, en hæsta meðaltalið
var á Egilsstöðum, 124,5 þúsund
krónur.
Samkvæmt okkar meöaltali fyrstu
átta mánuði ársins, sem er hér á list-
anum fyrir ofan, er meöaltalið næst-
lægst á Akranesi og næsthæst á Egils-
stööum, svo ekki skeikar miklu. Það
kom einnig fram í verðkönnun
Verðlagsstofnunar að lægsta vöruverð
í einstakri verslun var í Njarðvík en á
okkar lista er meðaltaliö lægst þar.
Við getum enn haldið áfram með
lauslegan samanburö á milli könnunar
Verðlagsstofnunar og heimilis-
bókhalds DV.
Meðaltal af heildinni í ársinn-
innkaupum f jögurra manna fjölskyldu
Verðlagsstofnunar var 117,3 þúsund
kr. Reiknast okkur að meðaltal á
einstakling á mánuöi muni því vera
2.444 kr. Landsmeðaltal okkar nú i
ágústvarsemfyrr segir2306krónur.
-ÞG.
Hitaveitan á Egilsstöðum:
Vatnið ekki nema 49' C
DV hafa borist upplýsingar um hita-
veitumál á Egilsstööum. Hitinn á
vatninu, innkomnu í húsin, er ekki
nema 49°C. Þetta nægir ekki til að hita
upp húsin og veldur þetta einnig
erfiðleikiun við uppþvottinn. Þarf oft
að hita upp viðbótarvatn til aö fá leir-
tauið vel hreint. Fyrir þetta vatn
borga Egilsstaðabúar svo fullt verð.
Hitunarkostnaður á mánuði fyrir 4
manna fjölskyldu er um 1800 kr. en
hitunarkostnaður fer að sjálfsögðu
eftirstæröhúsa.
DV hafði samband við Baldur
Einarsson, hitaveitustjóra Egils-
staöahrepps. Hann sagði að þetta væri
rétt, hitinn á vatninu væri einungis
49°C. Astæðan fyrir þessu væri sú að
vatnið úr þeim þrem borholum er
boraöar voru i upphafi hefði kólnað
mjög mikið. Nú væri hiti vatnsins upp
úr borholunum aðeins 52°C. Nú væri
hins vegar hafin borun nýrrar holu og
lyki þeirri framkvæmd líklega eftir
rúmlega mánuð. Miklar vonir bæru
bundnar við þessa holu og væru
jarðfræðingarmjög bjartsýnir.
hversu heitt vatnið á að vera. Þaö eru
bara ekki allir eins vel í sveit settir
hvað snertir möguleika á heitu vatni.
Upphaflega var ráðist í þessar fram-
kvæmdir þegar olíuverð var sem hæst.
Hins vegar er hitaveitan útbúin sér-
stökum kyndingartækjum sem sett
eru í gang er kólna fer í veöri þannig að
engum ætti að verða kalt. -APH.