Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Page 3
3 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. „Hafrót- ið eins ogf sjóðandi grautar- pottr — sagði Ragnar Gíslason, stýrimaður á Haferninum „Mér tókst ekki að komast upp á skerið eins og þeim Gunnari og Pétri og rak frá þvi í gúmbátnum. Hafrótið var eins og í sjóðandi grautarpotti, brim alls staðar. Og skammt frá hvolfdi gúmbátnum en það var mér til happs að ég var fastur i honum og tókst síðan aö komast upp á hann,” sagði Ragnar Gislason stýrimaður á Haferninum. Ragnar er 29 ára gamall og lenti uppi á eyjunni Lóni, nokkur hundruð metrum frá Lónsskerinu, þar sem þeir Gunnar og Pétur komust á land. ,,Eg lenti síðan uppi á eyjunni og dró gúmbátinn upp í fjöruna. Eg veifaði til þeirra á Erni en það var ekkert hægt að gera, þeir gátu ekkert gert. Mér létti mikið er ég sá þá Gunnar og Pétur á skerinu. Eg vissi þá að við værum hólpnir og að þyrla kæmi aö náíokkur. Við biðum síöan í um tvo tíma í leiðindaveöri eftir að þyrlan kæmi. Um tíma gekk hrið og haglél yfir en ég var betur settur en þeir og gat komist inn í gúmbátinn og skýlt mér.” -JGH Ragnar Gislason. „Eg veifaði til þeirra á Erni en það var ekkert hægt að gera.” DV-mynd: GVA Skipverjarnirsem saknað er: VORU ALLIR í LÚK- ARNUM Skipverjarnir þrír sem saknað er voru allir frammi i lúkar þegar bátur- inn fór á hliöina. Þeim tókst öllum aö komast upp úr lúkamum. , J5inn þeirra komst aftur á til okkar að stýrishúsinu með því að hlaupa eftir siðunni en hann náöi ekki að gúmbátnum. Hinir tveir komust upp á hlið bátsins fram á og þeim tókst heldur ekki að ná til gúmbátsins,” sögðu þeir Gunnar, Pétur og Ragnar. -JGH TEKINN FYRIR SÖLU Á SMYGLUÐUM TÖLVUSPILUM Tollverðir í Reykjavík gerðu um helgina upptæk um 100 tölvuspil, sem smyglað hafði verið nýlega til lands- ins. Hafði sjómaður á millilanda- skipi smyglað þessum tölvuspilum inn. Var þama um að ræða boröspil, svo og einföld og tvöföld spil, en þau njóta mikilla vinsælda hér. Einn aðili hafði tekið að sér að dreifa þessum spilum og hafði hann m.a. selt þau i eina verslun. Voru þau gerð upptæk þar og á kaupmaöurinn nú yfir höfði sér dóm svo og aðrir sem tengdir em smygl- máliþessu. Verðmæti vamingsins sem þarna var mikið. Einföldu spilin vom seld á 1670 krónur, þau tvöföldu á 2000 krónur. Borðspilin voru enn dýrari en þama var um að ræða 100 tölvuspil eins og fyrr segir. -klp- Okknrmenn íReykjovík Síminn er 91-21160 Þjónustudeildir Hafskips í Reykjavík hafa á að skipa góðum hópi starfsmanna sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði skipaflutninga. Þannig sér Markaðsdeild um sölu- og markaðsmál varðandi inn- og útflutning og er í nánum tengslum við viðskiptavini hverju sinni. Flutningadeild skipuleggur flutningana og tryggir að vörur séu fluttar á hagkvæman og fljótvirkan hátt til og frá landinu. Farmskrárdeild sér um að réttir pappírar séu á réttum stað á réttum tíma og Tjónadeild grípur inn í, komi babb í bátinn. Samhæfing og góð samvinna allra þessara aðila er þó skilyrði þess að góður árangur náist. Þjónustudeildir Hafskips hf. eru okkar menn. Okkar menn.- þínir menn SS HAFSKIP HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.