Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Page 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur TILRAUNAELDHUS DV: Ódýr kindakæfa Forsmekk aö matargerð í tilrauna- eldhúsi DV fengu lesendur föstudaginn 14. okt. er við birtum uppskriftir og vinnuaðferðir við sláturgerð. Þá voru við stjómvölinn Gunnþórunn Jónsdótt- ir og Bergljót Andrésdóttir, sem báðar eru heimilisfræðikennarar í grunnskól- um. Viðbrögð lesenda við sláturgerð- inni voru sérstaklega góð og margir hafa komið með uppástungur eða beiðnir um sérstaka rétti til matreiðslu i tilraunaeldhúsinu. Ailar slíkar beiðnir eru vel þegnar. Við höfum nú komið okkur vel fyrir í tilraunaeldhúsinu og munum birta vikulega aö jafnaöi uppskriftir og segja frá hvaö baukað verður í þeim eldhúskróki. Sem framhald af sláturgeröinni völdum við að koma nú með uppskrift aö kindakæfu. Eflaust eiga margir í frystikistun- um slög, hálsæsar, þindar og feita kjötbita en allt er þetta nothæft í kæfuna. Þeir sem vil ja síður haf a mikla fitu í kæfunni geta valið magra kjötbita í sína uppskrift. Við völdum að hafa slög i okkar kæfu en fitunni var mikið til fleytt af kjöt- soöinu og ekki notuð. Þá byr jum við á því að finna allt til sem þarf í kindakæf una: Uppskrift 1 kg kindakjöt 300gr.laukur 1/2 ltr. vatn 10 plparkom 2 lárviðarlauf Kindakæfan komin 3 tsk. salt 3/4 tsk. pipar 3/4 tsk.englfer 1tsk. kjötkraftur 1/2 tsk. hvítlauksduft 11/2—2dlkjötsoð Aætlaður vinnutími er 25 mínútur fyrir utan tveggja klukkustunda suðu- tíma kjötsins. En við berum okkur að á eftirfarandi hátt: 1. Þvoum kjötið úr köldu vatni. Skerum laukinn í tvennt. Ef laukamir eru stórir, skerum við þá í fjórahluta. 2. Kjötiö soðiö (ca 2 klst.) ásamtlauk, piparkomum og lárviðarlaufum við vægan hita. Þegar kjötið er laust frá beinunum er potturinn tekinn af r tií samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsinRamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki éigið þér vpn um að fá nytsamt heimilis- I tæki. 1 Nafn áskrifanda ____________________________ 'i' l!í I1' Heimili l I i i i Sími ) I l Fjöldi heimilisfólks--- I | Kostnaður í október 1983. ! Matur og hreinlætisvörur kr. !| Annað kr. Alls kr. ; I S1 u i ■, Bargijót og Gunnþórunn sotjast niður að verki ioknu, skrifa og reikna út hráefniskostnað. OV-myndir: GVA. 3. Kjötiö hreinsum við af beinunum og fleytum fituna af kjötsoðinu. 4. Siðan hökkum við kjötið og laukinn i hakkavél, „blender” eða þessum stórkostlegu eldhúsvélum sem eru „allt í einni” þ.e. kvöm, hrærivél og allt það. 5. Allt hrært vel með kryddi og soði og kryddi bætt í. Þó að gefnar séu upp kryddtegundir hér og magn getur hver og einn bragðbætt sína kæfu eftir smekk. 6. Þá erum við komin aö lokastiginu og það er pökkunin. Við getum pakkað kæfunni i álform, álpappir, dósir eða önnur handhæg ílát. Kæfan fryst. Cr þessari uppskrift fengum við í til- raunaeldhúsinu rúmlega eitt kíló af kindakæfu. Hráefniskostnaður var um 60 krónur. Vert er að geta þess að í 100 grömm- um af kindakæfu eru um 338 hita- einingar, 17 grömm prótein og 30 grömm fita. Þó er fitan breytileg eftir þvi hvers konar kjöt við notum í kæfuna. Vonandi gengur ykkur vel og getið’ notið þess að verki loknu að eiga ljúf- fenga heimalagaða kindakæfu á brauð- ið. Vefjist eitthvert atriði fyrir verðandi „kæfumeisturum” þá er bara að leita upplýsinga hjá tilraunaeldhúsi DV. -ÞG Talið er að yfir 400dagmðmmur séu starfandl i Reykjavfk. Dagvistun bama: Þegar dagheimili anna ekki eftirspurn, geta foreldrar reynt að koma bömum sínum í pössun hjá dagmömmum. Talið er að yfir 400 dagmömmur séu starfandi hér á Reykjavíkursvæðinu. Þessi fjöldi er reyndar nokkuð mismunandi eftir árstíðum. Fæstar eru dagmömmurn- ar á sumrin og flestar á vetuma. En hvað kostar svo að hafa börn hjá dagmömmu. Hjá Márgréti Sigurðardóttur fengum við upplýsingar um það, en hún starfar hjá þeim stdnun hjá Reykjavíkurborg sem hefur með höndum dagvistunar- málbama. Hvað kostar gæslan Ef bam er í gæslu í 8 klst. fær dag- mamman greitt ákveðið mánaðar- kaup sem er 4742 kr. Innifalið í þessu er morgunmatur, hádegismatur og siðdegishressing. Reiknað er með að morgunverður og síðdegishressing kosti dagmömmuna 18 kr. og heitur hádegisverður kosti 47 kr. Ef viðkomandi dagmamma hefur einhverja menntun eða námskeið í uppeldismálum bætist við 7% á mán- aðarlaunin. Ef barn er í gæslu í 9 klukkustundir eru mánaðarlaun 5110 kr. og sömu skilyrði og við gæslu barna í 8 klst. Fyrir 4 klukkustunda gæslu er upphæðin 1863 kr. og bara ein máltíð innifalin þ.e. morgunmatur eða síðdegishressing. Ef um óreglulega gæslu er að ræða, sem er noldtuð algeng, er dag- mömmunni greitt tímakaup. Fyrir dagvinnu 24,45 kr. og eftirvinnu 59.50 kr. Við þessar upphæðir bætist 7% ef dagmamman getur sýnt fram á einhverja menntun í uppeldis- málum. Til að geta hafið störf sem dag- mamma þarf að leggja fram heii- brigðisvottorð og sakavottorð. Einnig þarf húsnæðið að vera viðurkennt af Reykjavfkurborg. Einstæðir foreldrar fá niðurgreitt Einstæðir foreldrar fá niðurgreidd dagvistunargjöldin frá Reykjavíkur- borg. Þessi niðurgreiðsla miðast einungis við 8 klukkustundir og minna en fram yfir það er ekki um neinar niðurgreiðslur að ræða. Gjaldið sem einstæðir foreldrar greiða eftir að niðurgreiðslan hefur farið fram er það sama og greitt er fyrir dagvistun á dagheimilum. Það gjalder nú 1900 kr. Námsmenn fá ekki neinar niðurgreiðslur ef böm þeirra eru í gæslu hjá dagmömmu en ef þau eru á dagheimilum greiða þeir sama gjald og einstæðir foreldrar. Giftir foreldrar sem haf a börn sín í gæslu á dagheimilum greiða fyrir fullan dag 2830 kr. Böm giftra foreldra eiga rétt ó 10% af dagvist- unarplássunum á dagheimilum og einstæðir og námsmenn, sem em forgangshópar, það sem þá er eftir. -APH. Símaklefar vestan hafs: HÆGT AÐNOTA KRÍTARKORT Það kom fram í grein, er birtist hér á síðunni sl. mánudag um hvernig símareikningar í Bandaríkjunum væm úr garði gerðir, að erfitt væri að hringja utan- bæjarsímtöl í símklefum þar í landi. Nú hafa okkur borist upplýsingar f rá kunnugum. Það er síður en svo erfitt að hring ja utanbæjarsamtöl frá sím- klefa. Það þarf reyndar að hafa sam- band við símstöðina sem gefur upplýsingar um hversu mikið þarf að greiða ef mynt er notuð. Mjög greinargóöar upplýsingar era í hverjum símklefa um það hvernig á aö haga sér í þessum efnum. Hægt að nota krítarkort Það er einnig athyglisvert að þegar hringt er frá símkiefa er hægt að nota krítarkort. Sá sem hringir hefur samband við símstöðina og gefur upp númerið á kortinu. Síðan skráir símstöðin niður samtalið og sendir viðkomandi nákvæman reikning yfir símtalið. Þessi reikningur kemur beint inn á síma- reikning notandans ef hann hefur síma. - -APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.