Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Side 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983.
21
íþréttir íþróttir fþréttir Íþróttir
rvinnumexin.
DV-mynd: Eirikur Jónsson.
þjóðum eins og Belgíu og V-Þýskalandi
sem tölvuvinna alla niöurröðun langt
fram í tímann og eru með sérstaka
leikdaga sem ætlaðir eru fyrir lands-
leiki. Það er hægt að fá þessa niðurröð-
un þjóðanna og raða niður landsleikj-
um okkar í samræmi við það þannig
að engir árekstrar verði á leikdögum
félagsliða og landsliðsins. Ut frá þess-
ari niðurröðun er síðan hægt að vinna
markvisst aö undirbúningi landsliðs-
ins, þannig að leikmenn séu lausir frá
sínum félagsliðum tímanlega og geti
undirbúið sig í ró og næöi, sagöi
Kristján.
Auðvelt að setja upp
æfingabúðir
Kristján sagði að erlendur þjálfari
ætti auðvelt með að setja upp æfinga-
búðir í þeim löndum sem atvinnu-
menn okkar leika L Þar á ég við að
þeir geta hæglega notað þann dauða
tíma sem kemur í deildarkeppnina í V-
Þýskalandi og Belgíu til að kalla
saman landsliðið á æfingar og þá allan
ársins hring — einnig yfir vetrarmán-
uðina.
■ ■■■■■■■■
reyting S
;t ekki ■
leyfifékksthinsvegarekki. g
Jágermeister er nafn á áfengi |
semmjögvinsælteriV-Þýskalandi ■
og fyrirtækið öflugt fjárhagslega. ■
Hvað verður hins vegar um Ein- ■
trachtBraunschweigeróljóst. *
Forráðamenn félagsins eru ekki |
allskostar sáttir við hlutina og —
sagði forseti þess Hennes Jácker |
að máliö væri nú í höndum lög- n
manna félagsins og ekki væru enn B
öll kurl komin til grafar í þessu ■
máli. “
-AA. ■
— Æfingabúöir erlendis bjóða upp á
betri aöstæður en hér heima þar sem
veður og vindar eru óútreiknanleg og
jafnvei fást ekki þolanlegir vellir til að
æfa á, sagði Krist ján.
— Telur þú að erlendur þjálfari væri
tilbúinn að taka við islenska landslið-
inu og stjóma því á þann hátt að hann
væri búsettur erlendis?
— Já, ég er viss um það að það væri,
hægt að fá taktískan þjálfara, sem er
sterkur að leggja fram leikkerfi, til að
vera landsliösþjálfari Islands.
— Það þarf þá að ráöa þjálfara sem
fær ekki upplýsingar frá öðrum
hvemig leikmenn leika, heldur þjálf-
ara sem veit hvar leikmenn leika best
og hvaða hlutverki þeir skila best. Eg á
þá við atvinnumenn okkar. Góðir at-
vinnumenn vilja aga og festu og þeir
þurfaþaðeinnig.
— Við verðum að gera stórátak í
landsliðsmálum okkar og set ja markið
hátt. Á meöan öðrum landsliðum í
Evrópu fer fram í tæknilegri uppbygg-
ingu og ieikskipulagi, þá sitjum viö
eftir.
Danir hafa verið aö byggja upp
sterkt landsliö undanfarin fimm ár og
það er ekki fyrr en nú að sú markvissa
vinna er að skUa sér hjá Dönum enda
hafa þeir sýnt þoUnmæöi. Við Islend-
ingar erum aftur ekki þolinmóðir —
viljum fá allt strax. Það er hægt að
benda á, aö meðalaldur danska lands-
Uðsins er 28—29 ára, en flestir leik-
menn íslenska landsUðsins eru 21—24
ára og eiga þvi mikið eftir á knatt-
spymuvellinum, sagöi Kristján.
Kristján sagði að lokum að það
þyrfti stórátak til að leysa mál lands-
Uðsins og hann væri viss um að viljinn
væri fyrir hendi. — Eg er sannfærður
um að ef menn standa saman og horfa
aðeins fram á við, þá kemur árangur-
inn.
Við þurfum á öUum okkar kröftum
að halda og við þurfum að fá atvinnu-
mennina okkar heim með því hugar-
fari að þeir vilji koma og leika meö
landsliðinu, sagði Kristján.
-sos.
Sigurður til Tennis
Borussia Berlín?
— Kunni vel við mig hjá félaginu, sagði Sigurður Grétarsson
— Ef ég fer aftur til V-Þýskalands,
þá verð ég þar fram tU vors, sagði
Sigurður Grétarsson, landsUðsmaður
úr Breiðabliki, sem er nýkomhm frá
Berlin, þar sem hann kannaði að-
stæður og æfði með hinu kunna félagl
Tennls Borussia Berlin sem leikur nú
utandeildar i V-Þýskalandl.
— Eg kunni mjög vel við mig hjá fé-
laginu sem er nú í efsta sæti í „Oberlig-
an”, sagði Sigurður. — Það verður
ljóst nú næstu daga hvað verður uppi á
teningnum — hvort ég fer aftur til
Þrír með 12
Þrjár raðir komu fram með 12 rétta í
10. leikviku getrauna og fær hver röð
kr. 138.325. Með 11 rétta komu fram 68
raðir og f ær hver röð kr. 2.615.
Tennis Borussia eða ekki, sagði
Sigurður.
Hafþór hjá FC Paderbom
Framarar hafa gefið Hafþór Svein-
jónssyni landsiiösbakverði leyfi til að
leika með utandeiidarliðinu FC Pader-
bom út þetta keppnistimabil. Hafþór
mun síðan koma heim og leika með
Fram næsta sumar.
Gunnar með árs samning
Gunnar Gíslason, sem leikur nú meö
2. deildarliöinu Osnabriick í V-Þýska-
iandi, hefur gert eins árs samning við
félagið — samning sem er segjanlegur
upp eftir þrjá mánuöi ef Gunnari líkar
ekki lífið hjá félaginu, eða þá að Osna-
bruck telur sig ekki hafa not fyrir
Gunnar.
-SOS.
Sigurður Grétarsson.
„Aðalatriðið er
að við skorum...
— en ekki hver skorar mörkinsegir Charlie
Nicholas hjá Arsenal
Það hefur vakið mikla athygll í Eng-
landl að skoski landsliðsmaðurinn
CharUe Nicholas, sem Arsenal keypti
frá Celtlc á 750 þús. pund, hefur ekki
náð að skora mörk fyrir Arsenal að
undanförnu en félagið hefur t.d. skorað
tíu mörk í tveimur síðustu leikjum og
hefur enskl landsUðsmaðurinn Tony
Woodcock skorað sjö af þeim.
áfallið hjá
Anderlecht
Anderlecht varð fyrir enn einu álallinu
þegar félagið lék gegn FC Brugge i belgisku
bikarkeppninni. Þá meiddist danski leik-
maðurinn Per Frimann illa — Uðbönd sUtn-
uðu og var hann borinn af lelkveUi. Frimann
verður í gifsi næstu sex vikurnar og hann
getur ekkl leiklð meira með Anderlecht á
þessu ári. Aður hafðl Arnór Guðjohnsen
meiðst, elns og hefur komið fram — og hefur
hann ekki getað leikið með Anderlecht frá
landsleiknum gegn Irum á Laugardalsvellin-
um. -SOS
— Það er ekkert kappsspursmál
fyrir mig að skora mörkin — aðalatriöið
er að við skorum mörk en ekki hver
skorar þau, sagöi Nicholas í viðtali við
BBC í gærkvöldi. — Pressan er f arin af
mér og ég er byrjaður að njóta þess að
leika með Arsenal. Eg iagði upp tvö
mörk gegn Aston Villa og er ánægður
með þaö. Sá tími kemur að ég fer að
skora mörk og ég vona að ég skori
Charlie Nicholas.
fljótlega mark fyrir hina tryggu stuðn-
ingsmenn okkar á Highbury, sagöi
Nicholas, sem hefur skorað tvö mörk
fyrir Arsenal — bæði gegn Ulfunum á
útivelli. -SOS.
Alex Ferguson til
Glasgow Rangers?
Alex Ferguson, framkvæmda-
stjóri Aberdeen, er nú orðaður við
Glasgow Rangers. Forráðamenn
hins fræga Glasgowfélags hafa haft
samband vlð Ferguson og boðið
honum að koma til Ibrox og taka
við stjóminni þar. Eins og DV'
sagði frá í gær þá var John Greig
látinn fara frá Rangers fyrir
helgina. Það er sagt að Ferguson
hafi mikinn áhuga á að fara til
Rangers og byggja upp nýtt lið hjá
félaginu.
-SOS
íftir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþrótt
HELGAR OG
VIKUFERÐIR
BROTTFARIR ALLA LAUGARDAGA
OG ÞRIÐJUDAGA
VERÐ FRÁ KR. 8.984 PR. MANN
ITVEIR i HERBERGI)
I
I
FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl.Símar 28388 og 28580