Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Blaðsíða 6
Urval
TÍMARIT
FYRIR ALLA
FRySTI
SXMMR
rúmgóöir
ogódýrir
Eigum nú þessa rúmgóðu Vega frystiskápa
til afgreiðslu strax, á frába^ru verði.
Ódýr Vega frystiskápur
bætir þinn hag.
...........Vega frystiskápur-------------
Cef&______LHrar ___________Mál_________
Vega frost jl60|H. 116, Br. 57,D. 60
Fullkomin hjólbarðaþjónusta
Tölvustvrð jafnvægisstilling
GOODrYEAtt
GEFUft rnÉTTA ORIPID
HEKLAHF
»170*172 Slmi 21240
FULLKOMIÐ
ÖRYGCI
f VETRARAKSTRI
Á COODYEAR
VETRARDEKKJUM
COODYEAR vetrardekk eru
gerö úr sérstakri gúmmí-
blöndu og meö mynstrl sem
gefur dekkinu mjög gott veg-
grip.
GOODYEAR vetrardekk eru
hljóðlát og endingargóö.
>
Neytendur Neytendur Neytendur Neytení
DV. MtÐVÉKlÍDÁGÚR 9. NOVÉMBER1983.’
Skoríð meðfram hryggnum, byrjað við hnakkann.
Annað fíokið beinhreinsað ihitt auðvitað líka).
Tilraunaeldhús DV:
Tveir
fiskréttir
Fiskur er í tilraunaeldhúsi DV í
dag. Við flökum fiskinn, roðdrögum og
matreiðum tvo rétti, annan í örbylgju-
ofni og hinn í potti (má vera á pönnu
líka). I báöa réttina notum við ýsu,
höfum keypt heilar ýsur sem er mun
ódýrara en ýsuflök. Fyrst koma upp-
skriftirnar tvær.
Fiskréttur með
rækjum og osti
400 g ýsa (smálúðu eða kola má
einnighafa)
25 g smjörlíki
1/4 tsk. karrý
1/2 tsk. salt
1/8 tsk. pipar
1/2 stk. paprika
100 g frosnar rækjur
1/2 dl kaffirjómi
50 g rifinn ostur eða 10 g par-
mesan-ostur
Við notuðum ýsu eins og áður hefur
verið sagt og parmesan ost. Gouda ost
er gott að nota ef parmesanostur er
ekki við höndina. Vinnutími er ca 25
minútur, þar af tími á pönnu eða potti
13—15 mínútur.
1. Fyrst er ýsan flökuö, roðdregin og
beinhreinsuð. Flökin skorin í bita.
2. Smjörlíkið hitað á minnsta straum.
3. Fiskstykkjunum raöað á pönnuna
eða pottinn, hvort sem þið kjósið að
nota. Kryddaö. Paprikan skorin í
strimla og sett með, látið krauma
v/vægan hita í ca 5 mínútur.
4. Frosnar rækjumar og kaffirjóminn
sett út í og osturinn yfir. Látið krauma
v/minnsta straum í lokuöu íláti í ca 8
mínútur eða þar til fiskurinn er hvítur í
gegn.
Þessi fiskréttur kostar um 70 krónur
og er uppskriftin hæfileg fyrir 3—4.
Næringargildi: 1100 g af ýmsu eru
um 75 he., 18 g af próteini, 0,3 g fita, 20
mg kalk og mikiö af B-vítamínum. 1
100 g af rækjum eru 105 he., 23 g af
próteini, 1,2 g fita, 120 mg kalk, 3 mg
járn og töluvert af B-vítamínum.
Rjóminn og smjörlíkið hleypa
hitaeiningaf jöldanum nokkuð upp. I dl
af kaffirjóma eru 135 he. og 100 g af
smjörlíki eru 740 he.
Rækjufiskrétt þennan getum við
borið fram með soönum hrísgrjónum
eða kartöflum. Hrásalat er einnig gott
með.
Þá er það ýsuréttur í örbylgjuofni.
Vinnutími áætlum viö aö sé ca 25
mínútur, þar meö tíminn í ofninum og
biðtíminn.
fískréttur í örbylgjuofni
.400 g ýsuflök
lepll
llaukur
1/2 paprika
1/2 tesk. karrý
25 g smjörlíki
1/4 tesk. arómatkrydd
1. Fiskflökin roðdregin og beinhreins-
uð.
2. Laukur, paprika og epli hreinsað og
skorið smátt.
3. Smjöríkið brætt í skál í örbylgjuofn-
inum í eina mínútu. Tekiö út og epli,
laukur, paprika og karrý sett í. Látið í
örbylgjuofninn í 2 mínútur.
4. Fiskflökin (eöa flakiö) sett á fat og
karrýblandan látin í kring. örlitlu
arómati stráðyfir.
5. Sett í örbylgjuofninn á mesta hita í 6
mínútur.
6. Þegar fiskurinn er bakaður má strá
örlitlu salti yfir hann. Eftir aö skálin
hefur verið tekin út úr ofninum er
rétturinn látinn bíða 2—5 mínútur, eins
og gert er með mat sem eldaður er í ör-
bylgjuofni.
Það sem notað er í þennan rétt
kostar rúmar 50 krónur. Rétturinn er
mjög hitaeiningasnauður. Ágætt að
bera fram soöin hrísgrjón með fisk-
rétti þessum eða soðnar kartöflur.
Hrökkbrauð og smjör færi líka ágæt-
lega að bera á borð með.
Myndimar, sem fylgja með úr
tilraunaeldhúsinu, segja sína sögu og
skulumviölítaáþær. -ÞG