Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Blaðsíða 1
37.000EINTÖK PRENTUÐÍ DAG
RITSTJÓRNSÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 2702!
DAGBLAÐIЗVÍSIR
257. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983.
^ . ■ ....
TF-RÁN
fórst
ígær-
kvöldi
STUJT KALL OG
HVITT LEIFTUR
v
— voru síðustu merkin f rá þyrlunni
v
r
Fjögurra
manna
saknað
„Það var þrem minútum eftir að
þyrlan hafði yfirgefið varðskipið, sem
heyrðist óljóst kall frá henni, sem hefði
getað verið mayday-kall. Einnig sást
hvítt leiftur, en síðan ekki meir,” sagði
Guðmundur Kjæmested skipherra hjá
Landhelgisgæslunni í viðtali við DV
vegna slyssins sem varð í Jökulfjörð-
um í gærkvöldi, er TF-RAN, þyrla
Landhelgisgæslunnar, fórst. Fjögurra
manna áhöfn var á þyrlunni. Þeirra er'
allra saknað.
Það var kl. 22.53 í gærkvöld sem
þyrlan fór frá varðskipinu Óðni. Hugð-
ist áhöfnin fljúga henni í lítinn hring og
láta hana síöan síga aftur niður á skip-
ið. Þegar RÁN yfirgaf skipið var það
statt skammt undan Höfðaströnd í
Jökulfjörðum. Þrem mínútum eftir
flugtak heyrðist stutt kall frá þyrlunni,
sem ekki varö greint, og jafnframt brá
fyrir hvítu leiftri.
Leit var strax hafin frá varðskipinu
og aðstoðar leitað hjá björgunarsveit-
um og fiskibátum frá Isafirði og Bol-
ungarvík. Einnig voru fengnar til leit-
ar flugvél Flugmálastjórnar og þyrla
frá vamarliðinu.
Um tvöleytið í nótt fann línubátur-
inn Orri svo brak úr þyrlunni um hálfa
mílu undan landi, skammt suð-austur
af Kvíamúp, sem er í mynni Veiði-
leysufjaröar. Reyndist þar vera um að
ræða hluta úr stóra spaöa þyrlunnar,
varabjörgunarbelti og einn hjálm.
Þverhnípt bjarg gengur fram í sjó þar
sem brakið fannst. Þegar slysið varð
stóð hægur vindur á land, suð-suð-
vestanátt. Veður var gott þegar slysið
varð en versnaði heldur þegar líða tók
á nóttina, með éljum.
Aö sögn Guðmundar Kjæmested
var í morgun ekki hægt að gera sér
grein fyrir orsökum slyssins, en búist
við að um snögga bilun í þyrlunni hefði
veriö að ræða.
-JSS
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á beinni línu DV:
Tilbúnir að endurmeta
samningsréttinn
„Það var neyðarástand og þess
vegna var gripið til þeirra
skammtímaaðgerða að framlengja
samninga meö lögum. Við eram
tilbúnir til að endurmeta þessa stöðu
í meðferð málsins á Alþingi,” sagði
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, meðal annars á
beinni línu á DV í gærkvöldi. Margir
áhugasamir lesendur DV hringdu og
lögöu spumingar fyrir Þorstein. Þor-
steinn var einnig spurður um afstöðu
sína gagnvart Kísilmálmverksmiðj-
unni á Reyöarfirði. Hann sagði að
endanlegar lyktir þess máls væra
ekki enn komnar fram. Ein höfuöfor-
sendan fyrir að það mál næði fram
að ganga væri sú að erlendir
samstarfsaðilar fyndust. Þorsteinn
Pálsson sagði að ekki væru neinar
grundvallarbreytingar á döfinni í
starfsemi Sjálfstæðisflokksins. „Við
munum hins vegar reyna aö aðlaga
starfsemina að nútíma upplýsinga-
tækni eftir því sem hún þróast.” Svör
Þorsteins við öðram spumingum er
aöfinnaábls. 36—37. -óm.