Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd tlönd Sovéskur fsbrjótur, kjarnorkuknúinn. Þeir hafa haft í nógu að snúast vlð að bjarga flutningaskipum með vetrar- birgðir til Sfberiu i gegnum haf ísinn. Veröa að berjast í gegnum ísinn 1. hjarta- ígræðslan á Norður- löndunum Frá Pétri Ástvaldssyni, fréttaritara DVíOsló: Fyrsta hjartaígræðsla á Norðurlöndum átti sér stað á Ríkis- spítalanum í Osló aöfaranótt sunnudags. Grætt var hjarta í 22 ára gamla konu og mun líðan hennar vera eftir atvikum góð. Aðgerðin tók þrjár klukkustundir og voru fjórir skurölæknar að verki. Ljóst var að aðeins nýtt hjarta gæti bjargað konunni en hún þjáðist af rýmun í hjartavöðva. Hún hefur legið á ríkisspítalanum frá því í sumar en veikindi hennar hafa staðiö i sex ár. Aðgerðinni stjórnaði Thor Fröysaker yfirlæknir en hann hefur áður aðstoðað við hjartaígræðslur einkum í Bandaríkjunum. Hann skýrði frá því að beitt hefði verið svonefndri Stanford-aðferð en upphafsmaður hennar er prófessor Norman Shumway við Stanfordháskóla i Bandaríkjunum. Þá aðferö notaði Christan Bamard er hann skipti um hjarta í manni í fyrsta skipti árið 1967. Á þeim sextán árum sem síðan eru liðin hafa verið gerðar um 500 hjartaigræöslur i heiminum, þar af um 300 með fyrrgreindri aðferð við Shumway-stofnunina í Stanford. Lík Bishops fundið? Lík Maurice Bishops, forsætis- ráðherra Grenada, kann að vera 'fundið, grafið upp með þrem líkum öðrum úr sameiginlegri gröf. örugg kennsl hafa þó ekki verið borin á líkin enn. Vonir standa til þess að tannlæknaskýrslur Bishops geti hjálpaö til að skera úr um hvort eitt líkanna sé af honum. Kokkur í Calivigny-búöum þjóövarðliðsins vísaöi á gröfina. Hann hafði séð þjóðvarðliða draga fjögur lík aö ruslahaug að baki búðunum, sem eru um 19 km frá höfuðborginni. Sá hann þá fyrst reyna aö brenna líkin en síðan takaþeimgröf. — til að koma vetrarvistum til Síberíu Þrjú fraktskip og eitt olíuskip ætla að bjóða ísnum birginn í Chukchi-sjó, og sigla frá Vrangel-eyju til Pevek- hafnarí N-Síberíu, en birgðaflutningar til afskekktustu staða Síberíu hafa farið úr skorðum vegna þess hve ísinn er snemma á ferðinni. Sums staðar er kominn allt að 8 m þykkur lagís þar sem venjulegast er auður sjór á þessumárstíma. Milli fjörutíu og fimmtíu skip festust í ísnum fyrir þrem vikum en þeim varð öllum utan einu bjargaö og mátti þó hvergi miklu muna. Hefur ískoman neytt sovésk yfirvöld til þess að endur- skipuleggja birgðaflutningana til Síberíu. Fyrstnefnduskipinkomu frá austur- höfnum Sovétríkjanna um Beringsund (við Alaska), en hafa beðið í marga daga í von um betri tíð, en ástandið hefur stöðugt versnað. Hitastig er um mínus 20 gráður á Celsíus á þessum slóöum og ísinn fyrir utan Pevek eykst um 2—3 cm á þykktina daglega. Um mánaðamótin október og nóvember eru vetrarvistimar venjulega fluttar til afskekktustu staða Siberíu sem einangrast þegar heimskautaveturinn er sestur að. — I viðtölum sem Tass-fréttastofan birtir við skipaafgreiðslumenn í Pevek kemur fram að þeir telji mikla nauðsyn að bæta vegi til Síberíu svo að vöruflutningar geti einnig farið fram landleiöina. Tvö skip hafa sloppið síðustu viku í gegnum ísinn með aðstoð ísbrjóta sem fylgdu öðru í einu í gegn. Ein höfn er íslaus enn við Chukchi-sjó, en það er bærinn Egvekinot sem er sunnar á skaganum. Enginn vegur liggur þó þessa 500 km sem eru á milli Egvekinot og Pevek. Né heldur að landnámsbyggðunum meðfram Kolma-fljóti, en þangað er birgöunum sem nú bíða í lestum skipanna ætlað að komast. Þótti leika eðlilega Leikarinn James Hayden, sem lék eiturlyfjasjúkling í einni uppfærslunni á Broadway, fannst látinn í gaa' og var banamein hans of stór skammtur eiturlyfja. Komið var að hinum 29 ára gamla Hayden í íbúö hans, en þar' fannst um leið töluvert magn fíkni- efna. Fyrir tveim vikum hlaut Hayden frábæra leiklistardóma fyrir frammistöðu sína í leikriti á Broad- way þar sem hann fór með hlut- verk eiturlyfjasjúklings. HLJOMBÆR HLJÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI býður þig velkomin á Útsölumarkað í Markaðshúsinu SIGTUNI 3-ll.hæð Mikið úrval tölvuúra verð frá kr. 490. — 1.490 — og nú voru Tölvuspilin að STÓRLÆKKA í verði. Verslið ódýrt — Opið frá kl. 12—18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.