Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. Ráðherra í núverandi ríkisstjórn? Bragi Guömundss^n, Reykjavík, spuröi: — Nú hefur þú lýst yfir aö þú takir ekki við ráöherraembætti fyrst um sinn. Hvaö varir „fyrst um sinn” lengi? Gæti þaö orðið í þessari ríkis- stjórn? Þorsteinn Pálsson: „Þaö er einfald- lega ekkert hægt að segja um þetta á þessu stigi. Sú ákvörðun er tekin miðaö viö þær aöstæður sem viö búum viö í dag. Eg sé ekki fyrir þróun næstu mánaöa eöa ára og mín afstaða mótast af pólitískum aöstæðum á hverjum tíma. Hún er þessi í dag. Eg tek ekki ákvarðanir fyrir framtíð sem ég sé ekkifyrir.” — Þaö er ekki þannig aö þú metir aðstæöur þannig aö þú viljir fá frið til aö setja þig inn í þitt starf ? Þorsteinn: „Hluti af ástæðunum er sá aö ég tel eðlilegt aö fá tóm til aö sinna minum verkum óháöur einstök- um fagráöuneytum. Tíminn verður síöan aö leiöa í ljós hvernig mál þróast.” Aðlögun að Samningsréttur Ríkisbankamir Raunvextir m Spurningar og svör á beinni línu DV í gærkvöldi Margir höfðu áhuga á að leggja spurningar fyrir Þorstein Pálsson, nýkjörinn for- mann Sjálfstæðisflokksins, á beinni línu á ritstjórn DV í gærkvöldi. Eins og á fyrri beinum línum blaðsins voru spurningar af ýmsum toga. Þannig var Þor- steinn spurður jafnt um þjóðmál sem innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins. Alhnargir spuröu hvort Þorsteinn væri fylgjandi því að bráðabirgðalögunum yrði breytt svo samningsréttur fengist fyrir 1. febrúar. Svörin við þeirri spurningu og öllum hinum fara hér á eftir. KMu/Jss/Gs/OEF/EiR/óm. nútíma upp- lýsingatækni Jón Árnason í Reykjavík spyr: — Eru grundvallarbreytingar í skipulagsuppbyggingu flokksins á döf- inni?” „Þaö eru ekki á döfinni neinar grundvallarbreytingar í starfsemi flokksins. Viö munum hins vegar reyna aö aðlaga starfsemina aö nútíma upplýsingatækni eftir því sem hún þróast. Bæði málefnaundirbúning- ur og upplýsingamiðlun hafa veriö aö færast til hins betra hjá flokknum að undanförnu. Þetta eru sígild verkefni sem í sjálfu sér kalla ekki á neinar grundvallarbreytingar í skipulagi flokksins. Upplýsingatæknin er aö breytast. Samskipti stjórnmálaflokka og fjölmiðla munu einnig breytast í kjölfariö og þetta er þróun sem við munum fylgjast mjög náiö meö. ” Ratsjárstöðv- ar á íslandi Jón Ásgeir Sigurösson spuröi: — Fráfarandi formaður Sjálfstæöis- flokksins telur utanríkis- og öryggis- mál mikilvægasta málaflokkinn. Hann vill láta reisa ratsjárstöövar á Vest- fjörðum og Norðausturlandi. Ertu sammála Geir Hallgrímssyni í þessum efnum og ef svo er, hvaöa rök færir þú fyrir þinni afstööu? „Eg er sammála honum í því aö öryggis- og varnarmál séu einn af mikilvægustu málaflokkum sem stjórnmálaflokkarnir fjalla um og sér- hver ríkisstjórn þarf aö gæta. Þetta hefur veriö grundvallaratriöi í störfum og stefnu Sjálfstæðisflokksins um ára- tuga bil. Ástæöan er auövitaö sú aö viö viljum skipa okkur í sveit meö lýöræöisþjóöum Vesturlanda. Viö viljum leggja okkar af mörkum til aö halda þeirri samvinnu og þaö höfum viö gert meö aðild aö Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamstarfi viö Bandaríkin. Við veröum á hverjum tíma aö vega og meta hvernig viö stöndum best að því samstarfi. Þessi atriði sem þú nefndir er verið að athuga og ég tel sjálfsagt og eölilegt aö þau séu könnuö. Viö tökum ákvöröun á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá liggjafyrir.” Framtíð Framkvæmda- stofnunar — Hverjar eru hugmyndir þínar um framtíö Framkvæmdastofnunar?” spuröi Olafur Friöriksson, Reykjavík. Þorsteinn Pálsson: „Þaö er verið aö vinna núna aö endurskoöun á lögum um framkvæmdastofnun og á skipu- lagi fjárfestingarlánasjóöa Mín skoöun er og hefur verið sú aö þaö ætti að draga úr pólitískri stjóm opinberra peningastofnana og ég geri ráö fyrir aö niðurstaða þessarar endurskoðunar veröi í samræmi við þá skoðun mína og annarra sjálfstæðismanna.” Raddir nái til flokks- forystunnar Kolbrún Oskarsdóttir í Reykjavík spyr: — Ertu samþykkur því sem Sig- rún Þorsteinsdóttir sagði um aö rödd hins almenna flokksmanns þyrfti aö heyrast skýrt og greinilega innan flokksforystunnar og aö þaö þyrfti aö virkja fólkiö? „Eg er mjög sammála henni í því. Eg held aö viö Sigrún séum bæöi vaxin upp úr rööum hins almenna flokks- manns og ég tek undir þetta meö henni. Fólkiö hefur auövitað völdin þegar þaö velur sína forystumenn, síöan þurfa þeir aö halda góöum tengslum viö sitt fólk og fólkið í land- inu og ég mun freista þess aö gera það með öllum tiltækum ráðum. Viö sjálf- stæðismenn höfum alltaf gert það og kannski er okkar landsfundur eitt áþreifanlegasta og áhrifamesta dæmið um þaö þar sem þúsund sjálfstæðis- menn koma saman og ræða hugmyndir sínar og flytja boðskap úr sínum héruöum. Ég held að þetta sé ein áhrifaríkasta leiðin til aö virkja hinn almenna flokksmann til starfa. Eta böfuðforsendan fyrir framgangi Kisilmálmverksmiöjunnar á Reyðarfirði er sú að erlendir samstarfsaðllar finnist, sagði Þorsteinn Pálsson meðal annars. DV-mynd EÓ. Flugvöllur í Aðaldal Einar Friöriksson, Reykjavík, spuröi um afstöðu Þorsteins til þess að leitað yröi samstarfs viö bandaríska herinn um byggingu alþjóöaflugvallar í Aöaldal, sem Geir Hallgrímsson sagöi á landsfundi aö gæti komið til athugunar hjá utanríkis- og sam- gönguráöuneyti. Þorsteinn Pálsson: „Ég er sam- mála því aö þeir félagarnir Geir og Matthías vinni aö því í sameiningu. En ég held aö þaö veröi ýmis verkefni sem viö tökum ákvaröanir um fyrr en alþjóðlegan flugvöll í Aðaldal.” Örtölvu- og tæknibylting Friðrik Guömundsson, Reykjavík, spuröi: — Hyggst þú sem formaöur Sjálfstæöisflokksins beita þér fyrir því að tryggja stöðu launþega gagnvart hinni öru örtölvu- og tæknibyltingu sem hafin er? — Hver er skýringin á því aö VSI var ekki reiðubúið aö ræða þessi mál í síöustu kjarasamningum? „Þaö er ljóst aö við eigum eftir aö ganga í gegnum miklar breytingar í tengslum viö þessa þróun. Eg er þeirrar skoöunar aö aukin tækniþróun - fæöi alltaf af sér ný störf, þó á ööru sviöi sé. Eg óttast því ekki að af henni hljótist atvinnuleysi. Eg er þeirrar skoöunar aö aðilar vinnumarkaöarins eigi aö gera út um þessa hluti sín á milli. Best er aö þaö sé gert í fyrirtækjunum sjálfum, enda ákaflega erfitt, aö mínu viti, aö gera heildarsamninga um þessi efni. Þróun- in hefur enda veriö sú aö þar sem þessi tækni hefur rutt sér til rúms hafa viðkomandi mál verið leyst innan fyrirtækjanna, án nokkurra átaka. Eg tel farsælast fyrir alla aöila aö gera út um þessi mál á vinnustööunum eins og gert hefur verið, átaka- og ágreininga- laust.” Sála ríkisbanka Jóhannes Bjarmarsson, Akureyri, spyr: — Þaö kemur fram í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins aö breyta beri ríkisbönkum í almennings- hlutafélög. Er þá þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins tilbúinn aö samþykkja tillögur Bandalags jafnaðarmanna um sölu ríkisbanka? „Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins að vilja ganga þannig til verka. Viö erum hins vegar aöilar aö nefnd sem skipuð var af fyrri ríkisstjórn og endurskipulögö fyrr í sumar og vinnur aö endurskoðun löggjafar, bæði um Seölabanka og viðskiptabanka. Því starfi er ekki endanlega lokiö. Þaö er ætlunin að ná þar samkomulagi og samstöðu um breytingar á þessari lög- gjöf og ég vænti þess að þeirri vinnu ljúki innan skamms tíma. Á þessu stigi get ég ekki nákvæmlega greint frá því hver niöurstaða verður. En ég hygg aö þaö sé þó hægt aö fullyröa þaö aö því verki verður ekki lokið fyrr en fundinn hefur veriö jarðvegur fyrir samruna í bankakerfinu. En hvort það næst sam- staöa um breytingar á eignaraðild get ég ekki sagt um á þessu stigi málsins. Eg held aö tillagan frá Bandalagi jafnaðarmanna, eins og hún liggur fyrir, sé óraunhæf og illa undirbyggö, þó aö ég sé í sjálfu sér sammála þeirri grundvallarhugmynd aö breyta bönkunum í hlutafélög. En tillagan er ekki nægjanlega vel úr garöi gerö til aö þaö sé hægt aö samþykkja hana sem slíka,” svaraði Þorsteinn. Bflakaupfor Gurrnar Gunnarsson spyr: — Finnst þér ekki ósvífiö hvernig Dagblaöinu- Vísi og ritstjóra þess, Jónasi Kristjáns- syni, hefur tekist aö gera sjálfsögö og eðlileg bifreiöakaup forsætisráöherra tortryggileg? „Þaö hafa nú fleiri tekiö þátt í þeim leik en Jónas Kristjánsson. Þaö væri nú ekki sanngjarnt aö ég færi aö ráöast mikið á Jónas þegar ég sit hér sem gestur hans. En ég hef ekki tekið undir þessa gagnrýni,” svaraöi Þor- steinn. Myndir þú hleypa Fram- sókníland- búnaðarráðu- neytið? Eggert Jóhannsson, Reykjavík, spyr: — Ætlar þú, ef stjórn verður mynduð meö þinni forystu, að hleypa Framsóknarflokknum áfram í landbúnaöarráöuneytiö og sjávarút- vegsráðuneytið svoleiðis aö óráösían haldi áfram þar? „Við erum nú í samstjórn viö þá núna og Framsóknarflokkurinn fékk bæði landbúnaöarráðuneytið og sjávarútvegsráöuneytiö. En Sjálfstæðisflokkurinn fékk mjög veiga- mikla málaflokka. Undir stjórn ráð- herra Sjálfstæöisflokksins falla um 87 prósent af útgjöldum ríkisins þannig að ég held aö þaö veröi ekki annaö sagt en aö Sjálfstæðisflokkurinn hafi samið af miklum styrkleika viö þessa stjórnarmyndun,” sagði Þorsteinn. — Nú er ég alveg klár á því en hins vegar er ég mjög hræddur um þessi tvö ráðuneyti því mér sýnist vera miklu spreöað þarna, bætti Eggert viö. „Þaö er góð samvinna milli stjórnar- flokkanna og þeir vinna saman aö stefnumörkun á flestum sviöum. Þannig að ég held aö viö þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu,” sagði Þor- ,steinn. Ekkert flokks- bákn tefur ákvarðanir Siguröur Guömundsson í Reykjavík spyr: — Álitur þú aö Sjálfstæöis- flokkurinn sé ef til vill orðinn þaö bákn aö gangur máls í gegnum kerfiö og út til fólksins sé of seinn í svifum? „Eg held aö viö getum ekki talaö um yfirbyggingu Sjálfstæöisflokksins sem bákn. Þar eru fáir menn sem vinna mikið verk. Viö reynum aö vinna aö undirbúningi mála mjög vandlega. Til dæmis fer undirbúningur aö landsfundi þannig fram aö málefnanefndir vinna álitsgeröir sem lagðar eru fyrir starfs- hópa. Þær eru síðan sendar út til flokksfélaganna meö hæfilegum fyrir- vara fyrir fundinn og þaú fá tækifæri til að fjalla um álitsgeröirnar. Auövitaö tekur þetta allt tíma — lýöræði tekur tíma. En ef á þarf aö halda tökum við ákvaröanir skjótt og örugglega.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.