Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 5
r* •Tr-r'V-T.-v <-»
DV. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER1983.
Hrossabændur harðorðir:
Fulltrúa Efnahagsbanda-
lagsins haldið frá
stórgripasláturhúsunum
Hér sést hópurinn sem kemur tram á hljómleikunum í kvöld ásamt aðstand-
endum. Linton Kwesi Johnson er lengst til vinstri í íremri röð.
DV-mynd Einr Ölason.
Harkaleg gagnrýni kom fram á út-
flutning landbúnaðarafurða og það
kerfi sem unniö er eftir á aðalfundi
Hagsmunafélags hrossabænda sem
haldinn var á Hótel Sögu í fyrradag.
M.a. fullyrtiSkúli Kristjánsson, bóndi í
Svignaskarði í Borgarfirði og stjórnar-
maöur í Hagsmunafélaginu, að
fulltrúa Efnahagsbandalagsins heföi
veriö haldið frá aö skoða fullkomið
stórgripasláturhús Kaupfélags Borg-
firðinga tii þess aö útflutningur hrossa-
kjöts til EBE-landanna kæmi ekki til
greina. Sagði Skúli útflutningsaöila
hér á landi hafa óttast aö slíkur út-
flutningur myndi hafa einhver áhrif á
600 tonna kvóta okkar hjá EBE-lönd-
unum fyrir dilkakjöt, sem Skúli áleit
algjöra firru.
Skúli var að svara þeim orðum
Magnúsar Friðgeirssonar, aöstoðar-
framkvæmdastjóra búvörudeildar
Sambandsins, að hér á landi fyndist
ekkert sláturhús á stórgripum sem
hefði leyfi til þess að slátra fyrir EBE-
markaðinn. Þess vegna myndi allur út-
flutningur íslensks hrossakjöts setja
markað okkar á dilkakjöti þar í
stórhættu, en nú hafa fslendingar 600
tonna kvóta fyrir dilkakjöt til Efna-
hagsbandalagslandanna. Efnahags-
bandalagiö heföi það nefnilega fyrir
reglu aö setja algjört innflutnings-
bann á öll þau ríki sem reyndu aö flytja
út kjöt til þess, í trássi við þær reglur
sem það setur sem skilyrði fyrir kaup-
um á kjöti. Hrossakjöt slátrað hér
heima myndi falla undir þetta brot og
dilkakjötsmarkaðurinn yrði því í
hættu.
Magnús Finnbogason, bóndi á Lága-
felli í A-Landeyjum, sagði að hinn
danski fulltrúi Efnahagsbandalagsins,
sem hér ferðaðist um í fyrra til þess að
skoða sláturhús, heföi látið á sér
skiljast að ýmis stórgripasláturhús
kæmu til greina með þetta leyfi m.a.
sláturhús SS á Selfossi og Magnús lýsti
furöu sinni á því að ekki skyldi gengið
eftir skýrslu þessa trúnaöarmanns
EBE, þannig að stórgripasláturhúsin
fengju fullt leyfi til stórgripaslátrunar
fyrir EBE-markaöinn.
Gunnar Páll Ingólfsson hjá fyrir-
tækinu Ismat í Njarðvíkum sagði
sölukerfi okkar á kjöti gersamlega
steinrunnið. Islendingar virtust engan
skilning hafa á því að þeir væru með
mat í höndunum þegar slátrað væri.
Síöan væri varan geymd í ófullnægj-
andi kæligeymslum allt upp í nokkur
ár og þá væri reynt aö troöa þessu ofan
í neytendur, hvort sem þaö væri hér
heima eða til útflutnings.
Gunnar sagði fyrirtæki sitt hafa
gert tilraunir með aö vakum-pakka
hrossakjöti fljótlega eftir slátrun og
hefðu menntaöir kjötiðnaöarmenn
annast verkið. Kjötið hefði verið til-
reitt fyrir neytendur og heföi líkað af-
bragðsvel. Á innanlandsmarkaði hefðu
bestu bitarnir verið seldir á kr. 180,-kg
í heildsölu, sem væri margfalt verð
sem fengist fyrir hrossakjöt annars.
Núna væri meira aö segja sumt
hrossakjöt boðiö á kr. 25,- í búðum og
seldist ekki, enda hefði þaö aldrei verið
meðhöndlaö sem mannamatur og
síöan geymt lengi í ófullkomnum kæli-
geymslum.
íslenskir námsmenn:
Mótmæli fyrir
utan sendiráð
Frá Dóru Stefánsdóttur, Kaupmanna-
höfn:
Nokkrir tugir íslenskra námsmanna
söfnuðust í gær saman fyrir framan
íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn.
Voru þeir aö mótmæla skerðingu
námslána og drætti á afhendingu
þeirra.
Flutt voru stutt ávörp, slagorð
hrópuð og sungin ættjarðarlög. Að því
loknu var sendiráðsritaranum afhent
mótmælaskjal sem hann tók við í f jar-
veru Einars Ágústssonar sendiherra
semnúerstadduríStokkhólmi. -JSS.
Einn þekktasti reggaetónlistar
maður heims
— heldur hljómleika í Sigtúni í kvöld
Þá hefðu útlendingar fengið prufu-
sendingar af svona hanteruðu kjöti og
líkaö afbragðsvel. Gunnar bauðst til
þess að taka 150 til 200 tonn af hrossa-
kjöti til vinnslu og hann skyldi á-
byrgjast sölu á því. Hún kæmi því
miður þó ekki alveg strax. Svona út-
flutning þyrfti því auðvitaö að fjár-
magna eftir eðlilegum leiðum.
Gunnar sagöi að þeir hjá Ismat
hefðu meira að segja gert verðmæta
vöru úr hrossafitu með því að skera
fituna frá kjötinu, pönnufrysta hana og
selja hana loðdýraræktendum, sem
líkaði hún mjög vel til fóðurs. Hann
taldi lágmark að Islendingar ættu
einhvern lager að útflutningshæfu kjöti
á hverjum tíma þegar kaupendur
birtust. Miðaö við núverandi handar-
baksvinnu á slátruninni ásamt stein-
runnu leyfakerfi í útflutningnum væru
allir kaupendur fyrir löngu horfnir
eitthvert annað, loksins þegar afgreiöa
ætti vörunatilþeirra. -G.T.K.
Linton Kwesi Johnson, einn þckkt-
asti reggaetónlistarmaöur heims,
heldur hljómleika í Sigtúni í kvöld
klukkan 22. Honum til aðstoöar
verður hljómsveit Denis Bovell, en
sú hljómsveit hefur löngum verið
Linton Kwesi innan handar. Það eru
samtökin „Viö krefjumst framtíöar”
sem standa fyrir þessum hljómleik-
um.
mgh-Tech 260 (jX)LBY
Ný hapróuð hljómtækjasamstæða
fýnr kröfuharðan nútímann
>
33
Z
Já, hún er stórglæsileg nýja SONY samstæðan.
Fyrir aðeins 32.750,- stgr. gefst y^ur tækífæri til að eignast þessa stórglæsílegu
samstæðu, eða notfæra ykkur okkar hagstæðu greiðslukjör.
2x35 sinus watta magnari (2x65 musik
wött) með fullkomnu tónstillíkerfi SOUND
EXCHANGER, steríó útvarp með FM, MB
og LB, tveir 60 watta hátalarar og rúsínan í
pylsuendanum, kassettutækið, tekur að
sjálfsögðu allar gerðír af kassettum, leítari
fram og tíl baka og síðast en ekki síst Dolby
B og C. Dolby B er gamla
kerfið sem er á flestöllum tækjum, en í dag
er það Dolby C sem gildir og að sjálfsögðu
voru SONY fyrstír að ínnleiða það.
£
ÖJAPIS hf
BRAUTARHOLTI 2
Helstu útsölustaðír:
Akranes: Stúdíóval. Akureyrí: Tónabúðín. Borgames: Kaupfélagið. Eskífjörður: Pöntunarfélagið. Hafnarfjörður:
Kaupfélagið, Strandgötu. Hella: Mosfell. Homafjörður: Radíóþjónustan. ísafjörður: Eplið. Keflavík: Stúdíó.
Neskaupstaður: Kaupfélagið. Reyðarfjörður: Kaupfélagið. Seyðisfjörður: Kaupfélagið. Tálknafjörður: Bjarnar-
búð. Vestmannaeyjar: Músík og Myndir.