Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER1983
13
Eiga sauðfjárbændur
að st jóma eggja-
framleiðslu?
Kjallarinn
Aö undanfömu hefur fariö fram
talsverö umræöa um málefni land-
búnaðar á opinberum vettvangi. Eitt
nýjasta innleggið í því máli er frá
Framleiðsluráöi landbúnaöarins og
birtist í Búnaöarblaðinu Frey nr. 22
1983 undir fyrirsögninni „Hugmynd
aö stjómun eggja-, kjúklinga- og
svínakjötsframleiöslu...”
Sýnist mér aö þarna séu aö fæðast
hugmyndir um aö færa kjúklinga- og
svínakjötsframleiðslu undir fram-
leiösluráö — og auðvitaö eiga
neytenur aö borga brúsann.
Það er sagt, strax í upphafi, að
hugmyndir þessar séu unnar í „sam-
ráöi” viö stjórnir viökomandi sérbú-
greinafélaga. Bærilega er nú af staö
farið. Undirrituöum er kunnugt um
aö hugmyndir þessar eru a.m.k. ekki
unnar í samráöi viö Félag kjúklinga-
bænda, enda hefur stjórn þess ekki
verið faliö aö vinna aö þessu máli.
Þaðmun hinsvegar mála sannast aö
hugmyndir þessar eru upprunnar al-
farið hjá Framleiösluráöi og ef til vill
aö einhverju leyti frá vissum aöilum
í hænsnarækt, sem hafa notiö sér-
staks velvilja Framleiösluráösins á
undanförnum árum í sambandi viö
úthlutanir úr Kjarnfóöursjóði. Þaö
er staðreynd aö útdeiling á fjármun-
um úr sjóöi þessum hefur veriö meö
þeim endemum, að meira aö segja
Pálmi Jónsson, fyrrverandi land-
búnaöarráðherra og stofnandi
sjóðsins, sá sig tilneyddan aö fara
fram á upplýsingar um eftir hverju
væri f ariö viö val á sty rkþegum.
Peningar og völd
Þaö hefur veriö sagt aö peningar
jafngildi völdum og má líklega til
sanns vegar færa. Svo mikið er víst
að sá, sem hefur fé handa á milli
getur notaö þaö hvort heldur er til
góös eöa ills. Ötrúlegt er að land-
búnaðarráöherra sá sem kom kjarn-
fóðursjóöi á laggirnar, hafi ekki gert
sér grein fyrir því og trúlega hefur
þaö eftir allt ekki verið vanhugsaö af
honum aö fela Framleiösluráöi að
ráöstafa fjármunum þeim sem sjóö
þennan mynduöu. Sauöfjárbóndinn á
Akri hefur vafalaust gert sér grein
fyrir hvernig hagsmunum hans væri
best borgið.
Og nú er sem sagt komið aö því aö
hagsmunasamtök sauöfjárbænda
ætla aö fara aö stjórna framleiðslu
þeirra, sem ekki eiga þá köllun
helsta aö hlaupa á eftir rollum upp
um fjöll og firnindi. En eins og flest-
um er kunnugt hefur sauöfjárrækt
verið stunduð sem trúarbrögð en
ekki atvinnuvegur hér á Islandi í
seinni tíö. Mættum viö hugsa til þess
hvernig fór fyrir Spánverjum, er
þeir töldu sig of fína til aö stunda
annan búskap en sauöf járrækt.
Ef viö snúum okkur aö „hug-
myndunum” og byrjum þar sem
merktur er liöur 1 í áöurnefndri
grein í Frey, þá segir aö ,,Setja skuli
Ingimundur Bergmann
framleiöendum eggja, kjúklinga-
kjöts og svínakjöts búmark” . . .
sem taka skuii miö af framleiðslu
áranna 1981 og 1982. Nú má
náttúrlega endalaust deila um viö
hvaö skuli miöa í svona löguöu. En
skyldi þaö vera algjör tilviljun aö
miöa á viö ár, sem henta sérlega vel
fyrir þá sem framleiöa fugla fyrir á-
kveöiö sláturhús, eigi langt frá
Bændahöllinni, og sem er þeim sem
þar sitja ákaflega kært, a.m.k., ef
marka má fjárveitingar á undan-
förnumárum?
I lið 2 segir: , ,Gera skal áætlun um
hæfilegt framleiðslumagn af
framleiöslu hverrar búgreinar, sem
hér um ræöir, til eins árs í senn.”
Hver gerir áætlanir?
Það mun óhætt aö segja aö í tilefni
af þessu vakni ýmsar spurningar.
Hver á aö gera áætlun um hæfilegt
framleiöslumagn? Framleiðsluráð?
Á magniö aö fara eftir því hve mikiö
af dilkakjöti fer á útsölu á kostnað
ríkissjóðs og framleiöenda á
eggjum, fuglakjöti, svínakjöti og
mjólk? Munum útsöluná á gulgræna
k jötinu síöasta haust.
Samkvæmt liö 3 viröist sem þaö sé
ætlunin aö koma upp einhvers konar
miðstýrðum sölustöövum á
umræddum vörum. I framhaldi af
því mætti spyrja: Hafa fram-
leiöendur samþykkt aö leggja niöur
þá dreifingu, sem þeir hafa, ýmist
hver fyrir sig eöa nokkrir saman?
Hvernig á aö bæta mönnum þaö tap,
sem þeir óhjákvæmilega veröa fyrir,
ef þeir hætta dreifingu? Þaö veröur
aö gera ráö fyrir aö sú starfsemi gefi
eitthvað í aöra hönd. Er ætlunin að
selja alla kjúklinga, svo aö dæmi sé
tekið, undir einu vörumerki?
Hvemig litist neytendum á þaö?
Þegar stéttarsamband sauöfjár-
bænda og Framleiösluráö þess eru
komin meö þessar samkeppnis-
greinar sínar undir sinn
alræðishramm, hvaöa möguleika
hafa þá þessar búgreinar til aö
þróast?
Þaö er margviðurkennt af for-
manni Stéttarsambandsins, aö verö
á afurðum þessara búgreina sé
vegna kjarnfóöurgjaldsins 6—7%
hærra út úr búö en þaö væri án þess.
Þaö mun láta nærri aö sannleikanum
sé hagrætt um svona helming og aö
talan sé 10—12%, a.m.k. er þaö nær
sanni. Formaöurinn hefur jafnan
látið þaö fylgja meö aö þessi 6—7%
séu svo sem ekki neitt til aö vera aö
gera veöur út af, hreinn hégómi. Nú,
ef 10% eru ekkert sem máli skiptir,
því þá ekki aö lækka verö á sauðfjár-
afuröum um 10% Varla getur þaö
veriö meira mál en aö hækka verö á
öörum vörum.
Ráðstöfun
kjarnfóðursjóðs
Athugum nú hvernig fjármunum
úr Kjarnfóðursjóði hefur veriö
ráöstafaö:
Stór hluti hefur farið í greiöslur til
sauðfjárræktarinnar og líklega sá
stærsti. Öllum má þó vera ljóst aö sú
búgrein myndar ekki sjóöinn. Þá
hefur fariö væn fúlga í að greiða
niöur verö á áburði, sem m.a. er
notaður af garöyrkjubændum sem
ekkert greiöa í sjóöinn.
Loks hefur ýmsum hænsnabænd-
um veriö hyglaö meö fé úr sjóönum
undir því yfirskini aö um styrki til
kynbótastarfsemi væri aö ræöa.
(Kaupa stuöning?)
I lokin má leiöa hugann aö því aö
kjamfóöurgjaldiö hækkar heildar-
verömæti landbúnaöarafuröa. Þaö
leiöir svo aftur til þess aö út-
flutningsbótaréttur og sjóöagjöld
hækka.
Af öllu þessu má vera ljóst aö
Framleiösluráö og handbendi þess
eru síst fallin til aö stjórna málum
íslensks landbúnaöar, a.m.k. öörum
en þeim, sem snýr aö sauðfjárrækt,
og væri óskandi aö þessir aöilar
fyndu sér önnur og veröugri verkefni
íframtíöinni.
Ingimundur Bergmann bóndi,
Vatnsenda Vfllingaholtshreppi.
Æk „En eins og flestum er kunnugt hefur
^ sauðfjárrækt verið stunduð sem trúar-
brögð, en ekki atvinnuvegur hér á íslandi í
seinni tíð.”
Hálendisleiðir IV:
DYNGJUFJALLALEIÐIR
I síöustu grein enduöum við á
Gæsavatnaleið og fleiri möguleikum
frá Sprengisandi. Rætt var uin
hugsanlega nýja leið norðan Trölla-
dyngju, sem kæmi á eldri slóöir
sunnan Dyngjufjalla, en nú skulum
við líta á þessar leiöir aö noröan.
Aðalleiðin til Henubreiöarlinda og
Dyngjuf jalla liggur af þjóðvegi 1 við
Hrossaborg og er nú orðin sæmilega
greiöfær. Tvær óbrúaðar ár, Grafar-
landaá og Lindaá, eru þó á þeirri
leiö, en sæmilega háir bílar eiga
samt aö komast í Heröubreiðarlindir
og inn í Drekagil. Ef menn hinsveg-
ar ætla að fara suður fyrir Dyngju-
fjöll, veröur að krækja langt út á
sandana fyrir taglið á Þorvalds-
hrauni, og þessir sandar eru oft
lausir í sér og þungir, og því aðeins
fyrir jeppa og aöra drifbíla. Þaö
þyrfti nauðsynlega aö bæta leiðina
vestan Dyngjuvatns og ryöja veg
yfir Þorvaldshraun, þar sem þaö er
mjóst undir brekkunum. Slík aðgerð
mundi bæta Gæsavatnaleiöina veru-
lega og einnig gera hringakstur um
Dyngjufjöllin auöveldari. Þessi
hringakstursleiö liggur hjá Katt-
bekingi og um Dyngjufjalladal, sem
er hrikalegur og fallegur, þó aö hann
séalgerauön.
Ur norðurenda Dyngjufjalladals er
gömul akstursleið norðvestur í
Suðurárbotna og er ágæt jeppaleið
þangaö, en þar fyrir noröan er sein-
fariö og oft ekiö um gróðurlönd. I
Suöurárbotnum skiptast leiðir og
liggur önnur niöur í Svartárkot en
hin til Grænavatns og Mývatns.
Þessar leiöir munu lítið vera farnar
núorðið en mega enganveginn falla
út af kortinu. Heldur væri nær aö
reyna aö lagfæra þær og forða frá, aö
ekiö sé vítt og breitt um gróðurlönd.
Sjálfur hef ég aldrei farið noröan
Dyngjufjalla, en þaö hlýtur aö vera
hægt að lagfæra leiðir þar, eins og
alls staöar annars staðar um hraun
ogsanda.
Þaö vantar nýjar feröamannaleið-
ir um Odáöahraun noröan Dyngju-
fjalla og viö Mývatn, og mun ég
nefna hér nokkrar æskilegar leiöir:
1. Betri leið vestur fyrir Heröubreiö
aö uppgönguleiöinni. Ef menn ætla
aö ganga á Heröubreið úr Lindun-
um er það 4 tíma gangur aö
uppgöngunni fram og aftur,
þ.e.a.s.of langt.
2. Ökuleið aö Kollóttudyngju (Ólafur
Jónsson sagði einhvers staðar, að
hægt væri að aka alveg upp á
Kollóttudyngju) og áfram noröur
um Kerlingardyngju og Ketil-
dyngju (Fremrinámur) í Heilags-
dal og til Mývatns, og gera þá
ferðamannaparadís enn vinsælli.
3. Leiöin að Dettifossi að vestan og
niöur um Hólmatungur og Hljóöa-
kletta til Ásbyrgis veröur að stór-
batna og vera fær öllum bílum Og
þá má enganveginn henda, aö þess-
ar akstursleiöir veröi svo langt frá
dásemdum náttúrunnar á þessu
svæöi, aö aðeins þeir gönguglööu
fái notiö þeirra. Brú yfir Jökulsá
viö Vígabergsfoss yfir í Forvaðana
er einnig mikilvægt framtíðar-
verkefni.
4. Leiðin af Hólasandi til Þeista-
reykja og áfram á gamla Reykja-
heiðarveginn viö Sæluhúsmúla
þarf einnig aö batna og veröa fær
öllum bílum og er þá að sjálfsögöu
gert ráð fyrir, að Reykjaheiðin
haldist áf ram sem sumarvegur.
Hér hef ég nefnt nokkra
möguleika, en sjálfsagt eru margir
aðrir til, og sumir þeirra kannski
engu síðri en þeir, sem nefndir voru.
Kverkfjallaleið
Aöalleiöin til Kverkfjalla liggur til
suðurs frá Möörudal og um Kreppu-
brú og hrikalegt, vikurfyllt hraun í
Krepputungu. Hvannalindir, yndis-
legur gróöurreitur í miðri auðninni,
eru heimsóknarinnar viröi, þótt ekki
væri farið lengra, en Kverkfjöllin eru
ævintýraheimur, hrikalegt háhita-
svæöi meö óþrjótandi gönguleiðir,
allt upp í 1920 metra hæö ef menn
vilja. Fyrir nokkrum árum var þaö
Einar Þ. Guð johnsen
á dagskrá að byggja brú yfir Jökulsá
við Upptyppinga en varð ekki af.
Hvemig væri nú aö byggja þessa brú
vegna ferðamanna? Mér finnst þaö
sjálfsagður hlutur, þaö er fleira en
rafmagn, sem gefur gull. Slík brú
mundi tengja saman Kverkfjöllin og
Dyngjufjöllin í feröatilhögun og gera
dagsferöir mögulegar frá Mývatni,
eða allavega miklu auðveldari.
Ur Arnardal er hægt aö aka um
Álftadal suður undir Brúarjökul og
áfram til austurs og niður í Laugar-
valladal og til Jökuldals. Þessi leiö
gefur marga möguleika og þarf að
batna og verða höfuðleið fyrir feröa-
menn. Vestan Kárahnjúka rennur
Jökuisá á Brú 1 ferlegu gljúfri, sem
allt of fáir fá aö skoöa og þar rétt hjá
í Laugarvalladal gæti orðið þægileg
baöaöstaöa og áningarstaður fyrir
feröamenn.
Snæfellsleiðir voru erfiöar áöur
fyrr úr Hrafnkelsdal, en meö
'drkiunaráformum viö Bessastaöa-
vötn eru komnir nýir vegir inn á
þessi öræfi og mun betri. Vonandi
veröur ekki tekiö upp á því, aö ferða-
mönnum verði bönnuö umferð um
þá. Snæfell er hæsta fjall landsins
utan Vatnajökuls, 1833 metrar,
auðvelt uppgöngu að sunnan og stór-
kostlegt útsýnisfjall. Einnig má
alltaf sjá eitthvað af hreindýrum í
nágrenni fjallsins. Þaö er því mjög
mikilvægt, að ferðamannaleiðir til
Snæfells batni og veröi öllum feröa-
mönnum opnar.
Fleiri nýjar leiðir eru æskilegar á
þessu svæði, en trúlega er bezt aö
hafa ekki fleiri orö um þær að sinni,
og flytja sig á annaö svæöi.
IMorðan Langjökuls
Eins og nú er liggur slóö úr
Vatnsdal og suöur í Fljótsdrög
noröan Langjökuls. Önnur slóð ligg-
ur úr Víðidal suöur aö Amarvatni og
áfram til Kalmanstungu, og norðan
Strúts liggur slóö austur í Hvítár-
drög undir Eiríksjökli og einnig aö
Reykjavatni. Þar með er þaö upptal-
iö, sem merkt er á kort, en á jeppum
er oftast hægt aö komast frá Amar-
vatni austur um Stórasand og á
Kjalveg ekki langt frá Sandkúlufelli.
Stórir bílar eiga í erfiðleikum meö
aö komast flest af þessu, svo að segja
má aö öll þessi heiðalönd og sandar
mega heita lokaö land fyrir aðra
feröamenn en þá, sem vilja ganga
eða f eröast á jeppum.
Á leiðinni frá Kalmanstungu inn aö
Arnarvatni er víöa ekið á gróöri, og
einkum hefur Þorvaldsháls orðiö illa
úti og gróöurskemmdir oröiö vegna
aksturs. Eitthvað hefur verið lagað
af þessari leiö undanfariö en það
ætti að stefna aö því, aö þessi leið öll
og áfram niður í Víðidal og Vatnsdal
og einnig austur á Kjalveg veröi fær
stórum bílum og jeppum, án þess aö
aka þurfi á gróöri og meiri skemmd-
ir veröi. Meö þeim aögeröum opnast
víðáttumikil svæöi noröan Lang-
jökuls fyrir ferðamenn, og meira að
segja mjög eftirsóknarverð svæöi.
Hliöarleiöirnar frá aðalslóöinni
koma svo að gagni áfram, t.d. suður í
Fljótsdrög, þar sem ganga á Jökul-
stallana og aö upptökum Hall-
mundarhrauns hlýtur að verða
eftirsóknarverð. Þessi svæði öll hafa
verið útundan í skipulagningu ferða
um hálendiö, enda hafa þau veriö
nánast lokuö vegna akstursöröug-
leika.
Slóöin austur með Strútnum og inn
undir Eiríksjökul þarf aö batna veru-
lega og færast af gróöri og út á Hall-
mundarhraun meö smálagfæring-
um. Eiríkisjökull, 1675 metra hár, er
einn af okkar auöveldustu jöklum aö
ganga á og þaöan er mikið víðsýni.
IMorðan Hofsjökuls
Ýmsar aksturleiðir hafa veriö um
það svæði, en meö virkjun Blöndu
breytist margt, og veröa því
hugleiöingar um frekari akstursleið-
ir og tengingar aö bíða.
Einar Þ. Guðjohnsen
framkvæmdastjóri.