Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Qupperneq 30
38 DV. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER1983. IMÝIR UMBOÐSMENN OKKAR EFTIRTALDIR STAÐIR: NESKAUPSTAÐUR Hlíf Kjartansdóttir Miðstræti 23 simi 97-7229 REYÐAREJÖRÐUR Ingileif Björnsdóttir Hæðargerði 10 A sími 97-4237 Umboðsmaður okkar í KEFLAVÍK Margrét Sigurðardóttir er flutt að Smáratúni 14 simi 92-3053 Tilboö óskast í sanddæluskipið Sandey II í því ástandi sem þaö er nú í og liggur á rifi við Engey. I tilboði skal gera ráð fyrir því að kaupandi fjarlægi skipið af staðnum. Tilboð sendist Tryggingamiðstöðinni h/f eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 9. desember 1983. Áskilinn er réttur til aö taka hvaða tilboði sem er eöa hafna öllum. TRYGGINGAMIÐSTOÐIN P AÐALSTRÆTI 6 - 101 REYKJAVlK - SlMl 26466 BLÖNDUÓS Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 simi 95-4581 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Ármann Rögnvaldsson Hlíðargötu 22 simi 97-5122 ÚTBOÐ Tilboð óskast í f asteignina nr. 14 við Gr jótagötu hér í borg. lltboðsgögn veröa afhent í skrifstofu borgarritara, Austur- stræti 16, og má vitja þeirra á venjulegum skrifstofutíma. Húsið verður til sýnis mánudag 5. desember og miðvikudag 7. desember kl. 13—15 hvorn daginn. Skilafrestur tilboða er til og með 14. desember nk. 29. nóvember 1983. Borgarritarinn í Reykjavík. JOLABASAR Jafnframt sölusýningu okkar höldum við jólahasar, nú um helgina, á glerblástursverkstœðinu. Þar verða seldir lítið útlitsgallaðir glermunir (II. sortering) á niðursettu verði. Verkstœðið er opið frá kl. 10—18, laugardag og sunnudag. Verið velkomin Sigrún & Sören í BERGVÍK Bergvík2, Kjalarnesi270 Varmá, símar 66038 og 67067. Menning Menning Menning Sigurður A. Magnússon: JAKOBSGLÍMAN Uppvaxtarsaga Mái og menning 1983. 263 bls. I uppvaxtarsögu Sigurðar A. Magnússonar hermir uppkominn sögumaður, ígildi höfundar í verk- inu, frá drengnum í sögunni, Jakobi, ígildi sögumanns í æsku hans. Og því lengra sem á hana líöur og fleira er frá Jakobi sagt þeim mun lengra sýnist í land að sögu. ljúki og Jakob komist til þess manns sem henni er væntanlega ætlaö að lýsa sjálfsmynd sögumanns og söguhöfundar. Enhitt má ætla að langt verði að endursegja með þessum hætti ævisögu höfundar- ins allt fram á þennan dag. Þegar hér er komiö sögunni í þriöja bindi verksins er Jakob kom- inn á unglingsaldur og farinn að feta sig í skóla og kristilegu félagi ungra manna áleiðis burt frá upphafi sínu. 1 sögulokin er Jakob loks fluttur að Bókmenntir ÓlafurJónsson Frelsi fyrír trú? heima frá sínum drabbsama föður og þrautgóöu stjúpu, kominn í menntaskóla og í þann veg að veröa sjálfs sín, en sagan gerist öll á éinum þremur árum, 1942—44. Frásögn lýkur í þetta sinn á kafla um jólakvöld meö fjölskyldu hans, heima á Oddshöfða, en þar hefur Jakob að mestu hafst við árin á undan. Nú er svo að sjá sem fjölskyldan sé í þann veg að leysast upp, Marta stjúpa hans að þrotum komin sem hefur í tíu ár haldið fjölskyldunni uppi og saman. Það veröur ansi hugstæð mynd henn- ar í lokakafla sögunnar eins og raun- ar öll lýsing konunnar í þremur bind- um uppvaxtarsögunnar, og þeirra Jóhannesar beggja. 1 þessu nýja bindi bætist að vísu ekki margt efnislega nýtt við lýsing- una á föður Jakobs og fjölskyldu þótt atburðir sögunnar fari þar fram að hluta til. Né þá við frásagnir og lýs- ingu öreigahverfisins á mörkum bæjar og sveitar, tvennra tíma meö • þjóðinni sem í raun var aöalefni beggja hinna fyrri binda — eins og drengur nam þaö í bernskunni og minni hins fulloröna sögumanns hef- ur varðveitt það. I þetta sinn er aðal- efniö átök holds og anda í hug og til- finningalífi Jakobs, gelgjuskeiðiö sem hann lifir að mestu í skjóli og skugga hins kristilega félagsskapar sem hann gengst upp í af lífi og sál. Og fer fjarri því aö sjái fram úr þeirri baráttu þótt þessu bindi sleppi, enda margt enn ósagt af unglings- árum Jakobs og mestallur mennta- skólinn framundan. Jafnframt verður sagan þegar hér er komiö bein sjálfslýsing og þokast í fyrirrúm frásögunnar miklu venju- iegri minningasaga en fyrri hlutar verksins þrátt fyrir allt voru. Það veröur ekki við því séö að sögu- stöövar Jakobsglímunnar í gagn- fræða- og menntaskóla, KFUM í Reykjavík og Vatnaskógi vekja miklu minni áhuga, minnsta kosti undirritaðs lesanda, heldur en æsku- slóðir Jakobs úti á jaðri eða utan viö hið borgaralega samfélag sem hann er hér að þumlungast inn í. Það er þrátt fyrir allt kjarni máls í þeirri þroskasögu sem hér er veriö að segja: leit ungs manns að tryggum stað, tilgangi í lífi sínu. Sú leit leiðir hann í þessu bindi sögunnar á burt úr heimi æskunnar, frá foreldrum og fjölskyldu inn á hefðbundna skóla- braut og áleiðis til upptöku í heim hinna fullorðnu, ráðsettu og sálu- hólpnu. Frelsun Jakobs til trúar, kristilega félagsstarfiö og skóla- starfið, kristindómurinn sjálfur verður honum svo sem haldreipi á þeirri leið. Er þetta svo að skilja sem sjálfs- lýsing Jakobs í uppvaxtarsögunni skipti að endingu minna máli en lýs- ing umhverfis og aldarfars, fólks og sambýlishátta sem ólu hann af sér? Ekki þarf svo að vera, og úr því verö- ur að vísu ekki skorið fyrr en verkið er allt, og sú mannlýsing að fullu komin fram sem um síðir á að halda þvísaman. Þaö sem Jakob er þegar hann segir sögu sína, þaö verður hann vegna þeirrar reynslu sem sag- an lýsir úr áfangastaö fulloröinsald- urs. I fyrra bindi, Möskvum morgun- dagsins, sagði nokkuð frá fvrstu kynnum Jakobs af KFUM, góðvild og hlýju sem hann mætti þar, yndi sem hann naut í félagsskap jafnaldra og sumarvist í Vatnaskógi. I Jakobs- gh'munni er þráöurinn tekinn upp á ný næsta sumar, og þá frelsast Jakob í svip til trúar fyrir umtölur góðs vin- ar og foringja í KFUM þótt sjálfur finni hann sig veilan og hálfan í trúnni. Ovænt fráfall vinarins á ung- um aldri veröur síðan til að beina Jakobi fyrir fullt og fast inn á braut trúarinnar, hann tekur þá ákvöröun í yfirbótaskyni viö vin sinn að gefa sig af öllum kröftum aö kristilega starf- inu, og er svo að skilja sem félags- starfiö, trúariökun og trúarlíf sem því fylgdi, hafi með tíð og tíma grundvallaö hjá honum þá trúar- sannfæringu sem ef til vill skorti í upphafinu. í skólanum gerist hann brátt forsprakki kristilegrar starf- semi á meðal nemenda með félags- stofnun, fundahöldum og blaðaút- gáfu. Og jafnframt er ljóst af frá- sögninni að öil þessi starfsemi, trú- boð og trúariðkun, kemur að veru- legu leyti í staðinn fyrir annarskonar félagslíf og félagsskap — sem Jakob á engan kost að njóta af því hvað fé- vana og munaðarlaus hann er. Annar meginþáttur þessara frá- sagna snýst um ásókn og umsátur holdlegra þarfa um hiö andlega lif sem Jakobi er í mun að lifa og njóta, kynferðisóra sem á hann sækja í vöku og svefni og sífelldri umhugsun um stelpur, þar sem sjálfsfróun verður nauðvörn hans með sektar- kennd og blygöun sem henni fylgir. Og trúarlíf og kynlíf fléttast beinlínis saman í félagsskap og vinfengi við drengi í KFUM. 1 þessari baráttu gengur hvorki né rekur bókina á enda, þótt Jakob virðist að sönnu orðinn alhugaðri trúmaður í lok hennar en nokkru sinni fyrr — jóla- messa að morgni eina fróin við ein- manaleikanum sem um hann lykur. Það er hreinskilnislega og hisp- urslaust frá þessu sagt í Jakobsglím- unni og einatt smekklega farið með viökvæm frásagnarefni. Lesandinn á oftast auðvelt með að gera sér grein fyrir og skilja af frásögninni kringumstæöur og vandamál drengs- ins í sögunni. Hitt er svo annað mál hvort tekst aö gera þennan lífsvanda ljósan, innra lif Jakobs aö veruleika i frásögn, til jafns viö áraun hins ytri veruleika, örbjarga og aökreppta mannlífs sem lýst var í Undir kal- stjörnu og Möskvum morgundags- ins. Þótt undarlegt megi virðast kann það að stafa af óduldu minn- ingaformi frásögunnar ef Jakobs- glíma tekst miður til að þessu leyti: af því aö örðugara sé að endurgera með slíku móti umhðna reynslu sem aðallega var andlæg og tilfinninga- leg heldur en atburði, fólk og um- hverfi hinna fyrri frásagna, þann ytri og hlutlæga veruleika sem mót- ar hf og lífskjör, og manninn með. Svo mikið er víst að Jakobsgk'm- una les maður aðallega sem hverjar aðrar endurminningar, og er frá- sögnin ansi mikið farin að teygja úr og hægja á sér þegar hér er komið, en einstök frásagnarefni vekja á sér misjafnan áhuga. Einatt verða frá- sagnir af fólki og kynnum, kennurum í skóla eða leiðsögnurum í hinu kristilega starfi, lagsbræðrum í fé- lagslífi og sumarvinnum, aðeins mis- glöggar svipmyndir, þar sem nafn- leyndin kemur lesanda aðallega til að grafa heilann um hver sé hin raunverulega fyrirmynd persónunn- ar. Og þótt einstakir þættir séu mis- jafnir að þessu leyti verður frásögnin með köflum ansi ópersónuleg — svo sem í ýmsum viðræðum Jakobs við trúbræöur og félaga, eða þar sem at- burðir stríðsáranna eru endursagðir líkt og eftir blaðafréttum, eða dag- skráratriði á þjóðhátíð á Þingvöllum 1944 rakin hvert á eftir öðru. Til Þingvalla kemur Jakob þá í fyrsta sinn og vekst þar upp fyrir honum saga um leið og hann nemur fegurð staðarins. Allt eins og eftir forskrift. Af frásögn litlu síðar í bók- inni um f jallgöngu sem hann fer einn síns liös verða á hinn bóginn miklu gleggri áhrif náttúrunnar á ungan hug. Frásögnin er aö sönnu skipulegri í þessari bók Möskvum morgundags- ins og hreinlegar stíluö, en ritháttur auðkennist eins og áöur af mikilli eft- irsókn eftir sjaldyrðum og annarri shkri viðhöfn í stíl. Hvað um orðafar eins og nafnoröin „kofuryrði”, „skelligláma”, „gáttlæti” og „þrust- ur”, gripin hér upp úr nokkrum hn- um efst á bls. 25? Eða sagnirnar „tvínóra” og „flangra” á bls. 53 og gætu aö vísu verið prentvillur fyrir tvínóna og slangra? Allténd getur það orðið til að ítreka bilið sem einatt er að öðru leyti auðfundið á milli hinnar lítt reyndu söguhetju og sögu- mannsins sem síðar varð. Aö sögulokum Jakobsglímunnar er öldungis ósýnt hvort Jakob muni um síðir finna einhverskonar frelsi í og fyrir trú sína. Enn er það ekki orðið og virðist kannski ósennilegt að svo fari. En hvert trú hans þá leiöir hann, það hlýtur að bíða næsta bindis uppvaxtarsögunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.