Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR 67. TBL. — 74. og 10. ÁRG. —MÁNUDAGUR 19. MARS 1984. Svört skýrsla um at- vinnumál á Norðurlandi —sjábaksíðu Nýir kjarasamningar samþykktir með yfirgnæfandi meirihiuta íEyjum: „ÞETTA ER ÞOKKALEGUR SAMNINGUR” —segir Jóhanna Friöriksdóttir, f ormaður Snótar Nýju kjarasamningarnir voru sam- þykktir meö yfirgnæfandi meirihluta atkvæöa á fundi Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja og Verkakvennafélagsins Snótar í gær. 94 félagsmenn greiddu at- kvæöi meö samningunum, 8 voru .á móti og 2 seðlar voru auðir. Samningar höföu tekist í kjara- deilunni í Eyjum á föstudagskvöld. Var yfirvinnubanninu sem hafist haföi þann sama dag kl. 17 þá frestaö. Jóhanna Friðriksdóttir, formaöur Snótar, sagöi í samtali viö DV að sam- kvæmt nýja samningnum fengju 16 og 17 ára unglingar sömu laun og aðrir. Þá heföi náðst fram ákvæöi um fata- peninga, en samkvæmt því eru greiddar kr. 1,65 á klukkustund í dag- vinnu. Kvað Jóhanna þaö samsvara um 2,5% hækkun en teldist til þátttöku vinnuveitenda í kostnaöi. Einnig er í samningnum ákvæöi um 2ja flokka launahækkun eftir samtals 15 ára starf hjá sama vinnuveitanda. Sagði Jóhanna þetta vega um 4% hækkun launa viðkomandi. Loks var ákveðið aö stofna fastanefnd sem mun afgreiöa þau deilumál sem upp kunna aö koma. „Viö erum ekkert yfir okkur ánægö með þetta,” sagði Jóhanna, ,,en þetta er þokkalegur samningur þegar á þaö er litiö að okkur var ætlaö aö sam- þykkja ASI-VSI samninginn.” -JSS. Jón Sólnes, fv. alþingismaður, Skúli Alexandersson alþingismaður og Steingrímur Sigfússon alþingismaður á fundinum i gær. Fundur sjómanna og útvegsmanna f gær: 771 andsk...með kvótakerfíð — sjá bls. 2 Þœr skemmtu sér vel mœdgurnar Vigdís Finnbogadóttir forseti og dóttir hennar, hún Ástrídur, á fjölskglduskemmtun í Háskólabíói í gœr. Að vísu kom leikhússtjórinn fyrrverandi ekki fram á sviði en það gerði Ástríður dóttir hennar aftur á móti þar sem hún lék álfamey í leikritinu Nátttröllið sem barnaleikhúsið Tinna sýndi. Eftir sýninguna settist Ástríður hjá móður sinni og þœr fylgdust í sameiningu með öðrum atriðum sem boðið var upp á. DV-mynd E.Ó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.