Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Side 5
DV. MÁNUDAGUR19. MARS1984. 5 Mosfellssveit: Samkeppni um skipulag miðbæjar Mosfellshreppur býður ásamt skipu- iagsstjóm ríkisins til hugmyndasam- keppni um framtíðarskipulag mið- bæjarsvæðisj Mosfellssveit. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hug- myndir um uppbyggingu miðbæjar sem yrði sameiginlegur þjónustu- kjami fyrir öll byggðarsvæðin í sveit- inni. 1978 var efnt til samkeppni um aðal- skipulag og deiliskipulag afmarkaðra svæða 1978 til 1999. Samkeppnin nú er framhald þeirra hugmynda sem fram komu í þeim tillögum sem fram komu um aðalskipulagið. Aðalskipulag byggt á tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni 1978 var staöfest af félagsmálaráðherra 28.9. ’83. I markmiðum samkeppninnar um miðbæjarsvæöiö er lögð áhersla á að gera ytra umhverfi miðbæjarsvæðis- ins eins aölaðandi og efni og ástæður leyfa. Lögð er áhersla á að vemda sér- kennilegt klapparsvæði sem er í hinum fyrirhugaða miöbæ og að gróöursetn- ing tr jáa og runna verði stórefld. Lega Vesturlandsvegar meðfram væntanlegu miðbæjarsvæði kallar á breytingar á legu hans og er gert ráð fyrir í aðalskipulagi að vegurinn verði færöur til austurs og innansveitarum- ferð eigi greiða leið ýmist yfir eða und- ir Vesturlandsveginn. Fjölgun íbúa hefur verið mikil í Mos- fellssveit undanfarin ár, sú mesta á höfuðborgarsvæðinu í heild. I árslok 1983 voru íbúar sveitarinnar 3.453 að tölu. Heldur er gert ráð fyrir því í for- sendum aðalskipulagsins aö dragi úr hinni öru fólksf jölgun í sveitinni og sé miöað við þær forsendur þá er gert ráð fyrir að íbúar sveitarinnar verði orðnir 4.500 um 1990 og um 6.500 árið 2003. Skilafrestur í samkeppninni er til 16. apríl. Stefnt er að því að úrskurður dómnefndar liggi fyrir í byrjun maí og þá verði haldin sýning á öllum þeim til- lögum sem berast. .jr Fiskvinnsluskólinn i Hafnarfirði hélt nýlega námskeið i ferskfiskmati fyrir starfandi matsmenn. Þetta var i fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haidið og voru þátttakendum kynntar nýjar aðferðir i ferskfiskmati. Námskeiðið gaf mjög góða raun og á myndinni hér að ofan má sjá nokkra nemendur meðhöndla dýrmæta rækjuna, fiskinn, sem allir horfa til um þessar mund- jr D V-mynd Ægir Þórðarson. HEIMILISTÖLVAN Minni: 18 K Ram — stækkanlegt í 64 K Ram. 24 K Ram. Örtölva: Z80ACPU. Basic: Innbyggt. Tíu forritanlegir lyklar. Innbyggðar Basic-skipanir í lyklum. Tengingarmöguleikar: Joystick diskettustöð, prentari, segul- bandstæki, sjónvarp eða Monitor og Modem. FISLÉTTUR, FRÍSKUR BENSÍNSPARI CCM I PYMIR á qfr OE-IVI. LC T IMIim OCn« MICRA ÖRYGGIÐ FELST í: gæðum og endingu sem Nissan verksmiðjurnar einar geta tryggt. GULLTRYGGÐ ENDURSALA á verði sem er það langbesta sem nokkur keppinautanna getur boðið á bílum sem eiga að heita sambærilegir. NISSAN MICRA DX NISSAN MICRA GL Hl ==L INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. ÖRUGGASTA OG BESTA VALIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.