Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Qupperneq 18
18 M REYKVÍKINGAR Sjáífstæðisflokkurinn efnir til almenns stjórn- málafundar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 20. mars kl. 20.30. Ræðumenn verða: Þorsteinn Pálsson alþingismaður, formaður Sjálf- stæðisflokksins. Friðrik Sophusson alþingismaður, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Salome Þorkelsdóttir alþingismaður. Almennar umræður Allir velkomnir SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN. Samvinnubankinn Suðurlandsbraut 18 mun frá og með þriðjudeginum 20. mars nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ______________W'm Flugleiöir: FJÓRDUNGS AUKN- ING í N-ATLANTS- HAFSFLUGINU — en samdráttur í innanlands- og Evrópuflugi Þaö liggur nú fyrir að samdróttur í Evrópuflugi Flugleiöa varö tæplega sjö prósent í fyrra miðað viö árið áöur, enda drógu Islendingar verulega úr ferðalögum síðari hluta ársins. Það kom einnig fram í innanlandsfluginu, sem dróst saman um 8,5 prósent. En aukningin í N-Atlantshafsfluginu varð hinsvegar 24 prósent, sem er langt yfir heildaraukningu allra flugfé- laga á leiðinni. Hún er fimm prósent. Talsverður hagnaður varð af rekstrin- um í heild í fyrra og bíöa menn nú aðal- fundartilaösjáhverhannvarö. -GS. Láglaunakönnunin gefin út Kjararannsóknarnefnd hefur nú gefiö út á bók niöurstöður úr svo- nefndri láglaunakönnun sem náði til 14 verkalýðsfélaga innan Alþýðusam- bands Islands. I bókinni er aö f inna skýrslu nefndar- innar til forsætisráðherra frá 7. febrúar síðastliðnum, lýsingu alls úrtaksins, sem könnunin náði til ásamt dreifingu dagvinnulauna, meðaltekna og heimilistekna og skiptingu þessara upplýsinga eftir kynjum. Þá er sundur- liðun á þessum upplýsingum eftir verkalýösfélögum og eftir kynjum innan verkalýðsfélaga. Þá er einnig sundurliðun eftir f jölskylduaðstæðum. Bók þessi verður til sölu hjá Kjara- rannsóknarnefnd og kostar 300 krónur eintakið. Bókin er rúmar 400 blaösíöur aðstærð. Fiskeldi hefur verið kennt á Hólum í Hjaltadal í þrjú ár. A myndinni eru Heiða Lára Eggertsdóttir nemandi og Pétur Bjarnason kennari. DV-mynd: Bjarnleifur. HólaríHjaltadal: NÁMSKEIÐ í FISKELDI FYRIR BYRJENDUR Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal hefur ákveðið að efna til þriggja daga kynningamámskeiðs í fiskeldi fyrir byrjendur. Námskeiöið verður haldiö á Hólum dagana 14. til 16. apríl næst- komandi. Reynt verður að gera sem flestum þáttum fiskeldis nokkur skil, bæði meö bóklegri og verklegri fræðslu. Auk starfskrafta skólans hefur skólinn fengiö til liðs viö sig nokkra starfandi sérfræöinga á hinum ýmsu sviðum fiskeldis. Þeim sem áhuga hafa á þátttöku er bent á að tilkynna þaö fyrir 6. apríl. Vegna plássleysis er aðgangur tak- markaöur. Nánari upplýsingar veita Jón Bjarnason skólastjóri og Pétur Bjarnason kennari í síma 95-5962 og 95- 5961. Bændaskólinn hefur um þriggja ára skeið gefið nemendum sínum kost á kennslu í fiskeldi í samvinnu við fyrir- tækiö Hólalax sem á nýreista eldistöð í Hjaltadal. Ríkiö á 40 prósent í Hólalaxi en margir einstaklingar, einkum bændur á Norðurlandi vestra, eiga 60 prósent. -KMU. SUÐURNESJAMENN VIÐ SKÁKBORÐK) Þótt Suðumesjamenn hafi ekki átt marga þátttakendur í hinum alþjóð- legu skákmótum undanfarið þá hafa þeir setiö allmikið að tafli seinustu vikurnar. Nýlokið er tveimur skák- mótum í héraðinu — skákmóti Voga- manna og skákmeistaramóti Suður- nesja sem haldið var í Garöinum. Skákmeistari Vogamanna varð Olaf- ur Sigtryggsson með 17 1/2 vinning. Annar varö Orlygur Kvaran með 15 1/2 v. og þriðji Engilbert Pétursson með 14 1/2 vinning. Skákmeistari Suðumesja varð Helgi Jónatansson, Skákfélagi Keflavíkur, með 6 1/2 v. Annar varð Pálmar Breið- fjörð með 6 v. og þriðji Sigurður H. Jónsson meö 4 1/2 v. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Að þessu móti loknu fór fram hrað- skákkeppni. Pétur Sævarsson, Skákfé- lagi Gerðahrepps, varð hraðskák- meistari Suðumesja, Halldór Þor- valdsson S.G. varö annar og Pálmar Breiöf jörö SK varð þriðji. Unglingaverðlaun voru veitt fyrir bæði þessi mót. Siguringi Sigurjónsson SK fékk þau fyrir frammistööu sína í Skákmeistaramóti Suðurnesja en Karl Finnbogason fyrir hraðskákmótið. Þátttakendur voru jafnmargir í báðum mótunum sem fram fór í Gerðaskóla, eöa 22. -emm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.