Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Page 23
r>V. MÁNUDAGUR19. MARS1984. 23 yf irvegun skóp Valsmönnum sigur — sigruðu KR-inga, 87:79, og mæta nú Njarðvíkingum íúrslitum „Þetta var skemmtilegur leikur, viö börðumst vel og vorum blessunarlega lausir við taugaveiklun,” sagði Torfi Magnússon, fyrirliði Vaismanna, eftir að þeir höfðu unnið sætan sigur yfir KR-ingum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Seljaskóla í gærkvöldi. Lokatölur voru 87—79 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 43—45 KR í hag. Strax í byrjun var augljóst að bæði liðin voru staðráðin í aö selja sig dýrt. Gífurleg barátta var á báða bóga og liðin sýndu körfubolta eins og hann gerist bestur hér á landi. Algjört jafn- ræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Tómas Holton, Val, og Páll Kol- beinsson, KR, fóru á kostum og sýndu að þar eru mikil efni á ferðinni. Seinni hálfleikur hófst með álíka látum og sá fyrri, en eftir nokkrar mínútur duttu KR-ingar út af laginu. Þeir klúðruðu hverri sendingunni eftir aðra og not- færðu Valsmenn sér það vel. Þeir náðu 8 stiga forskoti sem KR-ingum tókst ekki að ná upp þrátt fyrir sterka bar- áttu. Valsmenn spiluðu mjög skynsamlega síöustu mínúturnar og tryggðu sér sigur, 87—79. Valsmenn voru með mjög góöa liðsheild og þar kom maður í manns stað. Tómas Holton var hreint stór- kostlegur í fyrri hálfleik uns hann Samhygð í úrslit Samhygð úr Gaulverjabæjarhreppi verður fjórða liðið í úrslitakeppni 2. deildar karla í blaki. Samhygð vann á föstudag Uð Breiðabliks með þremur hrinum gegn tveimur. Fjórir leikir fóru fram í kvenna- blakinu um helgina, allir fyrir norðan. KA sigraði Víking 3—1 og Völsungur vann Þrótt 3—0 á föstudagskvöld. A laugardag vann Völsungur 3—0 sigur yfir Víkingi í Ydölum meðan Þróttar- stúlkur unnu KA á Akureyri 3—0. meiddist illa og þurfti að fara á slysa- varðstofuna. Þessi ungi leikmaöur hefur sýnt það og sannað í vetur að þar er mikið efni á ferðinni sem á fram- tíðina fyrir sér. Kristján Agústsson var mjög sterkur í sókninni og komst vel frá leiknum. Torfi Magnússon og Jón Steingrímsson áttu góðan seinni hálfleik. Aðrir voru ágætir. KR-ingar klikkuðu illilega í seinni hálfleik eftir annars frábæran fyrri hálfleik. Hinn stórskemmtilegi leik- maöur Páll Kolbeinsson var bestur KR-inga en Garðar Jóhannsson var einnig mjög góður. Guðni Guðnason og Jón Sigurðsson áttu góðan fyrri hálf- leik. Þeir sem skoruðu stigin, voru: Valur: Kristján Ágústsson 22, Tómas Holton 16, Torfi Magnússon 14, Jón Stcingrimsson 12, Jóhannes Magnússon 7, Leifur Gústafsson og Einar Olafsson 6 hvor. Páll Arnar 4. KR: Garðar Jóhannsson 24, Páll Kolbeinsson 22, Jón Sigurðsson 13, Guðni Guðnason 12, Birgir Guðbjömsson 6, Agúst Líndal 2. Dómarar: Davið Sveinsson og Kristbjöm Albertsson dæmdu ekki vel. -Þ.S. Magnús Bergs á skotskónum Magnús Bergs skoraði mjög fallegt mark, þegar Santander vann sigur 3— 0 yfir Palencia í spönsku 2. deildar- keppninni í gær. Magnús skoraði með góðu skoti eftir að hann hafði komist Iaglega á auðan sjó með knöttinn — sendi hann fram hjá markverði og í fjær hornið. Magnús átti einnig stóran þátt í þriðja markinu — markvörður Palencia hálfvarði þá skot frá honum. Knötturinn hrökk til samherja Magnúsar, sem átti ekki í erfiðleikum með að senda hann í mannlaust markið. Santander nálgast nú 1. deildina óðfluga. -SOS. Rangers fékk skell á Ibrox Glasgow Rangers fékk skell á Ibrox í 8-liða úrsiitum skosku bikarkeppninn- ar — tapaði þar 2—3 fyrir Dundee. Ian Ferguson tryggði Dundee sigur — skoraði tvö mörk en þriðja markið skoraði Jim Smith. Þeir John McClelland og Dave McPherson skor- uðu mörk Tangers. Celtic vann stórsigur, 6—0, yfir Motherwell. Murdo McLeod, Mark Reid, Tommy Bums, Brian McClair (2) og Frank McGarvey skoruðu mörk Celtic. Aberdeen og Dundee United gerðu jafntefli, 0—0. Dundee, Celtic og St. Mirren leika í undanúrslitum og svo Aberdeen eða Dundee Utd. -SOS URSLITINILEEDS Arangur landsliftsinannanna í knattborftsleik í læeds varft þessi: cC R. Williams U Jtt < DÍ 4) ra i « u cC S. Coeker T. Corina c 3 | á oJ 1 S Gunnar J. 0 1/2 0 i 1 1/2 1/2 1/2 Agúst 0 1/2 1/2 0 1/2 1/2 1/2 0 Kjartan Kári 1/2 0 1/2 0 1 0 .1/2 1/2 Sigurftur 0 0 1/2 1/2 0 1/2 1 0 Asgeir 0 1/2 1/2 0 1/2 1/2 0 0 Guftni 0 0 0 1 1 1/2 1 0 Jón Orn 1/2 1 0 0 1/2 1/2 1 0 Bjarni 0 1/2 1/2 1/2 0 1/2 1 0 Teg. 84287 - leður. st. 22-38 - kr. 495,- Teg. 86046 - klossar, st. 35-41 - kr. 199,- Teg. 85823 - rúskinn. st. 25-45 - kr. 498,- Teg. 85358 - leður. st. 40-45 - kr. 799,- Teg. 0258 - leður. st. 35-46 frá kr. 785,- Teg. 84294 - leður. st. 36-40 - kr. 874,- Teg. 0232 - leður, 4 litir. st. 36-41 - kr. 649, Teg. 0328 - leður. st. 36-41 - kr. 653,- Teg. 0233 - leður. st. 36-41 - kr. 649,- TOPP 21212 æ SKÖRINN VELTUSUNDI 1 ÍUP87 Auglýsing um innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóös D flokkur 1974 Hinn 20. mars hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í D flokki 1974, (litur: grænn). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1974 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs er kr. 1.063,90 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innleyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands. Hafnarstræti 10, Reykjavík. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðla- bankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar. Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 20. mars 1984. Reykjavík, mars 1984. RIKISSJOÐUR ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.