Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Page 27
27 * v?i s.j1 .* m ,oi.Vj:>aWiAV .va DV. MANUDAGUR19. MARS1984. íþróttir íþrótt Karl-Heinz Rummenigge — dró í land. Offenbach rak stjórann — eftir stórtapiö íMtinchen Kickers Oífenbach, sem er í mikilli fallhættu í Bundeslígunni vestur-þýsku í knattspyrnunni, rak stjóra sinn, Lothar Buchmann, 48 klukkustundum eftir aö liöið tapaði 9—0 fyrir Bayern í Miinchen. Versta tap Offenbach í sögu félagsins í 1. deild. Eftir ieikinn urðu miklar deilur milli Buchmann og leik- manna félagsins og formaðurinn, Sieg- fried Leonhardi, greip þá í taumana. Rak stjórann og tiikynnti að Hermann Nuber, fyrrum aðalstjarna Offenbach, myndi taka að sér stjórnina til bráða- birgða. hsim. Leik áf ram í landsliðinu — þó Derwall svipti migfyrirliðastöðunni Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV í Þýskalandi. „Ef Jupp Derwali sviptir mig fyrir- liðastöðunni hætti ég í landsliðinu,” sagði Karl-Heinz Rummenigge í viðtali í þýska biaðinu Welt am Sonntag. Eftir að salan á Karl-Heinz til Inter Milano var ákveðin hafði Derwall látið þau orð falla að fyrirliði þýska landsliðsins yrði að leika með þýsku liði. Karl- Heins tók þessu illa en hann hefur verið fyrirliði þýskalandsliðsins þrjú síðustu árin. Hann sagði að þetta kæmi úr hörðustu átt því hann hefði varið Derwall þegar hann var gagnrýndur sem mest. A sunnudag dró Karl-Heinz hins vegar í land. Sagði þá við þýsku frétta- stofuna SID að hann mundi ekki gera neitt veður úr því þó Derwall svipti hann fyrirliðastöðunni. „Eg mun áfram leika með landsliðinu,” sagði hann. Rummenigge, sem er 28 ára, hefur leikið 73 landsleiki fyrir Vestur- Þýskaland og hann mun ræða málið nánar við Derwall þegar landsliðið kemur saman í Hannover fyrir vináttulandsleik við Sovétríkin þar 28. mars. HO/hsím. Erika Hess nálgast titilinn — íheimsbikarkeppni kvenna Erika Hess, Sviss, hefur alla mögu- leika á að sigra í heimsbikarkeppni kvenna í alpagreinum eftir að hún sigraði í stórsvigi á laugardag í Jasna í Tékkóslóvakíu. Hún er nú þrjátiu stig- um á undan Hanni Wenzel, Lichten- stein. Erika hafði verulega yfirburði í stór- sviginu. Hún sigraði á 2:17,08 min. Michela Figini, ólympíumeistarinn ungi frá S viss, varð í öðru sæti á 2:17,89 mín. Christin Cooper, USA, þriðja á 2:17,96 mín. Síðan komu Maria Epple, V-Þýskalandi, á 2:19,42 mín. og hand- hafi heimsbikarsins, Tamara McKinney, USA, á 2:19,43 mín. Hanni Wenzel varð aðeins í 12. sæti. I sviginu í gær á sama staö sigraði Riswitha Steiner, Austurríki, á 1:35,53 mín. Perrine Pelen, Frakklandi, varð önnur á 1:35,82 mín. og í þriðja sæti varð Paoletta Magoni, Italíu, á 1:36,34 mín. Mogoni varð ólympíumeistari í svigi í Sarajevo. Erika Hess keyrði út úr brautinni í fyrri umferðinni og fylgdist því mjög spennt meö Hanni Wenzel. Hanni varð í fimmta sæti og tókst því aöeins að minnka stigamun- inn á Hess en það var ekki mikiö. Að- einsfjögurstig. I stigakeppni hefur Erika Hess 247 stig. Hanni kemur næst með 221 stig., Síðan er langt bil í þriöju stúlkuna. Það er Irene Epple, Vestur-Þýskalandi, með 178 stig og í fjórða sæti er Tamara McKinney með 168 stig. Henni tekst ekki að verja titil sinn. Michela Figini er svo í fimmta sæti með 164 stig. hsím. Bikarkeppnin íFrakklandi: Cannes aftur með þrumugóðan leik — og Laval hefur einnig möguleika að komast í 8-liöa úrslit Frá Arna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi. Islcndingaliðin Cannes og Laval hafa nokkuð góða möguleika á að kom- ast í átta-liða úrslit frönsku bikar- keppninnar í knattspyrnu. Fyrri leik- irnir í 16-liða úrslitum voru háðir á laugardag. Cannes vann góðan sigur á 1. deildarliði Sochaux á heimavelli, 3— 0, en Laval tapaði 1—0 í Rouen. Hjá Cannes var Rampillon allt í öllu en leikurinn var háöur í grenjandi rigningu í Cannes og um tíma var dómarinn í vaf a hvort hann ætti að láta leikinn fara fram. Rampillon skoraði tvö af mörkum Cannes. Hiö fyrra á 44. mín. þegar hann einlék upp allan völl — á mótherja eftir mótherja — og skoraöi. Síðan markiö á 75. mín. en Bertucci skoraði þriðja markið. Teitur Þórðarson kom inn sem varamaöur. Laval lék sterkan varnarleik í Rouen og Karl Þórðarson lék þar allan tímann. Liðið tapaöi 1—0 og skoraði Tlémcane eina mark leiksins á 35. mín. Enn tapaðBordeaux. Féll á heimavelli fyrir Mulhouse úr 2. deild, sem hefur leikmennina kunnu, Dieter Six (kom frá Stuttgart) og Kees Kist, í liði sínu. Six skoraði eina mark leiksins með þrumufleyg af 35 metra færi eftir skyndisókn á 64. mín. Urslit í öörum leikjumurðuþessi: Monaco—Nancy 2—0 Lens—Strasbourg 1—0 Metz—Bascanon 4—0 Toulon—Guingant 2—0 Nantes—Lyon 0—0 Það verður því f jör hér í Lyon þegar Frakklandsmeistarar Nantes koma hingað í heimsókn í síðari leikinn nú í vikunni. Þá má geta þess, að Mulhouse sló bikarmeistara Paris Saint Germain út úr keppninni og viröist hafa alla möguleika aö leika sama leik gegn Bordeaux. ÁS/hsím. Olympia Rafeindaritvélar í takt við tímann Hraði, nákvœmni og nýjasta tœkni við skrifstofustörfm. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst, hagkvœmni og hljóðlátan vinnustað. Prenthjólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappírsfœrslu og dálkasetningu er stjórnað án pess að fœra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturþétting og ýmsar leturgerðir. Report 18.500,- Compact 20.900,- KJARAINI ARMÚLI 22 - REYKJAVlK - SlMI 83022 SPARTA SPARTA INGÓLFSSTRÆTI 8, SÍM112024 LAUGAVEGI 49, SÍMI 23610 TANGO Besti malarskórinn frá Adidas nr. 37 - 44, kr. 1.170,- PROFESSIONAL Besti malarskórinn Patrick, nr. 36—45, kr. 1.326, PATRICK SOCCER nr. 35—46, sterkir ó mölina, kr. 1.114,- PATRICK KEEGAN 7, nr. 28-43, kr. 680,- til 822, FRJÁLSÍÞRÓTTASKÓR, nr. frá 36, margar tegundir. ADIDAS jogginallround, nr. 40-47, kr. 1.955,- TORINO, nr. 30-35, kr. 740, TRX TRAINING, nr. 36-47, kr. 1.343, TRX COMPETITION nr. 38 - 46, kr. 1.343,- Fyrir islandsmótið í borð- tennis: gúmmi — lím, grindur, net, kúlur, skór í nr. til 39. afsláttur af öllum vetrarvörum og skiða — út mars — fatnaði stretchbuxur, skiðajakkar, úlpur, vatthúfur, hanskar, lúffur, skautar, skíðasett, 80 - 90 - 100 Við rýmum til fyrir vorvörunum Póstsendum — opið laugardaga. SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavegur 49, simi 23610. Ingólfsstrœti 8, simi 12024

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.