Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 42
42 DV. MÁNUDAGUR19. MARS1984. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 í fjölbreyttu og vönduðu úrvali GENERAL reiknivéla eru vélar fyrir einföldustu og flóknustu verkefni. LATTU GENERALINN LEYSA DÆMIÐ Verð frá kr: 1.549,- stgr. Viðgerða og varahlutaþjónusta. S SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38903 OG KAUPFÉLÖGIN Margra ára reynsla GENERAL á sviði reikni og rafeindabún- aðar tryggir að hugsað er fyrir þörfum kaupenda í öllum smáatriðum. OGENEROL BORÐREIKNIVÉLAR \ AUSTURLANB""■ BÍLASALA Toyota Cressida Toyota Carina GL Toyota Corolla Subaru station 4x4 Mazda 929 LTD Mazda 626 2000 árg.1980 árg.1982 árg. 1982 árg.1981/82 árg.1982 árg. 1981 Volvo 244 árg. 1979/80/81 /82 Volvo 345 GL árg. 1982 Peugeot 504 L disil árg. 1982 Chevrolet El Camino pickup árg. 1979 Chevrolet Sport Van 10 sæta árg. 1972 Bronco árg. 1966/73/74/76 Scout Terra pickup árg. 1978 Lada Sport árg. 1978/79/81 Bedford disil torfærubíll árg. 1970 400 ökutæki og vinnuvélar á söluskrá. Vegna mikillar sölu vantar ýmsar gerðir bifreiða á söluskrá. Ný tölvuunnin söluskrá vikulega. FELL SF. Fellabæ Simar 97-1479, 97-1179 I I I I I I I I I I I I I I I „Best að hreinsa mann- fóíkið um leið og hundana” Fréttapistill af Vatnsnesi Nú til dags er Vatnsnes í V-Hún. talið vera afskekktur staður. Einu sinni var hér margt fólk; einu sinni voru hér framin hryllileg morð sem höfðu þær afleiðingar að sveitin hér um bil tæmdist en smátt og smátt kom fólk aftur. Og fyrir alda- mót þegar Húnaflói var þakinn ís og grasið óx ekki á Vatnsnesinu fluttust heilar fjölskyldur til Vesturheims og hvernig það fólk sem eftir var lifði veit enginn því nú lifir enginn til að segja frá. En að sjálfsögðu hefur Vatnsnes séö betri ár eins og aðrar sveitir sem urðu á sínum tíma fyrir miskunnarleysi veðurguðanna. Þetta fer í bylgjum eins og annað en nú er orðiö fátt aftur á Vatnsnesinu, bæir standa í eyði og á sumum bæj- um þar sem einu sinni — og það ekki fyrir allöngu bjuggu margir, er nú aðeins einn búandi á hverjum. Fyrir sunnan Vatnsnes stendur þorp- ið Hvammstangi. Það var títið „pláss” á striðsárunum og ennþá minna við stríðslok. Margt haföi flust til Reykjavíkur í vinnu og möguleika. Nú hefur það breyst í aðra átt. Hvammstangi hefur byggst upp með hraði síðustu árin og nú eru það Vatnsnesingar og aðrir úr sveit- um V-Hún. sem hafa farið í þorpið. En fyrir utan þessa fólksfækkun á Vatnsnesinu búa margir blómlegu búi í Víðidal, Miðfirði og við Hrúta- fjörð. 011 þjónusta er með prýöi á Hvammstanga. Bátar fiska og gera þaö gott. Presturinn, sr. Guðni Þór Olafsson, sem situr á Melstað, er með skrifstofu í sama húsi og tann- læknirinn starfar og ráðunautur um landbúnað og þar er einnig sýslu- skrifstofan og saumastofan. Þetta er glæsilegt hús sem er eign Verslunar Sigurðar Pálmasonar. Kaupfélagið er gömul stofnun hjá Húnvetningum og veitir það góða þjónustu með kjörbúð, mjólkur- og ostastöð og báðar verslanir reka hvor fyrir sig sláturhús. Lækna- og heilbrigöisþjónusta ér í góðu standi. Báöir læknarnir eru sér- fræðingar í heimilislækningum og annar þeirra, Haraldur O. Tómas- son, hefur nýlega hlotiö gráöu M.CL.SC eöa Master of Clinical Science frá Háskóla í London, Ontario, Kanada. Hinn læknirinn, Matthías Halldórsson, er einnig hálærður í sinni grein frá Svíþjóð. Þetta hlýtur að vekja athygli manna, að ekki eru lengur allir sér- lærðir læknar í Reyk javík. Gamall bóndi ræddi við mig um daginn út af hundahaldi í Reykjavík. „Það er skrítið,” sagði hann bros- andi, ,í hvert skipt sem ég fer í höfuð- staöinn kem ég aftur heim upppestað- ur og ekki var ég að kyssa hunda í bænum.” Og svo hugsaði karlinn um stund og bætti við með kimni í a ugun- um. „Kannski væri best að hreinsa okkur mannfólkið um leið og við hreinsum hundana. ” Það er óþarfi að minnast á veðrið því að þótt það sé gott í dag getur komið hríð á morgun. -Róbert Jack/Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu. Fáskrúðsfjörður: Samning- arnir samþykktir — með breytingum Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirði. Samningar ASI og VSI voru sam- þykktir með 30 atkvæöum gegn 1 á fundi í Verkalýös- og sjómannafélagi Fáskrúðsfjarðar á laugardag. Aöur hafði formaður félagsins upplýst aö munnlegt samkomulag heföi tekist við atvinnurekendur um að fella út ákvæöi um lægra kaup til handa 16—18 ára unglingum. Þeir fá þannig 12.660 kr. á mánuðimeðkauptryggingu. „R K/wanisk/úbburinn Hek/a færði Hrafnistu i Reykjavík nýlega að gjöf fuiikominn skoðunarbekk sem ætiaður er til notkunar á læknastofu stofnunarinnar. Á myndinni hér að ofan er stjórn og styrktarnefnd Heklu við afhendingu bekkjarins. Félag bókasafnsfræðinema: EFUÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS svo að hann geti þjónað hlutverki sínu Félag bókasafnsfræðinema við Há- skóla Islands skorar á ráðamenn þjóðarinnar að beita sér nú þegar fyrir úrbótum svo Háskóli Islands geti gegnt hlutverki sínu og þróast á eðlilegan hátt. I ályktun frá félaginu er bent á þaö að nemendum við Háskólann hafi fjölgað um þriðjung á síðastliðnum fjórum árum en f járveitingar til skól- ans hafi ekki aukist að sama skapi. Þá hafi kennurum ekki fjölgað til sam- ræmis og kennslurými ekki stækkaö aö undanskildu húsnæði fyrir 60 nemend- ur tannlæknadeildar. Þá bendir Félag bókasafnsfræði- nema á að útlit sé fyrir að ekki verði hægt aö kenna um helming þeirra námskeiða sem nauðsynleg teljast í greininni á haustönn 1984 vegna að- stöðuleysis. -GB Hressir og traustir fréttaritarar óskast Nútíminn hf. óskar eftir hressum og traustum fréttariturum um land allt. Þurfa að geta tekið myndir. Greiðslur fyrir hvert verk. Umsóknir skal senda til Nútímans h.f. Síðumúla 15, Reykjavík, og skulu þær ekki berast seinna en 1. apríl n.k. Starfandi fréttaritarar Tímans, er óska að halda störfum áfram sem slíkir sendi einnig bréf þar að lútandi fyrir sama tíma. Nútíminn h.f.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.