Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Side 4
DV. LAUGARDAGtJR 24 MARS1984: ' engin af okkur. Það er bara hann semhefur farið út í þetta.” — Það hefur ekki ríkt neinn sér- stakur íþróttaandi á heimilinu? „Nei, við höfum ekkert verið í þessu að ráði.” — Hannerlangstærstur? „Jú, hann er það nú. Þetta er bara ósköp venjulegur maður að öllu leyti nema stærðin er það eina sem er frá- brugðið, heldég.” Guðrún Guðmundsdóttir er ein þriggja yngri systra Péturs. Við lögöum fyrir hana nokkrar spurning- ar um „risa”stóra bróöur. — Hvemig er að eiga svona stóran stórabróður? „Það er ekkert öðruvísi en að eiga annan bróður.” Magnús Olafsson leikari er í miklu uppáhaldi hjá Pétri Guðmundssyui sem fleirum. FXILLT NAFN: Pétur Guðmunds- son. HÆÐ OG ÞYNGD: 2,18 metrar og 117 kg. BIFREIÐ: Dodge Van, geymir hana ÍUSA. GÆLUNAFN: Iceman, ættað frá USA. VERSTU MEEÐSLI: ökklameiðsU. UPPÁHALDSFELAG, ISLENSKT: IR. UPPAHALDSIÞROTTAMAÐUR, 1S- LENSKUR: Asgeir Sigurvinsson. UPPAHALDSIÞROTTAMAÐUR, ERLENDUR: Körfuboltamaðurinn Isiah Thomas. MESTA GLEDISTUND I IÞROTT- UM: Þegar ég var valinn í NBA. MESTU VONBRIGÐI I IÞROTT- UM: Þegar islenska iandsiiðinu tókst ekki aö vinna sinn riðil á EM í Sviss. ÖNNUR UPPÁHALDStÞRÖTT: Tennis. UPPÁHALDSMATUR: Pasta, ít- alskur réttur. UPPAHALDSDRYKKUR: Margucrita, mexíkanskur drykkur. SKEMMTILEGASTI SJONVARPS- ÞATTUR: Löður. SKEMMTILEGASTI LEIKARI, 1S- LENSKUR: Magnús Olafsson. SKEMMTILEGASTI LEIKARI, ER- LENDUR: Spencer Tracy heitinn. SKEMMTILEGASTA BLAÐ: Sports Olustratet. UPP ÁH ALDSHLJOMS VEIT: Mezzoforte. MCMNISSTÆÐASTA KEPPNIS- FERD: Fyrsta ferðin með UL. BESTIVINUR: Foreldrar mínir. LIKAR VERST I SAMBANDI VH) IÞROTTIR: Ferðalög. ERFIÐASTI ANDSTÆÐINGUR: Moses Malone. HELSTA METNAÐARMAL I LÍF- INU: Að gera mér grein fyrir því hvað ég ætla aö taka mér fyrir hendur í framtíðinni. HVAÐA PERSONU LANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA? Chernenko. RAÐ TIL UNGA FÓLKSINS: Að hlusta á þjálfarann. HVAÐ VILDIR ÞU HELST GERA EFTIR AD FERLI ÞlNUM LYKUR? Þjálfa og fara út í íþrótta- fréttamennsku. STÆRSTIKOSTUR ÞINN: Hæðin. STÆRSTIVEIKLEIKI: Oákveðni. LEIKMADUR FRAMTIÐARINN- AR: Tómas Holton, Val. UPPAHALDSLIÐIENSKU KNATT- SPYRNUNNI: Uverpool. BESTIÞJALFARISEM ÞU HEFUR HAFT: Jack Ramsey hjá Portland Tr9Ílhln7Prc YRÐIR ÞU HELSTI RAÐAMAÐUR ÞJOÐARINNAR A MORGUN. HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK? Að vakna í vinnuna. ANNAÐ VERK? Að leyfa bjór á ts- landi. Af öllu fólki Iangar Pétur Guðmunds- son mest til að hitta æðsta mann Sovétríkjanna, Chemenko, eftir- mann Jurí Andropovs. „OPNAÐIDYRNAR TIL AÐ STÍGA A KIPLIAGIAA” Petur Guðmundsson ásamt Guðrunu Guðmundsdóttur, systur sinni, og systursyni. — Stundaröueitthvaðíþróttir? „Nei, ég er ekkert í svoleiðis og — D V kannar hina hliðina á Pétri Guðmundssyni körfuknattleiksmanni Það er körfuknattleiksmaðurinn kunni, Pétur Guðmundsson, sem sýnir á sér hina hliöina að þessu sinni hér í DV. Pétur er fyrir löngu lands- þekktur íþróttamaður, hefur stundað körfuknattleikinn frá unglingsárum og náð því meðal annars aö leika mcð bandaríska atvinnumannaliöinu Portland Trailblazers í NBA-deild- inni bandarísku. „Mér var mikiö strítt þegar ég var krakki vegna þess hversu hár ég var. Eg varð strax stærri en gengur og gerist en smátt og smátt fór ég að láta stríðni sem vind um eyrun þjóta og eftir að ég fór til útlanda get ég varla sagt að ég finni fyrir því hversu stór ég er. Það er að vísu allt- af þetta sama vandamál meö aö fá á sig föt og skó en mér hefur tekist furöuvel að leysa það vandamál. Geng mikið í íþróttaskóm sem ég fæ nógu stóra erlendis. Fötin eru að mestu leyti sérsaumuö. „Vinnan í bankanum ekki framtíðarstarf" Pétur hef ur um nokkurt skeiö unn- ið í Veðdeild Landsbanka Islands, því fræga útibúi að Laugavegi 77 í Reykjavík. Við spurðum Pétur hvort hérværiumframtíðarstarf aöræða. „Nei, alls ekki. Þetta er ekki það skemmtilegt starf, en ég vil að það komi hér fram að samstarfsfólkið er mjög skemmtilegt og ég hef átt margar góðar stundir með því.” Þú hefur gaman af tónlist? „Já, ég get ekki neitað því. Mitt uppáhaldshljóðfæri er saxófónn. Mig dreymir um að geta lært á hann og hef mikið verið að velta því fyrir mér þessa dagana einmitt að drífa í því og hver veit nema maöur byrji að læra fljótlega. Eg hef annars mjög gaman af að hlusta á góða tónlist og eftirlætis- tónlist mín er hin vinsæla instrumental tónlist sem til dæmis Mezzoforte leikur. Einnig getur jassinn verið góður og ég hlusta svo- lítiö á soul-músík þegar færi gefst. ” „Hreykinn af stærðinni" Aðeins meira um fágæta hæö þína, Pétur. Hefur hæðin aldrei háö þér í iifinu? „Eg hef alltaf sagt að hæöin væri minn stærsti kostur og þar á ég kannski ekki síst við íþróttirnar. En því er ekki aö neita aö hæðin hefur haft ýmsa erfiðleika í för með sér. Eg nefndi fötin áðan og skóna og eitt vandamáliö í viðbót er að keyra bíla. Og þá meina ég litla bíla. Sjálfur á ég Dodge Van í Banda- ríkjunum og hann get ég keyrt eins og ekkert sé en það er erfitt fyrir mig að keyra litla bíla og ég hrein- lega get það ekki. Eg lenti til dæmis í því um daginn aö þurfa að keyra bíl vinar míns frá Reykjavík í Kópavog og það var vægast sagt erfitt. Eg varð alltaf að opna dyrnar þegar ég var að skipta um gír. Eg hreinlega komst ekki á kúplinguna öðruvisi.” „Les forsíðuna" Fyigist þú mikið með þjóð- málum? „Eg get ekki sagt það. Stjórnmál eru ekki í uppáhaldi hjá mér og ég fylgist ekki mikið meö því sem er aö gerast í pólitíkinni. Það má lík- lega svara þessari spurningu með einni setningu: Eg les forsíður blað- anna.” örfá orð um skólagöngu þína, Pétur? „Eg stefni aö því að klára viðskiptafræðina sem ég er byrjaður á úti í Bandaríkjunum. Það verður gert fljótlega.” Þú ert ólofaður? „Jú, það er rétt. Ahuginn er alltaf fyrir hendi að bæta úr því ef eitt- hvað gott býðst. Eg get ekki neitaö því að ég horfi mikið á kvenfólk og fallegt kvenfólk er eitthvaö það yndislegasta í þessum heimi. Að lokum, Pétur. Hvað værir þú að gera í dag ef þú værir meðalmaður á hæð, við skulum segja 1,90 metrar? „Það er kannski erfitt að svara þessu en ég held að ég væri örugg- Pétur hefur gifurlegan áhuga á saxófóninum. „Mig hefur lengi iangað til að fara að læra á saxófón.” lega í vinnu frá níu til fimm, hvaða vinna sem það annars væri. Eg væri á fullri ferð í íþróttunum en atvinumaður hefði ég líklegast aldrei orðið,” sagði Pétur Guðmundsson. Við þökkum honum fyrir spjaUið. -SK. 99Ósköp venju- legur maður”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.