Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Side 21
DV. L'AtrdÁRÓÁGUÉ 24'. TVÍÁáS lé84.
21
A o
:æð sakamál
Monica — hún átti vingott við yfirmann eiginmanns sins.
verið svo þreyttur að hann hafði ekki
tekið eftir tönnunum sem fyrir voru.
Sem betur fer var Pedro ekki
vaknaöur.
Monica stóð ráðvillt og starði ó
gómana. Hún varð auðvitaö að fjar-
lægja strax tennur Adolfo, en hvorni
góminn átti hann?
Monica vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
Gómamir voru svo líkir. Eldsnöggt
stakk hún öðrum gómnum í vasann á
sloppnum sínum.
I þann mund kom Pedro. Hún var að
setja yfir kaffi frammi í eldhúsi, þegar
Petro kom fram öskureiður. Hann hélt
á fölsku tönnunum í hendinni.
„Þetta eru ekki mínar tennur!”
hrópaði hann.
Monica hafði skýringu á reiðum
höndum. Hún sagði að móðir sín hefði
gist hjá sér og gleymt tönnunum
sínum.
„Eg hef tekið þínar í misgripum.
Hérna eru þær. Viö bara skiptum,”
sagði hún hlæjandi og tók góminn úr
vasa sínum. „Eg fer þá snöggvast til
mömmu með góminn hennar.”
„Nei, bíddu með það til morguns,”
sagði Pedro. ,,Eg ætla að vera heima í
dag. Adolfo á ekki von á mér í vinnuna
fyrr en á morgun. Við höfum því allan
daginn fyrr okkur. Förum út að borða.
A reikning fyrirtækisins, auðvitað.”
Hjarta Monicu sló aukaslag af
skelfingu. Hún varð að koma tönnun-
um til Adolfo. Ef hann mætti til vinnu
tannlaus og hitti Pedro myndi þann
síöarnefnda strax gruna eitthvað. Hún
þorði þó ekki að hringja til Adolfo
heiman að til að aðvara hann. Kannski
gæti hún hringt af veitingahúsinu?
Undarleg tilviljun
Klukkustundu síðar stansaði Pedro
bílinn fyrir utan veitingastaðinn E1
Rancho í útjaðri Granada. Þegar þau
komu inn fór Pedro á salernið og notaði
þá Monica tækifærið til að hringja í
Adolfo á skrifstofuna.
En hann var þar ekki. Ritarinn hans
sagði að hann hefði farið út að borða
með viðskiptavini. Monica gat ekki
leynt vonbrigðum sínum.
Þau Pedro og Monica gengu saman
inn í veitingasalinn. A meðan hrósaöi
Pedro sér af því hvernig hann hefði
platað f orstjórann og hann hló dátt.
Þau settust við borð.
Við annað borð, aðeins þrjá metra
frá þeim, sat Adolfo með viðskiptavin-
inum. Adolfo hafði fyrir undarlega
tilviljun valið sama veitingastaðinn og
Pedro.
Monica sá hann fyrst. Hún sat sem
lömuö. Svo kom Pedro auga á hann.
Monica sá að Pedro brá mjög, hann
fitlaöi við borðhníf. Hann var eins og
skólastrákur sem skyndilega kemst
upp um.
Og nú sneri Adolfo sér að þeim. Það
sást greinilega að hann var tannlaus.
Monica sá hvernig Pedro varð við.
Hann herti takið á borðhnífnum, svo
hnúarnir hvítnuðu. Þá sneri hann sér
snöggt að henni og sagði: „Þaö voru
fölsku tennurnar hans sem voru í bað-
herberginu, var það ekki? ”
Hún svaraði ekki. En hún roönaði
upp í hársrætur. Pedro þurfti ekki
frekar vitnanna við.
, ,Eg drep þig! ” hvæsti hann.
Hann stóð upp og gekk að borði
Adolfo sem var að tala við viðskipta-
vininn. Þegar hann sá tannlausan
trant Adolfo, trylltist hann, lyfti
hendinni og stakk af krafti borð-
hnífnum í upphandlegg Adolfo.
Líf eða dauði
Adolfo stökk á fætur og veinaði upp
yfir sig. Þegar hann sá hatrið í augum
Pedros vissi hann að nú var um líf eða
dauða að tefla. Hann velti borðinu
þegar hann stóð upp. Pedro þreif í
hann og reif stykki úr jakka hans.
Nú tók Adolfo á rás út af veitinga-
staönum og Pedro á eftir. Annað borð
fór um koll og þeir hlupu niður einn
gestanna. Adolfo hljóp eins og fætur
toguðu í áttina að bílastæðunum. Hann
ætlaöi aö komast burt á bílnum. Orfá-
um skrefum á eftir var Pedro með
reiddan hnífinn.
Inni á veitingastaðnum voru gestir
og starfsfólk óöum að gera sér grein
fyrr hvað var að gerast. Veitinga-
maöurinn hljóp í símann og hringdi til
lögreglunnar. Nokkrir þjónar hlupu út
til að fylgjast með framvindu mála.
Enginn þeirra haföi þó geð í sér til að
blanda sér í málið af ótta viðaðmissa
eigiðlíf.
Adolfo komst að bílnum, reif upp
dyrnar og henti sér bak viö stýrið.
Hann læsti hurðinni. Hann leitaði að
bíllyklinum en fann hann ekki. Hann
mundi þá eftir því að hann lá á boröinu
inni í veitingasalnum. Hann komst því
ekkert á bílnum.
Hann rétt náði að læsa hinum
hurðum bílsins áöur en Pedro fór aö
hamast á þeim. Pedro gekk eins og
óður maöur kringum bílinn og reif í
hurðirnar til að reyna að opna þær.
Adolfo hélt sig á öruggum stað.
Pedro var viti sínu fjær fyrir utan
bílinn og tók að berja hann utan með
berum hnúunum.
Tuttugu manns stóðu álengdar og
fylgdust með. Allt í einu heyrðist í bíl,
sem ók af stað og á ógnarhraöa á brott.
Allir horfðu á eftir bílnum. Viö stýrið
sat konan sem hafði verið með árásar-
manninum, sem sagt Monica. Hún
hvarf á braut. Hún hafði tekið hótanir
eiginmanns síns alvarlega og var nú að
koma sér í öruggt skjól.
Ævilangt fangelsi
En Pedro var ekki af baki dottinn.
Hann dró vasaklút upp úr vasa
sínum, skrúfaöi bensínlokið af
tanknum og tróð vasaklútnum til hálfs
ofan í tankinn. Að hinum endanum bar
hann logandi eldspýtu.
Vasaklúturinn fuðraði upp. Pedro
flýtti sér í skjól. Og álengdar fylgdist
hann með.
Allt í einu heyrðist mikil sprenging.
Bíll Adolfo var í b jörtu báli.
Adolfo lét lífiö. Þótt einhver hefði
viljað reyna að bjarga honum, hefði
það ekki tekist. Allt gerðist svo snöggt.
Pedro var enn fullur haturs og
hrópaöi ókvæðisorð á eftir Adolfo inn í
eilíföina. Hann blótaði enn þegar lög-
reglan handtók hann fyrir morðið.
Pedro var dæmdur í ævilangt fang-
elsiímaíáriðl979.
Monica, konan hans, flutti til annars
bæjar og skildi ekki eftir sig neitt
heimilisfang. Hún óttast enn um líf sitt
þvi í réttarsalnum sór Pedro að hann
skyldi flýja til þess að geta gert upp
reikningana við hana.
DAGS FORSKOT
Á ÍÞRÓTTAFRÉTTIR HELGA&INNAR
B VARTA
OFURKRAFTUR -
ÓTRÚLEG EIMDING
VARTA GÆÐI Á GÓÐU VERÐI
ávallt í leiðinni
FRAMLEIÐENDUR
BETRI BÍLA í EVRÓPU
VELJA
VARTA RAFGEYMA
í BÍLA SÍNA
Það segir meira en mörg orð.
Framleiðendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen
og fleiri, velja VARTA rafgeyma,
enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum
má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol,
eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir.
60 AMP-stundir kr. 1.494.00.
70 AMP-stundir kr. 1.788.00.
Hentar flestum gerðum bifreiða.
Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi,
og ísetningu á staðnum.