Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Side 12
12
> DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984.
Pétur Símonarson rafvirkja-
meistari, eða Pétur frá Vatnskoti eins
og hann er oftast nefndur, er orðinn
sjötíu og tveggja ára. Þrátt fyrir háan
aldur aftrar honum ekkert frá því að
stunda skíöi og aðrar fjallaferðir. Pét-
ur velur heldur ekki brekkumar af
verri sortinni. Brattar hlíðar og púöur-
færi er hans líf og yndi. Pétur hefur
farið ótal ferðir á jökla meö skíðin
meðferðis. Hann fer á hverju ári til
Austurríkis eins og sönnum skíða-
manni sæmir. Sá frægi skíðabær Lech
er uppáhaldsstaður Péturs enda voru
lýsingarorðin ekkert spöruð þegar
Lechbarágóma.
Pétur iðar af kátínu og segir létt og
skemmtilega frá.
— Hvemig er þetta eiginlega Pétur,
þegar annaö fólk á þínum aldri er aö
búa sig undir dvöl á elliheimilum þá
þeysist þú um öil fjöil á skíðum eins og
skrattinn sjálfur?
Hvaðan færðu þessa orku?
„Það er nú kannski ekkert að marka
mig, ég er nú soddan strákur í mér og
hef alltaf verið. Eg læt heldur ekki vont
veður aftra mér frá að fara á skíði eða
upp í f jöll. Það er bara skemmtilegra
að lenda í smá veseni. ”
— Hafa engir kvillar hrjáð þig, gigt
eða önnurveikindi?
„Nei. Eg hef alltaf veriö heilsu-
hraustur og það má örugglega þakka
skíðadellunni. Ef einhver nibba er í
manni þá er öruggt ráð aö skella sér á
skíði og heiisan skánar um leið. Þessi
fjandi heklur manni alveg gangandi og
þegar fólk fer að blóta fyrstu snjókomun-
um á haustin þá iða ég í skinninu og get
vart beðið eftir að þeysa í fjöllin. Slíkur er
áhuginn skal ég segja þér.
— Hvar skíðarðu aðallega ?
„Eg skíða yfirleitt í Bláfjöllum, bæði
af gömlum vana og þar finn ég líka
brattar brekkur.”
— Hvernig byggirðu þig upp fyrir
skíðavertíðina?
„Og, ég byggi mig nú ekkert sérstak-
lega upp fyrir þetta. Eg byrja jú yfir-
leitt snemma á haustin að ganga í
brekkumar með skíðin. Eg er ekkert
aö bíöa eftir þvi að lyftumar séu opn-
aðar. Maður notar snjóinn um leið og
hann kemur, sjáðu til. Eg er oft kom-
inn í einhverja brekkuna um miðjan
september, þaö þýðir ekkert annað ef
maöur á aö vera í góðu formi. Eg fer
mikið á skyttirí. Það getur verið þó
nokkurt rölt umheiöamar.”
— Nú er eldra íólki hættara við
meiðslum og kýs þess vegna að skíða í
léttum brekkum og vel troðnum. Ertu
aldrei hræddur um að slasa þig þegar
þú ert að skíöa í bröttum brekkum og
erfiðu færi?
„Nei, það er ekki til í því að ég sé
hræddur, það þýðir ekkert. Auövitaö er
gaman að skíöa í vel troðnum brekkum
og léttum. Maður gerir þaö nú líka en
það er ekkert fútt í því. Ef ég sé
almennilega hólabrekku þá er ég kom-
inn í hana eins og skot. Auðvitað er
maður á hausnum annað slagið en það
er bara eðlilegt meðan maður er að ná
tökumá brekkunni.
Það er engar hólabrekkur að finna
hérna heima og lítið um almennilegt
púðurfæri. Eg fer aðallega til Lech í
Austurríki, þar er nóg af slíkum brekk-
um. Maður tollir varla kyrr í lyftu-
stólnum fyrst á morgnana þegar maö-
ur veit að í næstu ferð veöur maður
púðrið upp að hnjám. Það er ólýsanleg
tilfinning. Eg verð alveg óður þegar ég
kemst í púðurfæri. Hólabrekkumar
eru öllu erfiðari fyrir mig, sérstaklega
ef þær eru mjög brattar. Þá má ég
hafa mig allan við.”
Þess má geta að oftast er slétt úr öll-
um hólum og ójöfnum sem myndast
hafa í brekkunum að degi loknum. Hól-
unum er þó leyft að halda sér í einstök-
Það er engin hætta á þvi að Pétur
komist ekki á skíði. Hiuti af skiða-
safni Péturs.
Púðurfæri i Lech.
Skiðað á fuiiu og ekkert gefið eftir.
,Verð
alveg óður
þegar ég
kemst í
piiðursnjð”
• rabbað við Pétur Símonarson, 72 ára gamlan
skíðaáhugamann