Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Qupperneq 10
10 DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. Armstrong á tunglinu sumariö 1968. Neil Armstrong hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands. Sumarið ’68 dvaldi hann ásamt fleiri geimförum í Öskju í æfingabúöum fyrir Apollo-ferðina. Hér er hann í viðtali við íslenskan blaöamann. — meimlna sem fyrstir urðu til þess að stíga fætlátunglid 11. jiílíárið 1969? Einn þeirra fjögurra stefnir enn á toppinn....Hinir taka þaö rölega Hvaö varö um mennina sem fyrstir uröu til aö stíga fæti á tunglið? Þá, sem 500 milljónir sjónvarpsáhorfenda fylgdust svo grannt meö fyrir fimmtán árum? Neil Armstrong, Edwin Buzz Aldrin, Michael Collins og John Glenn hétu þeir. Nöfn þeirra voru á hvers manns vörum þá. En nú? Man einhver eftir þeim? Kannski fæstir. Einn þeirra hefur þó ekki alveg horfið af sjónarsviðinu. John Glenn setti sér það takmark aö veröa sá sem allra augu beinast aö, forseti Bandarikjanna. En eins og öllum er kunnugt reyndi hann aö veröa útnefndur sem forsetaefni demókrata þar í landi en forsetakosningar veröa í nóvemberíár. Hinum reyndist þaö ekki eins létt aö vera í sviðsljósinu. NeU Armstrong til dæmis, sem fyrstur setti fótinn á tunglið, sagði fljótlega upp störf um hjá NASA. Hann ætlaöi aö reyna að komast til metorða sem prófessor viö háskólann í Cincinnati. „Eg fékk mig fullsaddan af að vera „frægur” og vera sí og æ milU tannannaáfólki. Reyndar leiöist mér að vera einn tunglfaranna,” segir hann. En hafi hann vænst þess aö háskóla- umhverfið myndi vemda hann haföi hann á röngu að standa. „Ekki heldur þar fékk ég aö vera í friöi.” Armstrong gafst upp á háskólanum og býr nú langt inni í landi í Lebanön í heimafyUá sínu, Ohio, þar sem reyndar John Glenn er öldungadeildar- þingmaöur. Þar býr Armstrong- í mestu rólegheitum með konu sinni og tveimur sonum og Ufir á því að selja tæki tU olíuborana. Armstrong — hatar frægðina eins og pestina Fyrir sex árum henti hann þó eitt atvik sem enn á ný kom honum í sviðs- ljósið. Armstrong var uppi á vörubíls- paUi og var aö stökkva niður, þegar giftingarhringur hans festist í lás á palUnum meö þeim afleiöingum aö hann missti fingur. Fréttin barst út eins og eldur í sinu á meðan læknar voru aö fást við fingurinn og reyna að láta hann halda honum. Aftur geröist þaö sem Armstrong hatar eins og pestina — hann varö á hvers manns vörum í Bandaríkjunum. Michael CoUins hefur sagt um Armstrong: „NeU hefur aUtaf verið svoh'tið tU baka. Hann vildi tU dæmis ekki, eins og hann var beðinn um, láta kaUa sjúkrahús í Ohio í höfuöiö á sér. Helst af öllu viU hann vera óþekktur í Lebanon. Hann vUl ekki einu sinni tala um fortíö sína viö golffélaga sína. ” Aldrin — varð þunglyndur drykkjusvoli Lífið hefur ekki leikiö viö Buzz Aldrin. Hann er 53ja ára gamaU og starfar sem ráöunautur í Kaliforníu. Eftir förina meö Apollo 11. júlí 1969 fór hann aö þjást af þunglyndi. ,,I augum sumra er frægð og frami eins konar lífselexír sem heldur þeim uppi. En þannig er það ekki um mig. Eg varö þunglyndur af aö hugsa um þettaaUt.” I framhaldi af þunglyndinu fór Aldrin aö drekka og í ágúst 1976 fór hann í meðferð. Hann var sokkinn svo langt í drykkjuskapnum að hann lokaöi sig inni. Hjónaband hans fór út um þúfur. Seinni kona hans Beverly Van Zilesegir: ,,Eg geröi aUt, sem ég gat fyrir hann, þvi aö ég vissi aö hann þjáöist. Eg grátbað hann um aö hætta aö drekka. Eg gekk svo langt aö tæma flöskurnar í eldhúsvaskinn. En hann byrjaði alltaf aftur.” Og Aldrin tekur viö: .JKvöld eitt gerði ég mér grein fyrir því að ef ég tæki mig ekki saman í andUtinu, drykki ég mig í hei. Eg sagði við Beverly: „Nú drekk ég þessa vískí- flösku og fer svo í meðferð.” Og viö þaö stóö ég. Þótt þunglyndið sé ekki alveg horfið er þó drykkjuskapurinn Uðin tíö.” Aldrin segir að allt hafi þetta byrjað með auglýsingalátum og góðgerðar- en tunglferðin,” segh- hann. ,,Eg greip til flöskunnar tU að reyna aö leyna því hvað ég var óstyrkur yfir öUu þessu brambolti. Okkur haföi öUum verið lýst sem dásamlegum fjölskyldu- feörum í fjöhniðlunum. Þaö voru reyndar flestir okkar þótt sumir hafi faUið fyrir freistingunum sem buöust vegna fræðgarinnar. Eg til dæmis féU fyrir fráskildri konu þegar ég var í New York og ekki leið mér vel þegar við fórum þaðan. Eg var með nagandi samviskubit. Það var tilfinning sem ég átti eftir að finna oftar og oftar fyru- og smám saman aö venjast.” Eins skrýtið og það kann aö virðast varð Aldrin eftirsóttur meðal vísinda- manna NASA. Þeir voru að rannsaka eftirköst sem fylgdu því að fara út í geiminn. Glenn — harður í horn að taka John Glenn hins vegar er harðari í horn að taka en félagar hans. Og var það eftirsóknin í forsetastól Bandarikj- anna sem átti hug hans allan. Glenn er ekki óframfærinn eins og Neil Armstrong heldur þvert á móti. Hann leyfir góðfúslega að götur, skólar og guö veit hvað sé skírt eftir honum. Hann er sagður Ukjast Eisenhower örlítið og er svo týpískur Bandaríkja- maður i útUti og háttum aö Ronald Reagan lét ekki alls fyrir löngu þau orö falla aö Glenn væri sá frambjóöandi sem hann óttaöist mest. Glenn er bUkksmiðssonur og hefur orðið stórauðugur á réttum fjárfest- ingum eins og það er kallað. Hann er þess fuUviss að hann sé sá besti tU aö halda friði í heiminum eftir reynslu sína af hemaði. En hann hlaut ófáar orðumar í seinni heimsstyrjöldinni og Kóreustriðinu. Hann lætur engan gleyma því að hann er einn hetjanna af tungUnu. 1 fyrstu auglýsingakvikmyndinni sem sýnd var um gjörvöU Bandaríkin í upphafi kosningabaráttunnar sást hann í geimbúningi fáum andartökum áður en hann hélt í hina sögufrægu ferð. 1 bakgmnni heyrist rödd sem segir: ,,Góða ferð út í geiminn, John Collins — góður penni Sá mmnst gefni að því taUð er af fjórmenningunum er Michael ColUns sá sem hélt um stjómvölinn á Apollo. Hann er varaforseti deUdar í varnar- málaráðuneytinu með aösetur í Washington. Hann var fyrmm hátt á strái hjá Nixon og einn helsti aöstoöarmaður hans. CoUins hefur þó sýnt það að hann er góður penni og hefur skrifaö ævisögu sína: „Eg hef gert hluti og séð það, sem enginn getur trúað. Eg hef svifið í lausu lofti langt yfir jöröinni. Eg hef séð jörðina umlukta tungUnu. Eg hef séö sólina eins og hún er í raun og vem. Eg hef séð óendanleika myrkursins í þögn sem aldrei hefur verið rofrn af mennskum manni. Þetta er mitt leyndarmál, yndislegt og dýrmætt, semégeinná... AUt hefur þetta gerst. Og það hjá manni sem ekki gat einu sinni horft aftur fyrir sig í stiga, án þess aö fá svima...” -KÞþýddi. samkomunum sem byrjuðu árið ’69, strax eftir tunglferðina. „Það tók miklu meira á mig heldur Glenn!” Næst sést Glenn þar sem hann fer sigri hrósandi um götur Washing- ton í fylgd Kennedys og lýðurinn fagnar og hylUr hann. Það gleymist heldur ekki að sýna Glenn sem hinn sterka og sólbrennda harðjaxl í hermannabúningi, þann sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. I myndinni sést einnig þar sem Glenn er við stjórnvöUnn á ApoUo. Hann hefur misst stjórn á farartækinu, en af öryggi og festu tekst honum aö rétta tækið af. Þá heyrðist hann segja: „ Já, stutt getur verið í eiUfðina! ” Glenn er maöurinn sem við getum öruggir falið það vald að ýta á hnapp- inn sem getur hafið atómstríð, sögðu stuðningsmenn hans. Eini ókosturinn við Glenn.og reyndar alla fjórmenningana, er sá hvað hann á erfitt með aö koma fyrir sig orði. „Hann á að framkvæma, ekki tala,” segja kunnugir. Armstroug hefur komið hingað til lands til laxveiða. Þessi mynd er tekin við Laxá í Dölum ’78. Með Armstrong eru sonur hans og íslenskur Ieiðsögumaður. John Glenn stefnir í forsetastól Bandaríkjanna. HVAÐ VARÐ UM ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.