Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Síða 13
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. 13 jlskiðum uppi á heiðum. afélagar Péturs i Lech. Frá vinstri: Pétur, Birna, Jósef og Sólveig. um brekkum sem ætlaðar eru mjög góöum eða djörfum skíðamönnum. Þessar brekkur eru snarbrattar oft á tíöum. Eftir margra vikna skíöun geta hólarnir orðið mannhæða háir og erfið- ir viðureignar. Það væri gaman að vita hve margir þeir væru, jafnaldrar Péturs, sem dirfðust að reyna við eina slika. — Nú byrjaöir þú að skíöa fyrir alvöru 55 ára gamall. Hvaða ráð viltu gefa fólki sem komið er á þennan aldur og er að huga að því að byr ja aftur eftir langa hvíld? „Þaö er að fá sér kennslu til þess að byrja með eða stúdera bækur og blöð einsogéggeri.” — Áttu einhvem uppáhaldsskiða- mann sem fyrirmynd? „Jean Claude Killy er einn sá albesti sem komið hefur fram. Eg fylgdist mikið með honum og hans skíða- mennsku gegnum árin.” — Er það eitthvað sérstakt sem þér er minnisstæöara en annaö úr öllum þessum feröum þínum? „Það er auðvitað margt sem er minnisstætt, sérstaklega jöklaferðim- ár meö Jöklarannsóknafélaginu. Þaö er heilt ævintýri út af fyrir sig að fara á Vatnajökul til dæmis. Þetta er alveg stórkostlegur heimur og maður gleym- ir sér bókstaflega á meðan á ferðinni stendur. Það hefur svo sem ekkert merkilegt skeð í þessum ferðum frekar en öðrum. Maður lendir að visu alltaf i smáævintýrum eins og vera ber. Það kryddar bara ferðimar.” — Eitthvað minnisstætt úr skíða- ferð? „Jú, eitt sinn í Lech var ég að skíða með félögum mínum, Jósef Oiafssyni lækni, Sólveigu, konu hans, og Birnu, dóttur þeirra. Hanna Sigurðardóttir var einnig með. Það var þó nokkur snjóblinda og erfitt að átta sig á aöstæðum. Eg fór fremstur og reyndi að átta mig á leiðinni, þá sá ég allt í einu hvar slóðin var merkt þó nokkm neðar og hugsa sem svo, nú, við erum á réttri leið. Við höfðum stansað þama til þess að vera nú alveg viss. Jæja, ég renndi mér af stað og vissi þá ekki fyrr en ég fór fram af hengju og tók part af brúninni með mér. Hva, þetta er bara eins og í kvikmyndunum, hugsaði ég en sá ekkert fyrir öllum snjónum sem hrundi með mér. Það leið heil eilífð áður en ég lenti í mjúkum snjónum fyrir neðan. Þegar ég svo leit upp sá ég grilla í höfuðið á Jósef efst á risastórri hengju. Eg ætlaði ekki að trúa þessu. Þó ég stökkvi nú fram af hengjum þar sem ég sé þær þá hefði ég aldrei farið fram af þessari viljandi, hvað sem í boði hefði verið. Eg var heppinn að sleppa ómeiddur. Næsta dag var farið uppeftir aftur, teknar myndir af hengj- unni og hún mæld. Þetta var um 16 metra fall. Svona er nú það. Það er heldur ekkert grín að detta þegar maður skíðar í mjög djúpum snjó eða botnlausu púðri eins og við köllum það. Að detta í slíku færi getur verið alveg ferlegt, skal ég segja þér. Maður er eilífðar tíma að grafa sig upp. Helst þarf maður á hjálp aö halda ef það á ekki að taka allan daginn. Eg lenti einu sinni í því aö hjálpa þýskri konu sem hafði dottið í slíku færi. I l fyrsta lagi ætlaði ég aldrei að komast til hennar því maður þurfti hreinlega að taka bringusundið. Hún var öll á kafi og rassinn var neðstur. Eg reyndi aö grafa mig undir hana og grófst auð- ( vitað sjálfur niöur. Þetta var agalegt því aö á endanum vissi ég ekki hvort okkar þurfti meira á hjálp að halda, ég eða hún. Annars er nú til sérstök að- i ferð við þetta þar sem beitt er skíðum og stöfum þó svo ég hafi ekki komið þvi við þarna. Það er ljótt ef allur dagur- inn fer í að koma sér á lappirnar og á meðan krassa aðrir út brekkuna fyrir . 1 manni.” Það ískrar í okkur hláturinn og það er líkast því að Pétur sé kominn á fleygiferð í botnlausu púðurfæri í stof- unni. Fleiri glefsur fylgdu í kjölfarið af ýmsum skíðastööum sem Pétur hefur komið til, m.a. Badgastein, Zell am see, Kaprun og Aspen. — Eitthvað að lokum, Pétur? „Eg ætla á skiði á morgun! ” Texti — Þorgeir Daníel Iljaltason. Dala Yrja er afbrigðl af danska Castelto-ostinum og hinum franska Bresse Blue. Osturinn er mildur með hvítri mygluskán aö utan og biáýróttur aö innan. Hann er mjög IJúffengur djúpsteiktur eöa gríllaöur t.d. ofan á kjötsneiö auk þess sem hann er góður sem forréttur eöa ábætisréttur og á ostabakkann. Bragögæöi ostsins njóta sín best sé hann látinn standa utan kælis í 1—2 klst. fyrir neysiu. Luövik Hermannsson er ostameistari MJólkursamlagsins í Búöardal. Hann lauk námi i Danmörku áriö 1977 og hefur starfaö aö iön sinni siöan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.